Þjóðviljinn - 31.12.1980, Síða 27

Þjóðviljinn - 31.12.1980, Síða 27
Miðvikudagur 31. desember 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 27 Brennur á gamlárskvöld Brennur á gamlárskvöld verða á eftirtöldum stöðum i Reykjavik og nágrenni, samkvæmt upplýs- ingum lögreglustjóra: 1. Við Sörlaskjól 44. 2. Sörlaskjól—Hofsvallagata. 3. Við Skildinganes. 4. Við Bólstaðarhllð móts við Æfíngadeild. 5. Hvassa- leiti. 6. Viö Reykjanesbraut I Blesugróf. 7. Stekkjar- bakki/Grænistekkur. 8. Móts viö Ferjubakka. 9. Við Hjaltabakka. 10. Við írabakka. 11. Við Vestur- berg 137. 12. Við knattspyrnuvöll i Hólahverfi. 13. Ofan Unufells. 14. Viö Suðurfell. 15. Austan Tungu- sels. 16. Við iþróttasvæði Fylkis i Arbæjarhverfi. 17. Við Norður- fell. 18. Við Ægisiðu. Seltjarnarnes Valhúsahæð. Kópavogur. Við Asbraut, vestan starfs- vallar v/Reynigrund, við Smiðju- veg. Fréttastofa hljóðvarps: Slegist um þrjár stöður Skömmu fyrir jól rann út umsóknarfrestur um tvær frétta- mannastöður á fréttastofu hljóðvarps. Enn er þó ekki hægt að fá nöfn umsækjenda gefin upp, Vilja semja þvi þriðja staðan hefur nú verið auglýst laus til umsóknar og er ætlunin, að sögn Andrésar Björnssonar Utvarpsstjóra, að af- greiða allar þessar umsóknir samtimis fljótlega uppúr áramótunum. Framhald af bls. 5 hafi sýnt lit. Ég hef verið fjarver- andi úr bænum siðan 21. desem- ber, þannig að ég veit ekki hvort eitthvað fleira hefur borist vegna þessa máls i pósti, en það verður gengið i þetta eftir áramótin.” I Félagi lausráðinna dagskrár- gerðarmanna eru hátt á annað hundrað manns. Meðal félags- manna eru margir sem sjá um fasta þætti i útvarpi og sjónvarpi og eru nokkrir þeirra á tima- bundnum samningum hjá útvarpinu. —eös. Þessi afgreiðsla vekur nokkra furðu, svo vandræðaleg sem hún er. Á undanförnum mánuðum hefur eitthvert los komið á frétta- stofuna, og mun liggja nærri að þriðjungur fréttamanna hafi sagt upp stöðum sinum eða verið færðir til. Stöðurnar sem nú er slegist um eru þær sem áður skip- uðu ólafur Sigurðsson (hann fer yfir til sjónvarpsins), Gunnar Eyþórsson (hættir) og Jón örn Marinósson, sem tekur við starfi Baldurs Pálmasonar aðstoðar- I dagskrárstjóra. — ih Leiðrétting Nokkur orð féllu niður úr texta Klippts og skorins i gær, þar sem fjallað var um svokallaða Helgu- vikurhugmynd. Ofarlega i öðrum dálki segir: „Eins og áður hefur komið fram er i Helguvikurhug- myndinni gert ráð fyrir um 170 þúsund tonna geymarými á Vell- inum sjálfum i 8 dreifingartönk- um.” Þetta átti að vera sem hér seg- ir: „Eins og áður hefur komið fram er i Helguvikurhugmynd- inni gert ráð fyrir um 170 þúsund tonna geymarými i vikinni, og 32 þúsund tonna rými á Vellinum sjálfum i 8 dreifingartönkum.” — ekh Þekktirdu þau? Litli sæti sveitastrákurinn frá Plains i Georgiu er Jimmy Cart- er, míverandi Bandaríkjaforseti, nýbúinn að biða ósigur i kosn- inguni fyrir leikaranum Ronald Reagan. TILKYNNING TIL INNFLYTJENDA um frágang aðflutningsskýrslu vegna myntbreytingar Frá 1. janúar 1981 er heimilt að tilgreina i heilum nýkrónum allar f járhæðir sem rita skal i islenskri mynt á aðflutningsskýrslu. Liðir á aðflutningsskýrslu sem hér um ræðir eru fob-verð i reit Í0 og dálki 20, flutningsgjald i reit 11, vátrygging/kostn- aður i reit 12, tollverð i reit 13 og dálki 21, tollur i dálki 23, samtölur i linu 24 eins og við á og gjöld i linum 25 og 26. Fjárhæðir skal jafna þannig að færri en 50 aura skal fella niður en 50 aura eða fleiri skal telja heila krónu. Tilkynning þessi er birt með hliðsjón af lögumnr. 79/1980 um minnstu myntein- ingu við álagningu og innheimtu opin- berra gjalda, sbr. 37. gr. laga nr. 120/1976 um tollskrá o.fl. með siðari breytingum. Fjármálaráðuneytið, 30. desémber 1980. ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Neskaupstað: Félagsfundur i Egilsbúð laugardaginn 3. jan. n.k. og hefst klukkan 16. Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra kemur á fundinn. Stjórnin. Alþýðubandalag Héraðsmanna Almennur félagsfundur i hreppsskrifstofu Egilsstaðahrepps laugar- daginn 3. jan. 1981 kl. 16.00. Umræður um: MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS A AUSTURLANDI Skýrsla frá orku- og iðnaðarmálanefnd, landbúnaðarmálanefnd og fjölskyldumálanefnd. KAFFI Stjórnin. Ámoraun munarum hvería krónu! Það hefur vonandi ekki farið fram hjá neinum að á miðnætti á sér stað gjaldmiðils- breyting hér á landi. Þótt breytingin sé í sjálfu sér einfold og enginn hagnist eða tapi hennar vegna er aðgát samt nauðsynleg því að mistök geta orðið dýrkeypt. En til þess að breytingin gangi vel og hnökralaust þurfa allir sem einn að sýna þolin- mæði og tillitssemi og best er að fara sér hægt í viðskiptum - því á morgrni munar um hverja krónu. GLEÐILEGT NÝÁR!

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.