Þjóðviljinn - 20.06.1981, Blaðsíða 28

Þjóðviljinn - 20.06.1981, Blaðsíða 28
DIÚÐVIUINN Helgin 20.-21. jiiní 1981 nafn vikunnar Sveinn Einarsson „Upptökumálið” i Þjóð- leikhUsinu hefur verið mikið til umfjöllunar i fjölmiðlum undanfarna viku, á stundum i nokkuð reifarakenndum stil. enda ýmsum heitt i hamsi. Þjööleikhúsráð öskaði greinargerðar frá Sveini Einarssyni Þjóðleikhús- stjóra um upptökubúnaðinn á skrifstofu hans, auk þess sem beðið var um scrfræði- skýrslur frá ýmsum tækni- starfsm önnum hússins og ut- anaðkomandi aðiium um simaútbúnað, hljóðnema, kallkerfi og sitthvað fleira. Sveinn Einarsson cr tvi- mælalaust nafn vikunnar, og i greinargerð sinni til Þjóð- leikhúsráðs skýrir hann þetta mikla hitamál af sinni hálfu. Sveinn segir að 15. nóv. sl. hafi verið endurnýjaður sá upptökubúnaður sem fyrir var á skrifstofu Þjóðleikhús- stjóra. Nýtt segulbandstæki var keypt auk þess sem keyptur var nýr hljóðnemitil upptöku á skrifstofunni Sveinn segir að 15. nóv. sl. hafi verið endurnýjaður sá Hpptökubúnaður sem fyrir vará skrifstofu Þjóðleikhús- stjóra. „Nýtt segulbandstæki var keypt auk þess sem keyptur var nýr hljóðnemitil upptöku á skrifstofunni og var hengdur upp nálægt miðju herbergi við enda á gluggakappa og gat verið sýnilegur”. Sfðar segir Sveinn: „Und- irritaður hefur ekkert gert til að leyna þessum búnaði. Rofinn sem setur tækið i gang hefur verið sýnilegur hverjum sem sjá vildi frá fyrstu tíð. Að hljóðneminn var almennt ekki þekktur, stafar einfaldlega af því að svo hafði tekist til, aö enn sem komið var hafði aldrei verið tilefni til að nota hann... Fyrir undirrituðum var þessi útbúnaður ekki leynilegri en þaö, að hann lét hverjum sem vildi eftir að skoöa hann að sér fjarver- andi, þegar lagt var með hans samþykki parkett á gólf skrifstofunnar”, segir Sveinn. „Staðreyndin er nefnilega sú aö atvik hafa hagað þvi svo að ekki hefur þurft að nota þessi tæki þann tima sem liðinn er siöan þau voru endurbætt Ekki hefur veriö tekiö upp eitt einasta samtal við starfsmann leikhússins né heldur nokkur fundur þar haldinn og hefði aldrei verið gert án vitundar eða óska viðkomandi. Við þetta legg ég drengskap minn.” Þá upplýsir Sveinn að end- urnýjun upptökubúnaöarins hafi kostað á sinum tima 258.150 grk. Að siöustu segir Sveinn i greinargerð sinni til Þjóö- leikhúsráös. „Ég þarf ekki að taka fram furöu mina yfir óviður- kvæmilegum úlfaþyt i fjöl- miölum vegna máls þessa. Enþarsem tilvist hljóðnema á skrifstofu leikhússtjóra hefur vakið tortryggni sumra starfsmanna, hef ég talið rétt aö gera ráöstafanir til að fjariægja umræddan hljóðnema.” __. AbaUbni Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. ULan þess tlma er hægt að ná I blaðamenn og aðra starfsmenn blaösinsiþessum slmum: Ritstjórn 81382,81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aö na 1 af- greiðslu blaðsins I sima 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Það má kallast viðburður aö hitta konu, sem skipar for- mannssæti i vcrkalýðs- og sjó- mannafélagi. Þær eru áreiðan- lega sárafáar á þessu landi lýð- ræðis og mannréttinda. Hvers- vegna?? Ja, svari nú hver fyrir sig. Ætliþað geti ekki verið van- inn. Karlmenn hafa skipað þessar stöður og ýmsum þykir sjálfsagt eðlilegt að