Þjóðviljinn - 04.10.1980, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 04.10.1980, Blaðsíða 13
Helgin 4. — 5. október 1980. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 Félagsstarf eldri borgara í Reykjavík Vetrarstarfið er hafið og fer fram á fjórum stöðum i borginni, þ.e.: NORÐURBRÍJN 1 Alla virka daga, simi 86960, frá 9:00 til 11:00 og eftir kl. 13:00. HALLVEIGARSTÖÐUM Mánudaga og miðvikudaga, simi 22013, e.h. sömu daga. FURUGERÐI 1 Þriðjudaga og fimmtudaga, simi 36040, e.h. sömu daga. LÖNGUHLÍÐ 3 Mánudaga, fimmtudaga og föstudaga, simi 25787 e.h. sömu daga. Mjög fjölbreytt dagskrá, auk þess hársnyrting, fótaaðgerðir og aðstoð við bað, fyrir þá sem þess óska. Væntanlegir þátttakendur vinsamlegast kynnið ykkur fjölritaða dagskrá og frétta- tilkynningu i blöðunum. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Vinsamlegast geymið auglýsinguna. Styrkir til náms i Sviþjóð Sænsk stjórnvöld bjóða fram nokkra styrki handa erlend- um námsmönnum til að stunda nám i Sviþjóð námsárið 1981—82. Styrkir þessir eru boðnir fram i mörgum löndum og eru einkum ætlaðir námsmönnum sem ekki eiga kost á fjárhagsaðstoð frá heimalandi sinu og ekki hyggjast setjast að i Sviþjóð aðnámi loknu. Styrkfjárhæðin er 2.315,- sænskar krónur á mánuði námsárið, þ.e. 9 mánuði. Til greina kemur að styrkur verði veittur ialltað þrjú ár. Umsóknir um styrki þessa skulu sendir til Svenska Institutet, box 7434, S-103 91 Stockholm, Sverige, fyrir 1. desember 1980,og lætursú stofnun i té tilskilin umsóknar- eyðublöð. Menntamálaráðuneytið, 1. október 1980. “3>*: afsláttarkort Mánudaginn 6. október hefst afhending 10% afsláttarkorta á skrifstofu KRON, Lauga- vegi 91, Domus. Kortin eru tvö og gilda i öllum deildum Dom- us, 5% afsláttur er þó af stærri heimil- istækjum. Annað kortið gildir til og með 5. nóvember, en hitt til og með 4. desember. Nýir félagsmenn fá afhent afsláttarkort. KAUPFELAG REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS Grafíksýning í Neskaupstað Grafik sýning verður opnuð ná á sunnudagkl. 15 i Egilsbúð i Nes- kaupstað og verður opin framyfir næstu helgi, 12. okt. Þetta er samsýning 17 lista- manna I félaginu Islensk grafik, og eru á henni um 60 verk, öll gerð á ti'mabilinu 1978—80. Sýningin verður opin kl. 15—22 um helgarnar og á mánudag, miðvikudag og föstudag kl. 20—22. Nýstárlegt skákmót: Veikari kepp- andinn fær forgjöf á tíma Skákfélagiö Mjölnir og tafl- félagið hans Nóa standa fýrir nýstárlegri skákkeppni á mánudagskvöld, 6. okt., og hefst keppnin kl. 20.Reynt verður nýtt keppnisfyrirkomulag, þar sem hver skák stendur I hálftima,en umhugsunartimi hvers keppenda er ekki hinn sami. Umhugsunartiminn er reiknaöur eftir stigafjölda keppenda; tefli t.d.keppandi sem hefur 2200 stig við annan sem hefur 2000 Stig þá hefur sá stiga- lægri u.þ.b. 20 min. til um- hugsunar, en sá stigahærri 10 min, þannig að veikari andstæð- ingurinn fær forgjöf á tima. Þetta veröur 6 umferða mót og lýkur á einu kvöldi. Aætlað þátttökugjald er 1500 kr. og verður þvi öllu variö til verö- launa, þannig að ef fjölmenni verður, má búast við allháum verðlaunum. Mótið verður haldið i Félags- stofnun stúdenta við Hringbraut. Verkamenn Viljum ráða nokkra starfsmenn i ýmsa byggingavinnu á Reykjavikursvæðinu. Upplýsingar i síma 28475 mánudag og þriðjudag kl. 8—18. ÍSTAK íslenskt verktak h.f. Heilbrigðiseftírlit rikisins óskar að ráða skrifstofumann til starfa frá og með 1. nóvember 1980. Viðkomandi þarf að hafa góða islensku- kunnáttu og geta vélritað á ensku og einu norðurlandamáli. Laun skv. kjarasamn- ingi opinberra starfsmanna. Umsóknar- frestur er til 15. október 1980. Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf sendist Heilbrigðiseftir- liti rikisins, Siðumúla 13, 105 Reykjavik. I árniðnaðarmenn Okkur vantar járniðnaðarmenn til starfa strax. Upplýsingar i sima 81935 eða 84340. ÍSTAK íslenskt verktak h.f. íþróttamiðstöðinni. Æfingarskák- mót í Kópa- vogi fyrir Ólympíufara 1 gærkvöldi hófst I Vighóla- skóla, Kópavogi, æfingarskákmót fyrir ólympiusveitir tslands, karia og kvenna, sem fara til keppni á Möltu i lok næsta mánaðar. Mót þetta er vel skipað, þvi i karlaflokki tefla þeir Friðrík Óiafsson, Guðmundur Sigurjóns- son, Helgi ólafsson, Jón L. Arna- son, Margeir Pétursson, Jóhann Hjartarson, Ingi R. Jóhannsson og Haukur Angantýsson. I kvennaflokki tefla þær Guð- laug Þorsteinsdóttir, Birna Nor - dal, Aslaug Kristinsdóttir, Sigur- laug Friðþjófsdóttir, Svana Sam- úelsdóttir og Ólöf Þráinsdóttir. I sérstökum heiðurs- eða öldungaflokki tefla Asmundur Ás- geirsson, Baldur Möller, Sturla Pétursson og Þráinn Sigurðsson. Timamörk eru 1.5 klst. á fyrstu 30leikina, og siöan hálf klst. til að ljúka skákinni. Mótstjóri er Jóhann Þórir Jónsson. t dag verða tvær umferðir tefldar, á morgun einnig tvær, og siðasta umferðin verður á mánudagskvöld. Úrslit i fyrstu umferð urðu sem hér segir: Garðyrkjumaður Neskaupstaður óskar eftir að ráða skrúð- garðyrkjumann sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir bæjarstjóri. Simi 97-7188. Bæjarstjórinn i Neskaupstað. Stúdentakjallarinn 1 Klúbbur eff ess DJASS SUNNUDAGS- KVÖLD kl. 9-11.30 Kvartett Reynis Sigurðssonar leikur Stúdentakjallarinn Klúbbur eff ess v/Hringbraut. Stórmeistararnir unnu báöir sinar skákir, Friðrik vann Margeir og Guðmundur vann Inga R, en Helgi og Jóhann gerðu jafntefíi. Jón L. sat yfir, þar sem Haukur Angantýsson veröur ekki með i þessu móti. 1 kvennaflokki vann Svana Birnu, en jafntefli gerðu þær Aslaug og Sigurlaug og Ólöf og Guðlaug. 1 heiöursflokki vann Baldur Sturlu og Þráinn vann Ásmund. Dóróthea Magnúsdóttir Laugavegi 24 II. hæð. Torfi Geirmundsson Sími 17144.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.