Þjóðviljinn - 09.12.1979, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 09.12.1979, Blaðsíða 27
-Sunnudagur 9. desember 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 27 Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir jar nuar mannesKjur og pP gengu jfír þegar þau voru Uomin yf\r é hinn bakkann sagéi liti , ® UAÍ hugsa sér, erum vié komi,n jyfir öll fj ögur/ Hvernig var ln<ö.gt ? MYNDÁGATA Sendu Kompunni ráðningu innan hálfs mánaðar og þú færð kort frá Kompunni. Enn um Guðrúnu og Magnús Þau Guðrún og Magnús hafa aldeilis gert lukku. Enn eru að berast myndir af þeim. Kompan er búin að senda 16 krökkum pla- köt. Þau seinustu voru póstuð í vikunni. Hvernig væri að skipta nú um og skrifa um málefnið sem er kynnt á plakatinu þínu? Teiknaðu og skrifaðu það sem þú ouW PáU lo K Í r W) a ustri hugsar út frá því. Það verður þá fjölbreytt efni sem berst til Kompunnar á næstunni, því plaköt Landverndar eru svo mörg og falleg. Það var kvöld eitt í desember-mánuði í litlu sjávarþorpi að Eiríkur gekk þungt hugsi niður Strandgötuna. Hann var um þrítugt, I jóshærður og bláeygur. Hann hafði umsjón með verkstæði sem stíð i útjaðri þorps- ins. Á morgun var út- borgunardagur, hann var með sexhundruðþúsund í lítilli svartri tösku sem hann hélt á í hægri hendi. Það var mikil umferð/ enda jólin að nálgast. Hann bjó á Kárastíg 17, og þegar hann gekk yfir Strandgötuna kom grænn fíat á fléygiferð og það var ekki hægt að forðast slys.... Ölaf ur sat við gluggann og beið eftir pabba sín- um. Hann var mjög líkur pabba sínum, Ijóshærður og bláeygur. Móðir Ölafs hét Björg, hún var dökk- hærð og brúneygð. Hve- nær kemur pabbi eig- inlega? spurði Ölafur ó- þolinmóður. Ég veit það ekki, svaraði Björg. Þeim brá held- ur en ekki í brún þegar hringt var frá lögregl- unni og þau beðin um að koma niður á lögreglu- stöð eins fljótt og þau gætu. Lögreglustöðin var við bryggjuna skammt frá Kárastígnurrvsvo þau voru fljót að komast þangað. Þegar þangað kom var þeim vísað til lögreglustjórans sem sagði þeim frá því sem þið haf ið lesið. Ölaf ur var að gráti kominn þegar hann spurði: „Slasaðist hann mikið?" „Við vitum það ekki ennþá" svaraði lögreglustjórinn. Einn af lögreglumönnunum kom inn og sagði: „Skýrslan er tilbúin og hann er SMASAGA eftir Völu Magnadóttur, 11 ára raknaður úr rotinu". „Nú já hve mikið er hann slas- aður?" spurði lögreglu- stjórinn. „Heilahristing- ur, handleggsbrot og hann er brákaður á vinstra fæti." „Getum við fengið að sjá hann?" spurði Björg. „Já, já" sagði lögreglustjórinn, „ég hugsa að ég komi líka" sagði hann.... Á sjúkrahúsinu Eiríkur Sigurðsson á hvaða stofu liggur hann? spurði lögreglustjórinn. Hann liggur á stofu 5 hérna á ganginum til vinstri. Ölafur hljóp að föður sínum og spurði: Hvernig líður þér? Bara vel, svaraði faðir hans. Það var þögn í stofunni; allt í einu kipptist Eiríkur við, hvar er taskan? spurði hann. Ha, hvaða taska? spurði lögreglu- stjórinn. Taskan sem peningarnir voru í, sagði Eiríkur, og ég sem átti að borga mönnunum á bíla- verkstæðinu með á morg- un, hélt hann áfram, lítil svört taska sem hafði að geyma hundruðþúsund- krónur. Ertu