Þjóðviljinn - 04.10.1980, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 04.10.1980, Blaðsíða 23
Helgin 4. — 5. október 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 23 Enn Hánefsstaðaætt Eeykjavik 16.sept.1980 Sunnudagsblað Þjóðviljans Reykjavik í siöasta Sunnudagsblaði Þjóðviljans er grein, sem nefn- ist ættfræöi. 1 grein þessari er fjallað um Hánefsstaðaættina. Að þessu tilefni vil ég segja það, sem hér fer á eftir, sbr. greinar- lokin: „Allar ábendingar vel þegnar.”. 1. Sigriður amma min var ekki systir Vilhjálms á Hánefs- stöðum, föður mins, og hún var ekki Arnadóttir eins og sagt er i greininni. Faðir hennar var Vil- hjálmur Vilhjálmsson, hrepps- stjóri i Mjóafirði f. 1794 i Firði i Mjóafirði, d. 1846. Vilhjálmur var óskilgetinn. Móðir hans Helga Einarsdóttir lýsti föður að honum Vilhjálm Sæmunds- son, húsmann i Firði 1793—1795 hjá Hermanni Jónssyni. 1 ættum Austfirðinga er sagt, að Vilhjálmur hafi vafalaust verið sonur Hermanns i Firði. Það hygg ég sé of sterkt að orði kveðið. Hið rétta verður vissu- lega aldrei sannað eða „vafa- laust”. Sigriður Vilhjálmsdóttir flutt- ist frá Mjóafirði að Hánefs- stöðum um tvitugt (f. 1836), d. þar 1920. Hún giftist Snjólfi Snjólfssyni bónda þar, en hann dó 1867. Hún bjó áfram á Hánefsstöðum sem ekkja i tvö ár, en giftist siðan Sigurði Stefánssyni (f. 1844, d. 1895), sem sfðan bjó á Hánefsstöðum. Foreldrar minir, Björg og Vilhjálmur, bjuggu á Hánefs- stöðum 1891—1893 og 1896—1937. 2. Það er rétt, að ég hef stundum á undanförnum árum heyrt menn hér syðra kalla okkur frændfólkið, sem erum niðjar foreldra minna, vera Hánefsstaðaættar. Hinsvegar hef ég ekki heyrt menn tala um aöra niðja Sigriðar ömmu minnar kennda við Hánefs- staðaætt, t.d ekki Vilhjálm fv. ráðherra, þó móðir hans, Stefania, hafi verið dóttir ömmu og fædd og uppalin á Hánefs- stööum. Fyrsti maðurinn, sem ég heyrði nefna Hánefsstaðaætt eða Hánefsstaðamenn, var Jónas Jónsson frá Hriflu. Hann ávarpaði mig eitt sinn á förnum vegi úr þó nokkurri fjarlægð Athugasemd frá Hjálmari Vilhjálmssyni fyrrv. ráðuneytisstjóra með þessum orðum: „Þiö Hánefsstaðamenn eruð Eysteinsmenn en þið eruð nú lika Jónasarmenn o.s.frv.”. Framhaldið læt ég ósagt. 3. Þá er talað um náinn skyld- leika hjónanna Stefaniu og Hjálmars, foreldra Vilhjálms fv. ráðherra. Sá skyldleiki var ekki svo mjög náinn. Sam- kvæmt kirkjubókum voru þau fjórmenningar, en þremenn- ingar, ef Vilhjálmur faðir ömmu var sonur Hermanns i Firði. 4. Frásögn blaösins um börn foreldra minna er handahófs- kennd og þarfnast leiðréttingar. Börnin skulu nefnd hér i aldurs- röð og barna þeirra getið. A. Sigurður (f. 1892) var hvatamaður að stofnun kaup- félags á Seyðisfirði og kaup- félagsstjóri þar um 7 ára skeið. Bjó siðan á Hánefsstöðum. Einkadóttir hans, Svanbjörg, er nú húsfreyja þar, gift Jóni Sigurðssyni, bróöursyni Gunnars skálds Gunnarssonar (Vilhjálmur sonur þeirra er nú forstöðumaður útibús Kaup- félags Héraðsbúa á Seyðisfirði). B. Arni (f. 1893). Barna hans er réttilega getiö i ættfræöi blaðsins. C. Hermann (f. 1894) átti fjórar dætur, sem upp komust. Þær eru þessar i aldursröð: Sigrún hjúkrunarkona gift dr. Bjarna Einarssyni, Björg gift Þóri Bergssyni tryggingafræð- ingi, Elisabet Guðný, hennar er réttilega getið i blaðagreininni, og Erna gift Ölafi Ölafssyni lyf- sala á Húsavik. D. Þórhallur (f. 1899) lét eftir sig þrjú börn, sem eru á lifi: Birgi forstjóra Sólarfilmu h.f„ kvæntur önnu Snorradóttur Sigfússonar, Guðbjörgu skrif- stofumann,gift Jóni Steingrims- syni skipstjóra i Keflavik,og Vilhjálm, sem getiö er i blaðinu. E. Hjálmar (f. 1904). Börn hans eru: Björg skrifstofu- maður hjá SIS (hálfs dags) gift Reimari Charlessyni deildar- stjóra hjá SIS, Helgi, Vil- hjálmur (beggja getið i blaði yðar) og Lárus. F. Sigriöur (f. 1907) á tvo syni: Vilhjálm,sem nefndur er i margnefndri grein, og Stefán rafmagnsverkfræðing , giftur sænskri konu og búsettur i Svi- þjóð. H. Stefania (f. 1912) skrif- stofumaðurhjá Oliufélaginu h.