Þjóðviljinn - 09.12.1979, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 09.12.1979, Blaðsíða 17
Sunnudagur 9. desember 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17 t fingrarím t fingrarím * fingrarim t Þótt seintsé langar mig að gera smáathugasemd (eins og stjórnmála- maðurinn sagði i upphafi tveggja metra lang- hunds) við grein Gunnars Salvarssonar í Vísi laug- ardaginn 13. október 1979. Þar skrifar hann um ,/fornvinkonu” okkar, Janis lan, og segir: „Fornvinkona mín Janis lan hefur nú heldur en ekki tekið sig saman f andlitinu eftir tvær hálf misheppnaðar plötur á síðustu tveimur árum, Miracle Row (1977) og Janis lan (1978). Ég er hundóánægð með þessa málsgrein og ósammála, sér- staklega að þvi er varðar Mir- acle Row. Hinsvegar er þetta flott upphaf á plötudómi, en svona sleggjudómi hefði ég ekki búist viö frá Gsal, sem ég álit besta plötudómara hérlendan. Að visu er smekkur manna mis- jafn, á hafragraut jafnt sem tónlist, en gagnrýnendur á öll- um sviðum eiga að gera greinarmun á orðunum þetta er og mér finnst. Ég held þó að mér sé óhætt að segja hvort tveggja um Miracle Row: Þetta er vel unnin plata, ekki bara tæknilega (það eru flestar plötur nú til dags, hvort sem músikin er góð eða vond, skemmtileg eða leiðinleg), heldur finnast mér útsetningar sérstaklega skemmtilegar og svo hljóðfæraleikur, lögin sjálf og textarnir. Kynni min af tónlist Janis - ar Ian eru nú ekki svo ýkja forn. Joni Mitchell var minn maður (konur eru lika menn), eða þangað til hún hellti sér út I kalda djassinn á Court And Spark (’73) og enginn gagnrýn- andi mátti vatni halda af hrifn- ingu. Að visu er sú plata jafn- fullkomin og allt annað sem Joni Mitchell hefur gert, hún (Joni) er það sem við köllum á vondri islensku „perfeksjón- isti”, en ég náði bara ekki upp gamla sambandinu fyrr en á Hejira (’76). Annars heitir þetta að missa þráðinn — Ian var það heillin — en forvitni min á henni vaknaði fyrst þegar ég heyrði lag hennar Applause á plötu Blood, Sweat and Tears, New City (’75 — frábær plata), og hafði ég áhuga á að heyra frum- útgáfuna, sem reyndist vera flutt „life” á plötu Janisar Ian — Stars (’74) — og i hennar eig- in útsetningu, sem Blood, Sweat and Tears breyttu litið. Janis Ian er fædd 7. april 1951 og er tónlistarskólagengin — leikur aðallega á hljómborð (pianó) en einnig á gitar. („Maður gæti haldið að hún væri hinsegin”, sagði Ragnar trymbill Sigurjónsson, þegar hann heyrði hana spila raf- magnsgitarsóló á Stars, sem er náttúrulega hæsta einkunn sem ein kvenpersóna getur fengið fyrir hljóðfæraleik i þvi karl- rembusamfélagi sem alþýðu- tónlistarheimurinn er. (Annars kvað lagið Jesse á Stars vera ástarljóö til kvenmanns (og að visu fleiri lög á öörum plötum hennar) — en árið 1978 giftist Janis Ian (i annað sinn) karl- manni, Tino Sargo að nafni, og spilar ekkert verr á gitar eftir það.) Janis Ian er eitt af undrabörn- um alþýðutónlistar (ein sagan segir að hún hafi byrjað að spila á pianó þriggja ára gömul — svo að nú má gamli Mozart fara að vara sig). Þegar hún var 13 ára birtist fyrsta lag hennar, Hair of Spun Gold, á prenti i Broadside Magazine, MGM gerði samning við hana þegar hún var aðeins 15 ára og fyrsta plata hennar, Janis Ian, kom út 1967. Textarn- ir á þeirri plötu eru þjóöfélagsá- deilur, fjalla til dæmis um hið fræga