Þjóðviljinn - 04.10.1980, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 4. — 5. október 1980.
Á kápu bókarinnar Pelastikk segir
m.a.:
,,Pelastikk er sjómannasaga af bestu
gerð og um leið talsvert nýstárleg, ekki
síst að því leyti að heimur sögunnar er
bundinn við vitund og eftirtekt 8 ára
drengs. Logi Kristinsson fær að fljóta
með einn túr á sildarbát, og síðan fram-
lengist leyfið út alla vertíðina. Hið af-
markaða samfélag um borð birtist les-
anda Ijóslifandi með augum barnsins og
um leið er honum veitt skemmtileg inn-
sýn í ýmsar hliðar þessa tímabils í (s-
landssögunni sem kallað hefur verið
,,síldarárin". Börn og unglingar munu
því ekki síður hafa gaman af bókinni þó
að þau kunni að skilja hana nokkuð
öðrum skilningi en fullorðnir lesendur.
Lýsing drengsins er sjálfri sér sam-
kvæm, blæbrigðarík og lifandi. Hér er
lýst vettvangi karlmanna með augum
karlmannsefnis, og því má segja að les-
andi kynnist hinni hliðinni á þeim heimi
sem höfundur lýsir í Eldhúsmellum.
Sagan er að hluta byggð á bernskuminn-
ingum höfundar sjálfs, en persónur og
atburðir hlíta að öllu leyti lögmálum
skáldsögunnar.
Guðlaugur þriggja ára
Um
bókina
PELASTIKK
Jæja Logi minn, faröu nú aö
vakna, sagöi Asi og kveikti ljósiö i
kojunni hjá honum..baö er meira
sem þú getur sofiö drengur, viö
erum búnir aö fara meö fjögur
hundruð mál til Siglufjaröar og
erum á útleiö!
— Er þaö satt?
í einu vettfángi spratt hann
fram úr kojunni; svefndrukkin
augun horföu vantrúuö á stýri-
manninn, sem stóö viö vaskann
og þvoöi sér.
— Þú misstir af miklu að sjá
ekki stelpurnar á Siglufiröi, sagöi
AsL.
— Þú ert aö ljúga...viö erum
ekkert búnir aö fara til Siglu-
fjaröar!
Logi flýtti sér i stigvélin og
hljóp upp stigann. Báturinn var á
fullri ferö og valt óvenju
lftið...þaö gat bent til þess að þeir
væru nálægt landi.
— Þaö er mikiö aö þú hefur þig
upp, sagöi Jón þegar Logi kom
upp i stýrishúsiö.
— Er það satt...erum viö búnir
aö fara til Siglufjaröar?
— Nú, hvaö helduröu maöur.
Vestu hvaöa dagur er? Þaö er
kominn sunnudagur, og þú sofn-
aöir á þriöjudaginn. Helduröu aö
við liggjum bara upp i loft og
hrjótum i marga daga eins og þú?
Þegar litiö var út um dyrnar
sáust há fjöll aftur undan bátn-
um. Það var þá satt. Þeir voru á
leiöinni frá landi. Skyldi það ekki
vera einsdæmi i sögu sildveiö-
anna að einn maður svæfi af sér
heilan túr? Þetta var meira en
hægt var aö fyrirgefa. Orö eins og
svefnpurka og letíngi komu upp i
hugann; nú yrði hann aldrei kall-
aöur annaö en Logi letingi. Maöur
meö þvi nafni gat aldrei oröiö sjó-
maður, hvaö þá aflaskipstjdri.
Latur, litill fiskur... Og þar aö
auki höfðu þeir svo farið til Siglu-
fjarðar...á þann staö, sem hann
haföi aldrei komið á.
— Af hverju i helvi'tinu vöktuö
þiö mig ekki?
— Þaö var kallaö i þig eins og
aöra, en þú vaknaöir ekki. Þeir
sem ekki vakna þegar öskraö er
klárir, veröa bara aö sofa á sitt
græna eyra.
— Þiö áttuö aö hrista mig til!
— Allt i lagi, sagöi Jón. Næst
þegar þú getur ekki vaknað skal
ég setja á þig gilsinn og hifa þig
upp á dekk.
Logi opnaöi stýrishússhuröina
og fór út. Hann skammaöist sin
fyrir aö vera innan um þessa full-
orönu sjómenn, sem alltaf vökn-
uöu, þegar kallaö var klárir.
Þaö tók óvenju langan tima aö
komast fram i lúkar, landiö var
svo sérkennilegt...svo var lika
vissara að athuga hvort komiö
væri gat á háfnetiö...hvort lestin
væri vel smúluö og hvort ekki
hefði gleymst aö stilla upp aftur I
bakborösgánginum. Viö lúkars-
kappann opnaði hann mjólkur-
brúsann, sem var bundinn viö
eina styttuna. Jú, kokkurinn haföi
munaö eftir þvi aö taka mjólk á
Siglufiröi.
Síöan fór hann niöur i lúkar.
— Nei, hver andskotinn! Ertþú
lifandi ennþá! dæsti kokkurinn og
sló sér á lær. Ég sem hélt aö þú
myndir sofa þángaö til vertiöin
væri búin.
