Þjóðviljinn - 15.08.1981, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 15.08.1981, Blaðsíða 21
Helgin 15.-16. ágiist 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍDA 21 I minningu Olafs Þ. Kristj ánssonar Ólafur Þ. Kristjánsson, fyrr- verandi skólastjóri Flensborgar- skólans, lést aö St. Jósefsspitala i Hafnarfirði mánudaginn 3. þ.m. eftir dvöl á sjúkrahúsi um nær þriggja mánaöa skeiö. Meö hon- um er fallinn i valinn mikill persónuleiki, sem sett hefur svip á umhverfi sitt og samtiö um ára- tugaskeiö. Ólafur Þóröur, eins og hann hét fullu nafni, var önfirskrar ættar, fæddur 26. ágúst áriö 1903 aö Hjaröardal ytri i önundarfiröi. Foreldrar hans voru hjónin Bess- abe Halldórsdóttir frá Hóli á Hvilftarströnd i Onundarfiröi og maöur hennar, Kristján Guöjón Guömundsson. Bjuggu þau á fööurleifö hans, Kirkjubóli i Bjarnardal, þar sem ólafur ólst upp ásamt þremur systkinum sinum, sem öll eru á lifi: systur- inni Jóhönnu og tveimur þjóð- kunnum bræörum, skáldinu og kennaranum Guömundi Inga og Halldóri, fyrrverandi bónda og ritstjóra og núverandi starfs- manni Alþingis. Um æskuheimili ólafs er mér lltið kunnugt. Hann var jafnan fá- talaður um ævi sina og eigin hag þaö best ég vissi, en hitt er vfst, aö Kirkjubólsheimiliö stóö föstum fótum i þjóölegri búskaparerfö. Mátti þar sjá forna búskapar- hætti lengur fram eftir öldinni en vfða annars staöar, svo sem kvik- mynd þeirra Ósvaldar Knudsen og Kristjáns Eldjárns, Fráfærur, ber nokkurn vott um. Er sú kvik- mynd tekin á Kirkjubóli, enda var þar sföast fært frá á íslandi og ær mjólkaöar f kvfum til ársins 1951. Kristján, faöir ólafs, lést eftir langvarandi og erfiö veikindi, þegar börn hans voru á uppvaxt- arskeiði. Var ólafur elstur syst- kinanna og ekki ólfklegt, aö föö- urmissirinn hafi á ýmsan hátt haft áhrif á lif hans og framtiö. Þaö var vissulega ekki um auö- ugan garö aö gresja fyrir fátæka bændasyni á tslandi i afskekktri sveit aö afla sér menntunar á fyrstu áratugum aldarinnar. Fáir voru skólarnir og dýrt var þá aö sækja um langan veg. En þegar saman fór mikil greind, mennt- unarlöngun, dugnaöur og atorka, fékk ekkert staöist ásókn ung- lingsins, sem þyrsti eftir mennt- un, þótt ytri aöstæöur drægju úr feröinni eöa yllu kyrrstööu um sinn. Og þannig var þaö meö Ólaf Þ. Kristjánsson. Meö sjálfsnámi tókst honum, unglingnum, aö afla sér mikillar þekkingar á ýmsum sviöum, ekki sist tungumála- kunnáttu, áöur en hann hóf nám I Kennaraskólanum, og má sem dæmi um þaö nefna, aö áriö 1926 sótti hann þing esperantista I Edinborg. Or Kennaraskólanum útskrif- aðist hann voriö 1928 og hóf þá um haustið kennslu viö Alþýöuskól- ann á Hvitárbakka, en kenndi þar ekki utan þann vetur. Haustiö 1929 fékk hann kennarastööu viö Barnaskóla Hafnarfjaröar — nú Lækjarskóla — og átti hann heima i Hafnarfirði upp frá þvi. Ferill ólafs i Hafnarfiröi i stööu kennara og skólastjóra er þvi bæöi langur og samfelldur. Áriö 1931 varö hann stundakennari viö Flensborgarskóla og var þaö til 1945, aö hann hlaut fulla stöðu viö skólann. Tiu árum siöar, er Benedikt Tómasson lét af starfi skólastjóra, var Ólafur ráöinn i embættiö. Skólastjórastarfinu