Þjóðviljinn - 31.12.1980, Síða 9

Þjóðviljinn - 31.12.1980, Síða 9
Miðvikudagur 31. desember 1980 : ÞJ6ÐVILJINN — SIÐA 9 starf þess hefur verið farsælt og hrakspár Ihaldsins hafa hvergi ræst. Stjórnarand- staða þess hefur verið hin aumasta mál- efnalega og stendur þar ekkert upp úr. Þannig hefur tekist að verjast öllum áföll- um þrátt fyrir margskonar erfiðleika eins ogrýrnandi tekjustofna sveitarfélaganna. Hið sama er að segja um aðild Alþýðu- bandalagsins að stjörnun annarra sveit- arfélaga flestra stærstu kaupstaðanna frá 1978. Þessi staðreynd hefur orðið til þess að treysta Alþýðubandalagið að reynslu sem styrkir flokkinn inn á viö, en einnig út á við gagnvart fólki sem löngum hafði vantrU á flokknum vegna áróðurs and- stæðinganna um það að flokkurinn gæti ekki tekið á sig slik vandasöm verkefni við stjórn þjóðfélagsins. Það hefur verið afsannað svorækilega sem veröa má. Það skapar möguleika til aukins fjöldafylgis. A sama tima liggur fyrir að forysta flokksfélaga okkar i verkalýðshreyfing- unni hefur styrkst fremur en veikst. Það kom i ljós á Alþýðusambandsþinginu nú s.l. haust. Innan flokksins er einnig um að ræða trausta málefnalega samstöðu. Ein- ing Alþýðubandalagsins kom vel i ljós á landsfundi flokksins s.l. haust, en eining flokks okkar er sterkasta vopn islenskra launamanna, sterkasta vopn hinnar nýju og sifelldu þjóðfrelsisbardttu þegar á reynir. Aldrei verður styrkur Alþýöu- bandalagsins þó augljósari en þegar borið er saman við aðra stjórnmálaflokka. Um Sjálfstæðisflokkinn þarf ekki að ræða i þvi sambandi. Alþýðuflokkurinn er sundur- leitur og sundraður. Málefnalega hefur hann þokast nær ofstækisfyllstu markaðs- hyggjumönnum en meginþorrinn af tals- mönnum Sjálfstæðisflokksins. En um þetta er ágreiningur innan Alþýðuflokks- ins. Þar eru margir einlægir verkalýðs- sinnar sem óttast um flokkinn og þessa þróun hans. Það var athyglisvert þegar Alþýðuflokkurinn sprengdi rlkisstjórnina haustið 1979 aðhann lét lönd og leið sam- þykktir rikisstjórnarinnar um stefnumót- un I húsnæðismálum sem var að visu veikbyggðari en sú sem endanlega var samþykkt. Meirihluti Alþýðuflokksins, allir þingmenn hans nema einn, töldu engu að siður ástæðu til þess að stefna þjóðinni út I skammdegiskosningar og óvissu. Þannig hefur Alþýðuflokkurinn i raun glatað þvi sem var þrátt fyrir allt eitt helsta einkenni hans um árabil — að vera umbótaflokkur á félagslegum vett- vangi. Einnig það er horfið úr fari hans. ökyrrðar verður vart innan Framsóknar- flokksins. Þaö kemur skýrast fram i öðr- um hverjum leiðara Timans merktum ,,JS” — og er greinilegt að „JS” talar fyr- irnokkrurn hóp innan Framsóknarflokks- ins, sem stefnir fyrst og fremst frá sam- starfi við Alþýðubandalagið til Ihaldsins. Lýðræðislegt starf Stjórnhæfni og eining um menn og mál- efni er mikilsverð, en þó ekki allt. Alþýðu- bandalagið þarf nú á næstu mánuðum að móta afdráttarlausari athafnaskrá á mörgum sviðum þjóðllfsins. Sérstaklega vil ég hér leggja áherslu á þá frumskyldu flokksins að laða fram lýðræðislegt starf ogþátttöku sem allra flestra I