Þjóðviljinn - 09.12.1979, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 09.12.1979, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 9. desember 1979 Árni Bergmann skrifar bókmcnntrir Sigur verkamanns Tryggvi Emilsson: Fyrir sunnan. Æviminningar. Þriöja bindi. Mál og menning. 1979. 317 bls. Tryggvi Emilsson hefur lokið miklu verki og ágætu. Þriöja bindi æviminninga hans er út komiö og segir frá Reykjavikur- árum Tryggva, sem flutti frá Akureyri suöur áriö 1947, frá hús- næöisbasli i úthverfum eftir- striösáranna, frá striti og erfiöis- mönnum og þá ekki sist frá verk- fallsátökum höröum og annarri stéttabaráttu. Margar aldir Æviminningar Tryggva hafa ekki sist orðið okkur merki- legar fyrir þær sakir, að þar segir samtiöarmaöur okkar sögu margra alda. Lesanda finnst einatt aö Tryggvi Emilsson hafi lifaö nær allar aldir tslands- sögunnar. Viö höföum i fyrri bindunum kynnst hinu kyrr- stæöa tslandi dreifbýlisins sem teygöi sig langt aftur i aldir, ör- birgð þess, haröneskju og kúgun, en einnig sælum stundum sonar þess i samvistum viö náttúru og skáldskap. Viö höfðum einnig séö þetta tsland hopa á hæli á ævi- skeiði Tryggva fyrir nýjum vandamálum og nýjum skilningi alþýöu á kjörum sinum og hlut- skipti. Þaö mætti ætla aö loka- bindi verksins, sem fjallar um eftirstriðsárin, sé snauöara aö tiöindum en hin fyrri, og er þaö að nokkru leyti rétt. Samt mun sá maður ösanngjarn sem kvartar yfir aö þaö sé daufleg bók. Enn eru aldir aö vikja og nýjar að risa á ferli islensks erfiðismanns; við erum t.a.m. minnt á það, hve stutt er siðan tækniöld gekk i garö og þokaði til hliðar handverk- færum eins og haka og skóflu — og þar með heilu kerfi af siðum og venjum og afstööu til starfs. Orlofsbyltingin Þaö sem einna eftirminnilegast T■!¥(>(• VI EMIL8SON veröur i Fyrir sunnan er einmitt lýsing Tryggva á vinnufélögum hans, hitaveitukörlunum sem áttu eitt sameiginlegt, fátæktina og svo það viöhorf aö „vinnan var mönnum skylda og skapadómur sem ekki mátti rifta, allt annað varð aö sitja á hakanum”. Ævi- kjör þessara manna höföu sniðiö þeim svo þröngan stakk, aö þeir hlutu að gefa lifi sínu merkingu meö þvi aö játast undir þaö að „laun vinnunnar voru vinnan sjálf” eins og Tryggvi kemst aö oröi. Þetta þýddi meöal annars, að ferðalög, þótt ekki væru nema eins eöa tvegja daga skemmtiferö út i náttúruna, voru „utan rammans”. Þaö þarf hressa félagshyggjumenn eins og Tryggva sjálfan til aö ýta viö verkamönnum og fá þá til aö leyfa sér slíkan munað. Frásögnin af þessari orlofsbylt- ingu, sem er svo ótrúlega skammt undan i tima, er einkar hlýleg og geöþekk. Það stafar ekki aðeins af vinsamlegri gamansemi sem Tryggvi bregöur fyrir sig i lýsingu á vinnufélögum sem „voru meö innra manninn utan á sér” I tilefni þess ævintýris sem skemmtiferðirnar voru. Viö erum i leiöinni minnt á þaö, aö Tryggvi er sveitamaður sem nýtur sin hvergi betur sem rit- höfundur en þegar hann hefur náttúruna hið næsta sér og getur tengt lif og strit við aðdáun á fis- léttum snjótittlingum i hvassviöri eöa listflugi smárra flugna i sumarlogni. Siöferöilegur áttaviti Mig minnir það hafi verið Bjarni frá Hofteigi sem skoöaöi bréfasafn annars islensks erfiöis- manns og bókmenntamanns, Stephans G. Stephanssonar, og var þá aö leita aö snöggum bletti á skáld-bóndanum, en fann enga, og brást glaöur viö sem vonlegt var. Nú er á þetta minnst vegna þess, aö eins mundi fara fyrir þeim sem leitar f æviminningum þessum aö áviröingum i fari sögumanns. Lesandinn mun ekki finna i fari hans hefnigirni né meinfýsni né heldur lágkúruskap. Oft greinir Tryggvi frá höröum átökum og ýmislegri rangsleitni viö snauöa menn — en hann kann þá list, að skýra frá þeim at- buröum án þess að gera lltið