Þjóðviljinn - 04.10.1980, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 04.10.1980, Blaðsíða 9
Helgin 4. — 5. október 1980. ÞJóÐVILJINN — SIDA 9 STJÓRNMÁL Á SUNNUDEGI j Lúðvík Jósepsson skrifar: H ávaxtastefnan er gj aldþrota Það hefir margt farið öðru visi en til var ætlast, i svonefndum „efnahagsráðstöfunum” okkar fslendinga. Aðgerðir i efnahags- málum hefir ekki skort. Þær hafa komið ein af annarri, minnst ein á ári, en stundum fleiri. Ekki hefir heldur skort á, að þær væru „fræðilega” útskýrðar, enda venjulega búnar til af hálærðum „efnahagssérfræðingum ”. Allir þekkja gengislækkanir og gengissig og margir munu minn- ast þess, að bannað hafi verið með lögum að kaup hækkaði i samræmi við verðlagsvisitölu. Og vist þekkja menn „efna- hagsráðstafanir” um að skylda banka og sparisjóði til að binda fastan hluta af sparifé sinu i Seðlabankanum, og um ýmiss konar ákvæði, sem tryggja áttu „stjórn peningamála”. Jú, flestir kannast við þessar efnahagsaðgerðir og allir vita, hve dauðans litlu þær hafa áorkað i baráttunni við verðbólguna. Og enn standa islenskir stjórn- málamenn, hver i sinu horni, og 30. Afli nýju skipanna varð meiri, og það sem þó skipti ennþá meira máli var að nýju skipin lögðu grundvöll að byltingu í fiskiðnaði okkar og færðu vinnsludaga frystihúsa úr 100—150 dögum á ári i 300—330 daga. Þessar framfarir hafa skilað meiru i þjóðarbúið, til almennra skipta, en nokkrar aðrar fram- farir á siðustu áratugum. Enginn sem titlaði sig „efnahagssérfræð- ing” kom nærri þessari fram- farabyltingu. En snúum okkur þá að hávaxtastefnunni. Hávaxtastefnan Þegar hávaxtastefnan var ákveðin hér á landi héldu stuðn- ingsmenn þeirrar stefnu þvi fram, að þrennt myndi ávinnast. 1 fyrsta lagiátti að bjarga hag sparifjáreigenda, sem vissulega höfðu tapað i sivaxandi verðbólgu og við endurteknar gengislækk- anir. 1 öðru lagiáttu hækkaðir vextir af þvi á nú að þrengja að atvinnu- rekstrinum. Og illa hefir farið um þær ráða- gerðir, að hækkun vaxta ætti að leiða til minnkandi verðbólgu. Verðbólgan hefir farið vaxandi, eins og allir vita. Hávaxtastefnan hefir verið framkvæmd hér i rúmlega 4 ár. Segja má, að raunveruleg hávaxtastefna hafi fyrst verið tekin upp hér á landi 1. mai 1976, með svonefndum vaxtaauka- reikningum og vaxtaauka-lánum. Þá voru útlánsvextir á vaxta- aukalánum 22.5%. Nú eru vextir slikra lána 45%. Útlánsvextir eru i reynd tals- vert hærri en 45% i mörgum til- fellum. Þá er um að ræða verð- tryggð lán eða gengistryggð lán, eða vextir ofan á vexti á sama ári. Nýlega upplýsti bankastjóri, að refsivextir Seðlabankans væru 74.5% og siðan hafa þeir hækkað yfir 90%. fram, sem nokkuð þekktu til is- lenskra atvinnumála og okkar sérstaka verðmyndunarkerfis. Afleiðingar 50% útlánsvaxta Afleiðingar þeirrar hávaxta- stefnu, sem hér er ráðandi, eru að verða háskalegar. Hér skulu nefnd nokkur dæmi: Ung hjón eru að ljúka við að koma sér upp venjulegu einbýlis- húsi. Kostnaðarverð þess verður um 40 miljónir króna. Lán verða um 30 miljónir á meðalvöxtum, 40%. Vaxtaútgjöldin verða 1.0 miljón á mánuði. Mánaðartekjur þeirra eru um 6—700 þús. kr. Hvernig á þetta dæmi að ganga upp? Annaö dæmi skal hér nefnt. Iðnaðarfyrirtæki framleiðir vörur til sölu á innanlands- markaði og verður að keppa við sams konar innflutta vöru. Fyrirtækið hér þarf að greiða Hvernig á að tryggja hag sparifjáreigenda ? Um það þarf ekki að deila lengur, að hávaxtastefnan tryggir ekki hag sparif járeig- enda. Vandi sparifjáreigenda stafar af mikilli veröbólgu og sifelldum gengislækkunum. Ráð til að tryggja hag spari- fjáreigenda er ekki að gripa til ráða sem magna verðbólgu og sem kalla á gengislækkanir. Það eina, sem getur tryggt hagsmuni þeirra, sem verðmæti eiga i is- lenskum krónum, er að stuðla að stöðugu gengi krónunnar og sem minnstri verðbólgu. Vissulega er það hægara sagt en gert að draga svo um muni úr æðandi verðbólgu og úr gengisfalli, sem nemur 30% á ári. Ekkert ráð mun reynast stórtækara i þeim efnum en að auka þjóðarframleiðsluna og að færa niður tilkostnað við þá fram- C 1.10!). 