Þjóðviljinn - 14.03.1981, Qupperneq 12
12 StÐA — ÞJÓDVILJINN Helgin 14.-15. mars 1981.
Ums|on:
Leif ur
Þorarinsson
tónbálkur
A næstu sinfóníutón-
leikum verður flutt
óperan Otello eftir Verdi
og í fyrsta sinn (en
vonandi ekki síðasta) á
(slandi. Stjórnandi verð-
ur Gilbert Levine, sem
stjórnaði Strauss og
Dvorák á fimmtudaginn
var. I aðalhlutverkið/ eða
amk. titilhlutverkið,
Otello, verður fenginn
tenór frá Mexico, Pedro
Lavirgen að nafni, en
ekki veit ég nein deili á
honum önnur. Sieglinde
Kahlman mun syngja
Desdemónu og
Guðmundur Jónsson ein-
hverja erfiðustu og sér-
kennilegustu baritónrullu
óperusögunnar, sjálfan
Jago.
Þessir tónleikar verða á
fimmtudagskvöldið kemur, kl. 8
(ekki hálf 9 einsog venjulega)
og verða endurteknir á laugar-
daginn.
Siðustu óperur Verdis, Otello,
sem hann samdi sjötiu og
þriggja ára gamall,og Falstaff,
sem var frumsýnd þegar hann
stóð á áttræðu, eru án efa hans
mögnuðustu og fullkomnustu
verk. Ekki aðeins sem leikhús-
verk, heldur einnig og kannski
fyrst og fremst sem tónverk.
Mönnum finnst þetta auðvitaö
ótrúlegt; hvernig á svona gam-
all maður til kraft að dugi til að
skapa músikdramatisk meist-
araverk? Enda er þetta
einsdæmi; ekki veit ég íþm.
annað.
Auðvitað eru Rigoletto, La
Verdi með hundunum slnum eftir að hann lauk við Falstaff.
Óperuv iðburður:
Otello hjá
sinfóníunni
Traviata, II Trovatore, að ekki
sé talað um La Forza del Dest-
ino, óperur, sem aldrei gleym-
ast, munu alltaf hafa sterk áhrif
á þá, sem sjá og heyra. En það
eru þessar tvær siðust óperur,
sem byggðar eru á leikritum
Shakespeares, Othello og Kátu
konunum frá Windsor, sem eru
hápunkturinn i óperugerð
ttala á nitjándu öld. Ekkert sem
gæti jafnast við þær hafði verið
samið þar suðurfrá (og varla
annarsstaðar?) siðan Monte-
verdi bjó til Krýningu Poppeu
og Orfeus. Nú hefur mikið verið
sett saman af bulli um stöðu
Verdis i músíkheiminum. Mest
var (og er) lagt upp úr að draga
hann inn i deilur um þýska
nitjándualdarmúsik, hvort eigi
að stilla honum i raðir Brahms
Verdi á Rigolettodögunum.
eða Wagneriana. Hvilik fásinna.
Verdi var og er algjörlega sér
á parti, þó vitaskuld byggði
hann á itölskum óperuhefðum
og tæki sér marga eldri meist-
ara til fyrirmyndar I tækni
kúnstarinnar. Hann lærði mikið
af Donnizetti og Bellini i með-
ferö mannsradda og Rossini I að
skrifa áhrifamikla hljóm-
sveitarþætti. En þessir ágætu
meistarar standast engan
samanburð við Verdi, hvernig
sem á málin er litið. Til þess
voru þeir einfaldlega of veikir
og tækifærissinnaðir listamenn.
Þetta finnst áreiðanlega
mörgum ljótt aö segja, ekki sist
um höfund Rakarans frá
Sevilla. En við þvi er ekkert að
gera að svo stöddu. En einhver
sagði lika einu sinni, að leir-
skáldin væru kannski dýr-
mætust, þvi þau plægðu akurinn
fyrir meistarana,- án þeirra
kæmu aldrei nein stórskáld.
