Þjóðviljinn - 09.12.1979, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 09.12.1979, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 9. desember 1979 helgarvíðtalíd 1 Lárus Ýmir óskarsson hefur aö eigin sögn aldrei verið léttari síðan hann hætti að stækka, en einmitt nú. Enda hefur maðurinn staðið í ströngu að undanförnu: Leikstýrt „Drottinn blessi heimilið" eftir Guðlaug Arason fyrir íslenska sjónvarpið. Og eins og komið hefur fram i fréttum/ þá voru kræsnir kvikmynda- kaupmenn skandinaviskra sjónvarpsstöðva ekki fyrr búnir að sjá ræmuna fyrr en þeir ruku upp til handa og fóta: //Þetta kaupum við!" islenskir sjónvarpsáhorf- endur geta hins vegar hlakkað til annars í jólum, en þá verður þessi frumraun þeirra Guðlaugs og Lárusar fyrir íslenskt sjónvarp frumsýnd. Teikning og texti: Ingólfur Margeirsson Þeir sem hófu kosninga- nóttina snemma fyrir framan skjáinn, sáu aftur á móti loka- verkefni Lárusar viö sænska kvikmyndaskólann, Drama- tiska Institutet. „Fuglinn i búrinu” fékk meira aB segja einkunnina „eini ljósi punktur kvöldsins” hjá ööru siödegis- blaöanna. Lárus er þó ekki manna auö- veldastur aö fá i viötal eöa aö tjá sig um eigin myndir. „Mér leiöist aö tala um eigin verk, og finnst myndir mínar vondar eft- ir á”, er svariö sem und- irritaöur fékk. Eftir nokkrar fortölur og þar sem „Fuglinn” haföi veriö sýndur I sjón- varpinu.féllsthann þóaö lokum á aö tjá sig um þá mynd. — t „Fuglinum i búrinu” er aðeins sagt eitt orð „titta!” eða „sjáðu, horföu!”. Hvers vegna þessi orðafæö? — Þessi mynd er eins konar mótmæli gegn öllu kaffibolla- þambinu sem maður hefur séö I sænskum kvikmyndum? myndir af fólki sem maður sér tala. Ég var oröinn afskaplega þreyttur á þessum mynddauöu umræöu- filmum og ákvaö aö fara eins langt frá þeim og ég gat. hver listamaöur aö ákveöa hvernig hann vill vinna og fyrir honum er þaö rétt. Fólk getur skammast út I þá ágætu menn Kurusawa, Bergmann, Hitch- cock eöa Fellini, en þaö breytir ekki þeirristaöreynd aöþeir eru sjálfum sér samkvæmir. Og þaö er aöalatriöiö. Ég hef andúö á Godard, en get aöeins leyft mér aö gagnrýna hann á huglægan hátt, þvi auð- vitaö hefur kvikmyndin ótrúlega marga tjáningarmáta, og allt er þetta listsköpun sem á rétt á sér. Persónulega finnst mér t.d. aö kvikmyndin eigi ekki aö vera boöberi oröa, mér finnst þaö slæm nýting á mögu- leika kvikmyndarinnar, en ef menn vilja einblina á þann eina möguleika, ja, þá er þaö þeirra mál. Þú kannast eflaust viö þessar svokölluöu heimildarmyndir, vélin látin sýna yfirlitsmynd yf- ir einhvern dal, meöan saga byggöarlagsins er lesin upp. Eöa eins og ég sá einu sinni 1 sjónvarpinu: Háskóli Islands kvikmyndaöur og þulurinn sagði: „Þetta er Háskóli Islands, hann var stofnaöur 1911.” Rissblokk á 20 miljónir — Er þar með sagt aö þú að- hyllist meira myndrænar lausnir en orðlegar i kvikmynd- um? — t þessu tilfelli, já. En ég vil gjarnan vinna þannig, aö sam- tölin veröi ekki forsenda skilnings heldur sé likt og músik; þau gefi tóninn. Viö getum tekiö dæmi: Tvær manneskjur ganga á móti hvorri annarri a götu. Ef maður leggur þrillermúslk undir, hugsar áhorfandinn: „Aha, hann ætlar aö drep>a hana!”