Þjóðviljinn - 20.09.1980, Qupperneq 29

Þjóðviljinn - 20.09.1980, Qupperneq 29
ttelgin 20.— 21. september 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 29 Lágmyndir í tré og málm Jónas Guðvaröarson opnar I dag sýningu i Norræna húsinu og sýnir 72 myndverk, sem unnin er á s.l. tveimur árum. Flest eru þau lágmyndir, unnar í tré og málm. Listaverkinu eru til sölu. Jónas er fæddur á Sauðárkróki 1932, en hefur verið búsettur f Hafnarfirði lengstaf. Hann stund aði nám i Myndlistaskólanum I Reykjavik 1963-68 og á Spáni 1968- 70. Hann hefur áður haldiö fjórar einkasýningar, þaraf eina á Mallorca, og tekið þátt i sam- sýningum bæði hér heima og á Spáni. —ih —I----—........... Jóhanna Bogadóttir með eina af myndum sinum. List á Landspítala Jóhanna Bogadóttir sýnir um Myndirnar eru allar til sölu. þessar mundir 14 grafikmyndir Sýningin verður opin til 5. októ- og 10 oliumálverk á göngum ber. Landspitalans. _ih Matur er mannsins böl Nú um helgina hefjast i Nýja biói sýningar á bandarísku kvik- myndinni Matargat (Fatso) eftir Anne Bancroft. Fjallar hún um mann sem kann sér ekki hóf I áti, og er sögð vera allt I senn: gamanmynd, drama og ástar- saga. Anne Bancroft er i hópi þekkt- ustu kvikmyndaleikara Banda- rikjanna, en þetta mun vera fyrsta myndin sem hún stjórnar. Hún er einnig höfundur handrits og leikur eitt hlutverkið, systur matargatsins, sem leikið er af Dom deLuise. Myndin gerist i itölsku hverfi I New York, þar sem Anne Ban- croft er fædd og uppalin. óvenju margar konur komu við sögu i gerö þessarar myndar, t.d. er kvikmyndatökumaöurinn kona, Brianne Murphy, og mun þetta vera i fyrsta sinn sem kona fær aö stjórna kvikmyndatöku hjá stóru Hollywood-fyrirtæki. —ih Bob Magnússon gestur Jassvakningar Bob Magnússon heitir rúmlega þritugur bassaleikari, bandarisk- ur en af Islenskum ættum. Hann veröur gestur Jazzvakningar á 5 ára afmæli félagsins og leikur með íslenskum jazzmönnum á klúbbkvöldum Jazzvakningar 23.—25. september. Veröa þessi jazzkvöld haldin i Glæsibæ þriðjudaginn 23., og á Hótel Loft- leiðum miðvikudaginn 24. og fimmtudaginn 25. september. Foreldrar Bobs og systkin eru tónlistarfólk og sjálfur hefur hann leikiö á hljóðfæri frá blautu barnsbeini. Hann hefur leikið meö mörgum frægum jazz- mönnum, m.a. söngkonunni Söru Vaugham. Hann sendi nýlega frá sér sina fyrstu sólóplötu og vinnur að undirbúningi þeirrar næstu. Þeir sem leika með Bob á tónleikunum er: Guðmundur Ingólfsson (pianó), Guömundur Steingrimsson (trommur), Viðar Alfreösson (trompet), og Rúnar Georgsson (saxófónn). A efnis- skránni veröa lög eftir Bob Mzgnússon auk Islenskra þjóö- laga I útsetningu Gunnars Reynis Sveinssonar. Ætlunin er að hljóð- rita tónleikana fyrir útvarp og gera sjónvarpsþátt, auk þess sem gefin verður út plata til minja um komu Bobs Magnússonar á þessa 5 ára afmælishátið Jazzvakning- ar. — ih Bassaleikarinn Bob Magnússon Lionskaffi í Kópaseli Á sunnudaginn veröur réttaö i Lækjarbotnarétt og þá mun Lionsklúbbur Kópavogs að venju gangast fyrirkaffisölu I Kópaseli, bamaheimilinu I Lækjarbotnum. Hefst kaffisalan klukkan 14 á sunnudaginn. Allur ágóði af kaffisölunni rennur til Minningasjóðs Brynj- úlfs Dagssonar læknis, en hann styrkir böm til sumardvalar. Breiðabliks- dagur Vatnslitamyndir í Ásmundarsal Hinn árlegi Breiöabliksdagur verður haldinn á Kópavogsvelli i dag, laugardag, og hefst kl. 13.00. Keppt verður I handknattleik, knattspyrnu, frjálsum Iþróttum ogblaki. Kl. 14 leikur Hornaflokk- ur Kópavogs undir stjórn Björns Guðjónssonar, og kl. 14.15 hefst knattspyrnuleikur bæjarstjórnar Kópavogs gegn stjórn Breiða- bliks. Kaffi verður selt á Blika- stöðum frá kl. 15. Kristján Jón Guönason opnar I dag kl. 2. sýningu á 37 vatnslita- myndum I Asmundarsal við Freyjugötu. Kristján er fæddur 1943 og nam viö Myndlista-og handiðaskólann á árunum 1961-64. Siöan fór hann til Osló og stundaði nám viö Listiðnaöarskólann þar 1965-67. Hann hefur sýnt á Ungdoms- biennalen i Osló 1970 og nokkrum sinnum á haustsýningum FIM. Einnig sýndi hann á Mokka 1978. Myndirnar sem hann sýnir núna eru figúrativar og með ýmiskonar „mótiv” — báta, hús ofl. Myndirnar eru til sölu. Sýningin veröur opin til 28. sept., kl.2-10umhelgar og kl. 4-10 virka daga. —ih KINVERSKIR TÓNLEIKAR Hljóðfæraleikarar úr,,Hinni þjóðlegu kínversku hljómsveit” eru komnir hingað til lands ásamt þjóölagasöngkonu, á vegum Karlakórs Reykjavikur og Kfn- versk-fslenska menningarfélags- ins, og halda fyrstu tónleika sfna á morgun, sunnudag, f Selfossbfói kl. 20.30. t næstu viku halda þeir svo tvenna tónleika I Reykjavfk: I Austurbæjarbfói þriðjudag 23. sept. kl. 19, og f Bústaöakirkju fimmtudag kl. 20.30. „Hin þjóðlega kinverska hljóm- sveit” fæst einkum viö túlkun á kinverskri og erlendri tónlist á heföbundin, kinversk hljóðfæri. Er þetta i fyrsta sinn sem islensk- um tónlistarunnendum gefst tækifæri til aö hlusta á tónlist leikna á kinversk þjóðarhljóö- færi, sem sum eiga sér meira en 3500 ára sögu. Hljómsveitin hefur hlotið margvislega viöurkenningu á er- lendum tónlistarhátiðum, og sl. ár vann hún fyrstu verðlaun i tón- listarkeppni, sem haldin var i til- efni 30 ára afmælis Kinverska al- þýðulýðveldisins. _ih Hér er einn hljómsveitarmanna, Liu Fengshan, að leika á Dizi - flautu. KOBENHAVNS STR Y GEK V ARTET heldur tónleika i Norræna húsinu mánudaginn 22. september kl. 20.30. Á efnisskrá verða verk eftir W.A. Mozart (K. 590), Niels W. Gade og L. v. Beethoven („Heiliger Dankgesang”, op. 132). Að- göngumiðar seldir i kaffistofu hússins og við innganginn. Verið velkomin NORRÆNA HUSID

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.