Þjóðviljinn - 20.09.1980, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 20.09.1980, Qupperneq 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 20 — 21. september 1980 — mhg ræðir við Andrés Arnalds, starfsmann Rannsóknar- stofnunar land- búnaðarins — Þú skalt tala við hann Andrés Arnalds þegar tími vinnst tiL sagði Ingvi Þor- steinsson. Þetta er eins og keðja og úr því að við höf- um lokið okkar spjalli þá eru hann og þeir, sem með honum vinna, eiginlega næsti hlekkur í keðjunni. En Andrés reyndist vera nokkuð mikið á faralds- fæti, eins og eðlilegt er á þessum tíma árs. Ekki svo að skilja að hann lægi í sól- böðum suður í heimi, held- ur var hann bara aö sinna sínum störfum „út um kvippinn og kvappinn" og því ekki að því hlaupið að króa hann af. Og það tókst raunat aldrei. En loksins náði ég tali af honum í sima og þá leið heldur ekki á löngu þartii hann birtist í dyrunum á kompunni minni hér í Siðumúlanum. Ég sópa blaðahrúgunni úr „gestastólnum", býð Andrési að tylla sér og þar með „byrjar balliö". 2—3 kg. á lamb — Nú hefur þú unnib a6 beitartilraununum, sem staöiö hafa yfir undanfarin ár. Hvaö geturöu sagt okkur t.d. um sam- hengiö milli fallþunga og álags á beitiland eöa m.ö.o. kannski, samhengiö milli beitarþunga og hagnaöar af búrekstri? — Jú, fallþunginn fer mikiö eft- ir gæöum beitarfóöursins og álags á landiö. Ég hef veriö meö / Túnvingull nemur land á Mýrdalssandi. Hestur vigtaöur úr tilraun með blandaöa beit sauöfjár og hrossa á mýrlendi. Hrossin reyndust þyngjast um meira en kg á dag á mýragróörinum. / NY LANDGRÆÐSLUAÆTL Ingva Þorsteinssyni i gróöur- rannsóknarferö um Grænland. Þar eru góöir hagar og rúmt i högum. Þar kemur þetta sam- hengi skýrt fram þvi á þeim bú- um, þar sem vetrarfóörun er góö, er algengt að fá 34—35 kg. af kjöti eftir vetrarfóðraöa kind. Slikar afuröir nást óviöa hér á landi, en eru þá til I sumum héruðum þar sem rúmt er i högum. I þeim umfangsmiklu beitartil- raunum, sem staöiö hafa yfir hér á landi undanfarin ár, hafa áhrif beitarþunga a fallþunga og gróö- urfar komiö einkar glöggt i ljós. Viö getum tekiö sem dæmi tilraunirnar á Auökúluheiöi, sem hófust 1975 og stóðú til 1979. Tek- inn er saman meöaltalsþungi ein- lembinga og tvilembinga en hlut- föll þeirra eru mismunandi og þarf aö hafa þaö i huga viö sam- anburö milli ára. Meöalfallþungi dilka fimm haust i UNDP/FAO beitartilraun á Auökúluheiði, A-Hún. Tilrauna- landiöerkvistmóií 450 m hæðyf- ir sjó: Beitarþungi (Hagaþrengsli) Litiil beitarþ Meöal beitarþ. Mikill beitarþ. Fyrsta ár tilraunarinnar var mismunur á fallþunga eftir mis- munandi beitarlagi fremur litill, enda liöur nokkur timi þar til áhrif á gróöur fara að koma fram. Hins vegar hefur mismunurinn milli beitarþungans aukist ár frá ári og siðustu ár tilraunarinnar hefur hann veriö miili léttrar og þungrar beitar, 2—3 kg á lamb. Þessi munur nemur hvorki meira né minna en milli 1—11/2 tonni af kjöti á búi, sem skilar til slátrun- ar 500 dilkum. Hér er þvi um aö ræöa miklar fjárhæöir og augljóst aö ákaflega vel fer saman rétt nýting lands og afraksturs af bú- skapnum. Munur á fallþunga eftir beitar- þunga var aö aukast öll árin, sem tilraunin stóö. Gróöurskemmdir voru mjög augljósar i þungbeittu hólfunum, gróöurinn var þar gisnari. Slikar gróöurskemmdir komu einnig mjög greinilega fram I beitartilraun, sem gerö var á kvistmó i Kelduhverfi. Þar hafði féð, bókstaflega talað, étið sig niður úr gróðurhulunni á 1975 1976 1977 1978 1979 15.50 15.50 15.70 16.45 14.45 15,55 14,90 15,00 15,05 13,65 14.50 13,60 13,10 13,35 12,251 þremur árum. Munu mörg ár liöa þar til landið i þungbeittu hólfun- um þarna nær sér. Þaö kom á óvart hversu stuttan tima það tekur að eyöileggja land meö of þungri beit, jafnvel höröustu and- stæðingar sauökindarinnar áttu ekki von á þvi. Þessar tilraunir hafa leitt i ljós hversu varasamt er að beita eftir dagatalinu. 