Þjóðviljinn - 15.08.1981, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 15.-16. ágúst 1981
DJOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýds-
hreyfingar og þjódfrelsis
Otgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann.
Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Kari Haraldsson, Kjartan
ólafsson.
Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir
Umsjónarmaður sunnudagsblaðs: Þórunn Siguröardóttir
Afgreiðslustjóri: Valþór Hlööversson
Blaöamenn: Alfheiður Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir,
Kristin Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs-
son.Jón Guöni Kristjánsson.
íþróttafréttamaður: Ingóifur Hannesson.
útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Björn Br. Björnsson .
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar.
Auglýsingar: Unnur Kristjánsdóttir
Skrifstofa: Guðrún Guövaröardóttir, Jóhannes Harðarson.
Afgreiðsla: Kristin Pétursdóttir, Bára Sigurðardóttir.
Simavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir.
Bilstjóri: Sigrún Bárðardóttir.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns
dóttir.
Útkeyrsla, afgreiösia og auglýsingar: Síðumúla 6,
Reykjavik, simi 8 13 33.
Prentun: Blaðaprent hf..
ritstjórnargrci n
úr almanakinu
Húsnæðiskreppan
• Þjóðviljinn hefur á síðustu vikum fylgt eftir að-
gerðum Leigjendasamtakanna í sumar, og reifað
ýmsa þætti húsnæðismála á höfuðborgarsvæðinu. I
þeirri umf jöllun hef ur komið ákaf lega skýrt fram, að
á þessu sviði ríkir alvarleg en tímabundin kreppa,
sem bitnar aðallega á ungu fólki og öldnu. Sérstaklega
eru vandkvæði þeirra sem leita eftir leiguhúsnæði
mikil nú á haustmánuðum. Frumkvæði Þjóðviljans að
því að vekja umræður um húsnæðismálin hef ur leitt til
þess að aðrir f jölmiðlar hafa tekið við sér. Útvarpið,
Dagblaðið og Morgunblaðið hafa fjallað um þetta
brýna vandamál, og tekið þátt í að varpa Ijósi á hús-
næðiskreppuna.
• Eins gott og það hlýtur að teljast að fá Morgun-
blaðið einu sinni í lið með sér, verður ekki hjá því
komist að minna á þann tvískinnung sem jafnan ein-
kennir málflutning íhaldsmanna í húshæðismálum.
Alveg fram á síðasta áratug var það opinber stefna
Sjálfstæðisflokksins, Morgunblaðsins og meirihluta
íhaldsins í Reykjavík, að það væri ekki mál heildar-
innar, hvorki borgar né ríkis, hvort fólk hefði þak yf ir
höfuðið. Eftir að verkalýðshreyf ingin knúði fram lof-
orð um byggingu félagslegra íbúða til þess að útrýma
braggahverfum og kjallaraholum í Reykjavík hefur
Sjálfstæðisf lokkurinn í orði kveðnu fallist á nauðsyn
félagslegra íbúðabygginga. En hvenær sem flokkur-
inn hef ur komist í valdaaðstöðu, hvort heldur um hef-
ur verið að ræða landsstjórnina eða borgarstjórn, hef-
ur hann umsvifalaust beitt áhrifum sínum til þess að
draga úr framlögum til félagslega íbúðakerfisins og
reynt að svíkja loforðin við verkalýðshreyfinguna.
• Umhyggja Morgunblaðsins fyrir leigjendum er í
litlu samræmi við afstöðu borgarfulltrúa íhaldsins á
nýliðnu vori. Sá hópur fólks fer vaxandi sem kýs
fremur að leigja en byggja, og aðrir eiga ekki annarra
úrkosta völ. Breytt éfnahagsstefna virðist og ýta
undirþaðaðhið opinberagefi mönnum kost á að velja
milli eignar- og leiguíbúða. En allt þetta fólk sem
leigir telja borgarfulltrúar íhaldsins einhverskonar
undirmálsfólk í þjóðfélaginu.
• Davíð Oddsson oddviti Sjálfstæðismanna í borg-
arstjórn lýsti yf ir því á f undi í lok maí sl. að Sjálfstæð-
isfiokkurinn væri á móti byggingu leiguhúsnæðis.
Hann telur að borgin eigi ekki að blanda sér í það
„form" að byggja leiguhúsnæði. „Við Sjálfstæðis-
menn teljum að það eigi að skapa sjálfstæða og heil-
steypta einstaklinga og liður í því sé að gefa fólki kost
á að eiga sitt eigið þak yfir höfuðið." Væntanlega er
það þá liður í að skapa ósjálfstæða og sundraða ein-
staklinga aðgefa fólki kost á leiguhúsnæði samkvæmt
hugmyndafræði íhaldsins.
