Þjóðviljinn - 04.10.1980, Page 31

Þjóðviljinn - 04.10.1980, Page 31
Helgin 4. — 5. október 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 31 HÉR Andrea Jónsdóttir skrifar um útvarp og sjónvarp Hver er til síns brúks Ég lenti I þvi sl. sunnudagskvöld, eftir eina af okkar löngu og oft ströngu isiensku helgum, aö sjá Bakk- usarþáttinn i sjónvarpinu, og settist aftur á mánudagskvöld- iö. Annað nennti ég nú ekki að horfa á þessi tvö kvöld, og tek heilshugar undir með vinkonu minni,sem segist fegin því að sjónvarpið skuli ekki vera skemmtilegra, annars héngi maður yfir þvi öllum stundum. Og þá er það útvarpið — og fyrst jákvætt atriði — fréttirnar. bar hafa þeir skotið öðrum fjöl- miðlum ref fyrir rass,og þá sér- staklega sjónvarpinu, sem mað- ur hélt að stæði betur að vígi vegna tækninnar. Nú eru dagar Víðsjár taldir, en best er að gráta þá ekki áöur en Sigmar félagi Páls hefur hleypt úr magasininu meö hjálp Astu R, og er vonandi að þau fari ekki að græta alþjóð. Mig langar líka að nefna ann- að jákvætt sem ég heyrði óvart i útvarpinu um daginn, en það voru tveir lestrar af ég veit ekki hve mörgum á sögu eítir Onnu ólafsdóttur Björnsson, sem hún flutti sjálf vel og nýstárlega, og hefur margt ómerkara verið endurflutt (mig langar náttúr- lega að fá botninn i söguna). Svona i lokin vildi ég lýsa yfir furðu minni á þeirri ráðstöfun þeirra þarna i útvarpinu að sópa popphornunum út af dag- skránni. Eöa stendur til að eitt- hvað likt komi i staðinn? Þótt Svavar Gests, Jónas Jónasson og Jón Múli, sem manni skilst eiga að ,,koma i staðinn”, séu góðir til sins brúks, þá held ég að hvorki þeir né aðrir áliti þá fulltrúa pönks og nýbylgju, sem nú eru rikjandi stefnur i alþýðu- tónlist. Það er vægast sagt hæpið að láta þá innanhúss andúð eða lit- ilsvirðingu á alþýðutónlist ná útfyrir veggi tónlistardeildar- innar, þvi þessir menn ættu að vita — hvert svo sem álit þeirra er á þessari hljómlist — að hún er meira en hljómagangur og hávaði. 1 henni felst lifsstill og skoðanir ungs fólks á hverjum tima — og ef ráöamenn rikisút- varpsins ætla með þessum hreinsunum að „bæta” tón- listarsmekk æskunnar, þá er ég hrædd um að áhrifin veröi þveröfug. Við ættum öll að vita að Rikis- útvarpið á i óopinberu striði við aðra útvarpsstöö hér suðvestan- lands, og þá einkum á sviði alþýöutónlistar. Hvenær ætlar útvarpið aö bregðast við þeirri hólmgöngu? Rabbaö við Stefni bónda á Reykjaborg við Múla Fer með mjólkina í strætó Viö hittum Stefni Ólafsson bónda á Reykjaborg viö Múlaveg úti á hlaöi i svölum haustnæöingi á föstudags- morgun. Hænur og endur voru á vappi f kringum húsiö og Stefnir bóndi var morgun- glaöur meö hvita skegg- brodda út I loftiö. Hann er ásamt Gunnari á Laugabóli siöasti bóndinn I Reykjavík. Þeir hafa séö borgina risa allt i kringum sig og umlykja gróöursæian Laugardalinn. — Foreldrar mínir fluttu hingað voriö 1916, þegar ég var tveggja ára, og reistu þetta býli sem var það fyrsta fyrir innan Múlaveg. Ég er þvi búinn aö vera hér í 65 ár, ener nú að verða gamall. Ég verð 67 ára á Allra heilagra messu, segir Stefnir. — Hvað ertu meö margar skepnur? — Þetta er óttarlegur kotungsbúskapur hjá mér. Ég er með 6—7 nautgripi, á annað hundrað fugla og 20 kindur. — Og hvernig hefur búskapurinn gengið i sum- ar? — Agætlega. Þetta er búið aö vera sérstaklega gott sumar. — Ertu með nýmóðins vél- ar? Nei, blessaður vertu. Ég fæ stráka til aö slá fyrir mig með sláttuþyrlu og fólk til aö hiröa fyrir mig. — Þú handmjólkar? — Já, ég hef gert það alveg siöan ég var barn. Ég fer svo Stefnir ólafsson bóndi: Þetta er