431 Hér á landi veröur þvl vaxtahækkunin einfaldlega til að hækka allt verðlag. deilá um leiðir i efnahagsmálum. Og aldrei hafa „efnahagssérfræð- ingar” okkar verið jafn alvar- legir i andlitinu og nú. í 40 ár hefir baráttan við verðbólguna staðið. Það var ekki ætlun min að gera i þessari helgargrein almenna út- tekt á efnahagsaðgerðum siðustu ára, né heldur að rökstyðja þær tillögur sem ég hefi fram að færa til úrbóta i okkar efnahagsmál- um, slikt verður að biða annars tima. 1 þessari grein hafði ég hugsað mér að vikja nokkuð að hávaxta- stefnunni, sem hér er nú alls ráð- andi og tekin var upp til þess að ráða niðurlögum verðbólgunnar. En áður en ég vik að hávaxtl- stefnunni vil ég þó cinu sinni enn undirstrika þá skoðun mina, að það scm fyrst og fremst þarf að vcra meginefni nýrra cfnahags- aðgerða, er að stefna að meiri þjóðarframleiðslu þannig að meira verði til skiptanna. Þvi marki er hægt að ná með fram- leiðsluaukningu, en cinnig og ekki siður meö aukinni hagkvæmni i rekstri, sparnaði i útgjöldum, þannig að nettó-verðmætin vaxi og meira geti komið i hlut hvers og cins. Möguleika til þessa höfum við íslendingar mikla, ef rétt er að málum staðið. í þessum efnum vil ég minna á, aö fyrir nokkrum árum gerðum við Islendingar byltingu á sviði fiskveiðimála. Við komum upp myndarlegum flota smærri skut- togara (4—500 rúml.) i stað gömlu siöu-togaranna (8—1000 rúml.). Nýju skipin voru með 15 sjómenn um borð, en þau gömlu höfðu yfir að leiða til aukins sparnaðar og meiri sparif jármyndunar i bankakerfinu og um leið til þess, að bankarnir gætu betur sinnt iánabeiðnum atvinnurekstrarins. i þriðju lagiátti verðbólgan að minnka um leið og enginn hefði hag af verðbólgufjárfestingu. Þvi var beinlinis haldið fram, af ýms- um efnahagssérfræðingum, að hækkun vaxta til samræmis við dýrtið myndi á skömmum tima kveða verðbólguna niður. Allt hefir þetta farið á annan veg en til var ætlast. Ilagur sparifjáreigenda hefir versnað, en ekki batnaðvið það, að vextir á almennum spari- sjóðsreikningum hafa hækkað úr 13% i mai 1976 i 35% nú i septem- ber 1980. Um árangur hávaxtastefn- unnar fyrir sparifjáreigendur segir Þjóðhagsstofnun i skýrslu sinni i nóvember ’79: „Aætlunin fyrir liðandi ár sýnir, að raunvextir verða lægri i ár en undanfarin þrjú ár, þrátt fyrir að nafnvextir hafi verið hækkaðir tvisvar i samræmi við ákvæði efnahagsmálalaganna frá þvi í april”. A sama hátt hefur farið um þær fullyröingar, að sparifé myndi aukast við hækkun vaxta. Samkvæmt nýjum skýrslum Seðlabankans kemur I ljós, að á 8 mánuöum þessa árs (1. jan. 1980 til 31. ágúst 1980) hafa heildarinn- lán aukist um 19.8%, en á sam- svarandi tima áriö áður um 25.1%. Fjármagn bankanna hefir þvi farið hlutfallslega minnkandi og I ýmsum löndum hafa vextir oft verið hækkaðir við sérstakar að- stæður i efnahagslifinu. Dæmi um slikt er hækkun vaxta i Banda- rikjunum snemma á þessu ári uup i 20%. Þar i landi voru allir sammála um, að slikir vextir hlytu að leiða til samdráttar i fjárfestingu og að mestu til stöðv- unar Ibúðabygginga, og að iðnaðurinn gæti ekki búið við þannig vexti nema stuttan tima. Vaxtahækkunin i Bandarikjun- um var greinileg sjokk-aðgerð. Frá henni var horfið fljótlega vegna vaxandi atvinnuleysis og stórfellds samdráttar i fram- leiðslu. 