. Ef hins vegar er sett strengjatón- list undir, hugsar sami áhorfandi: „Aha, hann ætlar aö kyssa hana!” Þannig er þaö einnig meö taliö: Þaö má aldrei koma sem upplýsingar I staö myndar- innar.en áaöstýra upplifuninni aö þvi sem maöur sér. Sama gildir um mynd- bygginguna, lýsinguna, um- hverfiö. Viö getum haldiö áfram meö fyrra dæmi: Hughrifin breytast eftir þvl hvar parið hittist, er þaö I umferöargötu, á leiöi, eða úti viö sjó? Eöa er morgunn, nótt, dögun? Þaö er einnig afgerandi atriöi hvernig leikararnir taka sig út. Þeir geta villt á sér heimildir gagn- vart hverjum öörum en aldrei til lengdar gagnvart áhorfand- anum. Allt veröur aö stemma þegar maöur horfir á myndina eftirá, hver einasti þáttur veröur aö ganga upp. Og nú fær Lárus sér nýjan vindil. — o — — Hefurðu fastmótaðar hugmyndirhvernig kvikmynd á að vera? Lárus blæs reyknum frá sér. — Þetta hvernig kvikmyndir eigi aö vera eða eigi ekki aö vera, þaö er sama tóbakiö og meö skáldsögur, ljóö eöa mál- verk. Þaö er ekki til nein absólút aöferö, en aftur á móti verður upp Þá finnst mér einhvernveginn aö ekkert sé eftir. Ég held aö hægt sé aö segja, aö grundvallaratriöi góöra kvikmynda sé þaö, aö þær þrykki ekki áhorfandanum niöur I sætið og mati hann, held- ur geri áhorfandann virkan og leyfi honum aö leggja saman tvo og tvo. Annars er gaman aö spá i, hvernig góöur listamaöur veld- ur þvi sem hann er aö gera og fer aö þvi aö gera góöa hluti. Þaö er nefnilega alveg út i hött aö nokkur listamaöur stökkvi fullgildur út úr höföi Seifs. Hann þarf ákveöna reynslu, ákveöinn þroskaferil og hann þarf aö hafa glímt viö viöfangs- efnin áöur en hann nær tökum á þeim. Þess vegna skulum viö gera okkur grein fyrir aö rithöf- undar hafa skrifaö mikiö fyrir skúffuna áöur en þeir birta sina fyrstu bók, málarar hafa notaö margar rissblokkir áöur en þeir opna slna fyrstu sýningu o.s.frv. Kvikmyndageröarmenn hafa hins vegar ekki mikiö ódýrari Drukkið kaffi með Lárusi Ými Óskarssyni leikstjóra rissblokkir en upp á svona 20 miljónir. — o — Lárus drekkur kaffiö svart. Og nú berst talið að hlutverki leikstjórans og valdi hans gagn- vart samstarfsfólkinu. — Þetta er vist mjög við- kvæmt mál nú á dögum, en mln skoöun er sú aö leikstjórinn eigi aö hafa slöasta oröiö um allt sem endanlega kemur fyrir eyru og augu áhorfandans. Þetta þýöir auövitað ekki aö samstarfsfólkiö sé bara meö til aö uppfylla óskir leikstjórans. Teóretiskt gæti maöur hugsað sér aö I góöri kvikmynd eöa leiksýningu eigi leikstjórinn bara 5% hugmyndanna. En það er óhjákvæmilegt aö hann veröur aö hafa valiö allar lausn- irnar úr þeim hugmyndum sem komið hafa fram hjá samstarfs- fólkinu. Skylda min sem leikstjóra gagnvart áhorfendum er aftur á móti sú aö ég sé sjálfum mér trúr siöferöilega. Þetta á alveg eins viö um leikara, en hjá báöum stéttum vill veröa mis- brestur á — oftaf peningaþörf. Spursmáliö er nefnilega : Fyrir hvern er maöur aö gera hlutinn? Svariö hlýtur endan- lega aö veröa: Fyrir sjálfan sig. Þú getur sem listamaður aöeins haft eigin dómgreind aö leiöar- ljósi. Til þessaö geta gefiö eitt- hvaö þarf maöur fyrst aö eiga þaö sjálfur. Mér list llka alltaf hálf illa á þegar fólk segist