Þjóðviljinn - 04.10.1980, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 04.10.1980, Blaðsíða 20
20 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Helgin 4. — 5. október 1980. Fyrir miöju eru þeir Krúsjof og Deng XiaoPing: hvert fór hver? Maó oddviti. Menningarbyltingin var merkileg hreyfing. Þórarinn Hjartarson járnsmiður skrifar ELTIR KÍNA SOVÉTRÍKIN? Arni Bergmann skrifaöi laugardaginn 20/9 greinina „Messað yfir maóistum” sem ég vil litillega svara. Beint að efninu: Árni þykist sjá sæng „maóista” (a.m.k. þeirra sem enn, á einhvern hátt, binda trúss sitt við Kina) upp reidda. Kina, stolt þeirra og von, sé nú horfið á sömu braut og Sovét — rikið sem þeir hatast við öðrum meira. Arni sér og tinir til sitt hvað það sem sameiginlegt er með stefnubreytingum Kinverja undanfarið og þróun mála i Sovét. Siðan skellir hann samaseminu á milli og segir þetta augljóst mál. Nú er þetta ekki sérálit Arna heldur heyrist viða að og er þá þvi meiri ástæða til að skoða það og meta. Fræðiieg greinargerð fyrir þvi birtist m.a. i grein i TMM nýlega eftir franska hagfræði- prófessorinn Cherles Bettelheim. Hvað er rétt og hvað rangt i þessu áliti? Hálfur sannleikur Flestar af fullyrðingum Arna eru ut af fyrir sig ekki ósannar. í heild finnast mér upplýsingar hans vera ca hálfur sannleikurinn að viðbættum túlkunum i neikvæða átt — eingöngu. Það var með Krúsjof og á fyrstu árum Brésnéfs sem kapitaliskar aðferðir slógu i gegn i sovéska hagkerfinu. Gróði var gerður að höfuðmarkmiði i hag- kerfinu öllu, vald forstjóra var mjög aukið og þeim veitt bein hlutdeild i gróöanum, framleiðslutæki urðu markaös- vara o.s.frv. Breytingarnar hjá Kinverjum ganga að mörgu leyti i sömu átt (meiri markaðsbúskap- ur, „efnalegir hvatar” til fyrir- tækja og verkafólks...) Þetta þarf þó ekki að sanna margt né mikið. Ég álykta sem svo: Þótt margt sé þarna likt stefna málin i Kina strax i allt aðra átt en i Sovét. Stefnubreytingar í Kína t hverju felast stefnubreytingar Kinverja i efnahagsmálum? Það má segja að Kínverjar geri nú upp við tvennt (eða þrennt). I fyrsta lagi galla ættaöa úr menningarbyltingunni. Menn- ingarbyltingin reyndi að leysa með áhlaupi verkefni sem ómögulegt er að leysa i skynd- ingu, a.m.k. ekki án efnahags- áfalla. Hún reyndi að dreifa valdi og draga stjórnun sem mest úr höndum embættismanna, brúa biliö milli likamlegrar og and- legrar vinnu, minnka hlut pen- inga og launastiga sem afkasta- aukandi þátta. Ég álit að hún hafi verið dæmd til að mislukkast. Hún þróaðist út i öfgar og vald- boðspólitik að ofan, úr tengslum við fólkið og dólgamarxisma „fjórmenninganna”. 1 öðru lagivilja Kinverjar gera róttækar endurbætur á gamla áætlanakerfinu ættuðu frá stalinstimanum i Sovét. Bæði i Kina og Sovét var kapitaliskum hagstjórnaraðferðum og kapitalisku eignarhaldi rutt mjög skyndilega úr hagkerfinu (sbr. samyrkjuherferðina i Sovét um 1930 og „stóra stökkið” i Kina um 1958). Áætlanakerfið sem kom i staðinn var mjög miðstýrt. Þótt það hafi reynst mjög mikilvirkt a.m.k. um tima i Sovét hefur það með timanum valdið vaxandi stirðleika i framleiðslu og dreifingu og lamað mjög eigin frumkvæði rekstrareininganna. Kinverjar viöurkenna fúsiega að hagstjórnaraðferðir þær sem þeir innleiða nú séu margar hverjar kapitaliskar að eðli, en þær séu engu að siður réttmætar og æski- legar i þvi vanþróaða fram- ieiðslukerfi sem þeir búi við. Það er sams konar hámiðstýr- ing sem Kinverjar gera nú upp við og Krúsjof gerði áður. Rétt er það. En mikil eða litil miðstýring hagkerfis þarf ekki að segja neitt um stéttareðli þess, hversu samvirkt og félagslega þaö er rekið, um sósialisma eða kapitalisma. 