Þjóðviljinn - 14.03.1981, Qupperneq 28

Þjóðviljinn - 14.03.1981, Qupperneq 28
UOÐVIUINN Helgin 14.-15. mars 1981. nafn* < Stefán Jonsson Fátt eöa ekkert hefur vakiö meiri athygli nú I vik- unni en suðurganga þeirra noröanmanna vegna Blöndu- virkjunar. Segja má aö Stefán Jónsson, bóndi á Kag- aöarhóli, hafi veriö i fylkingarbrjósti þeirra norðlinga og þvi tókum viö hann tali: — Jú, viö höfum safnaö undirskriftum undir áskorun um aö Blönduvirkjun veröi næsti virkjunarkostur lands- manna. Undir hafa skrifaö 3256 menn og eru þeir dreifö- ir um allt kjördæmiö. Og þessum undirskriftum var safnaö á rúmri viku. Þá tók veöur i taumana og þvi hafa eflaust einhverjir oröiö eftir, sem annars heföu skrifaö undir. Nú, tilgangurinn meö þessum undirskriftum er aö sanna þaö hver sé hinn raun- verulegi vilji heimamanna i þessu máli og svo i ööru lagi aö sýna fram á, aö bændur standi ekki i vegi fyrir fram- kvæmdum, sem skipta þjóöina alla svo miklu máli sem Blönduvirkjun gerir, vilji semja, svo framarlega sem tekiö sé tillit til sjónarmiöa bænda. — Hvaö komuð þiö margir suöur til þess aö fylgja þessu máli eftir? — Ég veit nú ekki nákvæmlega um þaö,en ætli þaö séu ekki svona 70—80 manns. — Hvaö finnst þér um þær undirtektir sem þiö hafið fengið viö erindi ykkar hér syðra? — A þaö hefur nú kannski litið reynt ennþá aö ööru leyti en þvi, að okkur var tekið vinsamlega. Það er nú að störfum sérstök samn- inganefnd hér syðra og i henni eru 6 menn af hálfu heimamanna; þrir búsettir vestan Blöndu og þrir austan hennar. Og svo eru fulltrúar frá rikisvaldinu. Máliö er i hennar höndum núna. Þessi nefnd hefur setið hér á fund- um siöan á miövikudag. — Sjáið þiö eitthvaö til botns i þessum viöræðum? — Ja, við erum aö vona að samkomulag náist á þeim grundvelli aö báðir aöilar slaki nokkuö til og þá aö rikisvaldiö komi þar einnig til skjalanna. — Ertu bjartsýnn á sam- komulag? — Ég tel aö þaö ætti aö nást ef rikisvaldiö sýnir sanngirni. En þaö er eitt atr- iði, sem er ákaflega þýöingarmikiö I þessu sambandi og það er aö svona framkvæmdir tryggi at- vinnuuppbyggingu heima i héraöi, þannig að bygging orkuvers verki sem jafnvægi i byggö landsins. Ég vil leggja á þaö áherslu, aö meö1 þessum undirskriftum og suöurgöngu erum viö á engan hátt aö taka fram fyr- irhendur á samninganefnd- armönnum, heldur aöeins aö sýna hinn raunverulega vilja og svo er þaö aftur rikis- valdsins aö koma til móts viö óskir heimamanna. — mhg Aöalsfmi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfsmenn blaösins iþessum simum: Ritstjórn 81382,81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt að ná i af- greiöslu blaösins i slma 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Myndraöir Guörúnar Svövu fjalla um frelsiö (ljósm.: eik). Frelsi og flísalögð náttúra Viðtal við Þorbjörgu Höskuldsdóttur og Guðrúnu Svövu Svavarsdóttur sem opna myndlistarsýningu á Kjarvalsstöðum í dag Þorbjörg Höskuldsdóttir og Guörún Svava Svavarsdóttír opna I dag, laugardag, málverka- sýningu í vestursal Kjarvals- staöa. Hefst hún kl. 15 og mun Manuela Wiesler leikatvö verk eftir Leif Þórarinsson viö opnun- ina. Sýning Guðrúnar Svövu er tviskipt, annars vegar myndraöir meö oliuverkum á striga og teikn- ingum, hins vegar stök málverk. Þorbjörg sýnir oliumálverk og teikningar af ýmsum stæröum. Báðar eru þær vcl kunnar meöai myndlistarunnenda frá fyrri sýn- ingum. Blaðamenn Þjóðviljans komu aö þeim á fimmtudag þar sem þær stóöu með hendur fram úr ermum og voru að hengja upp. Voru þær orðnar heldur lúnar enda sögöu þær að undirbúningur svona stórrar sýningar væri ekkert áhlaupsverk. Við fengum togað þær afsiðis til að spyrja þær svolitið Ut úr en þá hljóp i þær galsi svo að eftirfarandi viötal er sennilega tóm vitieysa á köflum. Blm.: Hvað eruð þið lengi búnar að vera að undirbúa þessa sýningu? Guðrún: Það er nú orðið rúmt ár siðan við pöntuðum salinn en segja má að ég hafi verið tvö undanfarin ár aö vinna að henni. Ég sýndi siðast ný verk I SÚM áriö 1979. Þorbjörg: Ég sýndi siðast 1977 hér á Kjarvalsstöðum. Bim.: Hafa oröiö einhverjar breytingar I málverkinu hjá ykkur siöan siöast? Þorbjörg: Ég er að vona ég sé aö breytast. Annars er ég voöa- lega hægfara