£. ögift. Systur minar og ég erum ein eftir á iifi af ofannefndum 7 systkinum. 5.1 ættfræðigreininni segir, að umrædd ætt hafi hneigst tölu- vert til kaupmennsku. Það er varla rétt. Aö visu hafa börn Arna bróður mins átt tengsl við ýmsar iðngreinar og að sjálf- sögðu sölu á slikri framleiðslu, en mér finnst hæpið að kenna Dr. Bjarni Einarsson Þórir Bergsson trýgginga- fræöingur Vilhjálmur Hjálmarsson arkitekt Hjálmar Vilhjálmsson fyrrv. ráðu- neytisstjóri Vilhjálmur Þórhallsson lögfræðingur Indriöi Pálsson forstjóri Birgir Þórhallsson forstjóri Vilhjálmur Einarsson skólameistari Tómas Arnason viðskipta-. ráðherra Vilhjálmur Hjálmarsson fyrrv. ráðherra i Vilhjálmur Arnason lögfræðingur þaö við kaupmennsku. Sama má segja um Birgi son Þórhalls. Enginn niöji foreldra minna er kaupmaður svo ég viti til. 6. 1 upphafi ættfræðigreinar- innar er talið að ætt okkar sé rótgróin „framsóknarætt” sem er að miklu leyti alveg rétt, en þvi miður vottar sumsstaðar fyrir mengun i þvi efni, sem ég vona bara að viðrist burt með timanum. Linur þessar sendi ég i trausti þess, að helgarblaðið vilji heldur hafa það, sem sannara reynist. Virðingarfyllst, Hjálmar Vilhjálmsson Stærsta flugvél í heimi var seld í brotajárn Arið 1942 framleiddu flugvéla- verksmiðjur i Bretlandi sprengjuflugvélar eins hratt og afkastagetan mögulega leyfði. En þrátt fyrir striðið gengu samt um menn og ólu stóra flugdrauma i brjósti. Og að þvi er virtist voru þeir flestir samankomnir i fundarherbergi i Whitehall i London. Þar sat nefnd aö störfum til þess að leggja á ráðin um framtið breskra flugiðnaðarins. Formaður hennar var Brabazon lávarður, einn af brautryðjendum flugsins. Aö sjálfsögðu var ekkert svig- rúm til annars en beinna hern- aöarframkvæmda á þessum vél sem átti að verða sú stærsta i heimi, hvorki meira né minna en 70 tonn óhlaðin en 140 tonn full- hlaðin. Vænghafiöáttiað vera um 75 metrar. Hún átti að verða 16 metrar á hæð og vélarnar 20 þús- und hestöfl. Þeir reistu splunkunýtt flug- skýli bar sem smiðin átti að fara fram. Jafna varð þorpiö i Filton aö mestu leyti við jörðu til þess aö leggja nýja flugbraut sem þar aö auki var lögö yfir nýgerða hrað- braut. Fyrst i staö var búiö til hlægilega fullkomiö líkan að vél- inni. Það gekk svo langt að jafn- vel sápuskálar á snyrtiherbergi kvenna voru með I likaninu. Og hvað um farþegafjölda? Reiknað var með að flugvélin gæti borið 75 farþega og voru i henni svefn- pláss fyrir þá alla, setustofur og barir. A sama tima voru Banda- rlkjamenn byrjaðir að smiða vélar fyrir 150 farþega. Siöla árs 1949, u.þ.b. sjö og hálfu ári eftir fyrstu tillögugerö Brabazons lávarðar, fór Bristol Brabazon i jómfrúarflug sitt og var heimspressunni boðið að fylgjast meö. Fyrsta flugið tókst i einu og öllu með ágætum en sex mánuðum seinna kom fram málmþreyta i þessum flugrisa og úrskurðað var að hann gæti i mesta lagi enst i 2 ár. I september 1952 var neðri deild breska þingsins tilkynnt að Bristol Brabazonáætlunin hefði verið lögð til hliöar. Hún hafði kostaö 12 1/2 miljón punda og aðeins ein vél hafði verið fullgerð. Stærsta flugvél i heimi var seld i brotajárn fyrir 10 þúsund pund. Bristol Brabazon-flugvélin reiðubúin I jómfrúarflug sitt siðla árs 1949. válegu timum. Hvorki var til fé né aukageta i flugvélaverksmiöj- um. Samt sem áöur lögöu þessir visu menn til aö hafin yrði fram- leiösla á risaflugvél sem gæti flogið með farþega milli London og New York án viðkomu á leið- inni. Og viti menn. I mars 1943 var tilkynnt i breska þinginu aö ákvöröun um smiði tveggja til- raunaflugvéla aö þessari gerö — sem kölluð var Bristol Brabazon — hefði verið tekin. Flugvélin átti að verða vél aldarinnar og bera hróður Breta viða um heim. Grænt ljós var gefiö á nægar f jár- veitingar. Flugvélaverkfræðingarnir i Filton, ekki fjarri Bristol, þurftu engar örvunar við. Þeir teiknuöu Brabazon iávarður.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.