Einsog ég sagði áðan er Otello
byggð á leikriti (Othello)
Shakespeares. Verdi var svo
heppinn aö fá, fyrir milligöngu
útgefandans Ricordis, ungan
textahöfund (librettista,
Boito til samstarfs siðustu árin.
Boito var lfka tónskáld, ópera
hans Mefistofeles heyrist meira
segja endrum og eins, iþm.
þættir úr henni. En samstarf
hans við Verdi, að gerð Otellos
og Falstaffs, mun þó, að ég held,
halda nafni hans lengst á lofti.
Umskriftir hans og styttingar á
textum Shakespeares eru sann
kölluö snilld (ekki vera samt
reiðir elsku Shakespeareaödá-
endur, athugið heldur málið frá
óperusjónarmiði og andiö
rólega).
Þegar Otello var frumsýnd á
Scala 1887, ætlaði allt um koll að
keyra af hrifningu. Verdi var nú
orðinn sliku löngu vel vanur;
löngu orðinn mest dáður tón-
skálda á Italiu, og það er nú
ekkert smávegis. En þetta var
samt kallinum mikil hvatning
að hætta ekki að kompónera, og
hann hófst þegar handa að
undirbúa Falstaff. Hún var
frumsýnd sex árum seinna.
Eftir þaö samdi Verdi enga
óperu. Þó var hann að búa til
músik til siðasta dags, mest
kirkjumúsik, eða músik trúar-
legs eðlis á einhvern hátt. Sumt
af þvi er ótrúlega sterkt og fal-
legt, td. Stabat Mater, sem er
meistaraverk.
En nú er þaö Otello hjá
sinfóniunni á fimmtudaginn, og
keppist nú hver sem betur getur
við að ná sér i miða.
1Þ
Lúðrasveit verkalýðsins í Háskólabíói
1 dag, laugardaginn 14. mars
kl. 14.00, heldur Lúörasveit
Verkalýðsins sina árlegu tón-
ieika I Háskólabiói. Á efnisskrá
eru bæði innlend og erlend lög.
Stjórnandi er Ellert Karlsson.
öllum er heimiil aðgangur
meðan húsrúm ieyfir.
Lúðrasveit verkalýðsins var
stofnuð 8. mars 1953. Fyrsti for-
maður var Bárður Jóhannesson
og fyrsti stjórnandi Haraldur
Guðmundsson. Lúðrasveit
Verkalýðsins kom fyrst fram
opinberlega á skemmtun i
Mjólkurstöðinni við Laugaveg i
aprilmánuði 1953,og siðan hefur
hún leikið við öll möguleg tæki-
færi á hverju ári.
A næsta ári er fyrirhuguö för
Lúðrasveitarinnar til Finnlands,
þar sem haldiö verður norrænt
tónlistarmót lúðrasveita og
kóra er starfa á vegum eða i
tensglum við verkalýöshreyf-
inguna á Noröurlöndum.
Lagið er tileinkað
Lúðrasveit
verkalýðsins í tilefni
tónleikanna í dag.
(Það er stundum sungið
í Hafnarbíói þegar
Alþýðuleikhúsið sýnir
Stjórnleysingi ferst
af slysförum eftir Dario Fo.
y~ h / & ^ .f /LW=^=|
/ t l L t+x'cTva j u 'í^'r P&r hcj
f
m
St>*
¥■
j y l
Jtn.
0-4T loó
J Ots
* r-.--------- nr
$
b >
ea
P r rJ jl L L j í : fl~
7>.c
Nú svífur út um veröld víða,
vængjuð hugsjón sem er oss svo kær.
Og það er engin þörf að kvíða
þegar uppreisn í hjörtunum slær.
Allur heimur er
eina föðurland vort
og vor stjórnarskrá er frelsið eitt.
Allur heimur er
eina föðurland vort
og vor stjórnarskrá hún er frelsið eitt.
Þeir finna aftur (talíu
allt hið nauðuga herkvadda lið.
Þeir munu halda heim að nýju
heim með boðskap um réttlæti og frið.
Allur heimur er o.s.frv..
Lag: Leifur Þórarinsson
Ljóð: Þórarinn Eldjárn