alveg viss um að þú haf ir verið með hana? spurði lögreglu- stjórinn. Já auðvitað er ég alveg viss, eða heldur vörður laganna kannski að ég Ijúgi eða hvað? Nei, nei, auðvitað ekki, sagði lögreglustjórinn, en hvernig stendur á því að taskan fannst hvergi á slysstaðnum, enginn hef- ur getað stolið henni því að annars hefðu sjónar- vottar séð þjófinn, en ég byrja rannsóknina strax, veriðþið sæl. Jæja,Ólafur, við skulum líka fara að koma okkur heim. Já, svaraði Ölafur, en pabbi má ég koma til þín aftur á morgun? Já, já, svaraði Eirikur, komdu eins oft og þú vilt hélt hann áfram. Heima hjá Ólafi daginn eftir Ding dong. Ólafur, Páll er að spyrja eftir þér. Páll kallaður Palli var dökkhærður með fjörleg blá augu, hann var 10 ára eins og Ólafur. Viltu koma út, viðerum margir strákar niður í fjöru. Æi ég veit ekki, svaraði Ólafur. ólafur farðu út og vertu ekki með þessa vitleysu, sagði Björg í ströngum tón, það er gott veður úti og engin ástæða til þess að vera inni, ég þarf að ganga frá ýmsu' fyrir jólin, bætti hún við. Jæja þá, svaraði Ólafur ólundarlega. Hertu þig upp, ég er ekki kominn til þess að spyrja þig um slysið, sagði Palli, heldur til að fá þig niður í f jöru, það er snjór núna og til- valið að hlaða virki eins og í fyrra. Drífum okkur þá, sagði Ölafur og svo gengu þeir af stað. I fjörunni Strákarnir skiptu sér í tvö lið, annað liðið átti að vera í virkinu en hitt var árasarliðið. Ólafur var í árasarliðinu,hann skipaði liðinu þannig að Páll Skógarþröstur Skógarþrösturinn er mógrár á baki, dröfn- óttur á brjósti.en fremur Ijós á kviði. Hann kemur einn fyrstur farfuglanna og fer seint á haustin. Sumir eru hér allan vet- urinn. Á vorin er hann tíð- ur gestur. Karlfuglarnir sitja þá á húsmænum, símastaurum eða trjám. Helena Sigurðardóttir, 10 ára Digranesvegi72a Kópavogi. laumaðist hjá Strandveg- inum þar sem slysið var. Davíð fór meðfram sjón- um á meðan hinir strákarnir sendu við- stöðulausa kúlnahríð á virkið. Þegar Palli var kominn að slysstaðnum sá hann í eitthvað svart í hvítum snjónum. Hann opnaði töskuna og brá mjög við þegar hann sá alla peningana sem voru í henni. Falsarar, banka- ræningjar, smyglarar og allt mögulegt sem honum datt í hug, en svo rann upp fyrir honum: Þetta var taskan sem hafði tap- ast Hann ætlaði að fara kalla á Ólaf, en hætti við það; nei líklega var best að eiga þetta sjálfur. Hann svipaðist um eftir stað til að fela töskuna; hann gróf töskuna hjá kletti einum og fór síðan til strákanna og sagði: Ég verð víst að drífa mig heinvkiukkan er orðin svo margt. En klukkan er ekki nema hálftvö, sagði Ólafur. En ég verð samt að drífa mig heim, sagði Palli. Næstu daga var Palli eitthvað undarleg- ur, hann vildi ekki vera með hinum krökkunum í leikjum og allra síst Ólafi. Aftur heima hjá ólafi Á Þorláksmessu kom móðir Palla með töskuna og Palli með henni. Hann hafði sagt móðir sinni allt og hún sagt honum að skila peningunum. f miðj- umsumræðum kom Ei- ríkur í jólaleyfi, þegar hann frétti ap peningarn- ir væru fundnir urðu heldur en ekki jól hjá iríki og f jölskydlu hans.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.