Þjóðviljinn - 09.12.1979, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 09.12.1979, Blaðsíða 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 9. desember 1979 * f t t Í ^ f ^ je skrifar eigin- gjarnan um Stólalyftan i Kóngsgili er vafalaust þarfasta fjárfesting á sviöi aimenningsíþrótta hingað til. KÓNGSGIL Nú er hann kominn veturinn/ með frostið og snjóinn og hálfófærar gangstéttir. Skammdegið hefur löngum lagst þungt á sálir fólksins hér norður í veraldarrassi og ekki bætir jóladellan og amst- ur desembermánaðar, fangur vinnutími og á- hyggjur af væntanlegu skattaframtali líðanina. Nú má að venju vænta aukinnar tiðni hjóna- skilnaða og leyndra og Ijósra sjálfsmorða. Kyrir þá sem þjást af dapur- leika eða ringulreið hugans eru á boðstólum ýmsar tamningar- stöðvar vitundar og námskeið i jóga fyrir byrjendur og lengra komna á lágum pris. Svo er til i dæminu aö fara aö spila bridge, sem hefur að vísu gefist mis- jafnlega, enda vitað að tauga- spesialistar hafa bannaö sinum kúnnum þvilika iðkun. Aldrei hefur nokkur spesialisti bannaö neinum að njóta fegurðar, dýrðar himins og bláma fjallanna. Þess eru enda mýmörg dæmi að göngu- garpar Ferðafélagsins og Otivistar og aörir útilifsmenn séu tiltölulega hamingjusamir einnig i háskammdeginu. Skiðafólk hefur fjölmennt i Kóngsgiliö i Bláfjöllum undan- farið, enda veður oft veriö blitt og fagurt, nema kosningahelg- ina er brá til hins verra. Ekki sjaldnar en þrisvar sinn- um hef ég gert ferð i fjöllin og i öll skiptin haröákveöinn i þvi aö efna i þennan þátt skipulega, spjalla við starfsmenn skiða- lyftanna og koma upplýsingum og hagnýtri vitneskju til lesenda, eins og blaöamenn eiga að gera. í bæði skiptin varð þessi ásetningur að engu, ég timdi ekki að fórna tima á þess- um dýraöardögum f lesendur. Skammur dagur, löng nótt, ótryggt stjórnarfar og yfir- vofandi ihald. Hvilikt ástand. Mitt i þessu færa ómennskir náttúrukraftar okkur bjarta og sólrika daga, daga sem við, þú og ég eigum að nýta eftir megni. Ég er stundum að furöa mig á hve upptekið skiöafólkið flest er af iþrótt sinni. Það er að and- skotast úr einni lyftu i aðra, einni brekkunni i aðra, og gufu- strókana leggur af þvi i frostnepjunni. Aldrei stansað og litið upp til fjallanna sem lýsa sólhvitu ljósi eins og gulldjásn. Sumir tækju liklega ekki eftir þótt þeir skiðuðu inn i sjálft himnariki. Og reyndar er himnariki hér á degi sem þess- um er fegurðin rikir ofar hverri kröfu. Já, það er ótrúlega skemmti- legt i þessum brekkuleik og ég fullyrði aö framtak Bláfjalla- nefndar, borgarsjóðs og iþrótta- hreyfingarinnar hér á Bláfjalla- svæði hefur breytt lifi fjölda fólks. Hér má lika sjá stelpur og stráka, kalla og kellingar, fólk sem aldrei áður hefur stigiö á skiði, uppdubbaö i vatteraöa galla i glasúr-litum, fikra sig áfram i brekkunum. Islenskur sportfataiönaður getur lika vel við unað, þvi fáir eru eins og undirritaður sem er staðráðinn i þvi að láta gömlu rauöu ferða- úlpuna duga um sinn, þótt kjaft- for dóttir min segi mig likastan rauðri belju á skiðum. t minni æsku voru engar lyftur, og urðum viö að klifra brekkurnar með ærinni fyrirhöfn, enda gleymdu stelpurnar undarlega oft skiðunum heima. Nú er öldin önnur, glæsimeyjarnar eru all- ar komnar uppi brekkurnar, enda þarf enginn að svita sig lengur, þvi að lyfturnar flytja okkur upp á fjallsins brún. Nú er viðburður ef fönguleg stúlka álpast i fjöllin skiöalaus. Hinsvegar er fámennt hjá mér þar sem ég sit um hádegis- bil á hörðum steini efst i fjall- inu. Allan morguninn hef ég fylgst meö hvernig sólin blandar úr rauðu yfir i hvitt og einmitt nú er stuttskrautlýsing. Hver hóll og hvert fjall er baöaö gulhvitu ljósi en dalirnir og lautirnar eru i djúpum bláum skugga. Aðeins stutt ögurstund. Og aftur byrjar hún blessuð aö hella rauðu útl og rökkrið læðist aö og blámi himins dýpkar og billjósin kvikna og borgarljósin i fjarska. Kominn er timi til að halda heim. Á heimleiðinni, nánar tiltekið á miöri Elliðaárbrúnni, vaknaði hjá mér ein ósk sem mætti berast borgaryfirvöldum. Bensinið er dýrt. Bláfjöll eru Snjótroðarinn á ferö I Kóngsgili. drjúgan spöl frá Reykjavik. Skiðaiþróttin er holl og skemmtileg og börn hafa sérstakt yndi af henni. Ekki nenna allir pabbar með krakk- ang I Bláfjöll og margir hafa hreinlega ekki efni á þvi. Þess vegna er það min fróm ósk aö svona tveimur traktorslyftum verði komiö fyrir innan borgar- markanna, t.d. i Artúnsbrekk- um og I Fossvogsdal. Mætti segja mér að Armenningar og máske fleiri aðilar ættu lyftur sem hætt er að nota. — je.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.