Þjóðviljinn - 04.10.1980, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 04.10.1980, Blaðsíða 19
Helgjn 4. -r-r £, pktóber 198Í). . ÞjíyöVI’tJÍNN -- SIÐA 19 mannlcg samskipCi hvaö biöi þeirra. En þaö kemur lika fyrir aö reiöi foreldra eöa vanmáttarkennd brýst út gagn- vart barninu. En þetta er eitt af þvi sem alls ekki má tala um i okkar þjóöfélagi. Viö vitum hins vegar aö ungir foreldrar berjast oft viö tilfinningar,sem eru mjög erfiöar og sem þeir geta hvergi tjáö sig um. Þeir halda aö þeir séu einir um þær og þær passi ekki inn i glansmyndina sem stööugt er dreginn upp af hinum hamingjusömu foreldrum meö litinn engil i fanginu. Viö teljum aö þaö sé ennþá meiri þörf fyrir foreldrafræöslu nú en áöur. Ungir foreldrar eru i dag miklu einangraöri en áður. Þaö er mikilvægt að styöja unga feöur i virkari þátttöku i umönnun ungabarns og opna leiöir fyrir ungt fólk til aö ná saman og fá raunhæfar hug- myndir um það sem biöur þess. Þetta getur eingöngu tekist með þvi aö efla fræðslu og skilning á tilfinningalegum og félagslegum þáttum, sem snerta meðgöngu, fæöingu og fyrsta áfanga foreldrahlut- verksins. Á l'slandi getum við hælt okkur af frábæru eftirliti fyrir barnshaf- andi konur — þ.e.a.s. varðandi líkamlega heilsu þeirra. Trúlega er það með því besta sem gerist í heiminum í dag. En hvernig sinnum við hinum tilfinningalega og félagslega þætti? Hvenær er talað um ábyrgðina, áhyggjurnar og erfiðið sem fylgir því að eignast barn? Hvenær eru ungir foreldrar búnir undir for- eldrahlutverkið? Skólinn gefur þessu lftinn gaum og námskeiöin sem verö- andi mæörum er boöiö upp á leggja aöaláherslu á lfkamlegan undirbúning fyrir móöurina. Ifvergi er fjallaö um félagslega þætti eöa tilfinningaleg atriöi, eins og þau áhrif sem fæöingin hefur á tilfinningalif konunnar eöa álagiö sem fylgir fyrstu vik- unum. Faöirinn kemur gjarnan meö i fyrsta timann til aö sjá biómynd um hina hamingju- sömu meögöngu og eöliiegu fæöingu en sföan er hans þætti lokið. Tveir ungir einstaklingar sem elskast og hafa veriö uppteknir hvor af öörum um tima, leiöa venjulega ekki hugann að þvi hvernig litið barn muni hafa áhrif á þeirra samband innbyröis. Þau hugsa ekki út i allar þær breytingar sem eiga sér stað þegar hlut- verk þeirra breytist úr þvi aö vera elskendur eöa hjón yfir i það aö veröa foreldrar. Unga konan sem áöur var félagi og ástkona i augum eiginmanns sins veröur nú MAMMA. Þau hafa ef til vill ekki lengur nægan Unga konan, sem áöur var félagi og ástkona i augum eiginmanns sins, veröur nú MAMMA. tima fyrir hvort annaö og auk þess koma nú til sögunnar nýj.ar væntingar og breyttar kröfur til hvors annars. Það er ekki vist aö þaö veröi allt eins sjálfsagt og auðvelt og þaö viröist i aug- lýsingunum. Barnið sefur ekki alltaf á nóttunni, og þaö er stööug vinna, umhugsun, hrein- gerningar og bleyjuþvottur. Það er ekki vist aö hlutverkið sé þeim „i blóö boriö” og allt komi af sjálfu sér, eins og af eölis- ávisun. Þaö er heldur ekki vist aö unga pariö sé innst inni svo yfir sig hamingjusamt yfir þessu nýja hlutverki og öllum takmörkununum sem það setur þeim. Ef til viil