Þjóðviljinn - 15.08.1981, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 15.08.1981, Blaðsíða 19
nokkurri lægö lengi vel eftir styrjöldina, en Júgóslavar viröast hafa fullan skilning á þeirri staöreynd aö leiklist dafnar þvi aöeins og þróast aö skapandi leikritun fari fram i landinu. A þessari hátiö var staddur nokkur hópur leikgagnrýnenda frá flestum löndum Evrópu. Þessi hópur hittist daglega til þess aö ræöa sýningar kvöldisins áöur og einnig til aö hitta innlenda leik- húsmenn og ræöa við þá. Var margt gagnlegt og fróölegt á fundum þessum og eftirtektar- vert hve Júgóslavar voru opin- skáir og ófeimnir við aö segja kost og löst á hlutunum sam- kvæmt eigin sannfæringu. í Júgóslaviu eru rekin i kringum 50 opinber leikhús og er uþb. 80% af rekstrarkostnaði greiddur af almannafé. Dreifing þess fjár er i höndum borgar- stjórna. Eitthvað hefur verið reynt að láta hluta af þessu fé renna til sérstakra verkefna fremur en stofnana, þe. styðja frjálsa leikhópa, en þaö hefur mætt andstöðu leikhússfólks. Einhverjir frjálsir leikhópar eru þó til. Stofnanaleikhúsin i Júgóslaviu eiga við svipað vandamál að striða og stofnanaleikhús viöa annars staöar. Nánast er ógerlegt að segja leikurum upp þannig að leikhúsin sitja oft uppi með stóran hóp af litt nothæfu fólki. Mikil yfirbygging hrjáir þessi leikhús, þaö eru kannski 50 leikarar á móti 150 manna stjórnunar- og tækni- liði. Leikarar vinna mikiö utan leikhússins viö kvikmyndir og sjónvarp og eyða þar obbanum af starfsorku sinni og leikhús- stjórnir virðast ekki hafa vald til að aga starfsmenn og halda þeim innan leikhússins. Menn voru á einu máli um að þetta ástand leiddi mjög til stöön- unar. Aö visu heföu sprottiö upp leikhús sem um tima hefðu verið skapandi og framsækin, fyrst Júgóslavneska darmaleikhúsiö i Belgrad og seinna Atelier 212, en siöan væri eins og þessi leikhús misstu sköpunarkraft sinn og um þessar mundir gátu menn ekki bent á neitt eitt leikhús sem heföi ótviræða forustu. Af þeim sýningum sem voru á þessari hátiö var ljóst að pólitik er æöi fyrirferöarmikill þáttur i júgóslavnesku leikhúsi og einnig aö leikhúsiö hefur svigrúm og bolmagn til aö fjalla um mikil- vægar pólitiskar spurningar á gagnrýninn og opinskáan hátt. 1 þvi sambandi kemur auövitað upp spurningin um ritskoðun og var þeirri spurningu beint til júgóslavneskra leikhúsmanna sem svöruöu þvi til aö ritskoðun væri engin, hins vegar hefði hvert leikhús leikhúsráö sem að hluta væri skipaö aöilum utan leikhúss- ins, fulltrúum borgarstjórna, verkalýössamtaka osfrv. Þetta leikhúsráö heföi vald til að stöðva sýningar ef þvi þættu þær ekki æskilegar. Ritskoðun er þannig fyrir hendi en hún er staöbundin og virðist ekki vera sérlega ströng. Þó kom eitt dæmi um hana upp á hátið- inni; eitt af leikritunum þar fékkst ekki sýnt i Belgrad, þótti þar of viðkvæmt pólitiskt. Nú er Novi Sad ekki nema rúmlega klukkutima akstur frá Belgrad og var greinilega slegist um miðana að þessari sýningu og yfirfullt á henni. Sýning sú sem hér um ræðir var á leikritinu Karamazova eftir Dusan Jovanovié, fært upp af Litla leikhúsinu i Sarajevo. Höf- undurinn er reyndar einn af þekktustu leikstjórum landsins. Þetta verk skiptist i tvo hluta, sá fyrri gerist 1948 og lýsir áhrifum uppgjörsins viöStalin á einn með- lim i kommúnistaflokknum, en siðari hlutinn gerist 1968 og segir frá örlögum barna hans. Þetta var áhrifamikil sýning, einkum fyrri hlutinn, sem segir frá örlögum trúaös kommúnista sem neitar aö láta af trú sinni þegar kommúnistaflokkur Júgó- slaviu afneitar Stalin. Hann er settur i endurhæfingu, þ.e. heila- þvott, og kemur úr henni með réttar skoðanir en hnigur niður dauður þegar hann kemur úr fangelsinu. Hann hefur ekki þolað að vera sviptur