úr andstæöingum persónulega — og þá lika án þess aö hann láti persónulegt umburðarlyndi sitt fyrirgefa þaö ranglæti sem framiö var. Sá siðferöilegur og -pólitiskur áttaviti sem Tryggvi hefur smiöaö sér reynist mjög áreiöanlegur. Þaö særir hann mest aö verkamanninum er sýnd litilsviröing, aö honum er gleymt, að hann fær að kenna á hunsku yfirlæti og mismunun af hálfu ýmissa þeirra sem betur eru settir. Slikan ósóma lætur Tryggvi ekki I gleymsku falla og hann foröast þaö um leiö aö láta réttláta beiskju smækka sig og viöhorf sin. Heimildargildi Þaö hefur veriö fundiö aö þvi, aö Tryggva láti verraö lýsa þátt- töku sinni i sjálfri verkalýös- baráttunni og flokksstarfi sósial- ista en mörgu ööru.'Það er nokk- uö til I þessu: stundum finnst les- anda aö einmitt þessi þáttur ævi- starfsins sé höfundinum svo heil- agt mál, að hann geti ekki lýst honum af jafn frjálslega og ýmsu ööru. En þar fyrir er ekki ástæöa til aö gera litiö úr heimildargildi Tryggvi Emilsson minninganna einmitt að þvi er þetta varðar — minni okkar dregur skammt og margir halda aö þaö sé alltaf aö versna, nýjar kynslóöir eru undra fáfróðar um þaö sem geröist þótt ekki væri nema fyrir tuttugu árum. Bók Tryggva fyllir upp i margar eyöur bæöi i minni og þekkingu — og er þar með ekki hvaö sist átt viö lýsingar hans á stórverk- föllum um og eftir 1950. Holl fylgd 1 fyrri skrifum um þessa bók hafa verið tiundaöir ýmsir kostir Tryggva Emilssonar sem rit- höfundar, skyggns manns á náttúru, skáldskap og sambýli manna. Undir lokin er ærin ástæða til aö itreka þaö sem fyrr var sagt um þann sigur sem maðurinn Tryggvi Emilsson vinnur i þessari bók: hlýlegur maður, einlægur, hjálpfús, ósér- plæginn. Undir bókarlok litur aldraður verkalýössinni og sósialisti yfir farinn veg og segir: „Þaö er gott til þess að hugsa i lok langrar göngu að hafa átt þess kost aö velta völum úr leið þar sem gatan var grýttust og hafa veriö þátttakandi i samtökum verkamanna þegar vegir til nýs tima voru ruddir og björgum bylt”. Stór veröur sá skari les- anda sem vill svara þvi til, að það er sannarlega gott til þess að hugsa að jafn góöur og vammlaus drengur hafi verið með i för. AB Enginn verður óbarinn biskup Jóhannes Helgi. A brattann. Agnar Kofoed-Hansen rekur minningar sinar. AB 1979. Samtalsbókin er áfram nokkuö gildur þáttur i bókaútgáfu. Stund- um eru uppi vangaveltur um það, hvort sjálft þetta form búi yfir innbyggðum ókostum til að mynda i samanburði viö sjálfs- æfisögur. Engin aigild svör verða fundin við þvi. Sá sem er tilefni bókar hefur það að mestu i hendi sér, hvaö kemur fram,hve nálægt hann hleypir forvitnum — hvort sem spyrill heldur á penna eöa þá hann sjálfur. Þaö kemur að visu fyrir, aö spyrill hefur sýnt fórnarlambi sinu svo áleitinn áhuga og þrautseigan, að ráöin eru með nokkrum hætti tekin af sögumanni og eitthvaö nýtt verö- ur til. En þaö er fremur sjaidgæft. Þaö gerist til dæmis ekki I bók Jóhannesar Helga um Agnar Kofoed-Hansen. 1 stórum drátt- um er hér um aö ræöa stækkaö blaöaviötal, með kostum þess og göllum,meöal annars vissri óreiöu I niöurrööun efnis. Þáttur skrá- setjarans er ekki áberandi, hann býr til ramma utan um upprifjun- ina með tedrykkju og gönguferö- um, einatt sleppir hann sjálfum spurningum sinum, en lætur sér nægja aö gefa þær til kynna meö punktalinu og spurningarmerki. Þaö er kannski óþarfijeins og til þessarar bókar er stofnaö heföi liklega veriö betra aö Jóhannes Helgi drægi sig enn meira i hlé. Semsagt: Agnar Kofoed- Hansen ræöur feröinni i þessari bók. Enginn þarf aö efast um aö þessi uppeldissonur danska sjó- hersins, flugmaöur, flugmála- frömuður o.m.fl. sé ágætt tilefni i bók. Upphaf fiugs i hverju landi hefur verið mikið ævintýri og þaö