Þjóðviljinn - 09.12.1979, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 09.12.1979, Blaðsíða 15
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 9. desember 1979 Sunnudagur 9. desember 1979 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15 LIFI DAUÐINN! . , * ' ** ’ i . ■íiv'* * ... ............ ? r'- <«* ' HATIÐIN I PAMPLONA , ifw; * n : rr- ■ ■&-. / 'r % * ‘. /J Nautiö rekur hornin I eitt fórnardýra sinna. A sjö dögum hátfðarinnar slösuöust um eitthundraö manns i nautahlaupinu. Kapphlaup upp á lif og dauöa: Hin ramma lykt skelfingar dýra og manna. Nautahátiöin I Pampiona opnar nýjar vfddir hjá Noröurlandabúa. Þú ert eftirvæntingarfuiiur, bind- ur hinn heföbundna rauöa háls- klút hátiöarinnar um hálsinn og heldur meö hálfum huga út á göt- ur bæjarins. Eftir nokkra tima er Noröurlandabúinn i þér rokinn út i veöur og vind. San Fermin hef- ur komiö aftan aö þér. Þú dansar á strætunum og syngur f kór 250 þúsund hátíöargesta, sem komnir eru hvaöanæva aö úr heiminum. Söngurinn og hrópin blandast bumbuslætti, skrækjum flautu- tónum og háværum lúöraþyt. Og þetta er aöeins fyrsti dagur hátfö- arvikunnar. Þú þarft á mikilii hreysti, harögeröum haus og rammsterkri lifur aö halda ef þú átt aö komast óskaddaöur út úr hátiöarhöldunum. A þessum dögum biandast blóö 42 nauta sagi nautaats- hringsins. Jafnmörg naut æöa gegnum götur bæjarins á morgn- ana og reka á undan sér unga og aldna ofurhuga i þúsundatali. Þetta er kapphlaup upp á lff og dauöa, þar sem æsingurinn, skelfingin og spenningurinn ræö- ur rikjum. San Fermin-hátiöin er mesta uppákoma i Evrópu. Hún er belj- andi fljót ódýrs kampavins, svita, nautablóös og sterkra tilfinninga. Hún er sameiginiegt átak tugþús- und manna aö ná ystu mörkum veruleikans. Þó aö nautin og hugaræsingin séu áberandi einkenni hátiöarinn- ar i San Fermin, er grunnt á þjóö- ernishyggju baska. Hátiöin er pólitisk púöurtunna meö óhugna- lega stuttum kveikiþræöi. Pamp- lona liggur I miöri Baskiu, og hér sem i nágrannabæjunum er að- skilnaöarhreyfingin ETA mjög sterk. í fyrra kom til mikilla átaka milli baska og lögreglunnar, Guardia Civil. Mótmælendur reistu götuvigi og lögreglan svar- aöi meö táragasi og skothríö. Ungur maöur lést i bardaganum, tugur manns særöist alvarlega og 170 aörir voru fluttir i sjúkrahús vegna meiðsla. 1 ár munaöi engu aö púöurtunn- an spryngi. ETA haföi efnt til 20 þús. manna mótmælagöngu i minningu hins látna félaga frá i fyrra. Skapofsinn var mikill; sæ- 1 ist spænski þjóöarfáinn á al- mannafæri fór fjöldinn hamför- um. Götubardagarnir heföu brot- ist út ef aökomugestir hátiöarinn- ar heföu ekki boriö klæöi á vopnin meö nærveru sinni. Hins vegar kom styrkleiki aö- skilnaöarstefnu baska skýrt fram á fyrsta degi hátiöarinnar. Ger- man Rodriques, fórnardýrs götu- bardaganna frá fyrra ári, var minnst á nautaati siödegisins meö minútu þögn. 40 þúsund manns meö sangriu og kampa- vin gutlandi innbyröis, stóöu sem steinrunnir meöan einmannalegt trompetsóló steig frá hringnum til himins. Upplausn sólarhringsins Hræöslan viö ofbeldisaögeröir ETA sem hefur fariö vaxandi eft- ir sprengingar baskanna á sól- ströndum Spánar, geröi þaö aö verkum aö margir feröamenn létu ekki sjá sig I Pamplona i ár. Engu aö siöur var mikiö um út- lendinga sem ásamt Spánverjum mynduöu skrautlega umgjörö há- tlöarinnar. Sólarhringurinn leysist upp meöan á hátiöinni i San Fermin stendur. Músikin, dansinn og Mikiil mannfjöidi safnast iöulega saman þegar nautin eru skorin og höggvin eftir nautaatiö. Hlaupiö er hafiö. Þetta er Iþrótt karlmannanna, kvenfóiki er melnuö þátttaka: ,,Ef þú hefur aidrei hlaupiö nautahlaupiö veistu ekki hvaöa öfl búa meö þér hiö innra, þú þekkir ekki þrekmátt þinn og þú hefur ekki horfst i augu viö dauöann.” Náutahátíðin í Pamplona á Spáni sem haldin er hvert sumar og stendur yfir í sjö daga, hefur verið nefnd mesta