vera aö starfa aö list bara til aö kenna öörum — gjarnan ver menntuöum. Afstaöan veröur aö vera sú aö meö hverju viö- fangsefni sé listamaöurinn sjálfur aö læra og rannsaka. Sé svo er von til aö verkiö veröi öörum tíl góös lika. Hið fyrra er fáránlegurhroki. ÞaBþýöir ekki aö hlaupa endalaust eftir smekk annarra, þaö er ekki hægt aö taka miö af menningarvitum eða meöal-jóni. Þaö sést llka eins og skot þegar menn eru farnir aöselja eöa kitla kllkuna I kring um sig. Nú, eöa eigin buddu. — Hafa islenskir kvikmynda- gerðarmenn átt þetta til? — Ja, forsendan fyrir þvi aö Islenskar kvikmyndir eiga að seljast erlendis, viö erum jú alltaf aö miöa viö þaö, er ein- mitt aö þær séu íslenskar. Þaö er ekki til mikils aö fjalla um islenska eöa samevrópska borgarastétt og blanda inn einu moröi eöa svo og halda aö þar meö sé maöur Islenskur Chabrol. Þaö er bara til einn Chabrol og hanner franskur. Til þess maöur geti lýst af vití ákveönu, mannlegu ferli þarf maöur aö þekkja þann kúltúr, sem þaö gerist i. Viö getum sagt þetta svona: Góö list er túlkun á veruleikan- um I viöustu merkingu þess orös, en verri list er sú sem bara stælir veruleikann og verst sú sem bara stælir aöra list. Þetta er líka ástæöan fyrir því aö sú pólitiska vitund sem er sprottin upp úr stúdentaóeirö- unum 1968 er listrænt geld. — Hvað áttu við? — Pólitlsk meövitund getur I mjög grófum dráttum veriö sprottín upp úr tvennu: 1 fyrsta lagi getur einstaklingurinn rekiö höfuöiö I pólitlskan veru- leika og tekiö afstööu, sem fyrst er tilfinningaleg og svo kannski líka fræöileg. I ööru lagi getur maöur fengiö pólitlska meövit- und meö samræöum og lestri og skiliö samhengi þjóöfélagsins fræöilega. Þannig var megnið af ’68- kynslóöinni: Misréttí og óréttlæti þjóöfélagsins hefur I mjög fáum tilfellum brunniö þessu fólki á skinni. Fyrir bragöiö er hinn eini bakhjarl teorian og skoöanir þess nánast trúarbrögö, því allt stendur og fellur meö hugmyndafræöinni. Hrynji hluti hugmyndafræöinn- ar skiptir þetta fólk annab hvort um trúarbrögö eöa gerist for- lagatrúar — fatalistar. 1 fáum orðum sagt: Þessi ^kynslóö á bakhjarl i fræöi- kenningum en ekki veruleikan- um. Þetta hefur haft þau áhrif, aö listsköpun þess gengur undir gagnrýni teorlunnar: hver setning eöa hugsun á papplr veröur aö standast sensúr fræöikenningarinnar. Hinir fyrrnefndu þurfa „bara” aö bera verk sin undir veruleika- skjmiö. M.ö.o. lífiö. Þaö er einnig hægt aö beita afstöðuleysi lifsins og umhverf- isins sem oft lýsir sér I einangr- uðum egóisma og þá fylgir engin skoöun á réttlátu þjóö- félagi. Þaö veldur þvl aö viðkomandi er ekki fær um túlk- un á raunveruleikanum. — Lárus, ég hef alveg gleymt að spyrja þig um „Drottinn blessi heimilið”, sjálfa jóla- mynd sjónvarpsins? — Ég vil ekki gefa áhorfendum neinn leiöarvlsi fyrirfram, hvernig horfa eigi á myndina. Hins vegar reyndi ég aö vinna mitt verk I góöu sam- starfi viö Guölaug Arason, meö þaö fyrir augum aö eina dauöa- syndin væri ef áhorfendanum leiddist. Þaö þarf ekki aö þýöa aö hann eigi aö hlæja allan tlmann, þaö má alveg eins dapra fólk, bara ef þvi leiöist ekki. — im

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.