gegndi hann til 1972 og vantaði þá ár til aö ná hámarksaldri em- bættismanna. í hans tið var skól- inn gagnfræðaskóli. t lok sjöunda áratugarins er farið aö huga aö breyttri skipan framhaldsmennt- unar i þeim tilgangi að útvikka sviö hennar og koma til móts viö ' auknar þarfir, tækni og tiöar- anda. t tiö Ólafs var stofnuð framhaldsdeild viö skólann og menntadeild áriö 1971. Siöar var svo skipan framhaldsnámsins breytt viö skólann yfir i fjöl- brautakerfi. Hér hefur aöeins veriö stiklaö á stóru I sambandi viö kennslu Ólafs og skólastjórn. En áhuga- mál hans náöu langt út fyrir skól- ann. Hann tók mikinn þátt i félagsmálum: stjórnmálum, samvinnustarfsemi og bindindis- málum. Flokksmaöur var hann i Alþýðuflokknum og ávallt talinn i rööum vinstrimanna innan hans. Bæjarfulltrúi var hann 1938—1942 og aftur 1950—1958, og um margra ára skeið átti hann sæti i miöstjórn Alþýöuflokksins. Ahugi Ólafs fyrir hugsjónum samvinnustefnunnar var mikill og einlægur. Hann gegndi for- mennsku i Pöntunarfélagi Verka- mannafélagsins Hlifar, og I stjórn Kaupfélags Reykjavikur og ná- grennis var hann frá 1937—1945, en þá var Kaupfélag Hafnfiröinga stofnaö upp úr hinni hafnfirsku Kron-deild. Tók ólafur þá viö stjórnarformennsku hins nýstofn- aða kaupfélags og gegndi henni i 8 ár. Hann bar umhyggju fyrir hag og velferö kaupfélags sins, en þar var stundum viö mótbyr og erfiö- leika aö etja. Ariö 1968 var Ólafur kosinn i stjórn Sambands Is- lenskra samvinnufélaga og sat I henni til 1976, aö hann baöst und- an endurkosningu. Ólafur var alla ævi bindindis- maöur og mun snemma hafa gengiö i góötemplarastúku, enda komst hann til æöstu áhrifa og metorða innan góötemplararegl- unnar. Litt minnist ég þess þó, aö hann ræddi þau mál aö fyrra bragði og aldrei i predikunartón. Fjarri var þaö skaplyndi hans aö tiunda áviröingar annarra og dómgjarn var hann ekki. Hann var félagi i stúkunni Danielsher og var æösti templar hennar, er hann lést. Mörg ár var hann þing- templar stúknanna i Hafnarfiröi. 1 framkvæmdanefnd stórstúku Islands var hann frá 1958 og varð þá stórkanslari reglunnar. Ariö 1963 varö hann stórtemplar, er Benedikt Bjarklind, forveri hans, lést I embætti, en áriö eftir var hann kosinn stórtemplar á 63. þingi reglunnar, sem haldið var á Akureyri, og gegndi hann þvi em- bætti til 1976. Siðustu árin var hann umboösmaður hátemplars i stórstúku íslands. Af þessu má sjá, aö þar sem Ólafur haslaði sér völl á sviöi félagsmála var tillit til hans tek- ib, enda var maðurinn þannig aö allri gerö, aö erfitt var aö komast hjá þvi. Hann var með afburöum röggsamur fundarstjóri, enda stundum kvaddur til að stjórna fundum og þingum, þar sem miklu þótti varöa, aö mál næðu rétt og lögformlega fram aö ganga. En þá er ónefnt þaö, sem ég hygg, aö hafi staöiö hjarta hans næst, en þaö var fræðimennskan: ættfræöin og sagan. Ritskrá Ólafs Þ. Kristjánssonar yröi býsna löng, ef þar væri öllu til haja haldið sem úr pennahans draup. Hann þýddi töluvert af bókum bæði fyrir börn og full- oröna, skrifaöi I blöö og timarit o.s.frv. Ahugi hans á ættfræöi og ættfræöirannsóknum var óhemjumikill, enda var hann stórvirkur á þeim