Þjóðviljinn - 15.08.1981, Blaðsíða 9
Helgin 15.-16. ágúst 1981 ÞJÓÐMLJINN — SIÐA 9
trtM'
Aratugurinn 1911 til 1920 var hryssings-
legur og stórbrotinn. Miklar náttúru-
hamfarir brutust út, landið skalf 1912 og
1918, mesti frostavetur aldarinnar gekk yfir
og drepsótt felldi mörg hundruð manns.
Heimsstyl'jöldin 1914 til 1918 einangraði
Island og heimtaði fórnir. A þessu timabili
lýstu þó nokkrir vitar.
tsland fór aftur að draga til sin börn sin
og fólkinu i landinu fjölgaði jafnt og þétt.
A fyrsta áratugnum hættu að mestu
fólksflutningar úr landi, en skarð var fyrir
skildi eftir þá blóðtöku. A öðrum áratug
hinnar nýju aldar sneru nokkrir Islend-
ingar heim til ættjarðarinnar. Það lýsti þrá
eldra fólksins i Vesturheimi, þegar það
kom saman á mótum og fundum eöa sat yf-
ir kaffibolla að kvöldlagi, aö umræður þess
snerust mjög um timana heima i æsku þess.
Við slik tækifæri var það algengt, aö fólkið
sneri sjónum sinum i austur i áttina til
gamla landsins. Sumir, sem sjúkir voru og
bjuggustviðdauðasinum, þráðu aðkomast
heim aftur til þess að deyja á Fróni og vera
lagðir i islenska mold.
Dæmi um þetta er skáldið séra Lárus
Thorarensen, sonarsonur Bjarna Thorar-
ensen skálds. Séra Lárus vigðist til islensks
safnaðar i Vesturheimi. Eftir skamma dvöl
vestra veiktist hann alvarlega og hugði sér
ekki batavon. Þá lagði hann i heimferðina,
en lést i hafi, aðeins þrjátiu og fimm ára
gamall. Séra Lárus hafi birt ljóð sin i
Ólympiufararnir 1912 gátu sér góðan orðstir og neituðu að ganga inn á völiinn i Stokkhómi
undir dönskum fána.
Guðmundur skáld Guðmundsson sagði
frá heimferðinni:
Hann dó i hafi. Og hrönnin þunga
hóglega faðmaði svaninn unga. —
Merkið var erlent á miðri stöng.
En — Allt eins og blómstrið eina,
sær yfir likinu söng.
Þetta er i rauninni áratugur Jóns Sig-
urössonar. Hinn 17. júni 1911 voru eitt
hundrað ár liöin frá fæöingu hans. Þess var
minnst með hátiöahöldum viða um land,
svo sem á Rafnseyri við Arnarfjörð,
fæðingarstað hans, og i höfuðstaðnum.
Háskóli íslands var þá stofnaður i minn-
ingu hans. Þar voru sameinaöar deildir
bókmennta, guðfræði, læknisfræöi og lög-
fræði. Fyrsti rektor var Björn M. Ólsen.
1 september sama ár var afhjúpaður
minnisvaröi Jóns Sigurðssonar, er Einar
Jónsson myndhöggvari hafði gert.
Sonur hans, Erlingur, varð þrisvar sinnum
sundkóngur. Og Benedikt G. Waage synti
úr Viðey til lands 1914.
Heimsstyrjaldarárin 1914—1918, sem
með ógnum sinum yfirskyggði mannlif i
öllum álfum, náði til Islands i mörgum
myndum.
Samgöngur til landsins drógust saman og
landiö var undir eftirliti Breta og Banda
manna þeirra i styrjöldinni. Þannig voru
Islendingar neyddir til að selja Frökkum
tiu togara sina, svo að skipafloti þjóðarinn-
ar rýrnaöi til mikils baga. 1 matvælaskort
inum var fólki bannað að leggja sér til
munns útsæðiskartöflur, brauðskömmtun
var hafin, landið var þvi nær kolalaust og
skólum lokað af þeim sökum. Sykurlaust
var að kalla. Konur bræddu einhverja ögn
af sykri á pönnu og skömmtuðu sykurfleöur
i naglar stærð. Neftókbaksmenn fengu ekki
rjól, en i staö þess fengust baðtóbaksblöök-
ur, sem menn söxuðu á fjölum, svo að við
Arna Jónssonar verkamanns. Dagsbrún
varð brátt „skjöldur og skjól”
verkamanna. Eitt af listaskáldum þjóðar-
innar, Þorsteinn Erlingsson, studdi verka-
lýðshreyfinguna og boðaði sósialisma i
blaði sinu Bjarkp, sem hann gaf út á
Seyðisfirði. Ljóð Þorsteins voru einlæg,
jafnframt þvi að þau voru einbeitt. Hann
var mannúðarskáld og enginn hefur ort
meira um dýrin en hann, um vernd þeirra
og skilning á þeim. Ljóð hans voru lærð og
sungin af kynslóðinni.
