Þjóðviljinn - 14.03.1981, Page 3

Þjóðviljinn - 14.03.1981, Page 3
Helgin 14.-15. mars 1981. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Saga um strákinn Andra komin á hvíta tjaldiö Ssev — Það er verulega skemmtilegt að vera með í þessum fæðingarhríðum íslenskrar kvikmyndalist- ar, — sagði Kristbjörg Kjeld, sem leikur Ástu, móður Andra, í kvikmynd- inni Punktur, Punktur, komma, strik, sem frum- sýnd var í gærkvöldi. — Þegar ég lék í 79 af stöðinni fyrir 20 árum hélt maður að nú væri þetta allt að byrja; þá var Edda Film stofnað og menn voru full- ir bjartsýni. En svo gerðist ekkert, fyrr en með til- komu Kvikmyndasjóðsins í fyrra. Nú getur maður þó sagt: loksins, loksins. Punkturinn er sem kunnugt er byggður á bókum Péturs Gunn- arssonar um strákinn Andra. borsteinn Jónsson kvikmynda- stjóri sagði, að myndin væri alls ei\ki bókstafleg endurtekning á bókunum, en ,,við höldum tryggð við andann i þeim”. — Nýjum atriðum er bætt inn i, og húmorinn i myndinni er annar, en ég bar þetta allt undir Pétur og hann fór yfir samtölin, — sagði borsteinn. — I myndinni er meira unnið út frá kringumstæðum en persónum, þ.e! persónunum er lýst gegnum kringumstæðurnar, en ekki öfugt. Myndin skiptist i þrjá hluta: fyrst er sagt frá foreldrum Andra, tildragelsi þeirra og ,,að- dragandanum aðfæðingu hans”, i öðrum hluta er Andri orðinn 10 ára, og siðasti hlutinn gerist u.þ.b. fimm árum siðar. Myndin gerist á mörgum stöðum.,Hún er tekin á 60 stöðum”, — sagði Sig- urður Sverrir Pálsson kvik- myndatökumaður, — ,,sem hlýtur að teljast vel af sér vikið á 45 dög- um!”. örnólfur Árnason fram- kvæmdastjóri sagði að von væri á sýningareintaki með enskum texta innan skamms, og yrði þaö sent til Cannes i lok þessa mánað- ar, þar sem dómnefnd mundi úr- skurða hvort myndin yrði sýnd á sjálfri hátiðinni. ,,Ef ekki, verður hún sýnd á sölusýningunni i tengslum viö Cannes-hátiðina”, sagði örnólfur. En látum myndirnar tala — hér á siðunni eru nokkrar myndir úr Punktinum, sem Dana ljósmynd- ari lét okkur góðfúslega i té. —ih. í skóluferðalagi. Andri (Hallur Helgason) til vinstri. Dapurleg stund i lifi káifs. bað er Bjarni Steingrimsson sem er hér aö kljást við kálfinn.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.