vettvangi og svo gjörhugull, aö fáir munu eftir leika. Þaö sagöi mér Jón Guðna- son, þjóðskjalavörður, aö engan mann vissi hann vinna fræöistörf af meira kappi og elju en Olaf Þ. Kristjánsson. Vinur hans einn kunnugur á þjóöskjalasafni, og þekkti til vinnubragöa ólafs, likti kanpi hans og vinnuafköstum við tiltektir bónda, sem snarlega þarf að bjarga grænum töðuflekk und- an bráöri regnskúr. Verk ólafs á sviöi ættfræöi og sögu veröa ekki tíunduð hér, þaö gera aðrir kunnugri. Hitt er vist, aö þau eru mikil aö vöxtum og vandlega unnin. Ber þar senni- lega hæst Kennaratal á Islandi, sem er æviágrip 4184 kennara. Vann hann aö endurútgáfu þess mikla verks, þegar þau veikindi tóku aö hrjá hann, sem uröu hon- um aö aldurtila. 1 félagsskap áhugamanna um ættfræöi — Ætt- fræöifélaginu — var hann drif- fjöður og átti góöan og merkan þátt I útgáfustarfsemi þess. Skrifstofustarf Starfsmann vantar til að vinna á skrif- stofu Hvammstangahrepps við gjaldkera- og bókhaldsstörf. Nánari upplýsingar um starfið gefur sveitarstjóri i sima 95-1353. Umsóknarfrestur er til 1. sept. n.k. Sveitarstjóri Hvammstangahrepps Námskeið í heilsu- og vinnuvemd Námskeið i heilsu- og vinnuvernd fyrir félagsmenn V.R. verður haldið n.k. haust i húsnæði V.R. að Hagamel 4. Námskeiðið tekur 13 vikur (40 klst. alls) og hefst mánudaginn 21. september n.k. Farið verður yfir eftir- farandiefni: 1. Starfsstellingar 2. Streita — fyrirbygging og meðferð 3. Leikfimi á vinnustað 4. Næringogfæðuval Námskeiðið er eingöngu ætlað félagsmönnum V.R. og verður endurgjaldslaust. Skrásetning á námskeiðið hefst 17. ágúst á skrifstofu V.R. i sima 26344 frá ki. 9—16 alla virka daga. Nánari upplýsingar um námskeiöiö i sama síma. VERZLUNARMANNAFÉLAG REYKJAVtKUR cKKlFEiVn r PLATA " AÐ EIGIN VALI FRÁ STEINARI H Ólafur haföi lifandi áhuga á hvers konar sagnfræöi og sögu. Var sama hvar niður var boriö, hvort heldur um var aö ræða ís- landssögu, mannkynssögu eöa sögu þjóöfélagshreyfinga og stjórnmálastefna. Alls staöar var hann heima. Hann kenndi og sögu llklega allra greina mest og skrif- aöi kennslubók: Mannkynssaga handa framhaldsskólum, er út kom árin 1948 og 1949. A þeirri bók er vissulega handbragö kenn- arans, þess manns, sem reynslu hefur af þvi aö miöla öörum þekk- ingu og fróöleik. Er bókin skrifuö á látlausu og einföldu máli og ákaflega aögengileg sem náms- og kennslubók, textinn hnitmið- abur og glöggur og aöalatriöi dregin fram meö feitu letri. Ekki naut ég þess beinlinis aö sitja i kennslustund hjá ólafi Þ. Kristjánssyni, en það veit ég, að margur nemandi hans á góöar minningar frá þeim stundum. Hann bjó yfir hafsjó af fróöleik, minni hans og næmi var meö ein- dæmum, haföi rika frásagnar- gáfu og unun af aöbeita henni, fór á kostum, þegar honum tókst best upp. Oft kryddaöi hann frásagnir sinar meö skarplegum athuga- semdum eöa litrlkri kimni. Mál- farhans var alþýðlegt, auöugt og kjarnyrt og allt sem hann lét frá sér fara i rituðu máli var einkar skýrt, laust viö skrautyröi og skrúömælgi, svo aö kjarni hvers máls, er hann fjallaði um, var auösær. En þótt hann byggi yfir mál- næmi og málauögi, beitti hann hófsemi i málnotkun