Þjóðviljinn - 14.03.1981, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 14.03.1981, Qupperneq 8
8 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 14.-15. mars 1981. Hér og þar í borgum Vestur-Evrópu hefur ungt fólk í húsnæðishraki lagt undir sig hús og Ibúð- ir sem auðar standa vegna leigu- og lóða- spekúlasjóna. Lögregla hefur verið send til að skófla þessu fólki útog þá hefur verið barist harka- lega: I Amsterdam, í Vestur-Berlln og Zbrich ogvlðar. Lögreglan hefur haft við orð að önnur eins slagsmál hafi ekki sést siðan i uppreisn æskunn- ar 1968 eða þar um bil. Samt er þetta ekki uppreisn i neinum venjulegum skilningi. Þetta unga fólk smíBar sér ekki kenningar um þaö hvernig breyta megi samfélaginu. Þaö smibar sé ekki byltingarkenn- ingar. ÞaB eins og hefur gefiB þaB fyrirfram upp á bátinn aB hægt sé aB gera eitthvaB af viti. AtvinnuleysiB i Evrópu er ekki sist atvinnuleysi þeirra ungu: kynslóBinni finnst sem henni sé ofaukiB. Og bregst viB, ekki meB tilræBi viB samfélagiB heldur meö þvi aö hoppa út Ur þvi. ViB viljum fá aö vera i friBi — eink- SVARTAGALLSRAUS um fyrir lögreglunni — á þeim smáeyjum sem viB höfum fund- iB þar sem reynt er aö lifa ,,öBruvisiv. Hvaö þaö svo þýöir aö lifa ööruvisi, ja þaö er ekki gott aB vita. Einhverskonar andneysiuanarkismi án kenn- ingar? „ViB erum viö” stendur á veggjunum. EBa: „Ekkert vald til handa neinum”. Afneitun stjórnmála Ekkert vald til handa neinum, þaB er afneitun stjórnmálanna, allt frá fólskuhópum nýfasista yfir nýja ihaldiB, miöjumoöiö, kratismann, evrópukomm- unismann og leifanna af litlu byltingahópunum. Illt er þaö allt og bölvaö, skitt veri meö þaö og svei þvi. 1 snöru leiBind- anna hangir gálgahúmorinn og glottir aö hnignun og hruni allra skapaöra hluta. Afneitun stjórnmálanna, seg- ir einn fræöimaöur, er tengd þvi aö þau hafa skroppiö saman og láta sér nægja aö setja undir kreppuleka hér og þar. Komast ekki yfir meira. Vandræðasyrpa Bandariskt vikublaB tekur sig til og telur upp vandræBi vinstri manna. Sögulega málamiölunin hefur siglt i strand hjá itölskum kommúnistum. Foringi spænskra evrópukommúnista fór halloka fyrir Moskvuvinum i Katalónlu. Franskir komm- únistar sigldu vinstrabandalag- inu i strand. Verkamannaflokk- urinn breski er klofinn. Stórir brestir komnir I krataveldiö á Noröurlöndum. ÞaB er sagt þaö blási hægri- vindar um álfuna. Meöan aörir klóra sér i kollinum og reyna aB átta sig á þvi, hvar þeir eru staddir, hafa áhugamenn dust- aö rykiB af kapitalisma fyrri tiöar og hvisla i eyru hinna fjöl- mennu millistétta: borgaöu minni skatta. Út á þetta fást at- kvæöi hér og þar. En hve lengi endast þau? Margaret Thatcher hopar á hæli meö rétttrúnaö seölahyggjunnar ofan I fen hinna sigursælu aöstæöna. tslenskir kjósendur hrukku viö þegar þeir sáu leiftursóknina og vildu ekki vera meö. Enn siöur þeir vestur-þýsku þegar þeir sáu framan I Franz-Josef Strauss. Giscard berst i bökk- um pólitískar kreppur um þrátt fyrir vandræöi vinstri manna. Samanburöur á Bret- landi og lsrael annarsvegar Chile hinsvegar, bendir helst til þess, aö sú nýja hægrihyggja, sem ætlar I senn aö bjarga gjaldmiölinum og lýöræöinu, nái ekki árangri I neinu, nema aö geta bundiB og keflaö óþægi- legar staöreyndir eins og verka- lýöshreyfinguna. Reaganstjórn- in hefur ekki afrekaB ööru en aö reyna aö afturkalla