Þjóðviljinn - 04.10.1980, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 04.10.1980, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 4. — 5. október 1980. Það voru sýndir í sjón- varpi nokkrir heimilda- myndaþættir um Stalin. Það bregst varla að slíkir þættir vekja ánægju með heimildarefnið/ sem oft er sjaldséð og mælskt í sjálfu sér. Textar þeir sem með fylgja vekja hinsvegar ófullnægju- kennd: það er spurt stórt og farið fljótt yfir og manni finnst útkoman gloppótt þú sannfærist rétt enn einu sinni um að ekkert geti komið í stað þykkra bókadoðranta. Eftir siöasta þátt fóru fram nokkuö spaugilegar umræöur um heimildamyndirnar og kom i þvl samhengi fram heilmikil ályktanagleöi sem rétt er aö vikja nokkuö aö. Að vera viðræðuhæfur Ég hélt aö málsvarar Stalíns væru burt sofnaöir, en svo reyndist ekki vera. Einu sinni voru þeir undramargir: Bernard Shaw var þar I hópi, Joseph Davies, bandariskur sendiherra, vestrænir fréttarit- arar, sósialistar af mörgum geröum, menntskælingar á Laugarvatni. Nú eru þeir eftir Jón Múli, Enver Hoxa, og Óli kommi. Sú saga hefur gerst meö þeim hætti aö menn vita fleira en áöur um Stalin og tima hansj þeir hlutir sem Isaac Deutscher átti i nokkrum erfiö- leikum meö aö koma á framfæri um 1950 uröu slöan almennings- eign og margt fleira bættist viö siöan. Gúlagbókmenntirnar komu fram, og eru þaö merkar, ásökun þeirra svo stór, aö sá sem ekki tekur miö af þeim (hvort sem hann heldur kýs aö vitna i Evgeniu Ginzburg eöa Solsjenitsin) er blátt áfram ekki viöræöuhæfur um manninn og timann Einu sinni var nokkuö út- breidd sú réttlæting á Stalfn, aö þaö sem hann geröi heföi veriö eins og óumflýjanlegt: heföi hann ekkiveriö þá heföi illa far- iö, kannski heföu fasistar gleypt Sovétrikin. Vitanlega áttu Sovétrikin erlenda óvini svo um munaöi, ætli ekki þaö. En samt er þessi kenning mjög menguö falsrökum: Stalin eykur ekki sinn varnarmátt meö hinum gifurlegu hreinsun- um sem lömuöu Rauöa herinn. Hann eflir ekki ættjaröarást meö hinni mannfreku sam- /rkjuherferö. Nema sföur væri. Sú kenning sem meira aö segja vestrænir herforingjar voru inni á einu sinni: aö Stalín heföi kál- aö fyrirfram Kvislingum f Sovétrikjunum áöur en heims- styrjöldin seinni hófst, er lika falskenning. Þjóöverjar áttu eftir innrás sina fyrst kost á all vfötækum stuöningi og sam- vinnu (einkum i sveitum' Úkra fínu) Þaö voru svo illvirki þýsku hernaöarmaskinunnar og kynþáttastefna nasista sem iamdi smiöshöggiö á þá þjóöa- einingu i striöinu, sem svo margt i Stalinismanum vann gegn. Stalinisminn er ekki óum- flýjanlegur nema menn haldi aö stallnismi og sóslalismi séu eitt og hiö sama. Og þá eru þeir aö undarlegum hætti komnir á sama bátog Hannes Hólmsteinn og þaö liö. Sinn hvor sósíalisminn! Menn hafa lika tekiö eftir þvi, aö þaö liö sem nú var nefnt er mjög kappsamt um aö segja aö nasismi Hitlers og kommúnismi Stalfns séu aöeins sinn hvor sósialisminn! Þetta er heldur ómerkilegur leikur og stundum er svo langt gengiö aö gera