Þjóðviljinn - 31.12.1980, Side 5

Þjóðviljinn - 31.12.1980, Side 5
MiOvikudagur 31. desember 1980 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 5 Helgi Ólafsson tekur viöfarandbikarþeim er fylgir sæmdarheitinu tþróttamaður Kópavogs 1980. / Helgi Olafsson íþrótta- maður Kópavogs 1980 t gær var skákmaðurinn kunni, Helgi ólafsson, kjörinn tþrótta- maður Kópavogs 1980. Það er Rotary-klúbbur Kópavogs sem stendur að þessu kjöri árlega og fylgir sæmdarheitinu veglegur farandbikar. Helgi er lesendum Þjv. góð- kunnur fyrir skrif sin i blaðið um skák og aðrar iþróttir á undan- förnum misserum. Hann hefurnú um hrið einnig ritstýrt timaritinu Skák. Afrekaferill Helga Ólafssonar i skákinni nær aftur til ársins 1970 þegar hann varð Unglingaskák- meistari Islands. Siðan hefur hver sigurinn rekið annan og nú siðast keppti hann fyrir tslands hönd á 'Olympiuskákmótinu, sem fram fór á Möltu. Hann ku einnig vera liðtækur golfmaður. Þjóðviljinn óskar Helga Ólafs- syni til hamingju með vegsemd- ina. Lausráðnir dagskrárgerðarmenn: Vilja semja við Ríkis- útvarpið um gjaldskrá Félag lausráðinna dagskrár- gerðarmanna hefur óskað viðræðna við Rikisútvarpið um gjaldskrá fyrir dagskrárþætti. Félagið hefur ekki samningsrétt fyrir félagsmenn sina, en stefnir að þvi að ná honum i slnar hend- ur. Hingað tii hefur Rikisútvarpið einhliða ákveðið laun þeirra sem sjá um hina ýmsu þætti og hefur oft þótt gæta misræmis I þeim ákvörðunum. „Þeir eru farnir að ræða við okkur,” sagði Borgþór S. Kjærnested formaður Félags lausráðinna dagskrárgerðar- manna i gær. „I byrjun desember fengum við bréf frá Rikisútvarp- inu þar sem fa rið var fram á að fá vitneskju um þann lögformlega grundvöll sem við byggðum okkar félagsskap á, og við höfum svarað þvi.” Borgþór sagði að sér fyndist þvi votta fyrir heldur betri viðbrögðum af hálfu útvarpsins en áður. Strax upp Ur áramótum verður haldinn stjdrnarfundur i félaginu og þar verður staðan metin, en félagið hafði miðað við að gjaldskrá þess tæki einhliða gildi frá áramótum, ef engin svör hefðu þá borist frá forráöamönn- um útvarpsins. Bréf þess efnis var sent i október. Þar var tekið fram, að félagið liti svo á að gjaldskrá þess gilti frá 1. janúar 1981, hafi Rikisútvarpið ekkifarið fram á viðræöur fyrir áramót. „Ut af fyrir sig stendur þessi yfirlýsing ennþá, vegna þess að þeir hafa ekki beðið um form- legar Viöræður við okkur,” sagöi Borgþór. „En mér finnst að þeir Framhald á bls. 27 Hiö íslenska prentarafélag mun um þessi áramót sameinast tveimur öðrum stéttarfélögum oglýkur þar með starfsferli sinumi núverandi mynd, eftir nær 84 ára baráttu i fylkingarbrjósti islenskrar verkalýðshreyfingar. Við þessi tímamót vill stjórn félagsins þakka góða samvinnu á undangengnum árum og óskar félags- mönnum og velunnurum þess farsældar á komandi árum. Stjóm HÍP tn REYKJAVÍK, 23. desember 1980 AUGLÝSING umút-og innflutning peningaseðla og myntar Með heimild í 9. gr. laga nr. 63 frá 31. maí 1979 eru hér með settar tæmandi reglur um útflutning og innflutning peningaseðla og hvers konar myntar, sem eru eða hafa verið löglegur gjaldmiðill og látinn í umferð. r- Islenskir peningar Innlendum og erlendum ferðamönnum er heimilt, við komu eða brottför frá landinu að taka með sér allt að 500 nýjar krónur eða allt að 50.000 gamlar krónur, þó ekki í seðlum að verðgildi yfir 50 nýjar krónur í gjaldmiðli, er tekur gildi 1. janúar 1981 annars vegar og hins vegar ekki hærri seðla en 1000 gamlar krónur að verðgildi í þeim gjaldmiðli, sem nú er í umferð. Erlendir peningar Ferðamenn búsettir hérlendis mega flytja með sér út úr og inn í landið þann erlenda gjaldeyri, sem þeir hafa lögleg umráð yfir. Ferðamenn búsettir erlendis mega flytja jafnmikla erlenda peninga út úr landinu og þeir fluttu inn við komu til landsins að frá- dregnum þeim dvalarkostnaði, sem þeir hafa haft hér. Gjaldeyrisbankar, svo og aðrir aðilar, sem löglegar heimildir hafa, mega flytja erlenda peninga inn og út úr landinu. Reglur þessar gilda frá og með 1. janúar 1981, og koma í stað samsvarandi hluta auglýsingar bankans frá 6. september 1979, er verður áfram í gildi að öðru leyti. SEÐLABANKI ÍSLANDS V Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi Gestur Sveinsson lést 29. desember. Útförin auglýst síðar. Guðrún Valdimarsdóttir Svavar Gestsson Jónlna Benediktsdóttir Sveinn Kjartan Gestsson Þóra Stella Guðjónsdóttir Itelga Margrét Gestsdóttir Hilmar Kristinsson Málfriður Gestsdóttir Karl Heiðarsson Valdinxar Gestsson Margrét Sigmundsdóttir Guðný Dóra Gestsdóttir Kristln Guðrún Gestsdóttir Kveðjuathöfn um Sigurð Tómasson úrsmið Barónsstíg 51 sem lést 23. des. fer fram i Frikirkjunni i Reykjavik laugardaginn 3. jan. kl. 10.30. Jarðsett verður frá Gaul- verjabæjarkirkju kl. 14 sama dag. F. h. vandamanna Ingjaldur Tómasson

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.