samstöBu um sameiginlegan auö jaröar- búa á hafsbotni og magna upp i blygöungarleysi þá bófa sem stjórna Haiti, Brasiliu, Argentinu og öörum þessháttar rikjum. Þaö er kannski von aö til sé drjðgur hópur ungmenna sem segja: Bless, ég er farinn, þetta kemur ekki mál viB mig. Þótt undarlegt megi viröast eru þaB helst Pólverjar sem blakta og telja þaö ómaksins vert aö breyta kerfinu. Og ná merkilegum árangri. En þvi miöur vitum viö ekkert um þaö hvernig þaö fer. Vinstriverkir Þaö var áöan visaö til ákveö- innarvistkreppu vinstriflokka og vist er hún til. Þar er aö finna ihaldssama kommúnistaflokka, sem vita ekki hvaö þeir eiga aö gera viö þeim ósköpum, aö al- ræöi öreiganna i Austur- Evrópu varö alræöi flokksins, sem veröur þegar fram liöa stundir spilltur dragbitur á félagslegum sköpunarmætti, og er farinn aö tölta undarlegan vitahring sem enginn hefur ráö- iö viö tilþessa (nema kannski Pólverjar). Þar eru vinstri- sósialistar ýmiskonar sem hafa átt i erfiöleikum viö aö samræma heföbundna kjara- baráttu og umbótahyggju ein- hverjum þeim aögeröum sem stefna út fyrir rikjandi ástand: m.ö.o.bjóöa upp á valkosti, sem þættu skiljanlegir og aölaöandi svo um munar. Þar eru sósial- demókratar sem kannski hafa ekki sérlega mikinn áhuga á „breytingum á gerö þjóöfélags- ins”, en eiga aö þvi leyti i sálar- kreppu aö svigrúm þeirra til aö bæta einhverju ofaná velferöar- kerfin er þrotiö I þeirri efna- hagskreppu sem yfir gengur. Þetta eru vinstrikreppur og eins og fyrr segir er hægur vandi aö halda áfram og telja upp hægrikreppur. En þaö er ekki þar meö sagt aö sætt sé sameiginlegt skipbrot. Sameiginleg orsök? Kannski er ein orsök öörum stærri fyrir þeirri klemmu sem pólitiskar hreyfingar sýnast komnar. Hún er blátt áfram sú, aö okkar hiuti heims haföi um alllangt skeiö búiö viö drjúgan hagvöxt og áframhald hans varö eins og sjálfsagöur hluti af #sunnudags pistill Eftir Árna Bergmann pólitiskum áformum flestra hreyfinga. Þegar svo oliuboli bankar aö dyrum og minnir á þaö meö háum reikningum aö jöröin er litiö geimskip og foröi þess takmarkaöur, þá veröur mörgum fátt um svör. Menn koma sér náttúrlega fljótt sam- an um þaö á prenti aö þaö veröi aö fara varlega og sparlega meö auölindir og vatn og loft. Eink- um eiga aöriraögera þaö. Þetta kannast menn viö: hvernig bregöast menn ekki viö veiöi- kvótum á tslandsmiöum? Aö sönnu mega vinstrisinnar eiga þaö, aö þeir eru langt á undan hægrimönnum I umræöu um náttöru og auðlindir og mann- félag, þar smiöa menn ýmisleg- ar hugmyndir um aö lifsgæöi þurfi svosem ekki endilega aö vera bundin siauknu neyslu- magni. Þetta er efnileg um- ræöa, en hún er ekki almenn- ingseign þvi miöur. Hvert ætlaðir þú? Foringi sænskra sósialdemó- krata, Olof Palme, sat ekki alls fyrir löngu á tali viö Chiara- monte, italskan kommúnista- foringja. Palme sagöi eitthvaö á þá leiö: verkalýösflokkar hafa unniö að mörgum ágætum mál- um og þeir hafa breytt sam- félaginu. En allt i einu hrökkvum viö viö, til dæmis þegar viö botnum ekkert I ung- viðinu lengur, og sjáum aö viö höfum i ýmsum greinum fariö annaö en viö ætluöum. Eöa geröum viö okkur kannski aldrei grein fyrir þvi? Vissum viö hverskonar þjóöfélag viö ætluöum aö smiöa? Þarna er á kreiki ýmislegur sérvandi vinstrimanna. Þeir hafa oft veriö klofnir i ólika hópa. Sumir voru svo alleknir af framtiöarsýninni