Þjóðviljinn - 04.10.1980, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 04.10.1980, Blaðsíða 5
Helgin 4. — 5. október 1980. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Vinnupallarnir voru reistir, en sföan geröist ekkert. Lilja og Gunnar hafa klippt járnin sem stóöu út úr veggnum umdeilda þeirra megin, en húsiö sjálft er enn óklippt. Trassaskapur húseigenda við Hjallaveg: Dagsektum beitt í fyrstasinn 10. júní s.l. var hér i blaöinu sagt frá ótrúlegum yfirgangi hús- eigandans aö Hjallavegi 7 I Reykjavik gagnvart nágrönnum sinum, hjónunum Lilju Bjarna- dótturog Gunnari Marinóssyni aö Hjallavegi 5. Maöur þessi byggöi viöhús sitt fyrir fímm árum og lét þá m.a. reisa vegg einn mikinn á svæöi sem tilheyrir borginni. Viö framkvæmdirnar uröu miklar skemmdir á trjágróöri i garöi Lilju ogGunnars. Þar viöbættist, að húsiö að Hjallavegi 7 er enn, aö 5 árum liðnum, ófrágengiö aö ut- an. Upphaf þessa máls má rekja til mistaka hjá byggingarnefnd borgarinnar, sem samþykkti teikningu að viöbyggingunni án þess að lóöirnar heföu verið mældar. Viö mælinguna kom i ljós aö tveggja og hálfs metra breiö ræma var á milli lóðanna, og tilheyröi hún borginni. Þegar þetta kom I ljós voru fram- kvæmdir hafnar, en byggingar- fulltrúi stöövaöi þær ekki, þótt auöséö væri að mistök heföu átt sér staö. Þaö sem sfðan hefur gerst I málinu er einfaldlega þaö, aö húseigandinn hefur ekkert gert til aö ganga frá húsi sinu — það er enn ópússaö og veggurinn um- deildi sömuleiöis. Hvaö eftir ann- að hafa borgaryfirvöld veitt hon- um frest, en hann hefur virt þaö aö vettugi. — Núna siðast fékk hann frest til 30. september, — sagði Lilja Bjamadóttir, — og i byrjun september leitút fyrir að eitthvaö ætti aö gera. Þá voru reistir vinnupallar utan á húsiö, en svo geröist ekkert meira. Þegar fresturinn var útrunninn fór ég á fund borgarstjóra og spurði hann hvaö yröi nú gert i málinu,þvi tal- aö haföi veriö um aö maöurinn fengi dagsektir. Borgarstjóri full- vissaöi mig um aö nú yröi gengiö i þetta mál af fullum krafti. Hjá Gunnari Sigurðssyni, bygg- ingarfulltrúa borgarinnar, feng- um við þær upplýsingar aö i nýju byggingarreglugeröinni, sem samþykkt var sumariö 1979, væri ákvæöi um dagsektir, og yröi þvi ákvæöi beitt i fyrsta sinn gegn húseigandanum aö Hjalla.vegi 7. — Fram aö þessu hefur ekki reynt á þetta ákvæöi, — sagöi Gunnar, —og þaöveröuraö koma i ljós hvort þaö dugar. Ef ekki, væri hugsanlegt að borgin yröi aö taka aö sér framkvæmdir viö frá- gang hússins, en aö sjálfsögöu á kostnaö eigandans. paö er greini- legt aö hér veröur aö ganga hart fram, þvi áminningar hafa ekki boriö árangur. Dagsektirnar veröa miöaöar við 30. september,en fyrir þann dag hafði eigandinn lofaö aö vera búinn aö ganga frá öllu. Lilja sagöi að börnin i hverfinu heföu notaö járnin sem standa út úr steypunni til aö klifra upp eftir húsinu, og eins hefðu þau leikiö sér i vinnupöllunum siðan þeir komu upp. Þaö gefur auga leiö aö hér er glæfralega aö staöiö, fyrir nú utan það aö hús sem stendur óklárað árum saman er ekki beinlinis augnayndi. —ih Garðbúar mótmæla Þjóöviljanum hefur borist eftir- farandi athugasemd frá stjórn Hagsmunaf élags Garöbúa vegna fréttar i blaðinu sl. fimmtudag, þar sem skýrt er frá deilum um leigu á Stúdentagörö- unum: 1 fyrsta lagi mótmælir Hags- munafélag Garðbúa einhliöa fréttaflutningi Þjóöviljans í þessu máli, þar sem ljóst er aö i um- ræddri frétt eru fyrst og fremst túlkuö sjónarmiö framkvæmda- stjóra Félagsstofnunar stúdenta Skúla Thoroddsen og rætt viö hann einan,en ekkert samband var haft við Garöbúa. í umræddri frétt eru settar fram fullyröingar og tölur sem sumar eru alrangar en aörar byggðar á vægast sagt hæpnum forsendum, og vill Hagsmuna- félag Garöbúa benda á og leið- rétta nokkrar þeirra. l.I fréttinni segir: „Undanfarin ár hefur fariö fram viögerö á Gamla- og Nýja-Garöi, en þeir voru orönir vægast sagt illa farnir eftir áratuga niöur- niðslu. Hér gætir furöulegs misskiln- ings. Hiö rétta er aö endurbæt- ur á Nýja-Garði hafa enn ekki hafist en standa nú yfir á Gamla-Garði. Fyrir vikið hafa Garöarnir aldrei veriö i verra ástandi en nú, því aö ekkert viöhald veröur á Nýja-Garöi fyrr en hafist veröur handa á varanlegum endurbótum og mikið ónæði og óþægindi stafar af yfirstandandi framkvæmd- um á Gamla-Garöi. 2. Þá er sett fram sú fullyröing,aö leiga á Görðunum þyrfti að vera kr. 58.000 á mán. til að standa undir rekstrarkostnaöi. Hér er og um rangfærslu aö ræöa, þvi að samkv. útreikn- ingum Ragnars Árnasonar,for- manns stjórnar Félagsstofnun- ar stúdenta, sem byggjast á framreiknuöum rekstrarreikn- ingi frá árinu 1978 er þessi tala 38.000 en ekki 58.000. I raun er hér um mjög vafasaman talna- leik að ræöa,þar sem forsendur þessara útreikninga hafa viö nánari athugun reynst mjög óáreiðanlegar,og hefur Ragnar Arnason sjálfur viðurkennt þaö. 3. Þvi er og haldiö fram aö Garö- búar bindi sig við upphæöina 24.000 á mánuöi og telji hana i Framhald á bls. 27 Þegar CROWN-hljömtœkin komu fyrst til landsins þá var þeim frðbærlega vel tekið, enda glæsileg hljóm- teaki á vægu verði. Þetta var hægt að bjóða með hagkvæmum innflutningi. Árangurínn nú er sá að 30% islenzkra heimila eiga CROWN-hljómflutningstæki. JAFÍ miöað við fólksfjöida. Enn eykst fjöldi CROWN kaupenda og þeim sem enn eiga eftir að kaupa bjóðum við þægilega greiðsluskH- mála. Staðsr.verds 362.363.- (5% afsl.) VÉRSLIÐ í 16.000 tœki seld, ef það eru ekki meðmœliþá eru þau ekki tiL r SÉRVERSLUN MEÐ LITASJÓNVÖRP OG HLJÓMTÆKI SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.