ákvarðana- ferlinu á hverjum tlma. Hér á ég auðvitað fyrst við flokkinn sjálfan og allt innra starf hans. En einnig er mikilsvert að félagarnir hafi þetta meginverkefni alltaf að leiðarljósi hver á sinu sviði — i verka- lýðsfélögunum, samvinnufélögunum, bæjarstjórnum og d alþingi. Landsfundur Alþýðubandalagsins samþykkti að fela miðstjórn flokksins að undirbúa umræður um atvinnulýðræði og útfærslu þess. Hér er á ferðinni stórmál sem vonandi veröur unnt að afgreiða inn á vinnuvettvang á næsta miðstjórnarfundi. Lögin um aðbún- aðog hollustuhætti á vinnustöðum eiga að geta skapaðaukinn áhuga starfsfólksins á vinnustöðunum fyrir umhverfi sínu öllu — einnig rekstri og eignarformum fyrir- tækjanna þegar fram i sækir. Lýðræðis- legt starf er ein meginforsenda þess að i það gerist sem ég nefndi hér fyrr að Alþýðubandalagið verði stærri og sterkari flokkur en nokkru sinni fyrr. Aðrir stjórnmálaflokkar hafa fyrir i löngu viðúrkennt styrkleika Alþýðu- bandalagsins og hafa starfað samkvæmt þvi. Sjálfstæðisflokksforystan sneri sér til Alþýðubandalagsins um áramótin vegna stjórnarmyndunar. Hið sama er að segja um Framsóknarflokkinn og Alþýðuflokk- inn. Hér á landi eru ekki forsendur „sögu- legrar málamiðlunar”, sem svo hefur verið nefnd, en núverandi rlkisstjórn er þó byggð á einskonar sáttmála samvinnu- hreyfingar, róttækasta hluta verkalýðs- hreyfingar og viðsýnasta hluta Sjálf- stæðisflokkins um einskonar málamiðlun meðan þjóðin er að vinna sig út úr verð- bólguvandanum. Af hálfu annarra flokka heyrast að vísu raddir um nauðsyn þess að „einangra Alþýðubandalagið”. Þetta kemur helst fram frá Alþýðuflokknum, fyrir ASt-þingið og af öörum tilefnum. Flestir forystumenn borgaraflokkanna eru þó svo skynsamir að sjá að sllkt er I rauninni fjarstæða, svo mikill er þjóð- félagslegur styrkur Alþýðubandalagsins. En raddirnar um „einangrun” eru engu að siður alvarleg áminning um þau ólýð- ræðislegu viðhorf sem grafa um sig innan ákveðinna flokka. Þessar raddir minna okkur á það að I fjörutiu ár hefur það ver- ið meginmarkmið ákveðinna afturhalds- aflahér á landi að einangra sósialista frá öllum áhrifum. Bók Einars Olgeirssonar „Island i skugga heimsvaldastefnunnar” afhjúpar þessi öfl á svo afdráttarlausan hátt að það verður ekki gert öllu skýrar. Enginn af forráðamönnum borgaraflokk- anna hefur sett saman bók eða blaðagrein sem véfengir neitt af þvi sem Einar bend- ir á i þessari bók. Það var sameiginlegt markmiö afturhaldsaflanna hér á landi og Bandarikjastjórnar að einangra kommúnista. En krossferðin gegn islenskum sósialistum endaði á þann veg sem kunnugt er: Nú er það aðeins einn og einn krati að vestan sem lætur sér detta það i hug að skrifa um þaö á opinberum vettvangi að krossferðinni þurfi að halda áfram. Afganistan — Pólland Þegar þessi orð eru fest á blað er þess minnst að eitt ár er liðið frá innrásinni I Afganistan og þessa daga berast sífellt fréttir fjölmiðla frá Póllandi. Innrás Sovétrikjanna i Afganistan hefur verið fordæmd harðlega af Alþýðubandalaginu af flokksráðsfundi þess sem haldinn var skömmu eftir