Þjóðviljinn - 04.10.1980, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 04.10.1980, Blaðsíða 16
16 StÐA — bJÓÐVILJINN Helgin 4. — 5. október 1980. Kanadamennirnir Brian Mossop og Ken Popert ræða saman um málefni homma og lesbía Hornaboltafélag homma Til þess aö útskýra hvers vegna ég var rekinn þarf ég aö segja aöeins frá hreyfingu hómósexual- fólks i Kanada. 1 byrjun ára- tugsins voru samtök i aðeins tveimur eöa þremur stærstu borgunum, en nú starfar okkar hreyfing i flestum borgum Kanada. Þaö er þvi líklega i 30—40 borgum Kanada þar sem hommar og lesbiur geta komið saman og unniö aö sinum málum, sem þeim finnst þau ekki geta á almennum vettvangi i þjóöfé- laginu þvi aö þjóöfélagiö sinnir ekki þörfum þess. 1 Toronto er t.d. söfnuöur hómósexúalfólks, þvi aö hommum og lesbium er ekki tekiö sem skyldi I almennum söfnuöum. Þar er lika félag homma og lesbia sem eru alko- hólistar, þvi að þessu fólki liður ekki nógu vel meöal heterósexúal alkohólista. Það eru sem sagt til alls konar félög, félag homma sem eru feður og lesbia sem eru mæður, hornaboltafélag homma o.s.frv. Hómósexúalfólki liður mörgu ekki vel i hópi heteró- sexúalfólks og þess vegna stofnar þaö öll þessi félög svo aö það geti stundaö saman þessi viöfangsefni og látiö sér liöa vel. Þaö er þá ekki eins og sýningargripir, eins og furöudýr. Höfuöviöfangsefni þessara félaga er réttindi hómósexúal- fólks og þannig hefur málefniö veriö lagt fram i þjóöfélaginu. í öllum fylkjum Kanada hafa veriö sett lög um mannréttindi sem kveöa á um aö engan megi beita misrétti vegna kynferðis, kyn- þáttar eöa trúarbragöa. Félög hómósexúalfólks vilja aö kyn- hneigð veröi bætt inn i lögin um mannréttindi. næsta húsi” bókasafninu. Hirschfeld hrökkl- aðist úr landi og lést utanlands fáum árum siöar. Þýsk vinstrihreyfing var al- mennt hlynnt markmiöum hómó- sexúalfólks en þar var efst á blaði afnám 175. greinar hegningarlag- anna sem lagði bann viö mökum fólks af sama kyni. Vinstri flokk- arnir reyndu oft aö breyta þessu en þaö náöi aldrei fram aö ganga. Kurt Hiller þingmaöur og framá- maöur i hreyfingum vinstri- og hómósexúalfólks lét þau orö falla sem eru einkunnarorö timaritsins „Body Politic”: „Lausn hómó- sexúalfólks hlýtur aö veröa aö mestu leyti verk þess sjálfsV Viö hommar og lesbiur verðum aö taka höndum saman og vinna að málum okkar þvi aörir veröa ekki til þess, sama hversu vel þeir skilja okkur og styöja. Nasistar bundu endi á hreyf- ingu hómósexúalfólks i Þýska- landi á fjóröa áratugnum og mik- ill fjöldi homma og lesbia beiö bana i útrýmingarbúðunum, Bleiki þrihyrningurinn sem er merki okkar er þaöan. Afturhvarf varö ekki aöeins i löndum nasista heldur einnig i löndum bolsévikka. Þeir felldu upphaflega úr gildi öll ákvæöi keisaralaganna sem lögöu bann viö kynlifi hómósexúalfólks, léttu hömlum varöandi hjónaskilnaöi og lögfestu réttindi kvenna. Þess- ar aögeröir miöuöu aö þvi aö koll- varpa kynhlutverkaskipan i þjóö- félaginu. Þegar Stalin komst til valda var stefnunni gerbreytt. Þaö varö mun erfiöara að fá skilnaö, fóstureyöing varö ólög- leg, einnig mök fólks af sama kyni. Þarna hefst andstaöa vinstri hreyfinga við okkur. Þær voru undir