veö- ur út af þvf, aö Hitler hafi kailaö flokk sinn þjóöernissósfaliskan. öllu má nafn gefa. Hann kallaöi flokkinn lika Verkamannaflokk — ekki likist hann norskum eöa breskum verkamannaflokki fyrir þaö. Þessi leikur á sér forsendu nokkra i þvi aö þaö er auövelt aö finna skyldleika i starfsaö- feröum alræöisrikja, á hvaöa grunni sem þau annars telja sig reist. Þar má ýmsar hliöstæöur finna, vitanlega. Þaö má lika finna hliöstæöur I samskiptum risavelda viö „skjólstæöinga”. En þegar menn alhæfa stórt út frá slikum hlutum eru þeir aö fremja stórsynd gegn þeim sannleika sem byggir á skiln- ingi á sérkennum hvers og eins. Hve lengi sem menn velta Hitlers-Þýskalandi fyrir sér, og hve mjög sem þeir velta fyrir sér rikisumsvifum vegna styrjaldarundirbúnings og striösrekstrar, sem þar þekkt- ust vissulega, þá komast menn ekki frá þeirri staöreynd, aö þýskt efnahagslff var áfram kapftaliskt, enda höföu iöju- höldar áhrifasterkir átt mikinn þátt i aö koma til valda þeim brúnu herrum sem lofuöu aö vernda þá fyrir sósialisma. Þetta vita allir sem kæra sig um. Og eins þaö, aö fasismi hef- ur einnig sföar veriö ráö sem kapitalistar voru til meö aö grfpa til ef þeir voru hræddir um sig. Þaö eru ekki meiri ástæöur til aö setja jafnaöarmerki milli kapitalismans og lýöræöis en aö gera slfkt hiö sama viö sósíalisma og stalinisma. Endurheimtur Þær ályktanir sem sósialistar mega draga af Stalinstimum, já og reyndar samaniagöri sögu Sovétrikjanna, er fyrst og fremst hægt aö læsa I þessi orö: sósialismi án lýöræöis er einskis viröi. Tilraunir til aö stytta sér leiö til sósialisma meö stalinskri valdaeinokun endar á einhverju alit ööui ástandi en þvi sem kenna má viö sósiaiisma. Þetta hefur haldist i hendur viö þaö, aö sósialistar af ýmsum tegund- um hafa i mjög stórum stil gert sér grein fyrir þvi, aö fjölræöiö, plúralisminn, er mjög mikils viröi eins og hann er. Hér er átt viö þaö, aö oft var gagnrýni á borgaralegt þjóöfélag tengt vanmatiá lýöræöislegum stofn- unum þess. Þetta vanmat hefur veriö á hrööu undanhaldi, þótt enn megi sjá f skottiö á þvf. Þeir sósialistar og þær hreyf- ingar sem á annaö borö hafa viljaö læra af reynslunni hafa blátt áfram viöurkennt, aö sæmilegt „borgaralegt” lýö- ræöi, sé grundvöilur tii aö byggja á, en ekki þrándur i götu. Umræöan hefur I vaxandi mæli beinst inn á þær brautir, hvernig megi bæta lýöræöiö, færa áhrifamátt þess inn á nýj- an vettvang. Bæta viö þaö full- trúalýöræöi, sem viö þekkjum, auknu efnahagslegu jafnrétti, efla atvinnulýöræöi meö aukn- um áhrifum fólks á vinnustöö- um og næsta umhverfi, efla eftirlit meö hátimbruöum valdastofnunum, starfa aö þvi aö fleiri kunni aö nota sér mál- frelsi, vinna gegn þvf aö réttindi rýrni af brúkunarleysi. Meö öörum oröum: rækta af þolín- mæöi þá sprota sem skotiö hafa rótum hiö næsta þér — f staö þess aö eltast viö villuljós út á heimsenda. Tíðindi úr þriðja heiminum Þessir lærdómar þurfa aö tengjast þeirri nauösyn, aö gagnrýna þau brot sem unnin eru gegn mannhelgi og