Þjóðviljinn - 31.12.1980, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 31.12.1980, Blaðsíða 3
Miövikudagur 31. desember 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Patrick Gervasoni situr nú i Vesterfangelsinu i Kaupmanna- höfn og biður þess sem verða vill. Þegar flugvélin sem flutti hann utan var lent, tók við hon- um hópur danskra lögreglu- þjóna og flutti hann til yfir- heyrslu h já útlendingae ftirlitinu. Þjóðviljinn náði i gær taii af lögmanni Gervasoni i Dan- mörku, Ebbe Holm. Hann var þá nýkominn frá yfirheyrslun- um og hafði eftirfarandi að segja: „Við komuna til Kastrup flugvallar var Patrick Gerva- soni afhentur dönskum yfirvöld- um og fluttur til yfirheyrslu hjá útlendingaeftirlitinu, þar sem hann hafði ekki tilskilin skilriki. Eftir yfirheyrsluna yfir Gerva- soni, sem farið hafði fram á dvalarleyfi i Danmörku, ákváðu yfirvöld að setja hann i gæslu- varðhald i þrjá sólarhringa, en eftir þann tima verður hann Gervasoni var settur beint inn i bfl ásamt fulltrúum islenska útlendingaeftirlitsins. Eftir yfirheyrslur var hann dæmdur I gæsiuvaröhald, og biður þar þess sem verða vill. Ljósm: —gel. r Obliöar móttökur í Kaupmannahöfn: Gervasoni í Vesterfangelsinu leiddur fyrir dómara sem ákveður hvort varðhaldið verður framlengt í samræmi við lög þau sem gilda um útlend- inga, gr. 8. Gervasoni hefur nú verið fluttur í Vesterfangelsið (sem er eitt hið rammgerðasta i allri Danmörku og hýsir helstu stórglæpamenn Danaveldis. Meðan á gæsluvarðhaldinu stendur má hann fá heimsóknir án nokkurra skilyrða. Gervasoni hefur rökstutt um- sókn sina um hæli með þvi, að pólitiskar og mannúðlegar ástæður valdi þvi að hann geti Gervasoni við komuna til Kaupmannahafnar. Þar beiö hans hópur lög- regluþjóna sem fluttu hann beint til yfirheyrslu. Ljósm: gel. ekki snúið aftur til Frakklands, þvi eigi að lita á hann sem póli- tiskan flóttamann.” Lögmaðurinn Ebbe Holm bætti þvi við að hann hefði gengið á fund starfsmanna dómsmálaráðuneytisins danska til að kanna hvorteitthvert sam- komulag hefði verið gert milli islenskra og danskra yfirvalda. Ráðuneytismenn neituðu þvi alveg að nokkuð. slikt væri til staðar. Ebbe Holm sagði einnig að þær viðtökur, sem Gervasoni hefði fengið i Kaupmannahöfn væru ekkert óvenjulegar, hið eina óvenjulega væri að honum hefði ekki verið visað úr landi þegar i stað eins og lög gera ráð fyrir. Það sem næst gerist er það að lögregluyfirvöld og dómsmála- ráðuneytið danska munu fjalla um mál Gervasoni, en á föstu- dag verður svo sem áður segir tekin ákvörðun um frekari fang- elsisvist, m.a. með tillitit til þess hvort hætta sé á að hann flýji til annarra landa eins og lögmaðurinn komst að orði. — ká Sendum landsmönnum bestu óskir um komandi ár meö þökk fyrir þaö liöna Alla leið með EIMSKIP SIMI 27100 * A

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.