Þjóðviljinn - 04.10.1980, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 04.10.1980, Blaðsíða 11
Helgin 4. — 5. október 1980. ÞJóDVILJINN — SIÐA 11 Það er höfuðeinkenni manns sem er gæddur pólitlskum þroska, að hann vegur og metur hvert mál. Slíkur maður fer ógjama úr jafnvægi þótt eitt- hvað kunni að fara úrskeiðis í dægurmálum stjórnmálanna. Hann verður hvorki hugstola né móðursýki að bráð, þótt hans persónulegu skoðun sé ekki fylgt i hvivetna af þeim flokki sem hann fyllir. Hitt er einkenni manns, með engan eða litt þróaðan póli- tiskan þroska, að hugarsveiflur hans eru ýktar og ótamdar. Svo virðist sem munnur hans vlkki, ef eitthvað bjátar á. Þá tekur hann stórt upp í sig, gasprar og fær eins konar margfaldan munn, likt og fólk á illa prent- uðum litmyndum dagblaðanna. Slikum manni hættir til að verða móðursjdkur. Því hefur verið haldið fram af sálfræðingum, að listræn sköpun og frumleg hugsun sé einhver tegund af móðursýki. Og vlst er að spámenn, galdra- karlar, dýrlingar og listamenn hegða sér við sinn seið svo sem þeir hefðu fengið móðursýkis- kast. Þdtt flestir hafi að minnsta kosti í orði andúð á móðursýki, þá er þvi ekki að neita að móðursýkishegðun hrlfur I sumum málum best til fram- gangs hugsjónum og mannúðar- málum. Sannleikurinn á jafn erfitt framdráttar I heiminum og raun ber vitni á hverjum tlma, vegna þess aö hann er andstæður hvers kyns móöur- sýki. Sannleikurinn er innihald, en móðursýkin framsetning eða ■ form. Við lifum fremur á tímum forms og framsetningar en inni- halds og hugsunar. Formið heillar fremur en innihaldið. Þess vegna er móðursýkin ein- kennilega áhrifarlk, heillandi og smitandi. Hún vekur þægilega ógn. Galdrakarlar, dýrlingar, listamenn, spámenn og stjórn- málamenn hafa ævinlega á öllum tímum fremur ógnað fjöldanum til fylgis við sig en þeir laöi fólk aö sér eða vinni það á sitt band með heiðríkju sannleikans. Besta aðferð við að öðlast fylgi er það að láta innihald hugsunarinnar — eða einhverra stefnu — vera fram úr hófi ein- falt, næstum því frumstætt. En siðan verður áróöursmaðurinn að reka hugsunarformið inn I höfuðmanna með glórulausuof- stæki, móöursýki eða miklu og sefjandimálæði galdrakarlsins: Fóki er ógnað með djöflinum, hruni,helsprengjum, olluskorti, rússagrýlu, dollaramerkjum. Þrátt fyrir þá miklu menntun sem nútlmamaöurinn hefur hlotið er raunin sú, aö hin marg- brotna, skynsamlega hugsun á siður leiö að höföi hans og hegðunen sú ástrlða sem er ein- föld og frumstæð. I stað galdra fortlðarinnar er beitt geðveikis- legu ofstæki. Sama gildir um galdramenn fortiöar og geðsjúklingana I stjórnsýslu nútimans: Hinn geðveiki snillingur getur verið frábær. Geðveikur miðlungs- maður er hins vegar fram úr hófi þreytandi. En ömurlegast af öllu er þegar miðlungs- maðurinn tekur upp á þvl að leika geðveikan snilling eða ofurmenni á almannafæri eða I fjölmiölum. Fjölskylda þessa fyrirbæris verður þó oft að þola hann þegjandi og hljóðalaust, en þómeöeinhverri sýndarlotning. 111 u heilli er til allt of mikið af slikum ofurmennum ömur- leikans I islensku þjóðllfi. Og ofurmenni ömurleikans eru hér á öllum sviðum: i stjórnmálum, listum og menningunni yfir höfuð. Mér dettur þetta I hug I tengslum við atburöi siðustu vikna. Fyrst skal telja her- mannaleik herstöövaand- stæöinga. Hörmulegt yrði ef andstæðingar af öllum teg- undum færu að leika hermenn hér um allar jarðir, til minn- ingar um fjölmörg glappaskot ma nnk y n ssögun nar. Við fengjum þá yfir okkur rúss- neska hermenn, þegar minnst yrði innrásarinnar 1 Tékkó- slóvakiu og afskiptanna af mál- efnum Afganistan. Og hver veit nema einhverjum