Þjóðviljinn - 09.12.1979, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.12.1979, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJQDVILJINN Sunnudagur 9, desember 1979 í TILEFNI HUNDRUÐUSTU ÁRTÍÐAR: Þegar Islendingar brugðust Jóni Sigurðssyni Ef að einhver maður er orðinn þjóðhetja eða þjóðardýrlingur, er hætta miki! á því að menn hætti að hugsa um hann. Virðing fyrir honum er orðin kennsluefni, fastur liður í hátíðarræðum, einskonar borgaraleg skylda. Smám saman skapast hálfgerð glansmynd af óskabarni þjóðarinnar — og ekki aðeins af persónunni sjálfri, heldur og sambandi þjóðarinnar við hann. Mynd sem er sjaldan dregin I efa og kemur ekki oft til umræðu eða endur- skoðunar. Eins er málum háttaö um þann mann sem kallaöur hefur veriö sómi tslands, sverö þess og skjöldur og sagöi frægustu setn- ingu í islenskri stjórnmála- baráttu: Vér mótmælum allir. Kynslóö eftir kynslóö hefur boriö lof á þennan ágæta foringja sem einn sagnfræöingur hefur um sagt, aö „i 30 ár bar Jón Sigurösson einn uppi stjórnmál tslands” Viö höfum lofaö Jón fyrir gáfur og þekkingu, fyrir fræöistörf og þrautseiga baráttu, fyrirskarpskyggni og hugrekki — og allt er þetta maklegt. Viö höf- um lika talaö fallega um samband þjóöarinnar viö þennan foringja sinn, „öll þjóöin fylgdi honum” segir sami sagnfræöing- ur (Þorkell Jóhannesson) og skáldin taka i sama streng. Stephan G. Stephansson orti á 100 ára afmæli Jóns áriö 1911. Okkar gæfumesta mann metum viö nú, hann sem vann þjóö sem átti ekkert vald ádrátt launa, tign né gjald. Sögu hennar lög og lönd leitaöi uppi i trölla hönd. Tók frá boröi æöstan auö, ástir hennar, fyrir brauö. Þaö væri kannski ekki úr vegi aö hafa hundruöustu ártiö Jóns i þessari viku aö tilefni til aö rifja upp,ekki hvaö þessi ágæti leiötogi geröi fyrir þjóö sina, heldur hvernig hún reyndist honum. Hér er ekki um neina fræöimennsku aö ræöa — hér veröur stuöst viö merkan þátt i ágætri bók Lúöviks Kristjánssonar, tJr fórum Jóns Sigurössonar”, sem nefnist „Þegar Jóni reið allra mest á”. Eins og sjá má er kaflaheitiö sniöiö eftir frægri ljóölinu: „Þú komst þegar Fróni reiö allra mest á”. Danskar refsingar? Eins og menn vita lágu föst og vel launuö embætti aldrei á lausu fyrir Jón Sigurðsson i hinu danska konungsriki. Þaö var þvi ekki aö undra þótt einhverntima þrengdi svo aö honum aö hann teldi sig nauöbeygöan til að leita aöstoöar landa sinna. Isiendingar hafa aö sinu leyti þóst vita, aö Danir hafi lagt sig fram um aö refsa Jóni fyrir baráttu hans, ekki sist eftir Þjóöfundinn 1851. Menn hafa taliö eöa staöhæft, aö þá hafi hann veriö sviptur embætti (skjalavarðar hjá Fornfræöa- félaginu i Höfn), aö reynt hafi veriö aö múta honum meö ágætu embætti, eöa þá aö komiö hafi Arni Bergmann tók saman veriö i veg fyrir aö hann fengi embættisem þá lá á lausu. Allt er þetta málum blandað. Skjala- varöarstarfiö haföi Jón misst þegar áriö 1849, en var á biölaun- um tvö ár eftir þaö. Þaö embætti sem Jóni gat staöiö til boöa (viö leyndarskjalasafniö) treysti hann sér ekki til aö sækja um vegna þess að i þvi embætti heföi hann ekki getað siglt til Islands ann- aöhvert ár til þingstarfa. Yfir- höfub fer þvi fjarri aö dönsk stjórnvöld séu eins bölvuð við Jón og Islendingar hafa lengst af vilj- að trúa, samkvæmt þeim þægi- lega hugsunarhætti aö vort böl hljóti jafnan aö koma aö utan. Ekki ölmusa En hvaö um tslendinga sjálfa? A