• Magnús L. Sveinsson borgarfulltrúi íhaldsins
sagði á sama f undi að meirihluti borgarstjórnar hefði
ákveðið að stórf jölga leiguíbúðum. „Ég skil ekki enn-
þá þessa ákefð og þessa áráttu núverandi meirihluta í
það að leggja höfuðáherslu á byggingu leiguíbúða",
sagði hann, og hélt því f ram að nóg væri af leiguíbúð-
um i borginni til þess að fólk gæti valið í milli, enda
þótt alkunna sé að 700 - 800 leiguíbúðir borgarinnar eru
í fastri leigu.
• Við annan tón kveður í viðtali Þjóðviljans við Jón
frá Pálmholti formann Leigjendasamtakanna.
„Markaðskerfið hefur reynst ófært um að svara
vanda fólks í húsnæðismálum", segir hann, og heldur
áfram: „Húsnæðismál hafa mjög orðið fyrir barðinu
á andfélagslegum öflum. Það hefur verið mjög ríkj-
andi hér að félagsiegar lausnir í þessum málum séu
með öllu vanræktar. Mér ofbýður satt að segja sú and-
félagslega afstaða, sem víða verður vart í samfélag-
inu."
• Formaður Leigjendasamtakanna leggur áherslu
á að svokölluð frjálshyggja hafi ríkt yfir húsnæðis-
málum síðustu áratugi, og henni verði að velta af
stalli. Það þarf miklu meira af opinberu leiguhúsnæði
og f jölbreyttum verkamannabústöðum. Það ríður á að
andfélagsleg öfl geti ekki notfært sér tímabundna
kreppu til þess að eyðileggja ávinning nýrrar húsnæð-
islöggjafar og leigulaga. Ef leysa á húsnæðiskrepp-
una til frambúðar verður að þrýsta fast á um félags-
legar lausnir. — ekh
Hvernig fjalla
fjölmiðlar
um íslenskar
kvikmyndir?
Kvikmyndalist er yngsta list-
grein sem stunduð er i landinu
og jafnframt sú sem mesta
athygli vekur. Það eru ekki
nema nokkur ár siðan fariö var
að framleiða alíslenskar heils
kvölds myndir og síöan hefur
engin listgrein notiö sambæri-
legar athygli fjölmiöla og al-
mennings. Þetta er að sjálf-
sögðu eðlilegt, í kringum kvik-
myndir er jafnan nokkur ljómi,
nýjabrumið er spennandi, al-
menningur hefur mikinn áhuga
á kvikmyndum og vist má selja
blöð út á viðtöl við „nýupp-
götvaðar” kvikmyndastjörnur.
Stundum hefur viljaö bresina
við að umfjöllunin um þessa
nýju listgrein li'ktist fremur um-
fjöllun um bilarallý eða annað
ámóta sport en um einhverja
erfiöustu og kröfuhöröustu list-
grein sem fyrirfinnst. Eða
kannski er þetta hliöstæð um-
fjöllun og kvikmyndaiönaöurinn
i Hollywood fékk um miöja
öldina? En siðan hefur mikiö
vatn runnið til sjávar.
Þaö er til dæmis ekki nóg að
hafa stundað kvikmyndahúsin
frá barnsaldri og lesið erlend
kvikmyndablöð til þess aö geta
skrifaö marktæka gagnrýni um
kvikmyndir, hvorki Islenskar né
erlendar. Ennþá siður á þessi
unga listgrein skiliö umfjöllun
af þvi tagi sem birtist i Dag-
blaðinu þann 10. þ.m., þar sem
„Islendingar I Höfn” eru
fengnir til aö „dæma” um þaö
stutta brot af Snorra Sturlusyni
sem birtist á skjánum i Dan-
mörku kvöldiö áöur, en auk þess
var vitnað I „ummæli” I
dönskum blööum. Aö vlsu voru
þessir ónafngreindu Islendingar
sammála um að „engan veginn
væri hægt að dæma myndina af
viti eftir aö hafa séð svo Htið af
henni”, en textavélin bilaði og
hætt var aö sýna myndina I
miðju kafi. Eigi að siður eru
eftirfarandi orð höfö eftir Isl-
endingunum I umræddri frétt.