A þessum áratug voru sagnaskáldin
Einar Hjörleifsson og Jón Trausti af-
kastamikil. Og ljóðskáldið Guðmundur
Friðjónsson tók einnig að skrifa sögur.
Einar Hjörleifsson var helsti forvigismaður
andatrúar eða spiritisma, sem hér var að
festa rætur. Læknaþjónusta jókst á ára-
tugnum og urðu þrir Guðmundar nafn-
kenndir: Guðmundur Björnsson, Guð-
mundur Hannesson og Guðmundur
Magnússon. Og ljóslækningafrömuðurinn
Niels Finsen hlaut Nóbelsverðlaun, fyrstur
Islendinga.
Aratugnum lauk með mesta fannfergi
aldarinnar. Það fennti i 40 daga og 40 nætur
og landiö varð hvit þúst i hafinu, þar sem
hvergi bar á dökkan dil. Hengjur slúttu
fram af fjöllum og vofðu yfir byggðum.
Sums staðar reyndu menn, einkum á Vest-
fjörðum, að fella hengjurnar með hljóð-
bylgjum og skotum. En það náði skammt. 1
fyllingu timans féllu mörg hundruð hengjur
yfir byggð og ból. Margar þeirra sópuöu
bæjum og öðrum mannvirkjum i sjó fram.
Hinn 18. febrúar 1910 steyptist snjóflóð úr
fjallinu Búðarhyrnu, sem Hnifsdalur stend-
ur undir. Hrundi snjóflóðið yfir þorpið og
langtá sjófram. Fórust þar tuttugu manns.
Nokkrum dögum siðar voru átján lik
þeirra, er fundust, jarðsett i einni gröf i Isa-
fjarðarkirkjugarði. Guðmundur skáld
Guðmundsson orti saknaðarljóð, sem hófst
á orðunum:
Um bergsala byggðina alla
fór beljandi náhljómur fjalla.
2. áratugurinn
Eimskipafélag tslands var stofnað 1914 og fagnaði þjóðin þessum atburði sem var merkur
liður i felsisbaráttunni. Gullfoss kom til landsins 1915.
blööum og timaritum. Tvö stórskáld
þjóðarinnar minntust hans i ljóði. Matthias
Jochumsson sagði:
Ileim vil ég, heim,
beilaga móðir.
i þinn faðm,
þar vil ég deyja!
Þar á sál min
sólartinda,
sumar i sveitum,
söng i hverjum fossi.
Þar er vagga min,
vonir og yndi,
ljá mér lcngd mina
af landi móðir.
Haf min andvörp
hinstu sem fyrstu,
þú átt alll — allt!
Ö, eilifi guð.
Hinn 1. desember 1918 var lokatakmarki
Jóns Sigurðssonar náð með sambandslög-
unum: Island lýst frjálst og fullvalda riki i
konungssambandi við Danmörku i næstu 25
ár. Danir lýstu yfir við önnur riki fullveldi
og „ævarandi hlutleysi” tslands.
Sumum varð að orði um þessar mundir:
Skúli fógeti fæddist 1711, Jón Sigurðsson
1811, skyldi okkur hafa fæðst þjóðhetja
1911?
Ungmennafélögin voru i blóma allan
áratuginn. tþróttasamband tslands var
stofnað 1912. Forseti þess var kjörinn Axel
Tulinius. A vegum þessara félaga jukust
iþróttir. Gliman var i hávegum höfð, knatt-
spyrnufélögum fjölgaði og sundiþróttin
náði gengi. Frægur varð Páll Erlingsson,
sundkennari, bróðir Þorsteins skálds.
þessari þjóðarnautn fékkst eilitil sefjun.
Klæðnaður var litt endurnýjaður og marg-
ur gekk i bættum flikum. Matgjafir til
fátækra voru teknar upp.
Og þannig hittist á að brennivin var
bannvara. Alþingi hafði árið 1909 samþykkt
aðflutningsbann á áfengi. Bannið gekk i
gildi 1912 og sölubann 1915. Sjálfsbjargar-
viðleitni manna birtist þá i rikum mæli.
