Þjóðviljinn - 31.12.1980, Síða 2

Þjóðviljinn - 31.12.1980, Síða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 31. desember 1980 Kærleiksheimilid ið kæmi og svo hljótum við að hafa sofnað. Vertu sæl... Ertu að kveðja, elskan mín, alltaf mun ég sakna þin. enda þótt að önnur króna ætli möriöndum að þjóna... Mjög erum tregt, sagði Egill, og eins er það með okkur sem höfum fylgst með gömlu góðu krónunni frá blautu barns- beini. Það er hún sem er að kveðja okkur i dag. Allskonar svarthausar og aðrirleiðindamennhafa löngum sungið þér nið, hjartfólgna krónan min. Þetta er ekki mynt, þetta helviö, sögðu þeir, fullir af óþjóðlegri fdlmennsku. Otlend- ingar fussa við henni, sögðu þeir, rétt eins og útlendingar komi okkur eitthvað við. Þeir lofsungu dollarana og mörk og jafnvel pundið breska (þegar kratarnir voru ekki við völd i London), en islensku krónuna hundskömmuðu þeir og synjuðu henni um alla ræktarsemi, hræktu jafnvel á hana á opin- berum vettvangi. Ég tók aldrei undir þessar svlvirðingar, elsku gamla krón- an min. Við höfum þolað súrt og sætt saman og þróast eftir öf- ugum hliðstæðum eins og félagsfræðingarnir segja: með- an þú hefur verið að léttast hefi ég veriðaö þyngjast. Þannig séð höfum við orðið einskonar tákn og imynd þess jafnvægis sem verður að vera i heiminum. andi og söngst mér i eyra að lifið væri fagurt og skammvinnt og um að gera að krydda það með þvi hóflega drukknu vini sem bætir manni i maga eins og Páll postuli segiroggleður mannsins hjarta eins og góö kona. ÞU varst áreiöanleg vinkona og kenndir mér að halda reisn minni á flóknum átökum um gildismat i samfélaginu, halda friði i sálinni og safna þvi ekki sem mölur nagar og ryð grand- ar. Vertu sæl, íslands niöjar munu minnast þin, meðan sól á kaldan jökul skln... Skaði. A ég nú að byrja á nýju ári? Ég jsem hélt að enn væri hægt að byrja á nýju hári! viðtalið Rætt við Gunnar Skarphéðinsson, fararstjóra Tólf tíma sprengju- leit á Kúbu 1 fyrrakvöld kom til landsins hópur tslendinga sem eyddu jól- unum á Kúbu. Þetta var fs- landsdeildin úr Brigada Nordica 1980 — samnorræna vinnuhópnum sem lagði af stað tii Kúbu 28. nóvember s.l. og dvaldi í mánuð við byggingar- og Iandbúnaðarstörf i landi byitingarinnar. Hópurinn var væntanlegur heim 28. desem- ber, en tafðist vegna atviks á flugvellinum i Havana, sem við fengum fararstjóra hópsins, Gunnar Skarphéðinsson, til að segja okkur frá. — Þetta bar þannig að, — sagði Gunnar, — að þegar allir voru nýsestir i sæti sin i flugvél- inni sáum við alltieinu að það varð mikið uppistand viö klósettið aftast i vélinni. Síðan kemur einn af áhöfninni og Gunnar Skarphéðinsson dröslar á undansér manni, sem hann fer með niður landganginn fremst. Úti á vellinum urðu siðan einhverjar sviptingar, sem ég sá ógjörla. Það varð uppi fótur og fit i vélinni, flugfreyjumar hlupu fram og til baka, en sögðu okkur að vera róleg, þar til viðfengjum skipunum að yfirgefa vélina og taka með okkur handfar- angurinn. Við gerðum það og varð enginn verulegur troðn- ingur. Fólki brá aö visu tals- vert, en við sáum fljótt hvers kyns var; að þetta hlyti að hafa verið maður sem hefði komist ólöglega upp I vélina. Við feng- um ekki skýringar á fyrirætlun- um hans, kannski hefur þetta verið flugvélaræningi. Kúban- amir virtust ekki taka neina áhættu, þvi leitað var i vélinni og allur farangur tekinn úr henni og „tékkaður inn” aftur. Leit þessi tók 11—12 tima, og vomm við allan þann tima I flugstöðinni. Okkur leið ágætlega, Danirnir i hópnum héldu uppi gleðskap ogviðfengum tvisvar að boröa. Kúbanskir félagar okkar höfðu kvatt okkur og voru farnir, en komu aftur og biðu með okkur. — Hvernig gekk feröin aö ööru leyti? — Mjög vel. Við unnum I þrjár vikur og vomm þá i vinnubúð- um i nágrenni Havana, en fór- um siðan til Santiago de Cuba og skoðuðum þá borg og umhverfi hennar, komumst m.a. upp i Sierra Maestra fjöllin. Kúban- irnir geröu mikið fyrir okkur, við fengum að sjá margt og urð- um hrifnust af skólakerfinu og heilbrigðismálunum, sem þeir geta vissulega verið hreyknir af. Kúbumenn eru liflegir og há- værir og þeim er dansinn i blóð borinn — við sáum mikið dansað og heyrðum f góðum tónlistar- mönnum. Eftir þessa ferð er maður margs visari um Kúbu, þótt lengri dvöl sé auðvitað nauðsynleg til að kynnastlandi og þjóð ofan 1 kjölinn. Þessar ferðir eru farnar árlega, en næst verður farið 12. júni n.k. — ih Bakkelsi til sölu Strákarnir i Istanbul selja allt milli himins og jarðar. Þarna eru ungir sölumenn á hafnar- bakkanum með fulla bakka af kringlum á höfðinu að biða eftir væntanlegum kaupendum. Þegar fátækt, ólæsi, óþrifnaður og atvinnuleysi helst i hendur, verða ungir jafnt sem aldnir að berjast fyrir brauði sinu allan liðlangan daginn. Bernskan og æskan fara fyrir ofan garð og neðan, það eina sem gildir er að halda velli frá degi til dags — með öllum tiltækum ráðum. — eös. (Mynd: ARJ). Þekkirdu þau? Sjá nýrri mynd á siðu 27. Og veistu hvaö? Ég komst fljótt að þvi, að þú ert eiginlega mjög misþung.Stundum varstu þung i vösum og vildir þaðan ekki fara, en i öörum tilfellum varstu léttúðug og rásgjörn eins og vinsæl skvisa. Þegar ég átti að kaupa mér sokka og skyrtur og jakka, þá varðstu þung og hreyfðir þig ekki úr vasa og hvislaðir að mér með siðferði- legri alvöru og sannfæringar- þunga, að það ætti ekki að eyða þér i svona óþarfa, ég ætti nóg af fataplöggum! Svo kom ég framhjá blessaöri áfengiséinka- sölunni og þá haföir þú skipt um tón og varðst æsandi og freist- |

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.