óttalegur kotungsbiiskap- ur hjá mér (Ljósm.:eik). með mjólkina meö strætó niður i Mjtílkurstöð. — Finnst þér ekki breyt- ingarnar orðnar miklar hér i kringum þig? -Þaö hefur oröiö svo mikil breyting á minni ævi aö ég á ekki orð yfir þaö. Það eru nú meiri stakkaskiptin sem eru oröin á henni Reykjavik. — Færðu að vera i friði fyrir borgaryfirvöldum? — Þeirsegja ekkert og lofa mér alveg að vera i friöi. Þeir hafa keypt 18% af eign- inni og þykjast eiga túnin.en þetta er bæöi eignarland og erföafesta að hluta. — Færðu að vera I friði meö skepnurnar fyrir fólki? — — Já, þetta er orðið miklu betra en var þegar fólk bjó i herskálakampnum hérna. Þá var miklu meira ónæði. — Hvemig leggst veturinn iþig? — Hann verður kaldur og ég fer að veröa gamall. Ég vil endilega fá heitt vatn inn i húsið. Ég á fullan rétt á þvi, þar sem leyfi eru fyrir hús- unum. Þeir segja að ég þurfi að sækja um það sérstak- lega. — Hvernig kyndirðu? — Ég er með kolakynnta miðstöð. Samtalið veröur ekki lengra. Þaö er dálitiö skrýtiö að hús sem heitir Reykja- borg og er i Laugardal skuli ekki fá heita vatniö sem kraumar alls staðar i kring. —GFr Um ástina Lifið er svefn, ástin draumur þess. Hafir þú elskaö, hefir bú og lifað. AlfreddeMusset Viljir þú gleyma konu á heiö- arlegan hátt, skalt þú gerast vinur hennar. Astin er dauð um leið og hún hliðrar til fyrir vináttunni. Mlle de Espinasse Hjónaband á rætur sinar að rekja til ásta á svipaðan hátt og edik er orðið til úr vinlegi, — það er væmið og óáfengt, súrnar með aldrinum, glatar ilmi sin- um viö daglega neyslu, uns það dofnar meö öllu. Byronlávaröur OG Þaö er hægt að gleyma þvi að makinn hafi reynst manni ótrúr, — en maður getur aldrei fyrir- gefið honum það. Mme de Sévigné Manninum veitist auðveldara að þegja um leyndarmál ann- arra heldur en sin eigin. Konan þegir frekar yfir sinum eigin leynda rmálum heldur en ann- arra. La Bruyére Sálir karls og konu eru sömu tilfinningum gæddar. En tilfinn- inganæmi þeirra er ólikt og fyr- ir þá sök misskilja þau hvort annað að eilifu. * Nietsche Maður veröur að elska og helga lif sitt öðrum, ef maöur á að geta notið æöstu Ufsham- ingju. Godwin Þessi dýröarmynd er Hklega tekin á árunum 1960—1965 eftir bnunum aö dæma og einhver þjóöhöfö- inginn er sjáifsagt innanborös. Gaman væri ef einhver,sem viöstaddur var, vildi hafa samband viö ■ Þjóðviljann og segja hvenær, hvar og viö hvaöa tækifæri myndin var tekin. Takiö eftir hve kýrnar eru | spekingslegar. Úr skúffunni hennar ömmu Og enn hef ég dregið eitt kortið enn upp úr skúffunni hennar ömmu. Þetta róman- tiska kort hefur hún fengið á fermingardaginn sinn á þvi herrans ári 1922. Bak við stendur: „Innileg hamingjuósk á fermingardaginn. Frá þinni hjartans vinkonu, Siggu Fimmb. á Hóli”. Skyldi afi þegar hafa verið kominn inn i spiliöá þessum tima. Hann var af næsta bæ. Bragðlaukur Kjöt í káli 500 g lambakjöt m/beini ( um 3 3 sm bitar) um 500 g grænmeti, 300 g hvitkal i 2 sm sneiðum 100 g kartöflur, flysjaöar I sneiöum 100 g gulrætur i sneiöum 1 laukur i sneiöum 1 hvitkálsgeiri i litlum bitum 1/2 - l tsk. salt 3-4 piparkorn 1/4 tsk. timian 2 - 4 dl vatn 1. Látið i lögum i pott grænmeti, kjöt og krydd, hafið kartöflur i efsta laginu. 2. Ilellið vatninu yfir og sjóöiö við vægan hita i þétt lokuðum potti I um 1 1/2 klst. Bæöi kjöt og grænmeti á aö veröa mjög meyrt. 3. Ðreifiö steinselju y fir og berið gróft brauð með. DÍLLINN Þeir segja aö þaö sé engin furöa þótt Sjálfstæöisflokkurinn sé i sókn núna. Hann sækir fram á tvennum vigstöövum. ÞAR

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.