hugmyndafræði sinni. Faðirinn deyr af of stórum skammti af hugmyndafræði. Syn- irnir farast hins vegar af skorti á Sagt um Stundar- frið í Júgó- slavíu 1 júgóslavneska leiklistar- timaritinu SCENA er grein um BITEF-hátiöina i fyrra, en þar var Stundarfriður á dagskrá. Hér fer á eftir laus- leg þýðing á ummælum höfundarins, Jovan Hristié, um sýninguna: Þetta ár léku óvæntir og ferskir vindar um BITEF meö sýningu Þjóðleikhússins islenska. Stundarfriður Guö- mundar Steinssonar var ekki stórbrotin sýning né heldur er það stórbrotið lei'krit. Það er lýsing á lifi nútimafjöl- skylduþarsemallireru á si- felldum erli i eigin erindum, á húsi sem enginn býr i en fólk á bara leið um, þar sem siminn eða grammófónninn voru sifellt gargandi og þar sem dauöinn einn var þess megnugur að koma á friðiog ró um stund. Þetta var verk sem þróaðist úr gamanleik yfir i melódrama og jafnvel eins konar smáharmleik, en var endanlega of langt. Hins vegar var uppsetning Stefáns Baldurssonar til- gerðarlaus, hrein og bein, fyndin og leikin af hreinum eldmóði og leikni sem ekki reyndi að sannfæra okkur um að leikritið væri nokkuð merkilegra en það er og af heiðarleik sem er nánast að verða gleymd dyggð. Island hefur um 200.000 ibúa og eigið Þjóðleikhús. Það er land sem við þekkjum gegnum Fiskimenn við ts- land (eftir Pierre Loti), gos- hverina, þorskinn og sögurn- ar — og ég persónulega gegnum Thor Vilhjálmsson, sem skrifar óvenjulegan, ljóðrænan prósa og er óþreytandi ginneytandi. I Belgrad eru milljón ibúar og fimm leikhús sem halda sér _ svona nokkurn veginn á floti en enginn telur sér skylt að styðja eða styrkja lengur svo að um muni. Og þegar gagn- rýnandinn gengur út af þess- ari sýningu leikhúss sem hefur ferðast alla leið frá þvi litla og fjarlæga Islandi get- ur hann ekki annað en velt þvi fyrir sér hvort Belgrad hefði sitt þjóðleikhús nú ef borgin heföi sömu ibúatölu og tsland. hugmyndafræði. Þeir eru stefnu- laus reköld og fjölskyldan leysist upp. Það sem hins vegar skortir nokkuö á i verkinu er sannfær- andi tengsl milli þessara tveggja hluta. Þaö virðist vera ætlan höf- undar að sýna fram á einhver or- sakatengsl milli örlaga föðurins og sonanna, en það tekst ekki. Um þessa vankanta á annars mögnuðu verki voru allir sam- mála á umræöufundi. Prófessor i leikhúsfræöum frá Zagreb, sem umræöunum stjórnaði, benti á að upplausn fjölskyldunnar sem lýst er i seinni hlutanum sé sam- evrópskt fyrirbæri og nefndi sem dæmi að Stundarfriður Guö- mundar Steinssonar (sem sýndur var i Belgrad i fyrra) lýsti fjöl- skylduupplausn með mjög sam- bærilegum hætti. Legsteinn fyrir Boris Davidovich Langmikilfengiegasta sýningin á þessari hátið var einnig um há- pólitiskt efni og uppgjör við stalinisma. Sagan af rússneska byltingarmanninum Boris Davidovich Novski er færð i letur af rithöfundinum Danilo Kis en leikgerðin og sviðsetningin unnin af Ljubisa Georgijevski. Boris er einn af frumkvöðlum byltingarinnar og hetjum hennar, umvafinn dýrðarljóma, en fellur i ónáð eins og fleiri og verður fórn- arlamb ofsókna Stalins á fjórða áratugnum. Leikritið sýnir okkur fyrst og fremst viðskipti Boris Davidovich við rannsóknardóm- arann Fedjukin og dregur þar upp skarpar andstæður; annars vegar gáfaður og manneskjuleg- ur byltingarmaðurinn, hins vegar ruddalegur og þröngsýnn fulltrúi skriffinnskunnar og kúgunarinn- ar. Þessi sýning var sjónrænt mjög áhrifamikil og athyglisverð. t upphafsatriðinu opnast sviðiö eins djúpt inn og hægt er. Járn- brautarteinar liggja eftir miðju sviðinu inn i botn, lestarvagn kemur akandi, það er verið að flytja Boris i fangabúöir i Siberiu. Þessir sömu teinar eru siðar not- aðir til að flytja palla meö leik- sviöum inn á senuna þegar brugð- iðer upp myndum úr lifi Boris, en