miklum áhrifum sovéska kommúnistaflokksins sem var óöum aö breytast i ólýöræðislegt afl. Vinstra fólki varö svo til alveg ókunnugt um þaö aö hreyf- ingar þess heföu áöur stutt hreyf- ingar hómósexúalfólks. Andstaöa vinstri hreyfingar hefur byggst á alls konar gervivisindum, hómó- sexúalhneigö hefur verið kölluö kapitalistisk hnignun og þar fram eftir götunum. I Þýskalandi nas- ismans var þetta borgaraleg öfughneigö. Sem sagt spegil- myndir. En nú þegar hreyfing hómó- sexúalfólks er endurvakin veröur vinstrihreyfingin aö átta sig á þessu og rifja upp eigin afstööu. Auövitaö er afstaöan mismun- andi eftir þvi hvar I litrófinu hver flokkur er, en ég held ég veröi að segja aö trostskiistar hafa verib jákvæöari i okkar garö heldur en t.d. þeir sem abhyllast þriöja alþjóöasambandiö. Mér sýnist aö þaö séu einna helst Stalinista- flokkar sem halda fast i þau gervivisindi að hómósexúal- hneigö sé kapitalistisk hnignun. Rekinn úr Kommúnistaf lokknum BM: Eg gekk I Kommúnistaflokk Kanada 1967 þegar nýja vinstri hreyfingin var aö fara af staö. Ég var þá virkur i stúdentasam- tökum og Vietnamhreyfingunni kanadisku. Ég haföi verið félagi i flokknum i ein átta ár þegar ég kom úr felum sem hommi. Fram aö þeim tima haföi ég látib lita svo út aö ég væri heterósexúal, ætti mér vinkonur o.þ.h.. En svo var þaö i kosningabaráttu 1974 aö ég kom úr felum. Ég starfaöi fyrir frambjóöanda kommúnista- flokksins i Toronto og eitt sinn fór ég á fund sem hreyfing hómó- sexúalfólks þar boöaöi til, til þess aö dreifa áróöursblööum. Þá spuröi einhver mig hvort ég væri hommi. Mér vafðist tunga um tönn en endirinn varð sá aö ég kom úr felum. Þaö leið ekki á löngu áöur en ég var farinn aö tala máli hreyf- ingarinnar opinberlega, kom i út- varp og sjónvarp og skrifaði bréf i blöðin. Flokksstjórnin vissi auö- vitað af þessu og mér var sagt aö verkalýösstéttin skildi ekki svona lagað. (Þaö þarf ekki nema aö fara á hommabar i Toronto til þess aö sjá aö verkalýðsstéttin skilur þetta engu siður en hver önnur stétt). Ég mátti vera hommi og ég mátti vera i félagi hómösexúalfólks,en ég mátti ekki koma fram fyrir hönd þess. Konur i flokknum máttu tala fyrir kvennahreyfinguna, stúdentar fyrir stúdentahreyfinguna og striðsandstæðingar fyrir Viet- namhreyfinguna. En ég mátti ekki tala sem hommi fyrir hommahreyfinguna, af þvi að verkalýösstéttin skilur þaö ekki. Ég hafnaöi þessu og var þvi rek- inn úr flokknum, og þaö meö heldur ólýöræöislegum hætti. Yfirstjórn flokksins vildi alls ekki heyra nein rök frá mér og ég var rekinn án nokkurrar umræöu, enda þótt almennir flokksfélagar hafi veriö hlynntur rökræöum um máliö. erum hommarnir í KP: Upphaf hreyfingar hómó- sexúalfólks er á 19. öld. Fyrsta félagiö um málefni homma og lesbia var stofnaö 5. mai 1897 I Þýskalandi. Forgöngumaðurinn var Magnus Hirschfeld læknir og hommi. Félagiö hét Das Wissen- schaftlich-Humanitare Komitee. Á þessum timum var fólk fariö aö velta fyrir sér ýmsu í sambandi viö sálarlif, kynlif og fjölskyldu- lif. Félagiö var viö lýöi fram til 1933, en þá eyðilögöu nasistar rannsóknarstöö þess og eyddu Ken Popert og Brian Mossop.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.