Þjóðviljinn - 04.10.1980, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 04.10.1980, Blaðsíða 22
22 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 4. — 5. október 1980 Samtök Her- stöðvaand- stæðinga I DAGMLA. ðsáttur vlð Guömundur Túlinius heitir maOur og er verkfræöingur að mennt. Hann er nú á förum til Nigeriu til starfa og af þvf tilefni ræddi Helgarblaöiö viö hann. t viðtaiinu ræöst Guömundur m.a. mjög harkalega á lifsstn Islendinga ■ Það er haust og þá fara bændur til fjalla aö smala kindum sinum. Helgarblaösmenn fóru i leitir noröur á Ströndum ný- lega og segir frá þvi i blaðinu: frá leitunum, þokunni, kindun- um, hundunum, mönnunum, veðrinu og siöast en alls ekki sist: leitinni að Ingólfí...! ■rX’X'X'XyX iiiiíVii,;: Margrét Helga Jóhannsdóttir, leikari, hefur vakið mikla athygli að undanförnu og þykir standa sig með afbrigðum vel 1 hverju leikritinu af öðru. t Helgarviðtal- inu kemur Margrét Helga vlða við og leik- ur á als oddi. Hún segir m.a. að flest hlut- verk sin hafi hún fengið af þvi að hún sé „feitari en hinar”. • ■ . ííííSí: „Morðinginn hefur verið heljarmenni að burðum. Hann hefur komiö aftan aö henni, brugöiö rafmagnsleiöslu um hálsinn og kyrkt hana. Allt bendir til þess að hann hafi hiotiö þjálfun i að vega menn á skjótan og hávaöa- lausan hátt”. Sérstæö sakamál fjalla um moröið á Doriu Schroeder, sem var 57 ára gömul en þótti eigi að siður i lausiátara iagi. t Helgarpoppi er sagt frá nýlegum hljómleikum hinnar vinsælu hljómsveitar Police i Frakklandi: Fréttaljósi er varpaö á Pálma landbúnaðarráöherra og kjúklinga og svin, Sigmar B. Hauksson veröur með leiðbeiningar til sælkera, Gisli Jónsson skrifar pistil að norðan og annaö efni veröur á sinum stað. Landsráðstefna Landsráðsstefna SHA verður haldin á Akureyri helgina 18.—19. okt.. Undirbúningur er þegar hafinn og verður hann að mestu i höndum Akureyrar- deildar SHA. Ekki er endanlega búið að ganga frá dagskrá ráð- stefnunnar, en ljóst er að fjöl- mörg brýn málefni verða tekin til umræðu. M.a. verður lagt mat á starf Samtakanna á undangengnu starfsári, og starfsáætlun fyrir næsta ár ákveðin. Þá mun umræða um baráttuleiðir i herstöðvamálinu án efa setja svip á ráðstefnuna.. Eins og herstöðvaandstæðing- um er kunnugt um hefur nokkuð viðtæk umræða um baráttuleið- ir farið fram innan SHA að undanförnu. Þar hefur ýmsar hugmyndir borið á góma.t.d. friðlýsing N-Atlantshafsins, ein- angrun herstöðvarinnar auk stefnu Samtakanna um að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um her og Nato. Nauðsynlegt er að vinna frekar að þessum mál- um þvi árangur baráttunnar er verður á Akureyri 18.-19. október að sjálfsögðu undir þvi kominn hvort starf Samtakanna tekur mið af vel útfærðri stjórnlist. Miðnefnd SHA mun á næst- unni senda frá sér gögn fyrir ráðstefnuna til hverfahópa i Reykjavik og deilda úti á landi. Gert er ráð fyrir þvi að undir- búningsfundir verði haldnir svo ráðstefnan megi verða sem árangursrikust. Framkvæmdastjóri SHA vinnur nú að þvi að skipuleggja hópferð herstöðvaandstæðinga frá Reykjavik á ráðstefnuna. Reynt verður að sjá til þess að ferðakostnaður verði i algjöru lágmarki, og hugsanlegt er, að Samtökin taki þátt i að greiða hann að einhverju leyti. Þá munu Akureyringar sjá fólki fyrir gistingu, svo uppihalds- kostnaður ætti ekki að vaxa mönnum I augum. Ekki þarf að tiunda mikilvægi þess að sem flestir sjái sér fært að mæta. Þetta verður i fyrsata sinn sem Landsráðsstefna SHA er haldin utan Stór-Reykjavik- ursvæðisins og þvi skiptir miklu að vel takist til. Andófið gegn her og Nato er ekki einkamál þeirra sem búa á suð-vestur- horni landsins. SHA eru lands- , samtök og krafan um úrsögn úr Nato og brottför hersins hefur ekki siður hljómgrunn á lands- byggðinni en á Reykjavikur- svæðinu. Þvi fer vel á þvi að halda Landsráðsstefnu SHA á Akureyri að þessu sinni. (Bragi) Island um miðbik á OL Frá ÓL í Hollandi: Er þetta er skrifað, er lokið 12 umferðum á ÓL i sveitakeppni, sem nú stendur yfir i Hollandi. Úrslit einstakra leikja okkar manna hafa verið: 1. við Guadelope: 16—4 2. viðlsrael: 2—20 3. við Sviþjóð: 10—10 4. viðBretland: 19—1 5. viðBrasiliu: 9—11 6. viðJapan: 15— 5 7. við Danmörk: 3—17 8. við Belglu: 1—19 9. við Hong Kong: 18— 2 10. við Venezuela: 11—9 11. við Portúgal: 8—12 12. viðFormósu: 9—11 Alls hafa þvi okkar menn hlotið 116 1/2 stig út úr þessum 12 umferðum, sem verður að teljast nokkuð góð útkoma, þvi landinn hefur þegar spilað við sterkar þjóðir (sem eru ofar- lega) t.d. Belgiu, Brasiliu, Bretland, Danmörk, Formósu, Portúgal. 