Þingvallafundi 1852 var ákveðiö aö senda skyldi Jóni Sigurössyni 700 rikisdali, sem safnaö haföi veriö eöa loforö fengist fyrir, til aö standa straum af ferö Jóns og nafna hans Guðmundssonar á konungsfund. Ekki tókst samt betur til en svo, að tveim áratugum siöar getur Jón þess i bréfi, aö sum samskotaloforð frá 1851 séu ekki enn komin fram. Sjálfur viröist Jón hafa illan bifur á þessari aöferö, þótt hann sé neyddur til aö játast undir hana ef hann sér ekki önnur ráö sér til framfærslu og til þess aö geta áfram unnið tslandi. Hann segir um þetta i bréfi frá 1852: „Ég vil hafa samskot svoleiöis, að þaö sé frjáls og einarðleg viðleitni til aö koma þvi fram sem vér allir viljum, en ekki ölmusa af meðaumkun viö atvinnulausa aumingja”. Leitað eftir aðstoð Nema hvaö: Jóni forseta leggst ýmislegt til, m.a. visindastyrkur viö Kaupmannahafnarháskóla. Sá styrkur rann út i árslok 1854. Var þá allt á huldu um þaö hvernig Jón gæti ráöiö fram úr vandræöum sinum. Einmitt þá er svo aö honum kreppt, aö hann neyðist til þess að fara þess á leit viö landa sina heima, aö þeir liösinni honum. Undirtektir þeirra voru meö þeim endemum, aö Jón reyndi slikt aldrei aftur. Nú var þaö erfitt fyrir skapstóran mann eins og Jón Sigurösson aö leita eftir almenn- um samskotum handa sjálfum sér — hann er á móti „ölmusu- gjöfum”. Hann þreifar þvi fyrir sér um ýmsar hugmyndir meö aöstoö og milligöngu eins helsta samherja sins heima á tslandi, Jóns Guömundssonar, ritstjóra Þjóöólfs. Fyrst reynir hann að koma á framfæri hugmynd um stofnun almenns styrktarsjóös til aö greiða fjárhagslega götu þeirra sem veldust til aö hafa forystu á hendi i þjóðfrelsis- baráttunni. Um þetta voru til fordæmi um Danmörku, þar sem safnað haföi veriö i einskonar málfrelsissjóö til styrktar frjáls- lyndum mönnum sem höföu beðiö efnalegt tjón af „aö vernda frelsi þjóöarinnar móti stjórninni”. Næsta ár, 1855, kom Jón ekki á þing — m.a. vegna fjárhags- erfiöleika, en lfka vegna þess aö. hann mun sjálfur ekki hafa viljaö vera viöstaddur þegar stuönings- menn hans bæru upp hugmyndir um aöstoö honum til handa. Sú aöstoð átti ekki aö vera ölmusa; eftir þvi sem næst verður komist hefur Jón helst viljaö aö Islend- ingar tækju á sig nokkur útgjöld til að launa hann sem verslunar- erindreka — ekki sist vegna þess hve mikinn þátt Jón sjálfur hafði átt i þvi aö koma á löggjöf um verslunarfrelsi. Heiðursgjöfm sem hvarf Bréf gengu manna á milli á tslandi, ekki vantaði þaö, og helstu stuöningsmenn Jóns skildu vel nauðsyn þess aö hlaupa undir bagga meö honum. En framkvæmd varö öll f skötuliki. í júni 1855 komu 59 menn úr öllum landshlutum, þar af tiu þingmenn, saman til fundar á Þingvöllum. Þar var gerö samþykkt, um aö efna til almennra samskota um allt land til aö færa Jóni Sigurössyni „heiöursgjöf”. Ypparlegustu fulltrúar þjóðar sem mjög hefur elskaö Jón Sigurösson dauöan, ætluöu aö láta þaö nægja. Og það sem verra var: framkvæmdir fylgdu ekki einu sinni hinni smáu samþykkt um „heiöursgjöf”. Ekki tók betra viö á alþingi. Jón Sigurösson get ekki mætt sjálfur sem fyrr segir. En I staö þess aö menn reyndu aö setja sig inn I hans aðstæöur fór verulegur hluti þingheims I fýlu — álösuðu Jóni óspart fyrir aö mæta ekki, gott ef þeir ekki brigsluöu honum um föburlandssvik Andrúmsloft- iö var þannig, aö helstu stuðn- ingsmenn Jóns áræddu blátt áfram ekki að hreyfa máli hans á þingi. Semsagt: liösbón Jóns kom ekki til kasta alþingis. Samskota- tilraunir runnu aö mestu út i sandinn. Meira að segja sauðir, sem Tungna- og Hreppamenn höföu lofað að fyrra bragði aö senda Jóni, komu aldrei fram. Þaö er þetta sama ár, sem Jón Sigurösson tekur aö sér aö svara lærðri ritgerð eftir danskan laga- prófessor, en ritgeröinni var stefnt gegn réttindabaráttu Islendinga. Aö sjálfsögðu samdi Jón snjallt og ýtarlegt svar sitt án endurgjalds —ekki nóg meö þaö: hann varö sjálfur aö gefa út bækling meö svarinu á eigin Næst síöasti dagur ársins Næstsíðasti dagur ársins eftir Normu E. Samúels- dóttur. Beta( húsmóðir í Breiðholti, situr við dagbókar- skriftir og gerir upp líf sitt, hispurslaust og af ein- lægni. Upp af slitróttum dagbókarblöðum þar sem renna saman endurminningar, svipmyndir daglegs lífs og hvers konar utanaðkomandi áreiti rís smám saman heilsteypt persónulýsing, skýr og trúverðug mynd af hlutskipti láglaunafólks, húsmæðra fyrst og fremst, í svéfnhverfum Stór-Reykjavíkur. Því nærtæka viðfangsef ni hafa ekki fyrr verið gerð skil í íslenskri skáldsögu. Næstsíðasti dagur ársins er fyrsta bók Normu E. Samúelsdóttur. Mál og menning kostnaö — fyrir prentunina varð hann aö borgar rúma hundrað rikisdali. Framtak Reykhólamanna Þetta sama sumar, 1855, veröur til i Reykhólasveit boösbréf eöa ávarp, sem sr. Ólafur E. Johnson samdi. Þar er fariö fögrum oröum um störf Jóns Sigurðssonar i þágu lands og þjóöar, sem hafi hingað til veriö vanmetin, en eins og þar segir: „Nú eru (sem betur fer) augu nokkurra landsmanna farin aö opnast og þeir farnir aö sjá hvilikan mann þeir eiga, þar sem herra Jón Sigurösson er, og hvilikur vanheiöur þaö er öllu landinu, ef hann af viöurværis- skorti þyrfti aö neyöast til aö yifirgefa málefni vor”. Siöan segir aö „nokkrir fööurlandsvin- ir” hafi tekið sig saman um að skjóta saman nokkru fé honum til aöstoðar og er skorað á aöra aö gera slikt hið sama. Bréfið birtist I Þjóöólfi — og þangaö voru og sendir þeir 47 rikisdalir sem Reykhólamenn höföu safnaö. Jón Sigurðsson var ekki hrifinn af því lofi sem hann var borinn I þessu bréfi, né heldur stórýkjum sem þar var aö finna um ofsóknir Dana á hendur honum. En það er önnursaga. Það sem mestu skipt- ir i þessu sambandi er það, að enginn varö til þess að taka undir þetta fordæmi Reykhólamanna. I blaöinu Noröra birtust nöldur- greinar sem annaðhvort fundu Jóni forseta allt til foráttu og var látið aö þvi liggja aö sá próflausi aumingi heföi nóg fyrir sig að leggja. Onnur grein mælti I móti „betli”eins og fjárhagsstubning- ur viö Jón Sigurðsson var nefnd- ur, og var þá til þess visaö, að Is- lendingar væru svo fátækir aö þeir mættu enga aura missa. Vist var alþýöa manna fátæk um þær mundir, en eins og Lúövik Kristjánsson bendir rækilega á i fyrrgreindri bók sinni, þá yar þaö ekki auraleysi sem kom i veg fyrir aö þeir hjálpuöu sinum mætasta manni, heldur pólitisk nærsýni, fullkomið skilningsleysi á hlutverki og starfi Jóns. Stytta af Lúther Þetta sama ár, 1855, efndi prófasturinn i Norbur-Múlasýslu til kirkjufundar, þar sem hvatt var til þess aö safnaö væri fé til kristniboös i Kina. Þrem árum siðar fengu söfnuöir landsins ávarp, þar sem sagt var frá þeim merku tiöindum, að Loövik stórhertogi i Hessen og við Rin hafi komiö á fót i sinu „allra hæsta ástrika verndarskjóli” Framhald á bls. 25.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.