1 þriöja lagi (litilvægara) snúa Kinverjar frá þvi sem þeir kalla yfirdrifinn sjálfsnægjubúskap. Trúlega ganga þeir þar lengra en ella, þ.e. þeir hafa „misst úr” mörg dýrmæt ár i uppbyggingar- starfinu. Þetta getur skapað ýms- ar hættur, en þó snerta erlend áhrif enn mjög litinn hluta efna- hagslifsins svo segja má að sjálfsnægjubúskapurinn sé þar enn við lýði. Gott eða vont? Þá er að svara spurningunni: Hvernig likar manni breyt- ingarnar i Kina? Fyrst það neikvæða. Ég játa þvi strax að ýmsir bitar i kinverska boðskapnum nú standa enn i mér. Stærsti bitinn er liklega einhliöa neikvætt mat Dengs & co. á menningarbyltingunni. Ég lit á hana sem stórmerka fjöldahreyf- ingu (a.m.k. i byrjun) sem reyndi að vinna gegn þróun forréttinda- hópa og borgaralegra afla. Að gera „fjórmenningana” að alls- herjar-sökudólgum finnst mér heldur mikil einföldun. Mér finnst likaiskyggilegt aö Kinverjar skuli gefa Júgóslaviu stimpilinn „sósialiskt rlki”. Mér sýnist of litið bera á árvekni gagnvart stéttarlegum andstæðum og hættunni á gagnbyltingu og finnst að skilningur Maós á þeim mái- um hafi veriðbetri. (Þó hef ég i ár heyrt bæði frá Húa og kinversk- um verkamönnum, i viðtölum, að þeir vara við þeirri tilhneigingu að treysta um of á efnahagslega drifkrafta i stað pólitiskrar uppfræðslu.) En höfuðhlið þessara mála sýnist mér jákvæð og lofa góðu. Það var áreiðanlega bráðnauð- synlegt að snúa frá þeim „fátækt- ar-sósialisma” sem kenndur er við „fjórmenningana” og brems- aði hagvöxt landsins oni núll. Mér finnst rökstuðningur Kinverja fyrir endurbótum á áætlana- kerfinu hljóma nokkuð sann- færandten fer ekki lengra út i þá sálma hér. Deng: Þaö þarf aö skoöa þaö sem jákvætt er. Eitt af þvf sem Arni Bergmann segir satt er það, að ýmislegt sem marx-leninistar áður tilnefndu sem sönnun fyrir þvi að i Sovét væri kapitalismi hefur nú verið tekið upp i Kina sem góð og gild vara. Ég sjálfur hef þar — eins og Kinverjar — losað mig við ýmsar kreddur, t.d. varðandi það hvað sé sósialisk hagsýsla og hvað ekki. Ég hræðist það ekki svo mjög þótt sósialisminn notist við verulega markaðshagsýslu og einkarekstur i smáframleiðslu, Arna Bergmann svarað þótt þetta séu vissulega hlutir sem verða að hverfa með timan- um. Aðalatriðið varðandi sósialisma eða ekki eru valda- hlutföll stéttanna i framleiðslu- kerfinu og það hvaða stéttarhags- munum rikisvaldið þjónar. Af þvi sem ég enn hef séð og heyrt álit ég að i Kina sé nú betri sósialismi en áður. Auk þess eru Kinverjar sifellt að læra, gagnrýna sig og breyta til. 1 Sovét rikir auðvalds- stefna, striðshagstjórn og rauðmálaður fasismi — og allt er fast i helstirnuðum skorðum. Árni sér fátt jákvætt Arni sniðgengur það sem mestu mali skiptir, þ.e. hvort þessar breytingar séu til batnaðar fyrir kinverskan almenning eður ei. Og þó. Án þess að fella dóma beinum orðum lætur Arni i þessari grein og öðrum álit sitt á pólitik Kinamanna i ljós. Hann er litið hrifinn af henni, finnst hún sist spennandi fyrir sósialista og stefna i fótspor Rússa (og Arni er, sem betur fer, enginn vinur Kremlverja). Og vanþóknun hans er svo mögnuð, að hann nefnir ekkert I stefnunni sem geti