þeir geri það áfram. Treysta þeim kannski betur I þvi margháttaða streði, sem svona störfum fylgir gjanan. En svo hendir það, allt i einu er söðlað um og kona kosin for- maður. Þessháttar ævintýri gerðist austur á Stokkseyri þeg- ar Dagbjörtu Siguröardóttur var falin formennska i Verka- lýðs- og sjómannafélaginu Bjarma. Og það ber ekki á öðru en hún sé vandanum vaxin og þarf þó nokkuð til þess aö fara i fötin hans Björgvins Sigurðs- sonar sem var formaður félags- ins um áratuga skeið. Hann er reyndar bróðir Dagbjartar. Mæti aðeins velvilja — Nú ert þú formaður Verka- lýðs- og sjómannafélagsins Bjarma, Dagbjört, hvað ertu búin aö gegna þvi starfi lengi? — Ég var kosin formaöur þessa félags i marsmánuði 1978. Fram að þeim tima haföi Björg- vin bróðir minn gegnt for- mennskunni allt frá árinu 1935. — Þótti karlmönnum ekkert fram hjá sér gengið þegar kona var allt i einu sest i þennan stól? — 0,nei,nei, ekki varð ég þess nú vör, svo heitið gæti a.m.k„ enda munu ýmsir þeirra hafa átt þátt i því að svona skipaöist málum. Konur eru auðvitaö i verkalýösfélögum en hinsvegar mun fátíttað þær séu sjómenn. En ég hef ekki fundið annað en velvilja frá þvi fólki, sem ég hef starfað með. Sumarvertiðin oftast blóinatimi — Hvað er svo að frétta af at- vinnuástandinu hérna hjá ykkur á Stokkseyri um þessar mund- ir? — Eins og sakir standa má þaðheita gott. Sumarvertiðin er nú að hefjast og sá timi er venjulega góður hér, oftast nóg að gera. Annars koma hér, eins og viða annarsstaðar, hálf dauð timabil. Það er oftast litið að gera frá þvi'i nóvember og fram undir febrúarlok. 1 vetur voru þá hjá okkur allt upp i 70 m anns á atvinnuleysisskrá. En á sumarverti'ðinni er yfirleitt yfrið nóg að gera og vantar meira að segja fólk þegar mest berst að. Hér hafa þá stundum verið f vinnu allt aö 80 unglingar frá Selfossi. Vinna var hér samfelldari á meöan linuútgerðin var stunduð að einhverju ráði. En uppgjik- vildi þá dragast lengur og kannski hefur það áttsinn þátt i þvi, að sú útgerð lagðist hér nið- ur. Þá var ráðist i að festa kaup á togara i samvinnu við Eyr- bekkinga og Selfossbúa. En þó að Selfoss eigi þarna hlut að máli þá er afli togarans að mestu unnin hér og á Eyrar- bakka. Gallinn er bara sá, að svo virðist sem togaranum hætti við að sigla út með aflann, eink- um þegar hvað minnst er að gera. Svo eru geröir héðan út einir 7-8 bátar og fiskur af tveimur aðkomubátum er unninn hér. Höfnin hér hentar ekki nema smábátum og þeir eiga meira að segja á hættu að komast ekki héðan út, ef þannig viðrar. Löndun fer þvi aðallega fram i Þórlákshöfn og fiskinum er svo ekið hingað. Stokkseyringar eru tæp 600 að tölu og fiskurinn er þeirra fjöregg. Því láta konur bjóða <sPT þetta? — mgh ræðir við Dagbjörtu Sigurðardóttur, formann Verkalýðs- og sjómannafélagsins Bjarma á Stokkseyri — Naumast þarf að þvi að spyrja hver sé hér aðalatvinnu- rekandinn. — Nei, það er náttúrlega frystihúsiö. Það má i raun oe veru heita eini atvinnurekand- inn, sem að kveður að ráði. Hér er að visu rekið netaverkstæði og svo er stundum eitthvað aö gera á vegum sveitarfélagsins en frystihúsið er megin burðar- ás atvinnulifsins hér. Og hér er útgerðin og fiskvinnslan i raun og veru á einni hendi. Frysti- húsið ereign