Þjóðviljinn - 09.12.1979, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.12.1979, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 9. desember 1979 UOOVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis l'tgefandi: Útgáfufélag ÞjóÖviljans Kramkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Kitstjórar: Arni Bergmann. Einar Karl Haraldsson. Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir- L msjónarmaöur Sunnudagsblaös: Ingólfur Margeirsson. Rekstrarstjóri: Olfar Þormóösson Auglýsingastjóri: Rúnar Skarphéöinsson Afgreiósiustjóri: Valþór Hlööversson Biaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón FriÖriks- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson. Erlendar fréttir: Jón Asgeir Sigurösson tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Jón ölafsson Otllt og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson Handiita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar. Safnvoröur: Eyjólfur Amason Auglýsingar: Sigrlöur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þórgeir ólafsson. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir. Afgreiösla: Einar Guöjónsson, Guömundur Steinsson, Kristfn Péturs- dóttir. Slmavarsia: ólöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karén Jónsdóttir. Otkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Sföumúla 6, Reykjavfk.sfmi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. í minningu Jóns Sigurðssonar • Stjórnmálamaðurinn og fræðimaðurinn Jón Sigurðs- son er til umræðu á aldarártíð sinni og er vel að ýmsir fræðimenn leitast nú við að færa þessa „fjarlægu og goðsagnakenndu veru" nær samtímanum og benda á þá eðlisþætti hans og vinnubrögð sem enn halda gildi sínu í allri íslenskri stjórnmálabaráttu. Veigamesti arfurinn sem Jón Sigurðsson hefur skilað til okkar og lifa mun með þjóðinni er barátta hans fyrir landsréttindum og sú vakning í sjálfstæðismálum sem hann stóð fyrir. En á ýmsum öðrum sviðum er reisn hans og framganga fordæmi um langa f ramtíð og sívakandi þörf hans fyrir að fræða, skýra og vekja áhuga fyrir baráttumálum sínum og viðfangsefnum gæti verið til eftirbreytni fyrir margan stjórnmálamanninn í dag. • Lúðvík Jósepsson formaður Alþýðubandalagsins minnist Jóns Sigurðssonar m.a. með þessum orðum á aldarártíð hans: • „Það er tvennt, sem mér er efst í huga, þegar ég minnist stjórnmálamannsins og þjóðarleiðtogans Jóns Sigurðssonar. Hið fyrra er, hve glöggskyggn Jón Sigurðsson var á íslenskt þjóðlíf, á stöðu atvinnuvega, á gildi verslunar og viðskipta, á mikilvægi menntunar og á þýðingu f ramfara á öllum sviðum þjóðlífsins. Hið síðara er næmur skilningur hans á þjóðfrelsi, á því að þjóðin sé frjáls, á því að engin önnur þjóð haf i aðstöðu til að hafa áhrif á íslensk þjóðmál. • Þessi tvö grundvallareinkenni í fari Jóns Sigurðs- sonar og í öllu hans starf i eru mér ofarlegaí huga einmitt nú, eins og ástatt er í íslenskum þjóðmálum. Þó að íslenskt atvinnulíf væri bágborið á tímum Jóns Sigurðs- sonar og flestir kostir til úrbóta næsta f jarlægir, þá sá hann á mörgum sviðum nýja möguleika og benti á leiðir til framfarasóknar. Hann sá ótal möguleika til lands og sjávar og hann hvatti landsmenn til dáða. Hann efaðist ekki um að ísland væri byggilegt land, sem byði upp á óteljandi möguleika, ef vitog atorka, framsýni og frelsi fengi að njóta sín. • Jón Sigurðsson skildi að grundvallarskilyrði fyrir efnahagslegum framförum yrði að vera stjórnmálalegt sjálfstæði þjóðarinnar. Hann vissi að lítill árangur myndi verða á sviði mennta- og menningarmála og á öll- um öðrum sviðum þjóðlífsinsef erlendir menn og erlend þjóð ættu að hafa á hendi stjórn íslenskra mála og ráða hér stefnu og störfum. Jón Sigurðsson vissi að í kjölfar pólitísks sjálfstæðis myndu efnahagslegar og menn- ingarlegar framfarir koma." • Eins og Lúðvik Jósepsson segir réttilega ættu þessi sannindi um stefnu og starf Jóns Sigurðssonar að vera okkur umhugsunarefni einmitt nú: „Nú eru uppi raddir í okkar íslenska þjóðfélagi, sem mjög draga í efa gildi og möguleika íslenskra atvinnuvega. Nú er sagt að draga eigi úr landbúnaði því hann sé hemill á hagvexti þjóðarinnar. Nú er klifað á þeirri heimsku að íslenskur sjávarútvegur geti ekki tekið við meira vinnuaf li og ekki megi vænta meiri framlaga frá honum í þjóðarbúið. — Og nú koma fram raddir sem kref jasterlends atvinnu- reksturs hér á landi og að best sé að útlendir aðilar, sem nægilegt f jármagn eigi, byggi hér og reki atvinnufyrir- tæki á sem flestum sviðum." • „Eru ekki einnig komnar fram raddir hér á landi sem boða erlenda samvinnu af því tagi að íslendingar afsali sér hluta af sjálfsákvörðunarvaldi sínu? Dvelur hér ekki erlendur her, sem verið hef ir hér í yf ir 30 ár? Og hefir hann ekki