Þjóðviljinn - 14.03.1981, Síða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 14.-15. mars 1981.
DIOBVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýds-
hreyfingar og þjódfrelsis
Ótgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann.
Kitstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan
Ólafsson.
Auglvsingastjóri: Þorgeir Ölafsson.
úmsjónarmaður sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson.
Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson
lllaðamenn: Alíheiöur Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir,
Kristin Astgeirsdottir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs-
son.
íþróttafréttamaður: Ingólfur Hannesson.
Þingfréttaritari: Þorsteinn Magnússon.
útlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Sævar Gúðbjörnsson.
I.jósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar.
Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir.
Skrifstofa: Guörún Guövarðardóttir, Jóhannes Harðarson.
Afgrciðsla: Kristin Pétursdóttir, Bára Sigurðardóttir.
Símavarsla: olöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir.
Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns-
dóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Sföumúla 6,
Reykjavlk, simi 8 13 33.
Prentun: Blaðaprent hf..
Jafnrétti
• Jafnréttisráð hefur f jallað um nýlega veitingu lyf-
söluleyfis á Dalvík og birt niðurstöður sínar. Þar er
Svavar Gestsson, heilbrigðis- og tryggingaráðherra átal-
inn fyrir veitingu þessa lyfsöluleyf is, en hins vegar kem-
ur fram í greinargerð Jaf nréttisráðs, að ráðið telur vart
mögulegt að færa sönnur á að um brot á jaf nréttislögun-
um haf i verið að ræða.
• Þann 29. janúar s.l. veitti Svavar Gestsson, ráð-
herra, Öla Þ. Ragnarssyni lyfsöluleyfið á Dalvík, en
umsagnaraðilar höfðu sett Öla númer tvö við röðun um-
sækjenda, en Freyju V.M. Frisbæk Kristensen númer
eitt.
• I greinargerð Svavars Gestssonar, heilbrigðis- og
tryggingarráðherra, um þetta mál, sem send var
Jafnréttisráði, kemur fram að samkvæmt lyfsölulögun-
um eru ráðuneytisstörf alls ekki metin til jafns við störf i
lyfjabúð eða við lyfjagerð við veitingu lyfsöluleyfa.
Ráðherra er að sjálfsögðu bundinn af þessum lögum.
• Við mat á umsóknum lá Ijóst fyrir, að lögskilin
starfsreynsla óla í lyfjabúð og að lyfjaframleiðslu var
fengin meðóára samfelldu starfi, en Freyja hafði unnið
sambærileg störf aðeins í rúm 2 ár. Með tilliti til sér-
stakra ákvæða í lyfsölulögum þar sem mælt er fyrir um
að litið skuli á starfsreynslu umsækjenda í lyf jabúð eða
við lyfjagerð, þá réði þessi munur úrslitum um niður-
stöður ráðherra við veitingu lyfsöluleyfisins, enda þótt
honum væri fullkunnugt um störf Freyju í danska innan-
rikisráðuneytinu.
• Hér skiptir minna máli, að við veitingu lyfsöluleyfa
á undanförnúm árum hafa ráðherrar margoft vikið frá
niðurstöðum umsagnaraðila eins og fram kemur í
gréinargerð Svavars Gestssonar.
• Ýmsir hafa orðið til þess að bera þær sakir á ráð-
herrann, að hann hafi við veitingu þessa lyfsöluleyfis
mismunað umsækjendum vegna kynferðis, — valið
karlmanninn vegna þess að hann væri karlmaður.
• Hér skal þó tekið sérstaklega fram að f niðurstöðum
Jafnréttisráðs, sem birtar voru í dagblöðunum í gær
kemur alls engin ásökun af þessu tagi fram í garð
ráðherra. Þar er hvergi látið að því liggja að Freyja
V.M. Frisbæk Kristensen hafi goldið kynferðis síns.