1 gær spiluðu okkar menn við S-Afriku, Kanada og Egypta- land (allt sterkar þjóðir i bridge). Athygli vekur óstuð Itala og USA-manna, en þeir fyrrnefndu eru i miðjum hópi keppenda. Eftir 12 umferðir var staða efstu þjóða þessi: a) Belgia 180, Tyrkland 178, Holland 176, Förmósa 173, Kanada 171, Brasiiia 161, Argentina 163. b) Noregur 222 (af 240 möguleg- um), Frakkland 192, Indónesia 191, V-Þýskaland, 186, Pakist- an 180, N-Sjáland 168 (kv.flokk- ur) trland 173, Italia 170, Bret- land 166, USA 159 og Holland 155. Nánar á miðvikudag. Minningarmót um Ein- ar Þorfinnsson: Laugardaginn 18. október nk. fer fram á Selfossi minn- ingarmót um Einar Þoríinns- son. Mótið verður með Barómet- ers-tvimenningssniði og er gert ráð fyrir 30 pörum. Spiluð verða 2 spil milli para, ails 58 spil. Mótið hefst kl. 13.00 og verður spilað allt á laugar- deginum. Góð peningaverðlaun veröa i boði, en mót þetta er öllum opið. Umsjón með mótinu hafa: Olafur Lárusson, Hermann Lárusson (keppnisstjóri) og Vigfús Pálsson. Spilarar af suðvesturhorninu, og raunar viðar, eru hvattir til aö vera með i móti þessu og Umsjón: Ólafur Lárusson láta skrá sig hið allra fyrsta til Vilhjáims Þ. Pálssonar, en frestur til skráningar rennur út miðvikudaginn 15. okt. kl. 21.00. Að likindum verður spil- að um silfurstig. Þátttöku- gjaldi verður stillt i hófi. Spil verða tölvugefin. Spilað er i Selfossbiói. Frá B.R.: Sl. miðvikudaghófst 4kvölda haust-tvlmenningskeppni hjá félaginu. 42 pör taka þátt i keppninni. Eftir 1. kvöldið er staða efstu para þessi: Guðm. Péturss. — Karl Sigurhj.s. stig 191 Jón P. Sigurjónss. — Sigfús 0. Árnas. 189 Ingvar Bjarnas. — MarinóEinarss. 188 Hrólfur Hjaltas. — Sigurður Sverriss. 185 Egill Guðjohnsen — Þórir Sigurðss. 185 Jón Baldurss. — ValurSigurðss. 183 Björn Eysteinss. — ÞorgeirP. Eyjólfss. 180 Oddur Hjaltas. — Guðbrandur Sigurb.ss 178 meðalskor er 156 stig. Keppnisstjóri er Agnar Jörgensson. Keppni verður fram haldið nk. miðvikudag. Frá Ásunum: Heldur dapurleg mæting hef- ur verið i eins kvölds tvimenn- ingskeppnir félagsins, það sem af er. En (þetta sigilda..) á mánudaginn kemur verður spilað að venju,og eru spilarar hvattir til að mæta og taka þátt I sterkri keppni. Óviða er styrkleiki para eins mikill og hjá Asunum, þegar hinir raun- verulegu Asar (gömlu félagarnir) mæta og taka i slag. Keppni hefst að venju kl. 19.30,og spilað er I Fél. heim. Kópavogs. Allir velkomnir. Frá Bridgefél. Breið- holts: Eftir 1. kvöld i 3ja kvölda tvi- menningskeppni.er staða efstu para þessi: stig Georg Sverriss. — HreinnHreinss. 196 Haukur Isakss. — KarlAdólfss. 185 Bragi Bjarnas. — Magnús Théódórss. 182 Jón Amundas. — Sigurður Amundas. 175 meðalskor 156. 14 pör taka þátt i keppninni, og keppnisstjóri er Hermann Lárusson. Frá Bridgefélagi Kópavogs: Fimmtudaginn 25/9 var spil- aður eins kvölds tvimenningur með þátttöku 14 para. Besta árangri náðu: stig Gróa Jónatansd. — Kristm. Halldórss. 196 Jón Andréss — Garðar Þórðars. 184 Haukur Margeirss. — Sverrir Þóriss. 180 Kjartan Kristdferss. — Baldur Bjartmarss. 171 Óli M. Andreass. — Guðm. Gunnlaugss. 169 Sl. fimmtudag var spilaður eins kvölds tvimenningur. Frá Bridgefél. Hafnarfjarðar: Aðaltvimenningskeppni BH hófst sl. mánudag, með þátt- töku alls 28 para. Spilað er i tveimur 14 para riðlum. úrslit 1. kvölds urðu: a) stig Albert Þorsteinss. — Sigurður Emilss. 206 Guðbr. Sigurb.ss — JónHilmarss. 197 Ólafur Gislas. — Sigurður Aðalsteinss. 178 Aðalsteinn Jörgens. — Stefán Pálss. 173 b> stig Bjarnar Ingimarss. — Þórarinn Sófuss. 176 Bjarni Jóhannss. — Magnús Jóhannss. 174 Dröfn Guðmundsd. — EinarSigurðss. 171 Arni M. Björnss. — HeimirTryggvas. 168 Keppni verður fram haldið nk. mánudag. Spilað er i Framhald á bls. 27

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.