uppákoma í Evrópu. Þessa hátíðarviku sleppir fólk fram af sér beislinu, belgir sig út af kampavíni og sangríu, syngur og dansar og siðast en ekki síst — horf ir á nautaat og tekur þátt í svo- nefndu nautahlaupi þar sem trylltum törfum er sleppt lausum á f ólksf jöldann. Þetta er hátíð samstöðu, vin- áttu og bræðralags, styrkt af stöðugri nærveru dauðans. Norski blaðamaðurinn John Olav Egeland við stærsta dagblað Oslóar, ,, Dagbladet", og Ijósmynd- ari sama blaðs, Tom Martin- sen, sóttu þessa hátíð heim í sumar. Frásögn þeirra hér á eftir er gerð sérstaklega fyrir Sunnudagsblaðið. Texti: John Olav Egeland Myndir: Tom Martinsen drykkjan er eins og flóöalda sem steypist látlaust gegnum bæinn allan sólarhringinn. Börunum og knæpunum er aldrei lokaö, tónlistin dunar dag sem nótt. Æs- ingurinn nær þó hápunkti milli sex og átta á morgnana. Þá á en- cierro — hlaupin á undan nautun- um — sér staö. Þegar þú rist úr rekkju (ef þú ert svo heppinn aö hafa komist yfir einhverja) eöa lyftir höföinu frá slitnu kráar- boröinu eöa lýkur upp augunum á þeim næturstaö sem nærtækastur var, grasbletti eöa garöbekk, merkir þú aö loftiö er kalt og tært. Götusópararnir hreyfa sig viröu- lega og hreinsa mesta ruslið af götunum. Ef þú ert heppinn áttu aðeins kilómetra göngu framund- an. Hún rifur þaö versta úr þér. Umhugsunarverðir timburmenn Æ fleiri safnast saman meö- fram hinni 800 metra löngu hlaupabraut strætanna þar sem naut og menn eiga eftir aö heyja dauöahlaupið. A götuhornum standa blaöasalar og hafa ekki viö aö selja. Blööin þjóna tvenn- um tilgangi. Þau veita upplýsing- ar um encierro gærdagsins, hve margir eru særöir eöa ef til vill dauðir, og þau gefa einkunnir fyr- ir nýjasta nautaatiö. Þegar blööin hafa verið lesin eru þau rúlluö i hólk og veröa aö eina vopni nautahlauparanna. Á kaffihúsunum og knæpunum hefur áfengið veriö lagt til hliöar og kaffi dukkiö i striöum straum- um. Samræöurnar eru hljóöar og alvarlegar. Þetta er hálftimi hinna umhugsunarverðu og ein- beittu timburmanna. Alvaran felst i þeirri staöreynd, aö þegar öllu er á botninn hvolft, er hér enginn leikur á ferðum. Nautin eru um hálft tonn aö þyngd, sam- þjappaður massi kjöts, beina og horna. Aö meöaltali .veröa nautin einum hlaupara aö aldurtila ann- aö hvert ár, en’meiöslin og slysin eru óteljandi. Jafnvel fyrir þann, sem alls ekki hefur hugsaö sér að hlaupa er aðdragandinn mikil þrekraun. Ég er meö aögönguseðil meö und- irskrift lögreglustjórans og hef komið mér fyrir á hættulausu hliö giröingarinnar, en engu aö siöur er taugakerfiö eins og krepptur hnefi fyrir bringsmalirnar. A slaginu átta er flugeldinum skotiö á loft til marks um að naut- unum hafi veriö sleppt lausum. A samri stundu sttgur þúsundradd- aö öskur frá fjöldanum sem safn- ast hefur saman meöfram stein- lögöum götunum. Strlösnautin sex æöa gegnum þröng strætin, liöug, eldsnögg og kasta hornun- um til hliöanna. Sex eimlestir af kjöti og blóöi ryöjast aö nautaats- hringnum og á undan þeim hleyp- ur fólkiö I trylltri skelfingu. Siöustu sex hundraö metrarnir eru taldir hættulegastir. Hér þrengjast göturnar og þegar mörg hundruö manns reyna aö troöa sér gegnum hringhliöiö þarf ekki nema litiö óhapp til að breyta hlaupinu i blóöugan harm- leik. Ef einhver fellur, er hann samstundis troöinn undir og getur oröiö öörum aö fótakefli. Iöandi kös manna og sex naut getur hæg- lega oröiö aö bráöu blóöbaöi. Og þaö er einmitt hér sem flestir áhorfendur safnast saman. Margir hafa staðir þarna timun- um saman til aö tryggja sér sem bestan staö. Utan á veggjum nautaatshringsins hanga smá- strákarnir eins og vinberjaklas- nr ai . Sameiginleg skelfing Skyndilega birtast nautin. Um leiö og þú heyrir fyrstu hófaskell- ina á steinlagöri götunni brýst skelfingin og vitfirringin út meöal hlauparanna. Allir troöast og ryöjast til að komast inn I gegn- um hliöiö og út á