viö börn og unglinga, enda var hann glöggur á málþroska þeirra. Ég kynntist Ólafi Þ. Kristjáns- syni fljótlega eftir aö ég hóf kennslustörf i Hafnarfiröi, en þó mest og best eftir aö ég varö kennari vib Flensborgarskólann. Fannst mér strax mikiö til um persónuleika hans og öryggi i málflutningi og störfum. Avallt var hann hressilegur i viömóti, þéttur á velli og yfirbragösmikill, og var hverjum auösætt, að þar fór enginn veifiskati. Þaö sópaöi aö honum viö hvert verk og hverja ákvöröun, sem hann tók, enda geðrlkur maður og þótti sumum hannhrjúfur I framkomu. En undir yfirboröinu var ljúfling- ur hinn mesti, sáttfúst og hreint hjarta með listamannstilfinning- ar. Hvers manns vanda vildi hann leysa og lagði sig I lima viö lausn- ir á vandkvæöum nemenda sinna, kennara og annarra samstarfs- manna, þegar þess var beiðst og þess þurfti meö. Ölafur átti erfitt meö aö þola óstundvisi og slugs viö vinnu. Það var regla hans aö mæta alltaf góöri stundu fyrir boöaöan tima, og litiö fannst honum til um af- sakanir manna á óstundvisi, nema gildar og augljósar ástæöur lægju aö baki. í skólastjórn sinni framfylgdi hann samþykktum og settum reglum af ýtrustu ná- kvæmni, en litilsigldar aödrótt- anir frá mönnum, sem litt eöa ekki þekktu til skólastarfsins og þess mikla vanda, sem þvi var samfara aö stjórna fjölmennum gagnfræöaskóla viö mikil hús- næöisþrengsli og erfiöar aöstæöur — eins og lengst af voru I skóla- stjóratiö hans I Flensborg — reyndu á skapsmuni hans. Þótt störf ólafs viö skólastjórn og kennslu væru erilsöm og krefj- andi, og þótt hann heföi alla tlö mörg önnur járn i eldinum og lægi á aö ljúka verkum, virtist hann aldrei vera I timahraki og alltaf hafa nógan tima til aö spjalla um landsins gagn og nauösynjar, eins og stundum er komist aö oröi. Hann var nágranni minn og fjöl- skyldu minnar I nær 20 ár. Spjall viö hann yfir lóðarvegginn á góö- viöriskvöldum, þegar tlmi gafst til aö sinna fegrun og snyrtingu I garöinum, er mér minnisstætt: skrafhreifinn og skemmtilegur maöur, miölandi fróöleik um sin hugstæöustu viöfangsefni. I einkalifi sinu var Ólafur gæfumaöur. Hann kvæntist Ragnhildi Gislu Gisladóttur frá Króki I Selárdal i Arnar- firöi 7. sept. 1931. Hjónaband þeirra var farsælt og skilnings- rikt á bába bóga, og minnist ég þess, aö ólafur fór fögrum orðum um þátt Ragnhildar I störfum sin- um, er hann sleit Flensborgar- skóla i siöasta sinn. Börn þeirra eru þrjú: Asthildur skólaritari, Kristján Bersi skólameistari og Ingileif Steinunn hjúkrunarfræö- ingur. Ólafur Þ. Kristjánsson var lif- andi dæmi þess, aö löng seta á skólabekk er ekki prófsteinn á menntun og getu, heldur vakandi fróöleikslöngun, framtak og hæfni til aö fullnægja þeirri löng- un, opinn hugur, eftirtekt og næmi til að bergja úr viskubrunn- um fortiðar og nútiöar, lifandi sál i stormsveipum aldarfarsins. Allt þetta haföi Ólafur til aö bera i fari sinu. Og þvl er mér ljúft aö minnast hans, aö af honum læröi ég margt. Ég votta Ragnhildi konu hans og fjölskyldu hans allri mina dýpstu samúö. Snorri Jónsson. Auglýsinga- og áskriftarsimi 81333 MOmiuiNN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.