hugsjóna - mönnum dytti I hug að fylgja fordæmi herstöðvaandstæðinga og ganga hér um I nasistabún- ingi, til aö minnast föður nú- tímahávaða og móöursýki, Adolfs Hitlers. Guðbergur Bergsson skrifar: Hvað menn eru oft munnvíðir þá lét stjórnmálaskörungur liggja a^því, að fremur mundi hann fella rikisstjórn lands slns en styðja, ef gestinum yrði vlsað heim. Ég hef mikið brotið heilann um, hvort orð stjórnmála- mannsins séu merki um munn- vldd eða mannúð. Ennþá er ég I vafa. Um stundhefur mér dottið i hug, aö kannski hafi stjórn- málamanninum stigið til höfuðs, að það stendur á prenti ,,að Guörún geti allt”. Hún getur einnig fellt ríkisstjórnina ef hennar geðþótti hnigur I þá átt. Getur þá átt sérstaö, að sterki maðurinn sem skal til að berja niöur bæði verðbólgur og aðrar bólgur sé ekki karl, heldur kona? Oft hefur þaö komiö sér vel, aökonurhafa getaö „tekið stórt upp I sig”, þaö hafa konur þurft aðgera á öllum tlma, bæöi I sinu einkallfi og því opinbera, en I stjórnmálum hefur þeim reynst haldbest að hafa einhvers staöar viö höndina nál og þráð ogbródera bæði fyrir sinn munn og annarra. Enginn skyldi stefna aö því aö hafa margfalda munnvidd, sagði karlinn. En munnvidd hefur þó reynst mönnum vel I stjórnmálum, sagði kerlingin. Stjórnmála- menn hafa svo oft orðið aö éta ýmislegt ofan i sig aftur. Það ber einnig að hafa hug- fast, að hnignun sú sem rlkir innan vinstrihreyfinga sam- tlmans getur orðið.viö ákveðnar félags- og menningar- og efnahagslegar aðstæður miklu skaðlegri en hreyfingar til hægri. Það er höfuðeinkenni manns sem er gæddur pólitlskum þroska að hann ástundar þá list að halda munnvidd sinni I skefjum og móðursýkishneigð. Mjór munnur hefur þótt merki um menningu, mannúð og yndisþokka siðan I lok mið- alda, en þó einkum á tima Endurreisnarinnareins og mál- verkin sanna. Munnvidd ku hins vegar hafa verið einkenni á hellamönnum. Aðalstarf þeirra er álitið hafa verið þaö að rifa kjaft, eins og kvikmyndirnar sanna. I öðru lagi hefur vakið furðu mlna, að eftir að sýndar hafa verið i' sjónvarpinu kvikmyndir sem fjalla um hreingern- ingar þeirra þrifnaðar- manna sem þoldu hvorki óhreinar hugsjónir, óhreint blóð né annan skit sköpunarverks guðs (?), heldur ruddust fram með slna afþurrkunarklúta I liki ofurmenna og snillinga „á heimsmælikvarða”, og það I einslags guölegri mynd, þá hittir maöur varla tvlstlgandi Islending á götu án þess hann fitji upp á umræðu um, að hér þurfi að mynda sterka stjórn og koma á röö og reglu, þótt slikt sé fjær eðli okkar Islendinga en tungl frá jörðu. Þvi við höfum ætlð I sögu okkar barist fyrir rétti okkar til að vera óskipulögð heild, þjóð án .miðstjórnarvalds. Þess vegna er óþægilegt og út I hött þaö hjal, aðhérþurfi aö spretta upp sterkur maður sem berji niður öngþveiti og verðbólgu. Fræðslumyndir sjónvarpsins hljóta af þessum sökum að vekja andstæðu sina, þvi þær verja hér eins konar öfugan lærdóm og fávisku. Kannski mundi sjónvarpiö hafa „rétt” áhrif á Islendinga, ef þeir horfðu á það á hvolfi. 1 þriðja atriðinu kem ég aö munnvidd manna. Það er óalgengt að flóttamenn leiti hér hælis. tsland er svo ósköp smátt á kortinu. Engu að slður er þaö ættland okkar. En þegar land- lausir vilja eiga hér ættland, eins og við, þá verðum við mikilmenni I munninum og viljum stugga þeim burt. Þegar ógestrisni „ætlaöi að verða aö rauveruleika” um daginn, þá geröist furðuverk. Eftir að nokkurn veginn var vist aö Gervasoni fengi hér landvist. •mér datt það i hug Minningarmót Tschigorins í Sochi Góð byrjun — slæmur endir hjá Jóni t bæ sem heitir Sochi og stendur við Svartahaf fer fram ár hvert skákmót, sem