I mér. Guðrún: Það er engin bylting. Þorbjörg: Engar byltingar. Blm: Hér kemur þá ein stór spurning sem ég beini til þin, Þor- björg. Hvaö ertu eiginlega aö fara i þinum myndum? Þorbjörg: Attu viö aö flisa- leggja náttúruna? Blm.: Já. Þorbjörg: Ég flisalegg ekkert heima hjá mér, en vil endilega gera þaö og svona er þaö auöveld- ast. myndir hjá þér, Þorbjörg? Þorbjörg:Þær eru allar frá ár- unum 1980 og 1981, oliumálverk og teikningar með blandaöri tækni. Blm.: Mér sýnist þú, Guðrún, mikið vera að fjalla um frelsi og innilokun I þinum myndum. Er það rétt? GuðrUn: Já, i þessum serium eða myndrööum enda heita þær Um frelsi. Blm.: Vinnurðu eingöngu i myndröðum upp á siðkastið? Guðrún: Siðast þegar ég sýndi var ég lika meö myndraðir en á þessari sýningu núna eru lika 14 stök málverk. Blm.: Litið þið báðar á ykkur sem naturalista? Þorbjörg: Já, ég held það, öðrum þræði. Guðrún: Hvað ertu Tobba? Natur-sur-real...? Þorbjörg: Ég veit aldrei al- mennilega hvað ég er. Guðrún: Þeir eru dálitið erfiðir þessir ismar. Maður veit aldrei fyrr en eftir á — þegar einhver er búinn aö skilgreina — i hvaða isma maöur er. Blm.: NU er þetta feikistór salur. Er ekki erfitt að fylla upp i hann? Guðrún: Þaö er nú fyrst og fremst þess vegna sem við tókum hann tvær saman. Þaö liggur við að ekki sé gerlegt fyrir ungt fólk aö sýna hér enda kannski ekki mjög heppilegt fyrir það að láta svo langt liða á milli sýninga eins og þegar sýnt er i svo stórum sal. Ég er t .d. búin að vinna i 2 ár og á samt ekki i nema rúman hálfan salinn. Blm.: Er þaö þitt eina starf aö mála? Guðrún: Já, ég var svo heppin að fá starfslaun hálft árið 1979 og hálft árið 1980 og hef þvi getað helgað mig þvi að mála. Svo höf- um við báðar unnið frilans viö eitt og annað. Þorbjörg: Já, t.d. I leikhúsum, vib skreytingar á bókum og á sýn- ingum, störf sem við getum tekið greiöslu fyrir. Það kemur svona i skorpum. Guðrún: Já, ég hef t.d. tekið að mér uppsetningu á vörusýningum i Laugardalshöll — og svo hef ég náttúrlega fyrirvinnu, er gift ljóö- skáldi. Þorbjörg: Já, maðurinn sér fyrir henni meö ljóðum sinum. (Hún hlær stórkarlalega). Blm.: Að lokum. Hvað tekur við aö lokinni þessari sýningu? Þorbjörg: Málun og teikning. GuðrUn: Við byrjum sennilega báðar að teikna. Það á að efna til teiknisýningar hér á Kjarvals- stöðum i sumar og okkur langar báðar að senda inn verk en þeim ber að skila inn til dómnefndar fyrir 9. april. Það er óhætt að mæla með sýn- ingu þeirra_ Þorbjargar og Guörúnar Svövu. Hún verður opin daglega kl. 14—22 til 29. mars. — GFr Þær Þorbjörg og Guðrún Svava gáfu sér tima til að lita eitt augnablik upp og stilla sér upp fyrir framanljósmyndavélina.Þær voru orðnar hálf lúnar og kominn galsi i þær (ljósm.: eik). Þorbjörg með eitt af nýjustu verkum sinum. Fortiðarþrá? (Ljósm.: eik). Nú gripur hálfstálpaður strákur fram i sem mun vera bróðursonur listakonunnar og segir að þetta sýni bara hvað hún er árásargjörn. Þorbjörg: SUlurnar og flisa- gólfin eru afturhvarf I gamla tima. Ég vil halda þeim á lofti. Þetta er stemmning frá Italiu. Blm.: Hefurðu komið til ítaliu? Þorbjörg:Ég var búin að mála svo mikið undir áhrifum þaðan að ég dreif mig i fyrsta skipti þangað I fyrra og fékk þá staðfestingu á fyrri áhrifum. Ég hélt upp á fertugsafmælið i Sixtusarkapell- unni. Blm.: Fékkstu kannski nýjan og aukinn kraft frá Michelangelo þegar þú stóðst undir honum fertug? Þorbjörg: Já, svo sannarlega má segja það hvort sem það er rétt eða rangt. Blm.: Er það þitt eina starf að vinna við sjálfstæða mynd- sköpun? Þorbjörg: Já, ég reyni að berj- ast í þvi'. Blm.: Er það mikil barátta? Þorbjörg: Þetta er ægileg bar- átta og erfið afkoma. Það er svo mikið óöryggi sem fylgir þessu. GuðrUn: Þetta er allt annað fyrir könur sem eru giftar sjóða- kóngum eins og ég. Þorbjörg: Já, það má segja að ég sé einstæðingur á framfæri aldraðrar móður minnar. GuðrUn: Þú getur best séð sjálfur hvað hún er horuð. Þorbjörg:Mamma benti mér á að sækja um styrk I Afrikuhjálp- ina, hún var að reyna að leiða mér fyrir sjónir hvað ég væri horuð. Bróðursonurinn: Hún deyr þá ekki Ur offeiti á meðan. Blm: Hm. Eru þetta allt nýjar

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.