hluta af okkar landi sem sitt yfirráða- svæði? • Og sjást ekki merki þess á ótal sviðum, að erlendir aðilar hafi afskipti af okkar málum, og vilji m.a. ráða ótrúlega miklu um mál, sem þó ættu að flokkast undir íslensk efnahagsmál?" • Sem fyrr er það aðal íslensks stjórnmálamanns að „sjá ótal möguleika til lands og sjávar". Og þeir stjórnmálaf lokkar sem ekki eiga trú Jóns Sigurðssonar á möguleika íslenskra atvinnuvega, í eigu og undir stjórn (slendinga, eru lítils virði. Og vert er að minnast þess að Alþýðubandalagið eitt hefur hafið það merki hátt á loft að Islendingar ráði einir yfir öllu íslandi og öllum málefnum þjóðarinnar, óháðir erlendum auðfyrirtækj- um og erlendum her. —ekh I# úr aimanakinu Uppbótarkonur Það er til siðs að prýða framboðslista með kon- um. Rétt þykir og raunar sjálfsagt að krydda karlalistana hæfilega með einum og einum kvenskörungi. Já, þær punta óneitanlega upp á listana, dömurnar... Þrjár konur voru kjörnar á þing um daginn. Landskjörnar, sem kallaö er. Þær eru sumsé allar uppbótarþingmenn, númer 4, 8 og 10 í röö hinna ell- efu, sem þingsæti hljóta upp á náö og miskunn tölfræöinnar, þegar hinir 49 kjördæmakosnu hafa raöaö sér á garöana. Þrjár af sextiu, ein af tuttugu, — fimm prósent. En konur eru ekki 5 prósent þjóöarinnar, heldur 50. Þaö er athyglisvert aö allar þær konur sem setiö hafa á þingi undanfarin ár (aö jafnaöi þrjár i senn) hafa veriö fulltrúar Reykjavikur og nágrennis. Hefur kona utan af landi nokkrusinni setiö á Alþingi sem aöalþingmaöur? Ekki man ég til þess. Þaö kostar engin stórátök fyrir karlmann eöa konu- úr Reykjavik og nágranna- byggöarlögum aö setjast á Al- þingi Islendinga. Þaö getur hinsvegar veriö talsvert erfiö- ara fyrir fólk úr dreifbýlinu að sækja þing til Reykjavikur og hafa þar vetursetu. Konur eru kjölfesta hvers heimilis (sem kunnugt er) og á stórum sveitaheimiium og grónum heimilum i þorpum og bæjum eru þær jafnvel enn kjöl- fastari en i iéttúðinni og laus- unginni i höfuðborginnni við Sundin blá. Þær eru rótfastar i aldagamalli speki um eöli og undursamlega náttúru kven- kynsins og geta sig trauöla hrært. Hvaö gera nú karlar þeir, hreppstjórar og sveitarhöfö- ingjar, sem þjóöin sendir suöur á þing? Hvernig fara þeir aö? Þeir leigja sér herbergi eða Ibúö (ef þeir eiga ekki eina slika fyrir af eintómri forsjálni) og hafa þar vetursetu, ýmist einir sins liös eöa meö skyiduliö hjá sér, börn I framhaldsskólum og eiginkonuna kannski meira eöa minna. Snuröulaust gengur aö halda heimili á tveimur stööum, viröist vera. Hvaö gerir húsmóöir i sveit eöa þorpi, sem kosin er á hiö viröulega Alþingi? Stekkur hún frá börnum og búi suöur til Reykjavikur og skilur karlinn eftir meö organdi krakkana og allt óuppvaskaö? Og fer hún genske pent aö búa i góöu her- bergi á Hótel Borg og hafa þaö náöugt, rétt eins og ekkert heföi i skorist? Ég er nú hræddur um ekki. Engin heiövirð húsfreyja úr hinum dreifðu byggöum þessa lands mundi voga sér aö haga sér svona, rétt eins og ábyrgöarlaus gála. Og þaöan af siöur færi vesalings eiginmaö- urinn aö bregöa búi eöa láta af góöri stööu heima i héraöi til aö fylgja konunni eins og hala- klipptur hundur i bæinn að snudda þar i eldhúsinu meöan hún sæti á þingi. Hugsið ykkur bara stórbónd- ann i Eyjafirði eöa fram- kvæmdastjórann á Seyöisfiröi. Konan rokin á þing og skilur heimilið eftir bjargarlaust. Hvað á blessaöur maðurinn aö gera? Hann veröur aö athlægi. A hann kannski að fá sér ráös- Einar Örn Stefánsson skrifar konu eins og hann sé oröinn ekkjumaöur? Nei þaö gæti end- aö meö ósköpum. Til aö koma örugglega i veg fyrir svona hörmungarástand segir hinn framsækni og forsjáli eiginmaöur viö konu sina á þessa leiö: ,,Þú tekur ekki sæti á listanum, góöa mln, nema I sæti sem er alveg örugglega von- Iaust. Þaö held ég nú, heillin.” Og konan hlýðir, eöli sinu trú. Ekki vill hún valda upplausn fjölskyldunnar eöa leggja heim- ilið I rúst. Skilyröin sem Islensk kona þarf aö uppfylla til aö komast á þing eru mörg. Hún þarf annaö hvort aö vera barnlaus eöa eiga uppkomin börn, hún þarf aö búa á Reykjavikursvæðinu 1 og hún þarf að hafa geö i sér til aö klifra upp klikustiga karla- veldisins, meö öllu þvi orö- bragöi og yfirdrepsskap sem þar tiökast. Þaö fer raunar nokkuö vel á þvi, aö konurnar þrjár á þingi skuli nú allar vera uppbótar- þingmenn. Konur eru hvort eö er haföar I uppbót á listum, til aö bæta i götin á slitnum og skit- ugum sokkum hinnar pólitisku samvisku og samtryggingar. • Sósialíski þjóöarflokkurinn (SF) i Danmörku hefur álika marga þingmenn og Alþýöu- bandalagið. Meirihluti þeirra, . sjö aö mig minnir, eru konur. Ætli maöur eigi nokkurntima eftir aö upplifa þvlllkt hneyksli hér á landi?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.