Þjóðviljinn - 15.08.1981, Blaðsíða 2
Afsendibréfi frá Amsturdammi
■> SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 15.-16. ágúst 1981
Ekki veit ég, Jónas minn, hvers vegna ég
valdi þig til að skrifa héðan f rá Amsterdamm.
Kannske er það vegna þess að Holland er land-
búnaðarland og hingað berst í raun og veru
ekkert nema ,,Tíminn" (kannske hefur Al-
þýðublaðið komið hingað áður en það hætti að
koma út).
Jæja —Þaðsem ég séhelst í Tímanum, hér í
Amsterdam er það hvernig eigi að „kampa",
sem hef ur stundum á íslensku verið kailað að
taka sér bólfestu.
Nú langar mig í sem stystu máli — og þá
sérstaklega vegna þess að við höfum gengið
saman með gleraugu á skíðum, hvað svo sem
segja má um það hvernig gæfuleysið féll að
síðum, (og hér á ég að sjálfsögðu við blaðsið-
um) — já,mig langar semsagt til að segja þér
hvernig best er að ferðast um Holland.
Best er að koma til Hollands um miðjan dag,
því þá er sólin hæst á lofti. Síðan tekur degi að
sjálfsögðu að halla, jafnt í Hollandi sem og í
öðrum löndum.
Það er um að gera í Hollandi að „kampa" og
taka sér bólfestu á meðan ratljóst er, annars
getur maður tapað áttum — eins og á skíðum í
myrkri.
Nú getur dottið í túrhesta (eins og þeir eru
stundum kallaðir í Niðurlöndum) — að fara í
ferðalag frá Amsturdammi, en þá ríður á að
fara stutt. Rakið er að fara til annarrar borg-
ar, sem heitir Rotterdamm.
Réttast er að leggja uppí þennan túr við sól-
arupprás, eða eins og stundum hefur verið
kallað að „taka daginn snemma".
Nú verðum við að muna það — Jónas — að
við erum búnir að tjalda, þvf annars getum við
lent í alvarlegri diskusjón um nýtt tjaldstæði,
þar sem skjöldóttar kýr þekja víða beitivelli.
Af því er komið máltækið „Hvar á að tjalda
— segir hún Skjalda? Hinumegin við ána, seg-
ir hún Grána."
Jæja. Nú sem leið okkar liggur f rá Amstur-
dammi til Rotterdamser farið f gegnum borg
eða bæ, sem sagður var heita Hag á járnbraut-
arstöðinni. Ég var svolítið syf jaður, sennilega
vegna þess að ég haf ði verið vakinn snemma,
en farið fullseint að sofa kvöldið áður en ég
vaknaði. Þá þurfti mín elskulega eiginkona
auðvitað að koma með f úlan brandara um það
hvort ég væri ekki hagvanur f Hag og hvar
þessi „helvítis réttlætisdómstóll væri".
Ég sagðist ekki vita það svo gjörla og hvort
hún væri eitthvað betur sett þótt ég segði henni
og sýndi hvar „réttlætið" væri að f inna í ver-
öldinni. Málinu var slegið á frest.
Nú, svo þarf náttúrlega ekki að vera að orð-
lengja þetta að leiðin frá Rotterdamm liggur
aftur til baka til Amsterdamm, en þá fara
málin nú heldur betur að vandast.— Ég á við
þegar maður kemur til baka til Amsterdamm.
Þá förum við — Jónas — að leita að „ból-
festunni" og það getur svo sannarlega orðið
dálítið snúið að finna tjaldið sitt í Amstur-
dammi. Þá gengur maður með sjeneverbrúsa
um hina fögru skrúðgarða borgarinnar (að ís-
lenskum sið) og heldur að maður sé „áðí" eins
og svoleiðis ferðalög voru stundum kölluð á
meðan afi minn var enn við lýði.
Þá er það að að manni storma undarlegustu
menn og spyrja hvort maður sé eitthvað
óvenjulega kynlegur kvistur; brennivín eigi
nefnilega ekki að drekka — síst af öllu sjení-
ver, heldur takann í nefið. Nú er ég að vísu
ekki sleipur í hollensku og ennþá verri í belg-
ísku,en ég held að sumir þeirra sem harðastir
voru í eiturlyf jasölunni þarna í skrúðgörðun-
um hafi um tíma verið að reyna að telja mér
trú um að ef maður tæki ekki sénfverinn beint
í æð, þá ætti maður að reyna að drekkann í
gegnum eyrun.