Logi svaraöi eingu en settist viö
boröiö og þagöi.
— Þaö bregst ekki kast ef
strákurinn passar bara að láta
ekki sjá sig uppi á dekki, hélt
kokkurinn áfram. Ég verö aö
muna eftir þvi aö setja á hann
hauspoka næst þegar viö köstum.
— Geturöu ekki fengiö lánaðan
hauspokann sem Gunni notaöi á
hettumávinn sinn i Grimsey,
heyrðist sagt uppi i kojunr.i hans
Leifa. Gunni hefur hvort sem er
eingin not fyrir hann lengur.
— Halt þú nú bara kjafti
drejngur minn! svaraði Gunni og
sötraöi kaffiö úr könnunni.
En kokkurinn var ekkileingi aö
gripa þessa ábendíngu á lofti.
— Þú segir nokkuð! En held-
uröu aö sá poki sé mátulegur á
Loga...Gunni, var hún ekki svo
helvíti hauslitil?
— Hún hef ur ekki minni haus en
þú, hreytti Gunni út úr sér.
Nú var kokknum skemmt.
— Jæja Logi minn, reyndu nú
aö éta eitthvaö, sagöi hann og
lagði disk á borðiö. Þú gerir hvort
sem er ekki annaö en aö éta, sofa
og skita, ha, ha, ha!
Á meöan þeir lágu i vari viö
Grimsey, haföi kokkurinn dregiö
fram nýja drykkjarkönnu og sagt
Loga aö hann ætti aö nota hana á
meöan hann væri um borö. Ekki
þótti ástæöa til aö merkja hana
sérstaklega eins og hinar könn-
urnar.
— Heyrðu, sagöi kokkurinn,
eins og honum dytti allt i einu
snjallræöi i hug. Nú veit ég hvaða
númer þú færö á könnuna þina!
Logileitá hann spurnaraugum.
— Þú færö núll...núll og nix!
Finnst þér þaö ekki eiga vel viö?
Svo hló hann hálfu meira en
áöur.
Þaö var litiö hægt aö gera
annaö en aö brosa viö svona at-
hugasemdum, svefnpurkur áttu
engan rétt á aö svara fyrir sig og
uröu bara aö taka þvi sem aö
þeim var rétt... hvort sem þaö hét
núll eöa nix. Til sjós voru let-
(ngjar réttlausir og áttu ekkert
betra skiliö en aö fá lægstu eink-
unn sem hægt var aö gefa.
Sem betur fór kom Pálmi niður
stigann rétt I þessu, þá mátti
treysta þvi aö breytt yröi um um-
ræöuefni.
— Jæja Pálmi, er nokkuö aö
frétta? spurði Mundi og snýtti sér
I rauöan tóbaksklút.
— Þaö er eitthvaö litiö...Leitar-
flugvélin var vist aö sjá eitthvaö
út af Sléttunni...þaö eru eingir
bátar komnir þangaö, ja nema
nokkrir Norðmenn og Finnar.
— Varö ekkert úr þessu þama
frammi á grunninu? spuröi
Gunni.
— Nei, mér skilst aö allur flot-
inn sé á leiö austur.
— Hann spáir bara bliðu, sagöi
Mundi, þaö veröur gott veður
næstu fjóra til fimm daga, og ef...
— Hann er farinn að hvessa
suður i hafi, greip Pálmi fram i.
— Já..já, ég veit það auðvitaö
ekki...en barómetiö stendur á
smúkkt og hefur heldur stigiö frá
þvi I gær.
— Hvenær veröum viö komnir á
miðin? áræddi Logi aö spyrja.
— í kvöld eða nótt.
— Þá verðum viö sko aö fá full-
fermi!
Guðlaugur I dag.
Mundi fékk sér aftur I nefiö.
— Ætli þetta sé ekki búið héma
fyrirnoröan.Pálmi. Úr þvihúner
farin aö sjást út af Sléttunni, þá
veröur nú ekki lángt að biöa þess
aöhúnmjakiséraustarogfari aö
gánga suöur meö Austfjöröun-
um...þaö er alltaf sama sagan.
Pálmi stóð á fætur og hengdi
könnuna sina á snagann.
— Já, kannski þaö.
Síðan var hann rokinn. Hann
stansaði aldrei lengi frammi i
lúkar; skaust þángaö aðeins til aö
gleypa i sig matinn eöa fá sér
kaffisopa.
— A ég ekki aö hjálpa þér aö
vaska upp? muldraði Logi niöur I
bringu sér þegar hann var búinn
að borða.
Kokkurinn leit á hann.
— Liggur eitthvaö illa á þér,
ljúfurinn, sagöi hann og klappaöi
Loga á öxlina...Er eitthvaö aö?
Logi horföi niður á gólfið og
saug upp I nefiö.
— Lángar þig heim?
— Nei, flýtti Logi sér aö segja.
— Hvaö þá?
— Mig lángaöi bara svo til aö
koma til Siglufjaröar...