„Þó sagöi einn að Snorri hafi
frekar minntsig á Jesú Krist en
þann Snorra sem hann hafði
imyndaö sér.” Og annar sagði
„aö stemningin I fyrsta atriöinu
hefði minnt sig að sum leyti á
stll italska meistarans Fellinis”
(Ekki er verra að geta vitnaö I
meistarana). Auövitað má
segja aö órökstuddar og yfir-
borðskenndar athugasemdir
ónafngreindra manna, þótt
birtar séu I fjórdálka frétt, geri
hvorki til né frá, og vinni ekki á
annars góöu verki. Þvl má þó
ekki gleyma, aö það er auövelt
aö hafa áhrif á almennings-
álitið, ekki sist þegar svo
óheppilega vill til að dýrasta og
lengsta kvikmynd sem gerö
hefur veriö hér á landi er frum-
sýnd erlendis en ekki á Islandi
Þaö er þó ef til vill alvarlegara.
aö ummæli þessi lýsa mjög vel
afstööu sem er allt of ráöandi,
og fjölmiölar verða að bera
nokkra ábyrgö á.
Gætum viö til dæmis imyndaö
okkur að ný islensk bók væri að
komaút erlaidis, og hringtværi
i nokkra tslendinga i viðkom-
andi landi og þeir beðnir um
skoöun á bókinni, - jafnvel þótt
þeir hefðu aðeins lesiö nokkrar
siöur? Og aö Snorri sjálfur hafi
frekar minnt á Jesú Krist en
þann Snorra.sem umræddur ó-
nefndur Islendingur gengur
meö Imaganum, lýsir allrabest
þvl mati sem fjölmiðlar hafa
hjálpastað við að leggja á vinnu
leikara. Hvers vegna þurfa
leikarar að búa við löngu úrelt
mat á starfi þeirra? Hvers
vegna finnst blöðunum t.d.
mflriu meira spennandi að taka
viðtal við unga „kvikmynda-
leikkonu” sem er „uppgötvuð”
úti á strætóbiðstöð en leikara
sem hefur staðisterfitt inntöku-
próf og verið svo lánsamur að
komast I leiklistarnám, sem er
strangt fjögurra ára nám?
Hvaða blað hafði t.d. áhuga á að
taka viðtal við ungan
Þórunn
Sigurðard
skrifar
menntaðan leikara i fyrra, sem
fékk aö spreyta sig á sviði á einu
erfiðasta kvenhlutverki leik-
bókmenntanna, ótemju Shake-
speares?Hefðiþessi stúlka verið
„uppgötvuð” úti á götu til þess
að leika I kvikmynd er ekki að
efa að starf hennar hefði vakið
meiri athygli.
En sem beturferstanda verk
manna ekki og falla með biaða-
viðtölum, þótt full ástæöa sé til
að benda á þetta. Leiklist á
fjölum á sér ianga sögu og at-
vinnumennskan ætti þvi eðli-
lega að vera komin lengra þar
enikvikmyndum, og þóttstund-
um þyki leikhúsfólki fjölmiðlar
mismuna verulega leikhúsi og
kvikmynd má ekki gleyma þvi,
að slik mismunum er bæði já-
kvæð og neikvæö. Að minnsta
kosti er erfitt aö Imynda sér að
nokkur leikdómari myndi leyfa
sér að fjalla um leiksýningu i
hléi, hvaö þá aö ónafngreidur á-
horfandi yrði settur i dómara-
sæti.
Það má ef til vill bæta þvi við,
svo aö leikhúsfólk fá i ekki á sig
frekara pislarvætti en orðiö er,
að afstaða fjölmiðla i erfiðum
deilum á s.l. vetri.á milli þeirra
sem unnið hafa einkum viö
kvikmyndir og sjónvarp og
þeirra sem unnið hafa einkum
við leikhúsin, var ástandiö slst
til aö bæta ástandið, á meöan
deilurnar stóöu sem hæst. Eftir
langa veru við störf I leiklist og
viö blaöamennsku, minnist ég
þess ekki aþ hafa séð fjölmiöla
(einkum bliftin) taka jafn af-
dráttarlausa afstöðu með
öörum aöilja gegn hinum. Til-
raunir til að leiðrétta enda-
lausan misskilning i þessu
flókna deilumáli reyndust til-
gangslausar og eftir að menn
báru gæfu til aö sættast og hefja
samstarf, sem löngu var tima-
bært, héldu nokkur blöð áfram
aö keyra á ósættinu. Þessar
tvær listgreinar, leiklist og
kvikmyndalist sem eru þó
greinar af sama meiði, eru hvor
annarri lifsnauösyn og viöast
hvar þar þær standa með ein-
hverjum blóma njóta þær birtu
hvor af annarri, en skyggja ekki
á. Og þaö væri óskandi að fjöl-
miðlar létu hinar nýju islensku
kvikmyndir njóta sannmælis og
réttlátrar, faglegrar og
ábyrgrar gagnrýni, eins og allar
aðrar listgreinar krefjast, I stað
þess að fjalla um Islenskar
kvikmyndir eins og þær væru
spennandi sport fyrir „áhuga-
menn” að stunda og aðra
„áhugamenn” að dæma til lifs
eða dauöa.