verkiö er byggt upp á samspili slikra mynda og frásögn af yíir- heyrslum, fangelsum, flótta hans og dauða. I þessu verki er fjallað um eitt af veigamestu viðfangsefnum okkar tima með frumlegum og stórbrotnum hætti og var þetta næsta einstök leikhúsreynsla. Boris Davidovich enn á ferð önnur sýning notaði ævi Boris Davidovich að hluta sem uppi- stööu, en það var Messa i A moll eftir Ljubisa Ristié, en hann mun um skeið hafa verið einhver framsæknasti leikstjóri landsins. Messa þessi fjallaði um bylting- una i Rússlandi og framvindu hennar, ma. uppreisnina i Kron- stadt og svo Boris Davidovich. Sýning þessi var samsett úr fjöl- mörgum smábrotum, leikin hring i kringum áhorfendur og var si- fellt skip á milli leiksvæða. Var þarna margt forvitnilegt, en endanlegaþóttimérsýningin ekki loöa saman sem heild og oft var hún hreinlega leiöinleg. Þessar þrjár voru athyglis- verðastar af þeim sýningum sem ég sá á Sterijino pozorje hátið- inni. Fieira var þarna á ferðinni . skemmtilegt en tæplega vert langrar umræöu. Almennt virðist töluverður kraftur i júgóslav- nesku leikhúsi og töluvert af mönnum með frjóar og skapandi hugmyndir, en nokkuð skortir á framkvæmdina og leikinn i flest- um sýningunum. Fyrir okkur hér á Islandi býður júgóslavneskt leikhús uppá ýms- ar þarfar ábendingar, bæði i sam- bandi við þau vandamál leikhúsa sem hér voru rakin að framan og þá rækt sem lögð er við að hlúa að innlendri leikritagerð, m.a. með þessari árlegu leiklistarhátið i Novi Sad. Helgin 15.-16. ágúst 1981 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 19 Jfa RÍKISSPÍTALARNIR S lausar stödur LANDSPÍTALINN Sérfræðingur i fæðingarhjálp og kven- sjúkdómafræðum óskast til afleysinga á kvennadeild Landspitalans i um eitt ár, helst frá 1. september n.k.. Umsóknir sendist skrifstofu rikis- spitala Eiriksgötu5, fyrir25. ágústnk. Nánari upplýsingar veita yfirlæknar kvennadeildar. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR óskast til starfa á vökudeild Barnaspitala Hringsins, nú þegar eða eftir sam- komulagi. FóSTRA óskast til starfa á Barna- spitala Hringsins frá 1. september. Upplýsingar um þessar tvær stöður veitir hjúkrunarframkvæmdastjóri i sima 29000. KLEPPSSPÍTALINN MATRAÐSKONA óskast i mötuneyti i Hátúni frá 1. október. Æskilegt væri að viðkomandi gæti hafið störf fyrr. Húsmæðrakennaramenntun æskileg. Upplýsingar veitir forstöðukona Kleppsspitalans i sima 38160. KÓPAVOGSHÆLIÐ Skrifstofumaður óskast til starfa frá 1. sept. n.k. Starfið er fólgið i almennum skrifstofustörfum, simavörslu og vélritun. Upplýsingar veitir forstöðu- maður i sima 41500. Reykjavik, 16. ágúst 1981 RÍKISSPÍTALARNIR STYRKTARFÉLAG VANGEFINNA SJÚKRAÞJÁLFI — DEILDARÞROSKAÞ JÁLFAR — ÞROSKAÞ JÁLF AR — AÐSTOÐARFÓLK. Sjúkraþjálfa vantar til starfa hjá félaginu sem fyrst. Nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins. Við Lyngás sem er dagvistunarstofnun fyrir þroskaheft börn á aldrinum 5—17 ára vantar sem fyrst deildarþroska- þjálfa/þroskaþjálfa og aðstoðarfólk. Nánari upplýsingar fást hjá forstöðukonu Lyngáss, Safamýri 5, simi 38228. Þroskaþjálfa eða starfsmann með hliðstæða menntun vantar til að aðstoða 6 ibúa i sambýli Styrktarfélags vangefinna, sem allir vinna á daginn, en þurfa aðstoð eftir kl. 5 og um helgar. Nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins. Leiðbeinandi óskast til starfa i Bjarkarás, sem er starfsþjálfunarstofnun fyrir þroskahefta unglinga og fullorðið fólk. Vinnutimi kl. 9—5. Upplýsingar gefur forstöðukona i sima 85330. Styrktarfélag vangefinna, Háteigsvegiö, s. 15941. Blaðberabíó Framtiðarheimur Sýnd i Regnboganum, sal A, kl. 1 e. hád. i dag (laugardag). uoanuiMM StÐUUÚLA S. SlMI 81333

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.