— Svona vinur, þaö er eingin
ástæöa til aö vera hryggur út af
þvi að hafa ekki séö Siglufjörö,
viö eigum eftir aö fara þángaö
aftur.
Konni gægöist fram úr kojunni
og bætti viö:
— Logi minn, þaö er hundraö
sinnum meiri ástæöa til þess aö
hryggjast yfir þvi aö hafa séö
Siglufjörö, heldur en aö hafa ekki
séö hann.
— Þarna heyriröu, sagöi
kokkurinn. Biddu Konna að gera
visu um Siglufjöröfyrir þig, hann
getur lýst öllu i fjórum lfnum sem
vert er að lýsa.
Ekki tók þaö Konna lángan
tima aö yrkia kjarngóöa visu um
sildarbæinn, og þegar þvi var
lokiö haföi Logi tekiö gleði sina á
ný.
Hannfór aftur fyrir stýrishúsiö
og tók þar fram spýtu sem hann
varleingi búinn aö hafa augastað
á. Hjá Pálma fékk hann lánaðan
blýant og teiknaöi fisk á fjölina.
Þetta átti aö vera skilma. Þaö
sem eftir var dags sat hann
frammi i krús og tálgaöi.
Undir kvöldiö var fjölin oröin
að óreglulegri fiskiflgúru, án
ugga, en meö stóran sporö og einn
haus. Magnús flatti út fjórar blý-
sökkur, sem Logi negldi á haus-
inn á fiskinum, og Pálmi veitti
leyfi til að taka eins mikinn troll-
tvinna og þörf var á. Nú vantaöi
ekkert nema hvita málningu og
nokkrar sildartorfur.
Þaö var komið fram undir miö-
nætti. Allur sjórinn var iöandi af
lifi; fuglamir veltu sér á lygnum
haffletinum eins og svangir
nautnabelgir sem allt i einu höfðu
komist I mat, þeir hámuöu i sig
bliðuna og nutu þess aö stfnga sér
á bólakaf I heita sólarlagssósuna.
Nokkrir höfrungar syntu meö-
fram bátnum og gutu hornauga
aö þessu ferliki sem þarna fór.
Siöan hurfu þeir.
Loks kom flotinn I ljós; fyrst sá
maöur eitt siglutré, siöan annað
og þannig hvert af öðru, þar til
heill skógur haföi vaxiö upp úr
sjónum.
Ofan viö bátana sveimaöi flug-
vél.
Mundi fræddi Loga á þvi aö
þetta væri leitarflugvél frá
sildarleitinni; þegar hún færi að
fljúga i krappa hringi benti það til
þess aö flugmennirnir heföu séö
vaöandi torfu beint fyrir neðan
vélina.
— Mundi, hvaö er klukkan
eiginlega?
— Hún er að ganga eitt.
Þaö er auövelt að tapa tlma-
skyni, þegar maöur er á sild um
hásumar. Skilin milli dags og
nætur eru þurrkuð út: maður
sofnar þegar þreytan segir til sin,
án tillits til klukku. Svo veröur
maöur standandi bit og rekur upp
stór augu þegar kokkurinn
sleingir steikta lærinu á boröið.
— Hvaö er þetta, er virkilega
kominn sunnudagur?
Innan um islensku bátana voru
bæöi norskir og finnskir sildar-
bátar. Þeirvoru auöþekkjanlegir,
stórir bátar, sem voru annaö-
hvort eikarlitaöir eöa ljósbláir og
voru allir með tvo snurpubáta.
Norömennirnir höfðu litinn bát
eöa trillusem var bæöi með vél og
dýptarmæli. Þennan bát notuöu
þeir til að finna lóöningar. Þegar
litli báturinn haföi fundiö torfu
gerðu Norömennirnir sér litiö
fyrir og köstuöu einfaldlega utan
um hann.
Þetta fannst Loga snjöll aöferö
ogskildi ekkert i þvi hvers vegna
islensku bátarnir gerðu þetta ekki
lika. Þegar hann haföi orö á
þessu, sögöu strákarnir aö þetta
væri bara timasóun og vitleysa.
Þaö varlitiöum aövera, aöeins
örfáir bátar með nótina úti. Logi
haföi ekki augun af flugvélinni
sem sveimaöi yfir flotanum. Hún
varö eins og eldhnöttur þegar
rauö miönætursólin glampaöi á
járniö. Enaldreiflaug hún i hringi
og loks hvarf hún inn i ský langt i
burtu.
Mundi og Pálmi voru komnir
upp I skýli og horföu rannsakandi
augum út yfir spegilslétt hafiö.
Logi fór upp á stýrishús og tók sér
stöðu aftan við skýlið: hann starði
út á sjóinn og reyndi aö koma
auga á dökkan blett, en hvergi
var sild aö sjá.
Annaö slagiö hrópaöi Pálmi i
kallröriö og skipaöi aö breyta um
stefnu.
Logi bölvaði. Honum var oröiö
kalt aö standa þarna uppi, en
þráaöist viö; ekki sæi hann vaö-
andi sild ef hann væri niöri i
lúkar.
Kafli úrskáldsögu Guölaugs Arasonar
sem kemur út um þessa helgi