verið gott fyrir kinverska alþýðu og fyrir sósialismann. Hann minnist á heilsugæslu og skólamál, áhersluna á að framleiða menntafólk og endur- reisn fullkominnar læknamennt- unar i Kina eftir upplausn af völd- um menningarbyltingarinnar. Aðalatriðið i þessu finnst honum að þetta muni leiða til misskipt- ingar i heilsugæslu og misjafnrar aðstöðu til náms. Það stefni sem sé i sama horf og sérheilsugæsla og sérskólar yfirstéttarinnar i Sovét. Þetta finnst mér nú bara ómerkilegar dylgjur! Kinverjar -hverfa frá þvi að láta lækna og menntafólk vinna við landbúnað. Útkoman úr þvi kerfi liggur fyrir. Hún var slæm. „Berfættir lækn- ar” sem annast einfalda heilsu- gæslu verða ekki lagðir af; heldur fá þeir viðbótarskólun. Þegar svo sérfræðingunum fjölgar jafnhliða held ég að veröi bjart fyrir 5tafni i heilbrigðismálum kinverskrar alþýðu. öfugt viðArna Bergmann finnst mér það vera aðalatriðið. Pólitísk þróun Annað sem Árni nefnir ekki i grein sinni, atriði sem er þó mjög samofið þessum málum, er pólitiska þróunin i Kina. Frétta- ritarinn ,,áb” hefur afgreitt hana i fáeinum fréttaklausum i fýlutón, s.s. eftir þjóðþingsfundinn á dög- unum. Að hans sögn gerðist þar ekkert áhugavert.' Þar var þó m.a. ákvarðað um aukið sjálf- stæði þingsins gagnvart flokknum og hraðari endurnýjun þingfull- trúa. Þingið er þjóðkjörið og er, formlega, æðsta valdastofnunin. Ennfremur fá nú spurulir gestir i Kina að heyra það eindregna og nær samdóma álit kinverskrar alþýðu að tjáningarfrelsi sé nú allt annað og meira en á „fjór- menninga”-timanum. Umræðan á vinnustöðum og i samtökum alþýðunnar sé virk og almenn og ekki stýrt ,,að ofan”. Það er ekki sist þessi umræða sem mótar það hvernig Kinverjar ráða nú málum sinum. Sem sagt: traust- ari völd alþýðunnar i rikinu og samfélaginu öllu.sem sagt, bætt sósialiskt lýðræði. Ef þetta stenst er það býsna afgerandi atriði, eða hvað? 1 kappi sinu við að skera Kina og Sovét við sama trog snið- gengur Árni það atriði sem fram- ar öðrum ákvarðar um þjóðfé- lagsgerð i landi hverju. Nauðsynleg umræða Yfir höfuð finnst mér ekki brennandi áhugi á sannleikanum einkenna greinina hans Arna. Hann þykist sjá ákveðna þró- unartilhneigingu og þekkja á henni sovéska markið. Siðan fer hann að spekúlera og spá i framtiðina.Það er út af fyrir sig i lagi og jafnvel nauðsynlegt að velta sliku fyrir sér. Ný yfirstétt getur vissulega átt eftir að snúa við hjóli sögunnar i Kina. En hitt er meira um vert að skoða ástandið i dag og lita á heildina. Hverra hagsmunir ráða i Kina? Hverra hagsmunir ráða i Sovét? Arni Bergmann á annars skilið þakkir fyrir að vekja máls á þess- um málum — þau eru mikilvæg. Ég litsvo á, aö örlög sósialismans næstu áratugi ráðist nú öðru fremur af þróuninni i Kina (i viðbót viö sjúkdóma kapitalismans). Margt fleira þarf að nefna og skoða betur, launa- mun i Kina sem Arni drepur á, „efnalega hvata”, stjórnkerfið o.fl. En þetta er orðið of langt. Arni „messar” yfir oss með talsverðu yfirlæti. Við þvi er ekkert að segja, við erum jú svo aumir enn. Það er bara okkar að venja hann af þessum tón. Ég sat ekki umræðufundinn um Kina sem Arni skrifar um. En ég heyri félaga mina eindregið mótmæla þvi að þeir hafi látið „samanburð á Kina og Sovétrikjunum sem vind um eyru þjóta”. Málið hafi verið rætt, en þeir bara verið ósammála honum. Ég vona að sú umræða haldi áfram.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.