miskunnsaman leikvanginn. Nautin eru jafn- skelfd og mannfjöldinn og ryöja niöur öllum hindrunum. Vit þin skynja hina römmu lykt skelfing- ar dýra og manna. A nokkrum andartökum er svo öllu lokið, og nýr flugeldur gefur til kynna aö nautin séu komin i hringinn. Það er breytilegt frá degi til dags hve margir liggja særöir á götunum. I ár geröist alvarleg- asta slysiö á öörum degi hátiöar- innar. Þá átti sér stað eitt af bvi hættulegasta sem skeö getur: Eitt nautanna snarsneri sér viö i vitfirringslegri skelfingu. Hinn 32 ára gamli José Maria Fernandez rann á steinlagningunni og óöar réöist nautiö á hann og þeytti hon- um til lofts meö þeim afleiöing- um aö hálsæöin skarst sundur. Hann var borinn inn i sjúkraskýli hringsins meðan slagæöin dældi blóöinu úr hálsinum, en honum staöa fólks, hjartahlýja og bræöralag þeirra sem sameinast I velliöan liöandi stundar. Þetta er hátiö þverstæöna: Stund bliöu og dauöa. Dauðinn í hringnum Dauöinn i hringnum á sér stað siödegis á degi hverjum. Um hálf- sex leytiö tekur mannhafiö aö streyma að hliðunum. Flestir eru meö fimm lítra fötur sneisafullar af sangriu eöa isilát meö freyöi- vinflöskum. Isinn og ilátin eru notuö bæöi til drykkjar og sem skotfæri á picadorinn, reiömann- inn meö spjótiö sem stingur naut- iö svo þaö lúti höfði. A nautaati er aðeins eitt ör- uggt: Nautiö á aö drepa. Slæmur nautabani gerir drápiö aö viö- bjóöslegu, þreytandi og blóöugu uppgjöri. Góöur nautabani, aftur á móti, sýnir á listrænan hátt táknmál horfinnar goðfræöi um bardagann milli manns og dýrs. 1 Pamplona i ár átti hin full- komna corridea sér stað á fjóröa degi hátiöarinnar. Þá var fagn- andi áhorfendum sýnt hvernig maöur og naut geta oröið eitt I undarlegum samruna listdans og aflraunar. Nautabaninn hlaut aö veröleikum eyru nautsins og hala, mesta heiður sem nauta- bana hlotnast. Kampaviniö fiýtur i striöum straumum meöan hátiöin stendur yfir. var þó til allrar hamingju bjargaö frá dauða. Samanlagt slösuöust um eitthundraö manns á þessum sjö hátiðardögum. Nautahlaupiö er iþrótt karl- mannanna; kvenfólki er meinuö þátttaka. Kannski hafa þær held- ur ekki áhuga. Stúlka frá Björg- vin sem ég hitti af tilviljun sagði viö mig: ,,Ég hef enga þörf fyrir aö sýna karlmennsku. Þaö eru sennilega sömu öfl sem draga karlmenn aö hlaupinu og gera þá aö sprengjuflugmönnum: Spenn- ingurinn hvort þeir veröa skotnir niöur.” Annar landi minn, karlmaöur, sagöi: „Ef þú hefur aldrei hlaupiö á undan nautunum veist þú ekki hvaöa öfl búa meö þér hið innra. Þú þekkir ekki þrekmátt þinn til hlitar og þú veist ekki hvernig þaö er aö horfast i augu viö dauöann. Eftirá ertu frjálsari.” San Fermin er karlræöisþjóöfé- lag, en ekki án ákveöins gildis: Gamlir bændur syngja baskiskar þjóövisur arm I arm, karlmenn sýna hver öörum vináttu og bræöraþel án þess aö fara i graf- götur meö tilfinningar sinar. I heild rikir á hátiöinni mikil sam- Þegar sjötta nautiö hefur hnigið i valinn og verið dregiö út af múl- dýrunum, ryöst mannfjöldinn inn i hringinn og dansar og syngur. Hátið tilfinninganna Aö nautaatinu loknu liggur leiö okkar aö Plaza del Castillo og á Bar Tropicana þar sem alþjóö- legir ævintýramenn og drykkju- hrútar safnast saman. Og enn einu sinni átti ég eftir aö upplifa hinar sterku hliöar tilfinningalifs- ins sem San Fermin-hátiðin getur kallaö fram. Ég seig niöur i barstólinn I sæluvimu kampavins og sangriu. Þá uppgötvaði ég skyndilega lág- vaxinn mann viö hliðina á mér. Hann var klæddur velpressuöum svörtum buxum, i skærhvitri skyrtu og var með velsnyrt litiö yfirvaraskegg. A fjóröa degi há- tiöarinnar. Hann ávarpaði mig á sænsku og spuröi yfirlætislega hvort San Fermin-hátiðin væri virkilega þess viröi aö skrifa um hana. Þá uppgötvaöi ég aö þaö var hægt aö hata manneskju djúpt og innilega eftir aöeins andartaks kynningu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.