leikur viss rómantiskur ljómi um þá sem þar áttu hlut að máli — ljómi sem hverfur ekki jafnvel þótt hrifningarvima frá fyrri skeiöum tæknialdar hafi nú um stundir vikiö fyrir timburmönn- um og þreytu. Agnar Kofoed- Hansen segir hér allitarlegan flugmálaannál. Ýmislegt veröur i honum nokkuð þurr fróöleikur venjulegum lesanda, þótt ekki sé aö efa að hann komi sér vel þeim sem hafa sérstakan áhuga á þessu sviði. Þaö sem ófróöir menn hafa mest gaman af eru blátt áfram mannraunasögur af háskalegu flugi i upphafi is- lenskrar flugaldar — sem eru i raun og veru merkilega skyldar fyrri hrakningasögum frá þeim tima þegar menn fóri 1 tvisýnar ferðir á tveimur jafnfljótum. Agnar Kofoed-Hansen hefur lagaö lif sitt aö hugsjóninni um manninn sem hefst af sjálfum sér til frama og velgengni, brýst yfir hindranir meö dugnaði og hörku og sjálfsaga, nálægt þungamiðju i æfi hans er sú dýrkun starfs og af- reka sem einkenndi upphaf borg- aralegrar tæknialdar og okkur strákum var á sinum tima innrætt með lofsamlegum bókum um Henry Ford, Edison og fleiri kappa. Sjálfur verður sögumaöur heldur geöfelld „afurö” sliks hugsunarháttar — sem betur fer, þvi á þessum vegum eru margar Agnar Kofoed-Hansen hættur sjálfshafningar og valda- hroka. Agnar Kofoed-Hansen tel- ur sig vera hlynntan herþjálfun vegna „uppeldisgildis hennar, sjálfsagans sem hún innrætir mönnum, regluseminnar og likamsþjálfunarinnar”. En hon- um tekst samt að sýna fram á ranghverfu þessarar sömu her- þjálfunar i giska fróölegum kafla um veru sina á flugskóla danska sjóhersins. Hvort sem hann hef- ur nú viljað það sjálfur eöa ekki, kemur þar vel fram, aö einmitt á vettvangi herþjálfunar og heraga fá ýmsar viöbjóðslegar hvatir ab gera mikinn usla á mannslifum — áður en til striös kemur. I bókinni eru ýmsar almennar vangaveltur um lifiö og tilver- una: um eilifa lífiö og trúna og annað þaö sem gerir alla jafn- vitra og jafnheimska. Stundum verða þessar vangaveltur óvart spaugilegar eins og þegar sagt er af rammri alvöru: „Konan geng- ur eins og þú veist eins og rauður þráöur gegnum alla skráöa sögu mannsins og gerir enn”. AB Dœmisögur Esóps í þýöingu Þorsteins frá Hamri Bókaforlagið Saga hefur sent frá sér bókina Dæmisögur Esóps I þýöingu Þorsteins frá Hamri. Dæmisögur Esóps eru meðal sf - gildra verkalheimsbókmenntanna safn ævafornra sagna, sem ef til vill hafa fylgt mannkyninu I ár- þúsundir. Um uppruna þeirra er fatt vitað, en þær eru kenndar við Esóp nokkurn,þræl á Samos, sem uppi var á 6. öld f.Kr. Sögurnar hafa liklega gengið lengi I munn- mælum en um 300 f. Kr. var þeim safnaö saman og þær stilfæröar ýmislega i bundnu máli og lausu. Sögurnar flytja einfaldan og ljósan boðskap, sem aldrei fyrn- ist. Raunveruleiki þeirra er hinn sami og fyrir tvö þúsund árum ef skyggnst er til hinna mannlegu viöbragöa sem þær fjalla um og eru innsti kjarni þeirra. Margir munu kannst viö eldri þýöingar á Dæmisögum Esóps, t.d. þýöingu Steingrims Thor- steinssonar (útg. 1895, 1904 og 1942) og þýöingu Freysteins Gunnarssonar (útg. 1942). En þar sem þessar bækur eru nú löngu ófáanlegar er vist aö margir munu fagna þessari útgáfu á Dæmisögum Esóps I vandaöri þýöingu Þorsteins frá Hamri. Þetta er i fyrsta sinn sem Dæmisögur Esóps koma út i myndskreyttri útgáfu hér á landi, en i bókinni eru 28 litmyndir auk 38 svart-hvitra teikninga, sem allar eru eftir breska listamann- inn Frank Baber. Bókin er 116 blaösíður, i stóru broti, og i henni eru 143 sögur. Hún kostar kr. 5.978 (m. sölusk.). Dæmisögurnar hafa ýmist vcrið teygðar eöa styttar gegnum aldirnar, segir þýöandinn Þor- steinn frá Hamri. Þessi texti er langt frá þvl aö vera samhljóða fyrri þýðingum...

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.