Menn tóku að brugga og smygla. Sumir
drukku ólyfjan, brutu kompásagler, sötr-
uðu spirann, en sáu eftir það ekki dagsins
ljós.
Orðtakið ,,þá var sungið og kveöið i Saur-
bæjareldhúsi” segir nokkra sögu úr þjóð-
lifinu. A hverjum bæ, i hverju koti var
sungið og kveðið myrkranna milli, að segja
mátti. Það var kveðið i rökkrinu. Og
kvæðamenn fóru með rimur og stökur á
vökunni, tiðum fram á rauða nótt. Fólkið
tók undir stemmurnar. Það var sungiö á
mannamótum, i réttunum, á grasafjalli og i
kirkjunum. Og sjómennirnir sungu við
dorgið á miðunum. Það er vafasamt, hvort
nokkur þjóð hefur búið yfir meiri söngva-
gleði en Islendingar. Raddmenn voru
annálaðir við kirkjusöng og öll þjóðin lærði
tón prestanna. Sumir prestar hrifu fólk meö
söng sinum. 1 aldarbyrjun var Geir
Sæmundsson vigslubiskup á Akureyri þjóö-
kunnur söngmaður..
A öðrum áratug aldarinnar var eins og
stifla væri tekin úr læk og með straumnum
komu söngelskir menn úr öllum landsfjórö-
ungum og héldu til náms i söng og hljóð-
færaleik. Þetta er i rauninni megin ein-
kenni þessara tiu ára.
Bræöur tveir, Eggert Gilfer og Þórarinn
Guðmundssynir, hleyptu fjöri i tónlistarlif
ið. Þeir lærðu báðir erlendis, spiluðu i
kirkjum og kaffihúsum. Báðir voru tón-
skáld.
Þórarinn Jónsson, ungur sjómaður á
Austfjörðum, krotaði lög meö blýanti á ár-
ar og borðstokka. Hann fór til tónlistar-
náms i Þýskalandi og var upprennandi tón-
skáld.
Pétur Jónsson stundaði söngnám i Kaup-
mannahöfn og Þýskalandi og var um þess-
ar mundir óperusöngvari i borgum Þýska-
lands. Eggert Stefánsson stundaði tón-
listarnám i Kaupmannahöfn, Stokkhólmi
og viðar. Hann söng viða um lönd, bæöi i
Evrópu og Ameriku og kynnti islensk tón-
skáld. Sigvaldi Kaldalóns, bróðir Eggerts,
sendi frá sér tugi sönglaga á þessum ára-
tug.
Haraldur Sigurðsson frá Kaldaðarnesi
var við tónlistarnám i Kaupmannahöfn og
Þýskalandi á þessum árum. Hann hlaut
verðlaun i Þýskalandi og var um þessar
mundir talinn einn af mestu pianósnilling-
um Norðurlanda. Ari Jónsson söngvari
hafði komið fram i Danmörku upp úr alda-
' mótum. En nú má nefna Arngrim Valagils,
Þórð Kristleifsson og Benedikt Elfar. Sig-
urður Skagfield fór til söngnáms i Kaup-
mannahöfn og Þýskalandi og ruddi sér
brauttil frama sem söngvari. Benedikt Elf-
ar var við söngnám i Kaupmannahöfn og
Þýskalandi. Var um skeiö söngkennari i
Sviþjóð, söng i Reykjavik og viöar um land.
A seinni styrjaldarárunum voru þrir tón-
listamenn og upprennandi tónskáld við
nám i Leipzig i Þýskalandi, þeir Jón Leifs,
Páll tsólfsson og Sigurður Þóröarson.
Skáld og listamenn komu margir fram.
Jakob Thorarensen með fyrstu ljóöabók
sina 1914, Stefán frá Hvitadal 1918, Davið
Stefánsson 1919 og Halldór Guðjónsson frá
Laxnesi 1919. Sigurður Sigurðsson frá Arn-
arholti sendi frá sér ljóð 1912, Gestur (Guö-
mundur Björnsson landlæknir) ljóö 1918,
Gunnar Benediktsson 1914, Jakob Jóh.
Smári 1920 og Sigurjón Jónsson 1919.
Þá skrifuðu á dönsku skáldin Guðmundur
Kamban, Gunnar Gunnarsson, Jóhann
Sigurjónsson og Jónas Guðlaugsson.