Þó hitti ég loksins einn, sem kom mér —
semsagt í skilning um það, svo ég trúði því, að
sjeníver ætti að taka í nef ið við kvef i. Og hann
gaf mér eftirfarandi resept:
Eitt sem alltaf er gefið
það er eitur, já eitur — lefið
sjeníver settur í nefið
svo að þér batni kvefið.
mest, best, verst
drykk áriö 1886 hafa aöeins sjö
menn fengiö aö vita hina ná-
kvæmu uppskrift af drykknum.
Illar tungur segja aö þessir sjö
menn setji drykkinn aldrei inn
fyrir sinar varir. Upphaflega
var Kóka-kóla framleitt sem lyf
gegn höfuöverk og timbur-
mönnum, en síöan hefur upp-
skriftin breyst nokkuö 1 meöför-
um manna, enda inniheldur
drykkurinn nú hvorki kókó úr
kókó.plöntunni (kókain) né kóla
úr kólahnetunni svo teljandi sé,
heldur aöallega sykur vatn,
koffin, karamellu, vanillu, lav-
ender, negul, kanil, lime safa
o.fl., og þetta sullast ofan i 90
milljónir manna daglega.
Óvanalegasta
barnapían
Ýmiss konar vandamál koma
upp hjá fólki, sem þarf að fá
barnagæslu, t.d. á meöan það er
i sumarleyfi. I Pennsylvaniu er
rekið fyrirtækiö ,,Leigöu-for-
eldra” („rent-a-parent”) , sem
rekiö er svipað og bilaleigurnar
þar i bæ. Þú ferö sem sagt i
sumarleyfi, alla leiö til Evrópu
ef vill, og færö á meöan par sem
gegnir skyldum þinum gagn-
vart börnum, búi og hundi
Fyrir 24$ á dag gæta þessir nýju
foreldrar barnanna, þvo bilinn
klippa garöinn og bursta hund-
inn. Býöur nokkur betur?
Versti fiskurinn
Arið 1969 voru siöprúðir
feröamenn i Florida varir viö
undarlegar árásir fiska á hund-
ana sina, þar sem þeir skvömp-
uðu á ströndinni meö húsbænd-
um sinum. Undarlegt sem þaö
viröist, fundust æ fleiri kjöltu-
rakkar dauöir uppi á þurru
landi eftir fiskabit. Nú voru góð
ráð dýr, en dýrafræöingar fundu
þennan andstyggilega litla fisk,
sem gekk á land og beit sak-
lausa kjölturakka til dauös.
Þetta voru kattarfiskar „Cat-
fish”, sem er auövitað sérstak-
lega i nöp við hunda. Heimili
þeirra er annars aöallega i Asiu,
og finnast þeir i grunnum tjörn-
um og lækjum en geta lifaö allt
aö 12 klukkustundir á þurru
landi. Þeir þykja ágætir á
bragöið og visindamaöur nokk-
ur aö nafni Caul geröi merka til-
raun á þessum kvikindum, meö
Auglýsingar á kóka-kóla hafa
breyst meö árunum eins og upp-
skriftin. Hér er ein allra fyrsta
auglýsingin frá árinu 1906.
Best geymda
leyndarmálið
Leyndarmál fara misjafnlega
i geymslu eins og annaö, en sag-
an segir aö best geymd af öllum
veraldarinnar leyndarmálum,
sé uppskriftin aö Kóka-kóla.
Siöan John S. Pemberton nokk-
ur fann upp þennan merka
þvi aö hella ofan i tjörn þeirra
hvitlauk, lauksafa, sakkarini,
reyktu salti og ýmsum ljúffeng-
um kryddtegundum og fiskur-
inn fékk bragö af öllu þessu þeg-
ar hann siðan var steiktur. Þeg-
ar siðast fréttist var prófessor
Caul aö hella smjöri, eggja-
rauöu og sitrónusafa ofani
tjörnina hjá kvikindum i þeirri
von aö þau myndu meö þvi
bragðast eins og hollensk sósa.
Dr. I.M. Potent
Snúið stólbökum saman
Ágæt aðferð gegn kynmökum: Til að auka
fjölbreytnina er tilvalið að nota ruggustóla.