kynslóðabil og vöktu mikla athygli vegna þess að fólki þótti andlegur þroski svo ungs höfundar með ólikindum. Sama ár gaf hún út plötuna For All The Seasons of Your Mind, sem ég hef hvorki heyrt né séð, SKRIF UM SKRIF UM Janis Ian né heldur næstu 3 plötur: The Secret Life of J. Eddy Fink (sem mun vera upprunalegt nafn hennar) ’68, Who Really Cares ’69 og Present Company ’71. Nokkru áður hafði Janis Ian hætt hljómleikahaldi og dró sig i hlé, vegna ýmsra persónulegra erfiðleika sem virðast fylgja þvi að vera stjarna, einkum og sér i lagi ef vinsældir dala. Og um þetta fjallar titillagið á Stars, sem kom út 1974. Ari siðar kom hennar frægasta plata, Between The Lines, með laginu At Seven- teen. Aftertones kom ’76 og svo Miracle Row ’77, sem er frá- brugðin hinum þremur að þvi leyti, að hún er djassaðri. Skilgreining Gsal á tónlist Janisar Ian er góð: „soft-rokk, að nokkru leyti með áhrifum frá þjóðlagatónlist og djassi”. Sér- staklega finnst mér vera fin sveifla á Miracle Row. I fyrra kom svo út plata með sama nafni og sú fyrsta — Janis Ian. A henni virðist viðleitni til stefnubreytingar, en platan verkar þannig á mig aö á henni séu leifar af Miracle Row og svo visir að þvi sem birtist á Night Rains — nokkurs konar milli- bilsástand — og platan þvi ekki eins heilsteypt og (mér finnast) hinar tvær. En það er óþarfi að afskrifa Janis Ian ’78 — á henni eru a.m.k. 5 lög sem enginn þyrfti að skammast sin fyrir. — Night Rains fær, réttilega, góðan dóm Gsal. Samt langar mig aö fetta fingur út i annað at- riði sem kemur fram i grein hans: „á siðustu plötum hefur Janis haft fastan kjarna hljóð- færaleikara kringum sig, en þeim hefur nú öllum verið sparkað” .... „og nýju aðstoðar- mennirnir virðast bera meira skynbragð á tónlist hennar....”. Kannski fellur það undir smá- munasemi, en þó langar mig að benda á, að það eru ekki sömu hljóðfæraleikarar á hinum tveim „hálfmisheppnuöu plöt- um”, Miracle Row og Janis Ian (’78), og , að á nýjustu plötunni, Night Rains, leikur gitarleikar- inn Sal de Troia, sem lék með henni á fyrstu plötunni og á flestum plötum hennar eftir það. Þá hefur sá, sem „produ- cerar” Night Rains ásamt Jan- is, Ron Frangipane að nafni, oftar en einu sinni tekið þátt i hljómplötugerö meö Janis Ian. En hafi Claire Bay „verið sparkað”, en hún hefur sungið Umsjón: Jónatan Garðarsson bakrödd með Janis Ian allt frá Between The Lines til Janis Ian (’78), að báðum meðtöldum, — finnst mér það spark missa marks. Ég sakna raddar Claire á Night Rains. Ef til vill finnast mörgum þessi skrif óþarfa þras, en þegar dómar um plötur, sem maður þekkir og hefur mætur á, virð- ast skrifaðir án þess að dómar- inn hafi kynnt sér þær, þá getur manni sárnað. En öllum getur orðið á i tima- pressunni (með litlum staf),og til að forðast allan misskilning itreka ég að ég álit Gsal, eftir sem áður, besta plötudómara okkar. Andrea Jónsdóttir. r Krakkar — Krakkar! Nú eru komnar tvær bækur um Emil í Kattholti Seinni bókin heitirNý skammarstrik Emils i Katthoiti. Hún segir fyrst frá þvi þegar Emil hellti blóðgumsinu yfir pabba sinn. Siðan tekur eitt skammarstrikið við af öðru og I lokin er sagt frá þvi þegar hann veiddi vondu ráðskuna á fátæktarhælinu i úlfagryfju sina. Vilborg Dagbjartsdóttir þýddi báðar bækurnar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.