glæstu, útóp- iunni, þegarmiklir kraftar alþýöu leysast úr læöingi eins og sjálfkrafa, aö þeir höföu~mjög daufan áhuga á næsta umhverfi sinu og hvunndagsverkefnum: þaö var allt svo ómerkilegt. Þeim hefur fækkaö. En aörir voru svo uppteknir af þvi aö vera sérfræöingar i marg- breytilegum hagsmunum sam- félagshópanna á hverjum tima, aö þeir sáu aldrei upp úr þvi amstri. Og þaö skapast stórar eyöur, þar sem eiga heima svör viö hinum þýöingarmestu spurn- ingum. Eins og til dæmis spurn- ingum um sambúö verkalýös- flokka og verkalýöshreyfingar. Þaö er yfirleitt taliö jájcvætt aö sjálfstæöi verkalýössamtaka gagnvart þeim flokkum, sem komu þeim á legg, hefur vaxiö. En þetta sjálfstæöi hefur hér og þar tilhneigingu til aö þróast til sundurvirkni: hvert félag út af fyrir sig, samstööuvitundin snýr öll inn á viö, kemst ekki út fyrir minn hóp, okkar hóp. Hvaö eru þessir andskotar aö gera of nálægtokkur i kjörum? Vorum viö ekki metnir 3% dýrari siö- ast? Og Ihaldiö stendur hjá og segir: ja þarna sjáiið þiö, stéttabaráttan er bara slagur launþega innbyröis. Um samstööumálin rikir oft vandræöaleg feimni i evrópska vinstrinu. Um leiö og þau veröa brýnni nú þegar hagvöxturinn hættir aö skila einhverju I flesta vasa, þegar ný tæknibylting kálar störfum unnvörpum og einstakir hópar vinnandi fólks veröa mjög misjafnlega fyrir baröinu á þeirri slátrun og þá ekki siöur misjafnlega i stakk búnir til aö mæta henni. Fleiri eyður Vinstrimenn hafa átt margar ágætar lausnir i félagsmálum, en andspænis ýmsum praktisk- um efnahagslegum spurningum eru þeir alltof oft á flökti milli rómantikur og ráðleysis. Menn tefla viö kapitalistana um kjaramál af stórri Iþrótt, vita- skuld komast menn ekki hjá slikum verkefnum, en þau reyn- ast furöu litiö spennandi pólitik. (Hugmyndir ystu-vinstrihópa um aö þaö virki menn til dáöa aö bera af hörku fram kröfur, sem kapitalisminn ekki fær risið undir, hafa ekki passaö viö veruleika þar sem ekki einu sinni atvinnuleysi gerir menn róttæka). Fyrir utan kjaratafliö standa nokkrir menn sem ööru hvoru spyrja um þaö, hvort hægt sé aö framleiöa ööruvisi, starfa saman ööru visi, spyrja um sjáifstjórn verkamanna, framleiöslusamvinnufélög eöa eitthvaö þessháttar. En áhugi á þvi tali er merkilega rýr, alltof fáir sem nenna aö kynna sér hugmyndir og tilraunir af þess- um vettvangi. Margar byltingar Þetta er náttúrlega svarta- gallsraus alltsaman. Þaö er vit- analega hægt aö taka allt aöra póla I hæöina. Ég var ekki bara aö glugga i Spiegel sem skrifaöi um evrópska unglinga sem stökkvaút úr samfélaginu. Af tilviljun er blaöaö I frásögn eftir Jack London sem dulbjó sig og fór á flakk um fátækrahverfi Lundúna I aldarbyrjun: þá haföi aldreiveriö til voldugriog rikari borg en London. Lýsingarnar eru meira en nógu ömurlegar til aö minna á aö i raun hafa miklu fleiri byltingar oröiö á þessari öld en sú rússneska eöa kln- verska. Og aö sósialistar eiga I þeim byltingum gifurlega mik- inn þátt. Samt er öll sjálfum- gleöi óþörf, þvi viö munum halda áfram aö ramba á öng- stræti og lenda I þoku þó menn svo aö sjálfsögöu haldi áfram vegferöinni i þeirri bölsýnu og bjartsýnu vissu, aö menn geta ekki vaxiö frá nauösyn þess aö hafa áhrif á samfélag sitt, sam- býlishættiviöaöramenn. Samt held ég áfram, segir skáldiö. — áb.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.