• i þessu sambandi er lika rétt að minna á, að fyrir
fáum mánuðum veitti Svavar Gestsson tvö embætti
heilsugæslulækna við heilsugæslustöð í Fossvogshverfi í
Reykjavík. Þar voru umsækjendur sjö. Embættin voru
veitt þeim sem umsagnaraðilar höfðu raðað númer eitt
og númer sjö. Sá læknir sem raðað var í sjöunda sætið, en
ráðherra veitti embættið engu að síður, var kona. —
Enginn hefur samt orðið til þess að kæra embættisveit-
ingu til Jafnréttisráðs. Full þörf er á að breyta ýmsum
lagaákvæðum í því skyni að auðvelda baráttuna fyrir
jafnrétti kynjanna.
• Guðríður Þorsteinsdóttir, formaður Jafnréttisráðs
segir í viðtali við Þjóðviljann í gær að rætt haf i verið um
tímabundin forréttindi kvenna eða „jákvæða mismun-
un" eins og það haf i verið kallað, þótt hvorki hún sjálf né
Jaf nréttisráð haf i gert upp hug sinn í þeim ef num.
• Um slíka „jákvæða mismunun" um takmarkaðan
tíma eru að sjálfsögðu skiptar skoðanir meðal
jafnréttissinna, en í þeim efnum þarf að komast að
niðurstöðu.
• Það skal sagt hér að Þjóðviljinn telur það enga f jar-
stæðu, að konum væri með lögum veitt ákveðin forrétt-
indi, t.d. um fimm ára skeið, við opinberar stöðuveit-
ingar, máskéá ákveðnum sviðum. Þessu yrði þó væntan-
lega að haga þannig, að þegar karl og kona teldust
standa jafnfætis, hvað hæfni og aðrar almennar for-
sendur varðar, þá væri veitingavaldinu gert skylt að
skipa konuná í starfið.
• Meðan engin slík lagaákvæði eru hins vegar tii, getur
enginn ráðherra látiö eins og þau séu til.
• Rökin fyrir slíkum lagabreytingum eru auðvitað
umdeilanleg og ekki einhlít, en þó má ætla að seint sækist
róðurinn gegn aldagömlum kynferðisfordómum, nema
til komi djarfar og óvenjulegar aðferðir.
• Svavar Gestsson, heilbrigðis- og tryggingaráðherra,
hef ur ákveðið að beita sér fyrir endurskoðun jaf nréttis-
laganna hiðallra fyrsta og má vænta nefndarskipunar í
því skyni nú alveg á næstunni. Jafnréttisráð og allir
aðrir, sem um eiga að f jalla,þurfa því sem fyrst að móta
afstöðu sína í þessum efnum. —k.
• úr aimanakinu
Það hefur líklega ekki farið
fram hjá lesendum Þjóðviljans
að bundinn var endir á 9 ára
samfelldan valdaferil vinstri-
samfylkingarinnar i Stúdenta-
ráði Háskóla Islands s.l. mið-
vikudag. t niu ár hafði Vaka,
félag hægrisinnaðra stúdenta,
reynt að hnekkja ofurvaldi
vinstrimanna, en án árangurs.
Það dugði ekki minna en klofn-
ingurivinstrihreyfingunni til að
Nýir straumar
í Háskólanum
fella þennan meirihluta.
Listi umbótasinnaðra stúd-
enta,er nú bauð fram i fyrsta
sinn og fékk 29% atkvæða, er
ótviræður sigurvegari Stúd-
entaráöskosninganna. Fylgi sitt
tók listinn bæði frá Vöku og
Félagi vinstrimanna, en þó
nokkuð meira frá þvi síðar-
nefnda. Þetta er það góður
árangur að liklegt er að Listi
umbótasinna festist i sessi sem
varanlegt pólitiskt afl i Há-
skólanum. Þó að Listi umbóta-
sinna hafi fengið minna fylgi en
Félag vinstrimanna er fékk 39%
atkvæða og Vaka er fékk 31%
atkvæða, þá hefur listinn engu
að siður oddaaðstöðu hvað varð-
ar myndun starfshæfs meiri
hluta i Stúdentaráði. Af 30
fulltrúum i ráðinu hefur Félag
vinstrimanna nú 14 (hafði 16),
Vaka hefur 12 (hafði 14) og Listi
umbótasinna hefur 4 fulltrúa (til
skýringar er þess að geta að
bæði Félag vinstrimanna og
Vaka hafa fulltrúa fyrir i ráðinu
þvi aöeins helmingur ráðsliða er
kosinn árlega).