tileinkað er minn- ingu upphafsmanns sovéska skákskólans, svokallað Tschig- orin. Tschigorin þessi þótti hér um aldamótin geysiöflugur skák- maður og nú er hans minnst með mikilli lotningu þar austur frá. Eins og vera ber um mikla snill- inga, þá var hann i litlum hávegum hafður I lifanda llfi, því að hann var uppi á dögum keis- arans og keisarinn og hans menn litu á skákiðkun sem hvert annað duðr og sems, og þeir sem lágu yfir manntafli voru álitnir eitt- hvað skritnir eða I besta falli hreinræktaðir ónytjungar. Kann aðvera að enn eimi eitthvað eftir af þeirri skoöun i forpokaðri familium. En nú er annar uppi, öld nýturi snilldarmanns og skákmenn hafa það yfirleitt náðugt i Sovétrlkj- unum, þökk sé brautryðj- andanum, Tschigorin. 1 septembermánuði var haldið I Sochi enn eitt minningarmótið um Tschigorin. Við tslendingar höfðum ótrúlega litlar spurnir af mótinu, miðað viö að einn af þátt- takendunum var Jón L. Arnason, sem að afloknu heimsmeistara- móti unglinga hélt beint til Moskvu og þaöan endasentist hann á þennan vinsælasta bað- strandarstað Sovétmanna. Keppendur voru 16 og hafnaði Jón i 11. sæti meö 6 1/2 vinning af 15 mögulegum sem teljast verður alveg viðunandi árangur, þvi aö viö ramman var reip að draga. Nokkrir úr stórum hópi bestu stórmeistara Sovétríkjanna voru meöal þátttakenda, menn á borð við Balashov og Vaganian. Það hefur oft þótt við hæfi að birta lokaniðurstöðuna i mótum sem þessum og kemur hún þvi hér: 1. PanchenkoSovét. 10 1/2 2. BalashovSovét. 10 3. TorreFilipps. 9 1/2 4.-5. VaganianSovét. 9 4.-5. Van der VieiHoll. 9 6.-8. SvesnikovSovét. 8 6.-8. IvkovJúgósl. 8 6.-8. Farago' Ungverjal. 8 9.-10 RashkovskiSovét. 7 1/2 9.-10 TzechkovskiSovét, 7 1/2 11. JónL.Arnason ! /2 12. KnaakA-Þýskal. 6 13. SuetinSovétr. 3 1/2 15. SaitzewSovét. 5 1/2 15. SpassovBúlgaria 5 16. JansaTékkósl. 4 1/2 Jón L. byrjaði mótið vel, en endaði það aö sama skapi illa, þ.e.a.s. hann tapaöi þremur siðustu skákum sinum. Athygli vakti góð frammistaða Hollend- ingsins Van der Viel, sem hafnaði I 4.-5. sæti. Að sögn Jóns var allur viöur- gjörningur góður þar eystra. Mótið silaöist áfram á fremur þunglamalegan hátt, þvi aö frl- dagar voru margir og sérstakir dagar undir biðskákir enda eru þeir ekki að flýta sér jafn mikið Sovétmenn og þeir sem byggja vesturlönd. Matmálstimar tóku einnig dágóða stund, eitthvað á aöra klukkustund. Það er eins og kunnugt er mikil snilld að biða. Heimsmeistarinn I skák, Anatoly Karpov, setti mótið, en Lev Pol- agajevskl sleit þvl. Polu var I sumarfríi ásamt Pet- rosjan þarna við Svartahafið og má ætla að þeir hafi jafnað sig sæmilega á meöferð Kortsnojs. Sú saga var sögð af Petrosjan, að eitt sinn hafi góðvinur hans, Suetin, komið með gjörunna bið- stöðu til hans og Petrosjan hafi þegar bent honum á athyglis- verða „vinningsleið” sem Suetin fylgdi út I ystu æsar með þeim af- leiöingum að skákin endaði með jafntefli. Nóg um þaö,- hér kemur besta skák Jóns: Hvltt: Jón L. Arnason Svart: Vlastimil Jansa Tékkósl. Sikileyjarvörn 1. e4-c5 3. d4-cxd4 2. Ef3-e6 4. Rxd4-Rf6 skák 5. Rc3-d6 8. f4-a6 6. Be2-Bc7 9. Del 7. 0-0-0-0 (Algengara er 9. Khl. Textaleik- urinn gefur svörtum kost á hæpn- um peðsvinningi.) 9 ..-Db6? 10. Be3-Rc6 (10. — Dxb2 ætlaði Jón að svara með 11. Hbl-Da3, 12. Hb3-Da5, 13. Rd5!-Dd8,14. Rb6-Ha7,15. Rf3 og hrókurinn á a7 er I vanda.) 11. Rf5!-Dxb2 13. Hbl-Dxc2 12. Rxe7+-Rxe7 (Þvingað. Ef 13. — Da3 þá 14. Hb3-Da5, 15. Db6og drottningin á sér hvergi griðastað.) 14. Bc4 (Og nú er hótunin 15. Hf2 og drottningin fer fyrir bí. Svartur Framhald á bls. 27

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.