1 slæmu árferöi eins og t.d. 1979, getur beitarþol minnkað verulega ef beit er hafin áður en gróöur hefur sprottið aö ráöi. 1 sumum tilraunahólfunum gekk gróöur upp tiltölulega fljótt þannig aö taka varö féö úr þeim. Það er sjálfsagt að miöa tölu fjár á landi við ástand gróöursins. 1 árferöi eins og nú i ár þegar spretta hefst mjög snemma, byrj- ar grasiö einnig snemma að sölna og þá minnkar næringargildi gróðursins á afréttum það mikið, aö lömb þyngjast sáralitið seinni- part sumars. Það væri ótviræður hagur íyrir bændur að flýta göng- um þegar spretta er með þessum hætti og koma lömbunum á kjarnmeira beitiland. Heklugosiö nú hefur þvi sáralltil áhrif á af- komu bænda i ár þvi viöast hvar er hagur aö þvi aö taka féö á heimalönd. Litt notað land — Nú hefur okkur orðiö tiörætt um áhrif beitarþunga á afuröa- semi fjársins. Teluröu þá aö of margt sé i högum þannig að fækka þurfi fé? —Nei, þaö tel ég ekki vera af þeim ástæöum, nema þá tima- bundiö. Aö visu eru flestar afrétt- ir landsins fullnýttar eöa ofnýttar en hinsvegar er til óhemjumikiö beitiland, sem er sáralitið nýtt. Þar á ég fyrst og fremst viö hinar viölendu mýrar og flóa á láglendi, sem sumsstaðar nýtast mjög litiö til beitar. Um þaö vitna hinir miklu sinubrunar á vorin þegar þúsundir hestburða af verömætri uppskeru veröa aö ösku og eim- yrju, mörgum til ama. Þetta ósamræmi i nýtingu há- lendis og láglendis er lang mest á Suöurlandi, en afréttir Sunn- lendinga eru margir hverjir mjög viðkvæmir fyrir ofbeit og illa farnir vegna jarövegseyðingar. Þaö ber þvi sérstaka nauösyn til aö hlifa þeim. Láglendiö er hins- vegar ekki eins viökvæmt fyrir beit og þvi mun eðlilegra að auka sókn á það, ef hægt er á annað borö aö ná auknum afuröum meö beit á láglendi. — Ef hægt er aö ná auknum af- uröum meö beit á láglendi, seg- iröu. Er þar kannski aö finna skýringuna á lltilli notkun mýr- anna? — Já, lítil notkun þeirra stafar fyrst og fremst af þvi, aö illa hef- ur gengiö aö ná fram viðunandi vexti lambanna á láglendismýr- unum. Til þess liggja ýmsar or- sakir, en þó stafar það trúlega fyrst og fremst af þvi, að láglend- isgróðurinn byrjar að tréna um mitt sumar, þannig að næringar- gildi mýrargróðursins fellur niö- ur fyrir þau mörk, sem þurfa aö vera til þess aö lömbin nái eöli- legum þroska siðari hluta sum- ars. Ef aö ný landgræösluáætlun veröur samþykkt, — og um það viljum viö ekki efast, — þá veröur þaö eitt meginviöfangsefni Rannsóknarstofnunarinnar á næstu árum að finna skýringar og leita lausna á þessu máli. Hrossabeitin — Mér finnst ákaflega óskyn- samlegt að beita hrossum mikið á afréttir, sem nú þegar eru full- eða ofbeittar þvi viöa eru þess augljós dæmi, aö hrossabeitin skaöi bændur fjárhagslega meö minni fallþunga dilka. Nú er þaö kannski fyrst og fremst mál bænda sjálfra hvernig þeir nýta sinn upprekstrarrétt, en þó er ég fyllilega sammála þeirri stefnu Landgræöslunnar aö draga úr hrossabeit á afréttum og beita þeim frekar a láglendisgróður,

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.