sveitarfélagsins að 80hundraðshlutum en 20% eru i eigu einstaklinga. Og frystihús- ið rekur útgerðina að mestu leyti. Stjakað við eldra fólk- inu — Er unnið eftir bónuskerfi hjá ykkur í frystihúsinu? — Já, þaö hefur gilt i fersk- fiskvinnslunni frá þvi 1979. — Eru aliir á einu máli um það fyrirkomulag? — Nei, þvi fer fjarri. Um bónuskerfið eru mjög skiptar skoðanir. Ég fyrir mitt leyti er þvi algerlega mótfallin og tel að það ætti ekki að eiga sér staö eins og þvi er beitt. Þetta fyrir- komulag bitnar mjög á eldra fólki. Það hefur ekki leittaf sér styttri vinnutima. Þaö stuðlar að þvi' að ýta eldri konunum út af vinnumarkaönum. Þær þola ekki svona álag. Bónusinn skap- ar slæman „móral” á vinnu- stað. Fólkið, sem i þessu tekur þátt, fær að vi'su ofurlitið fleiri aura i launaumslagið en hvað er látið i staðinn? Hefur það verið hugleitt sem skyldi? Svona lag- að held ég að engir létu bjóða sér nema konur. Nei, bónusinn kann að henta þar sem aðeins er unnin hálfs dags vinna, annars- staðar ekki. Hitaveita — Hvað eru margir ibúar hér á Stokkseyri? — Ibúar eru hér um 600. Sú tala hefurum hrið staðiö nokkuð i stað, en þó fjölgar fólki hér ef eitthvað er. — Framkvæmdir hér i þorp- inu, er eitthvað af ibúarhúsum i byggingu? —■ Það þyrfti að vera meira. Hinsvegar er nú verið að vinna að þýðingarmiklum fram- kvæmdum þar sem er lagning hitaveitu hingað frá Selfossi. Er ráð fyrir þvi gert, að lagt verði hér i fyrstu húsin i sumar. Margir munu hugsa gott til þess að losna við oliuna. Hún er dýr og i raun og veru er kyndingar- kostnaðurinn að sliga margt eldra fólk fjárhagslega. En kostnaður við breytinguna er lika býsna mikill og sjálfsagt þurfa ýmsir að skipta alveg um kerfi i húsunum. Þá stendur og til að malbika nú i sumar dálitinn spotta af að- alveginum hér austur. — Hvernig er svo fræðslumál- unum háttað hér hjá ykkur? — Við höfum hér grunnskóla, þar sem kennsla fer fram allt upp i 9. bekk. Einn bekkur héö- an fer hinsvegar til náms út á Eyrarbakka en annar kemur þaðan i' staðinn. Stærsta hagsmunamál- ið — Hvað telurðu að sé mesta hagsmunamál ykkar Stokkseyr; inga nú um stundir? — Það tel ég tvimælalaust vera að fá brú á ölfusá hjá Ös- eyrarnesinu. Hún er okkar life- spursmál. Og hún er ekki bara hagsmunamál okkar Stokkseyr- inga heldur og Eyrbekkinga. Hún er höfuðnauðsyn fyrir þessi þorp bæði eigi þau blátt áfram að haldast i byggð. Mannlifið i þessum þorpum byggist öllu öðru fremurá fiskinum. Honum er að langmestu leyti landað i Þorlákshöfn og ekki útlit fyrir að þar verðibreyting á. Siöan er honum ekið hingað i þorpin til vinnslu og þá þarf að krækja alla leið upp á Selfoss. Af þvi leiðir stórfelldan kostnað, sem auðvitað legst á fiskvinnslufyr- irtækin. Sjómennirnir vilja gjarna geta skroppið heim til sin meðan staðiö er við i landi. Og það m unar þá miklu að þurfa ekki að krækja upp á Selfoss. Ef þessu fer fram er hætt við að þeir flytji brátt áfram til Þor- lákshafnar. Nei, það gildir einu hvernig við veltum þessu fyrir okkur. Engi.n framkvæmd er brýnni nú fyrir framtfð þessara þorpa en brú á ölfusá við Óseyrarnes. —mhg Dagbjört: Ég hef ekki fundið annaö en velvilja frá þvi hef starfað með. Mynd —gel. ég

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.