A sama hátt og Listi umbóta-
sinna er sigurvegari kosning-
anna þá eru Vökumenn ótvirætt
þeir sem töpuðu þessum kosn-
ingum. Þrátt fyrir alla þá kosti
sem fyigja þvi að vera i stjórn-
arandstööu og geta stööugt ver-
ið með gagnrýni, þá töpuðu
Vökumenn rúmlega 14% fylgi
og hafa aðeins 2% meira fylgi en
Listi umbótasinna. Fylgistap
Félags vinstrimanna (töpuöu
nær 16% fylgi) er hins vegar öllu
eðlilegra þvi þeir stóöu frammi
fyrir klofningi i sinum röðum og
óhjákvæmilegt að þeir misstu
eitthvert fylgi.Engu að siður er
félagiö enn ótvirætt sterkasta
pólitiska aflið innan Háskólans.
Úrslit þessara Stúdentaráðs-
kosninga tákna vissulega tima-
mót. Með þeim er lokið þvi nána
samstarfi er tókst með vinstri-
stúdentum þegar stjórnmála-
félög vinstrimanna, þ.e. Félag
róttækra stúdenta, Stúdenta-
félag jafnaðarmanna og Félag
frjálslyndra stúdenta voru lögö-
niður og vinstrimenn sameinuð-
ust i félaginu Verðandi i lok 7.
áratugsins, eöa fyrir um 12
árum. Stofnun Verðandi varð
upphafiö að 9 ára valdaferli
vinstrimanna i Stúdentaráði er
hófst 1972.
Akveðnar þjóðfélagslegar að-
stæöur uppúr 1968 utan lands og
innan sköpuðu grundvöll fyrir
sameiningu allra vinstrimanna
i Verðandi. Með árunum urðu þó
hin róttækari öfl áhrifamest
innan félagsins og hlutverk þess
varð það eitt að bjóða fram til
hátíðanefndar stúdenta 1.
desember ár hvert. Vinstriöflin
störfuðu þó áfram náið saman á
breiðum grundvelli á vettvangi
Stúdentaráðs, og eftir að lista-
kosningar voru teknar upp að
nýju 1974 stóðu þessir aðilar
saman undir nafninu Listi
vinstrimanna og hlutu fylgi i
kosningum á bilinu 55—58%
meðan Vaka fékk 42—45%.
Listi vinstrimanna var vita-
skuld frekar laustengt bandalag
flestra þeirra er töldu sig til
vinstri við Sjálfstæðisflokkinn.
Þar mátti þvi finna Framsókn-
armenn, Alþýðuflokksmenn,
Alþýðubandalagsmenn, stúd-
enta er töldu sig óháða öllum
fjokkum og aðra er voru yst á
vinstrikantinum. Til að byrja
með voru Alþýðubandalags-
menn, Framsóknarmenn og
þeir er töldu sig óháöa áhrifa-
mestir i þessu samstarfi. Nokk-
ur breyting varð á þessum
valdahlutföllum upp úr 1976 er
áhrifa skipulagðra hópa
kreddumarxista fór að gæta
(trotskýistar og maóistar).
Náðu þessir aðilar um tima
meiri áhrifum innan vinstri-
samstarfsins en eölilegt var.
Öánægja hinna hægfara
meö stöðu sina innan vinstri-
sa mfylkingarinnar braust
greinilega út áriö 1978 er þeir
gerðu kröfu um að hiö lauslega
bandalag vinstriaflanna yrði
skipulagsbundiö með stofnun
sérstaks félags vinstrimanna.