hafa tilfinningar þeirra veriö blendn- ar frá upphafi. Stundum kem- ur fyrir að ungir for- eldrar verða nánast örvænt- ingarfullir frammi fyrir þessu nýja krefjandi verkefni. Þau beina þvi reiði sinni og erg- elsi hvort að öðru og rifa þannig hvort annað niður i staö þess aö mynda stuðningssam- band sem þau evt. heföu verið fær um, ef þau heföu verið undir þetta búin og vitaö eitthvað um Nauösynlegt er aö efla fræöslu fyrir veröandi foreldra og undirbúa þannig sem best komu nýs þjóöfélagsþegns. Sigrúri Júlíus- dóttir Nanna Sigurdar- dóttir I Bæklingur fyrir verðandi foreldra Bæklinga fyrir veröandi for- eldra (mæöur) fá flestar konur einhverntima, þegar þær koma i mæðraskoðun. Hér er aöallega um aö ræöa 3 bæklinga útg. af Heilsuverndarstöö Reykjavik- ur. Bæklingarnir eru: Meðan viö biöum. Leiðbeiningar um meðferð ungbarna. Góö ráö fyrstu vikurnar sem mæöur hafa börn á brjósti. Bæklingar þessir eru bæöi notaðir i Reykjavik og utan. Þaö er ekki dregiö i efa að bæk - lingarnir hafa áreiöanlega kom- iö mörgum aö gagni og verið lofsvert framtak starfsfólks Heilsuverndarstöövar Reykja- vikur á sinum tima. Hinu er ekki aö leyna, aö bæklingar þessir bera þaö meö sér, aö þeir, eru komnir nokkuö til ára sinna,bæöi hvaö snertir orðalag og viöhorf. 1 bæklingnum „Meöan viö biöum” er i örstuttum inn- gangi, sem heitir Heilbrigöis- reglur, komiö i mýflugumynd inn á hinar tilfinninga- | legu hliöar konu viö meögöngu : og barnsburö, þunglyndi eftir fæðingu og viöbrögö ungabarns við taugaspenntri móöur. Hlut- verki fööurins eru engin skil gerö, nema meö einhverskonar varaskeifu, þegar allt annaö I bregst (móöirin). Hann veröur óvirkur áhorf- andi frá byrjun og tengslum hans viö væntanlegt barn litill gaumur gefinn. Kynlif á meö- göngutimanum er ein setning i kaflanum um þrifnaö „Varist samfarir seinasta mánuö meö- göngutimans” ! Abendingar um fæöingaror- lof, meölög og önnur félagsleg réttindi eða hvar fólk getur fengiö upplýsingar um rétt sinn er ekki aö finna. Leikfimisæfingar eru aftast i bæklingnum. Þær eru flestar ágætar, en myndirnar vægast sagt broslegar. t bæklingnum „Um meö ferö ungbarna” og „Góð ráö fyrstu vikurnar sem mæöur hafa börn á brjósti” — er margt um hagnýtar og góðar upplýsingar. Samræmingar er þó þörf á þessum bæklingum og sums staöar stangast upplýsingarn- ar á, t.d. segir i öörum bæklingn- um „Huggið bárniö ekki meö þvi að láta það sjúga eöa drekka utan matmálstima, nema þaö sé svangt eöa þyrst”. 1 öörum seg- ir, sem ráö viö óróleika hjá ungabarni: „Reyniö siöan aö gefa brjóst smástund til aö róa þaö, e.t.v. er barniö einmana.” 1 bæklingnum „Leiðbeiningar um meöferö ungbarna” er text- inn i svo siðvöndum og predik- unarsömum tón, að góöar leiö- beiningar týnast i hástemmdu orðalagi og úreltu viöhorfi — i kaflanum um vernd ungbarna gegn sýkingu og siysum segir m.a. meö dökku letri: „Látið aldrei neinn þann sem þér hafiö grun um, aögangi meö smitandi sjúkdóm, koma nálægt barni yðar. Ráðið yöur ekki barn- fóstru, nema öruggt sé, aö hún séekki berklaveik né hafi annan smitandi sjúkdóm”.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.