innrás þessa. Innrásin er til marks um harðnandi átök milli stórveld- anna um auðlindir og áhrifasvæöi. Þvi hefur verið haldið fram i Morgunblaðinu, að Alþýðubandalagið hafi enga afstöðu tekið til innrásarinnar i Afganistan og hernáms Sovétrikjanna þar. Þetta er mikil fjarstæða. Alþýðubandalagið hefur jafnan fordæmt slikar innrásir, slíka ihlutun i' málefni rikja heimsins. Hitt vek- ur athygli i þessu sambandi að Morgun- blaðið skuli hafa áhyggjur af hernámi stórveldis á landi smárikis. Hvenær vakn- aði sá áhugi? Hefur ekki Morgunblaðið verið helsti mdlsvari hernámsins hér á landi? Er Sjálfstæðisflokkurinn tilbúinn til þess að standa að samþykkt ályktunar frá alþingi um að skora á öll stórveldi að hypja sig burt með heri sina frá hernumdum rikjum? Það er sjálfsagt að láta á það reyna. Atburðirnir i Póllandi eru með allt öör- um og ánægjulegri hætti: Þar eru verka- menn að kref jast réttar sins, lýðræöis og meðákvöröunarréttar. Enginn aðili i' Pól- landi hefur þorað að ráðast gegn þessum kröfum verkamannanna með þvi að hóta þeim erlendri hernaðarihlutun eins og raunvarðá i Tékkóslóvaki'u. Alþýðusam- band Islands hefur lýst stuðningi viö . baráttu pólskra verkamanna og það hefur Alþýðubandalagið einnig gert, enda er það eitt i' samræmi við grundvallaraf- stöðu Alþýðubandalagsins. Forsetakjör Ekki verður svo gengið frá grein i lok ársins 1980 á tslandi að ekki sé minnst á forsetakosningamar 29. júni. Þær höföu og hafa mikil áhrif á islenskt þjóðli'f og sérstaklega jafnréttisbaráttu kvenna hér I þessu landi. Hvaða afstöðu sem menn hafa haft til forsetakosninganna s.l. sum- ar og einstakra frambjóðenda er ég sann- færður um að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar óskar hinum nýja forseta Islands velfarnaðar i starfi, góðs sam- býlis við landsmenn, gæfu og gengis. Stundum einföld — stundum flókin Ég minnti á fáeinar grundvallarand- stæður þjóðfélagsins i upphafi þessarar greinar, en þær tel ég nauðsynlegt að menn hafi jafnan i huga þegar reynt er að virða fyrir sér gerð islenska þjóðfélags- ins. Stétta- og þjóðfrelsisbarátta á Islandi er þó ekki ævinlega opinská og hávaða- söm. Stundum tekur hún á sig aðrar myndir, stundum er hún flókin, stundum einföld. Aðalatriðið er aðhún heldur alltaf áfram og skilar árangri ef við gerum okk- ar jafnan ljóst hvar það markmiö er sem við eigum fyrir stafni. Þó verðum við aldrei komin á leiðarenda —jafnan mun maðurinn finna sér ný verkefni að starfa að og brjóta heilann um. Ég flyt flokksmönnum Alþýðubanda- lagsins og þjóðinni allri árnaðaróskir um áramótin og flyt þakkir fyrir samfylgd og samstarf á árinu sem er að liöa. Ég vona að árið 1981 beri i skauti sér gæfu fyrir islensku þjóðina og málstaöhennar og þar með fyrir flokk okkar, Alþýðubandalagiö. Gjaldmióilsskipti 2. janúar Bankamir og útibú þeirra verða opnir eingöngu vegna gjaldmiðilsskipta föstu- daginn 2. janúar 1981 kl. 10-18. Komið og kynnist nýja gjaldmiðlinum með því að skipta handbærum seðlum og mynt í Nýkrónur. Viðskiptabankarnir

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.