lýöræöi f nafni sósfalisma. Þaö er enginn aö segja, aö mönnum sé ekki meira en frjálst aö dást aö lestrarherferö á Kúbu eöa heilsugæslu i Kina ef svo ber undir. ööru nær. En slikir „ljósir punktar” I eftirbyltingar- þjóöfélögum þriöja heimsins mega ekki skyggja á kröfugerö um viss grundvallaratriöi, hver sem á i hlut. Þetta minnir reyndar á þaö, aö þaö er höfuömisskilningur aö halda aö Sovétrikin séu meiri- háttar vandamál vestrænum sósialistum i dag. Þau gera til- kall til aö vera einskonar fyrir- mynd („raunverulegur sósíal- ismi”) meöal annars Vestur - Evrópu — og aldrei hafa jafn fáir trúaö á slfka fyrirmynd og nú — allar götu siöan 1917. Póli- tisk áhrif þeirra hafa ekki veriö minni en nú í sextfu ár. Þau dæmi sem ýmsir hópar marxista hafa látiö velkjast fyrir sér eru tengd nýrri tíðindum úr þriöja heim- inum. Þar hafa oröið borgara- styrjaldir og sviptingar, sem ekki geta, segja menn, leitt til sæmilegs lýöræöis — einkum þegar viö bætist örbirgö og alls- leysi fyrri tima. Menn hafa velt fyrir sér nauösyn á aö gera vopnaöa uppreisn gegn t.d. þeim herforingjabófum sem ráöa Boliviu og aö kunna þau ráö sem duga til aö koma I veg fyrir valdarán eins og þaö sem framiö var á Allende í Chile. í þessum vangaveltum hafa menn, eins og eölilegt er, til- hneigingu til aö veita afslátt i nafni aöstæöna, gefa mönnum „sénsa” fyrir vasklega frammi- stööu gegn ofurefli (efnahags- striö gegn Kúbu, stórstriö gegn Vfetnam). Allt er þetta mjög skiljanlegt. En þaö hlýtur einmitt aö veröa framhald af þeim laer- dómum sem felast i sögu Sovét- rikjanna, aö menn átti sig á því meö gagnrýnu hugarfari, hvert slik þjóðfélög i raun og veru stefna. Fallast ekki á aö erfiöar aöstæöur séu látnar veröa af- sökun fyrir valdaeinokunarhnút sem hin nýju þjóöfélög fá ekki á höggviö meö neinu móti. Möguleikar á leiðréttingu Það skal heyra til kverlær- dómi hvers sósialista, aö lýö- ræöiskrafan, fjölveldisreglan, séeitt af þvi sem ekki veröur án komist. Þaö alræöi eins flokks eöa hluta hans, sem hefur oröiö endastöö svo margra byltinga, getur aö visu náö allmiklum ár- angri viö aö leysa ýmis frum- verkefni i vanþróuöu landi. Enginn vafi á þvi. En þetta kemur ekki i veg fyrir þaö aö innan tiðar getur slikt kerfi ekki ráöiö viö sin eigin vandamál, þaö vantar leiöir, föng til aö „leiörétta sjálft sig”. Ef aö and- staöa og gagnrýni sem leyfir sér útfyrir þröng mörk, ergeröaö glæp, þá visnar slikt þjóöfélag og hugmyndafræöi þess veröur dauö og geld. Og þegar svo er komiö veröa eftirbyltingaþjóð- félögin alls ekki neinum hvatn- ing til eftirbreytni — þvert á móti, þau fæla alþýðu manna I borgaralegum heimi frá allri meiriháttar tilraunastarfsemi I þjóöfélagsmálum. Þau veröa réttlæting ríkjandi ástandi og um leiö hindrun I vegi vinstri- sinna af ýmsum geröum sem heföu hug á aö smiöa sér sam- eiginlega stefnu, búa til kosti sem enginn þarf aö blygöast sfn fyrir. Arni Bergmann. Árni Bergmann # sunnudags pristill

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.