Jafnframt var gerð krafa um að
Verðandi yrði lagt niður. Hinir
hægfara töldu að með þessum
skipulagsbreytingum gætu þeir
styrkt stööu sina. Niðurstaðan
varð sú, að vorið 1978 var stofn-
að Félag vinstrimanna og Verð-.
andi lagt niður. I samþykktum
Félags vinstrimanna kom skýrt
fram að hér átti að vera breiö
samfylking vinstrimanna en
ekki sósi'aliskur félagsskapur.
Þorsteinn
Magnússon
skrifar
Þrátt fyrir viðleitni til að
endurlifga vinstrisamstarfið
1978 með stofnun Félags vinstri-
manna fór brátt svo að kreddu-
marxistar geröust aðsópsmiklir
i félaginu og gætti áhrifa þeirra
i öllu starfi þess. Þannig var það
sterk tilhneiging að beina les-
hringjastarfsemi félagsins inn á
þröng áhugasvið marxista, en
minni áhersla lögð á að skapa
starf er höfðaði til breiðari hóps
vinstrimanna. Hinum raunsærri
forystumönnum Félags vinstri-
manna tókst þó að halda vinstri-
samstarfinu áfram saman á
vettvangi Stúdentaráðs fram á
þetta ár. Uppivöðslusemi
draumóramanna og kreddu-
marxista, sem i reynd eru i .
minnihluta i Félagi vinstri-
manna, varð þó endanlega til
þess að skapa grundvöll fyrir
nýju framboði.
Framboðslisti umbótasinn-
aðra stúdentaer fyrst og fremst
óánægjuframboð, grundvallaö á
óánægju með þá þróun er orðið
hefur innan Félags vinstri-
manna, sem og óánægja með
vissa þættií starfi Stúdentaráðs
og rekstri Stúdentablaðsins.
Með þvi framboði segja hinir
hægfara, sem ýmsir vilja
flokka sem Framsóknarmenn
og Alþýðuflokksmenn, skilið við
vinstrisamfylkinguna. Sjálfir
hafa forystumenn Lista
umbótasinna skilgreint sig sem
raunsæja félagshyggjumenn og
meginþorri forystunnar viröist
frekar til vinstri en hitt.
1 upphafi þessarar greinar
var sagt að með kosningunum
s.l. miðvikudag hefði hin breiða
vinstrisamfylking liðið undir
lok. Ef til vill var þar of fast
að orði kveðið, þvi samanlagt
hafa Félag vinstrimanna og
Listi umbótasinna sterkari
stöðu en félagshyggjumenn
hafa nokkru sinni haft áður eða
nálægt 70% atkvæða stúdenta,
og fullur grundvöllur ætti að
vera fyrir samstarfi þessara að-
ila. Að vísu er það freistandi
fyrir forystu Félags vinstri-
manna að segja við Vöku og
Lista umbótasinna: „Takið þið
við þessu og reynið að gera bet-
ur”. Slik sjónarmið verða að
teljast mjög vafasöm, þvi á
þann hátt er verið að leiða Vöku
til hásætis i Stúdentaráði með
öllum þeim afleiðingum sem af
sliku getur hlotist. Vinstrimenn
eiga hiklaust að leita samstarfs
við Lista umbótasinna, þvi i
reynd eru það ekki svo veiga-
miklir þættir er greina þessa
aðila að. Slikt samstarf yrði
vonandi til þess að styrkja stöðu
þeirra forystumanna Félags
vinstrimanna sem bera eitthvert
skynbragð á pólitiska strauma i
Háskólanum. Reyndar er það
svo, aö framtiö Félags vinstri-
manna sem sterkasta pólitiska
aflsins i' Háskólanum veltur
mjög á þvi að hinir jarðbundn-
ari forystumenn félagsins geri
sér ljóst að kreddumarxismi
ákveöins hóps innan félagsins á
sér takmarkaðan hljómgrunn
meðal vinstristúdenta.
Takist samstarf með Félagi
vinstrimanna og Lista umbóta-
sinna er tryggt að raunsæ fé-
lagshyggja verður höfð að leiö-
arljósi i hagsmunabaráttu stúd-
enta og jafnframt tryggt að
Vaka, málsvari markaðshyggj-
unnar, verði áfram úti i kuldan-
um.