1 Bandarikjunum og i mörgum löndum Vestur-Evrópu er rikjandi gjörólikt verðmynd- unarkerfi þvi sem við búum við. Hvað er það sem hér gerist, þegar vextir eru hækkaðir? Hér er vaxtahækkunin sam- stundis sett inn i verð landbún- aðarvara. Fulltrúar útgerðar og fiskiðnaðar krefjast strax gengis- fellingar sem vaxtahækkuninni nemur. Verslunin hækkar sínar vörur strax og öll þjónustugjöld hækka, sem vaxtagjöldunum nemur. Jafnvel rikissjóður veltir af sér vaxtahækkuninni með hækkun söluskatts, eins og dæmin eru um. Hér á landi verður þvl vaxta- hækkunin einfaldlega til að hækka allt verðlag, — til að magna verðbólguna. Þetta hefir reynslan sýnt okkur svo skýrt og greinilega, að ekki einu sinni „efnahagssérfræö- ingar” ættu að efast um það lengur. Þetta vissu þeir fyrir- 40—45% vexti af framleiðslu sinni, en erlenda fyrirtækiö greiðir 7—10% vexti. Hvernig halda menn að þessi samkeppni fari? Nú eru orðin þess mörg dæmi, að vaxtaútgjöld fyrirtækja séu eins há og allar vinnulauna- greiðslur. Þess eru mörg dæmi, að fyrir- tæki sjái sér hag i þvi að selja vöru sina litið unna úr landi og fá hana greidda strax, frekar en að halda áfram meiri vinnslu og njóta hærra verðs. Hinir gifur- lega háu vextir taka upp allan mismuninn, sem fæst fyrir aukna vinnslu. Fyrirtæki, sem lent hafa i tap- rekstri af einhverjum ástæðum nokkurn tima, ciga sér engrar viðreisnar von við 50% vaxtakjör. Þegar forsvarsmenn hávaxta- kerfisins sáu, að ýmsir aðilar i þjóðfélaginu myndu með engu móti geta staðið við skuld- bindingar sinar, eins og t.d. ibúðabyggjendur, þá var fundin upp sú endemis vitleysa að telja aðeinshluta af vöxtunum vaxta-út- gjöld, en megir hlutinn átti að færast yfir á stofnlánið, sem þannig átti að hækka í sifellu. Auðvitað gengur þessi vitleysa ekki upp, nema að útlánin hækki i sifellu i hlutfalli viö dýrtið. Nú æpa bankarnir út af þessum reglum og ráða auðvitað ekkert við sin útlán. Bankar og aðrar lánastofnanir geta ekki tii lengdar greitt 30—35% innláns- vexti, en lánað siðan féð út með 6—7% vöxtum, sem eiga að greið- ast, þó aö mismunurinn eigi að bætast við langtima höfuðstól. leiðslu með aukinni hagkvæmni og viðtækum sparnaði. Leiðin út úr verðbólguvandan- um er ekki samdráttur i fram- leiðslu, er ekki almenn kaup- lækkun né stórárök á vinnu- markaði. Allar ráöstafanir i þá átt eru dæmaar til að mistakast. Við islendingar stöndum frammi fyrir stórlega stækkandi fiskstofnum við landið, stofnum scm hafa reynst mun stærri en ráð var fyrir gert. Við munum afla meira á kom- andi árum,og það sem þó skiptir ennþá meira máli er, aö við get- um framleitt dýrari og betri vöru með minni tilkostnaði. Við eigum lika dýrmætar orku- lindir, sem við þurfum að nýta fyrir okkur sjálfa, en leggja jafn- framt niður kaup á erlendri orku, eftir þvi sem mögulegt er. Og iðnaði okkar verðum við aö lyfta upp úr þeirri afkastalægð, sem hann er i. Þannig gætum við stóraukið okkar þjóðartekjur. A meðan þessum grundvallar- markmiðum ekki er náð, getum viö gert ýmiss konar hliðarráð- stafanir til að bæta nokkuð hag sparifjáreigenda, m.a. með þvi að skattleggja sannanlegan og raunverulegan verðbólgugróða, gróða sem komið hefir fram viö sölu, en ekki er aðeins útreikn- aður, og færa skatt-tekjurnar yfir til sparifjáreigenda. En frá hávaxtastefnunni þarf að hverfa og það sem allra fyrst. Vextir þurfa að iækka stig af stigi, samhliða vaxandi þjóðar- framleiðslu og minnkandi verö- bólgu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.