Þjóðviljinn - 15.08.1981, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 15.08.1981, Blaðsíða 17
Helgin 16. ágúst 1981 Þ.ÍÓDVH >1 ic—irnn t1 hlÐA Emmanuel Le Roy Ladurie: Montaillou. Cathars and Catholics in a French village 1294-1324. Trans- latcd by Barbara Bray. Penguin Books 1980. Mountaillou kom fyrst út hjá Gallimard i París 1978. Sama ár var bókin þýdd og gefin út á Eng- landi og er nú endurprentuð hjá Penguin. Saga Laduire hlaut þeg- ar mjög lofsamlega dóma franskra sagnfræðinga, hún var talin einstök og viðtökurnar urðu sams konar erlendis. Höfundur- inn er meðal fremstu sagnfræð- inga frakka og er meðal þeirra sem standa aö „Annales”. Hann er prófessor viö „College de France”. Höfundurinn styðst við skýrslur dómara rannsóknarréttarins, Jaques Fournier, sem siðar varð biskup og kardináli og loks páfi i Avignon, og kallaðist þá Benedikt XII. Fournier var mjög vel að sér i rétttrúnaði og dogm- um þeirra tima og átti i deilum við Eckhart ásamt fleirum um dogmurnar. Hann var mjög skarpur og skir i öllum útlistun- um sinum og ákaflega nákvæmur rannsóknardómari i trúvillumál- um. Skýrslur hans eru þvi ein- stakar, hann þótti mjög laginn að fá sannleikann út úr hinum ákærðu, án harðræða. Ladurie hefur siðan unnið úr þessum efni- viði með hliðsjón af öðrum sam- tima heimildum, verk sem er lif- andi samfélagslýsing frá Suð- ur-Frakklandi um og eftir alda- mótin 1300. Lýsing þorpsbúanna i Montaillou, atvinnu þeirra, við- horfa til landsstjórnarmanna og kirkjufursta, ástarmála þeirra og baráttu innbyrðis, alll þetta birtist i þeim persónum sem koma út úr siðum þessarar bókar. Ladurie hefur blásið lifsanda i frásagnir af fólki hinna fornu réttarskjala, svo aö hinir löngu dauðu bændur, vinnumenn, vinnukonur, greifar, prestar og dómarar risa upp og samfélag þessa fólks verður á næsta leiti. Þetta er ein þeirra fágætu bóka, sem verða sigildar strax. Anna Akhmatova: Way of All the Earth. Translatet by D.M. Thomas. Secker & Warburg 1979. Þýðing D.M. Thomas á Requiem and Poems without a Hero, sem kom út 1976, hlaut ein- róma lof gagnrýnenda. 1 þesu safni birtast ýmis ljóð Akhma- tovu, mörg þeirra áður óbirt á ensku. Hún er talin meðal merk- ustu skálda Rússa á þessari öld. ,,Og hver getur neitað að lifa eig- in lifi”, sagði hún einhverntimann við einhvern sem var að votta henni samúð sina. Og þar sem hún iifði eigin lifi, lifi skáldsins, þá var sú hegðun litin illu auga af þeim valdamönnum, sem réðu föðurlandi hennar. Hún var rekin úr rithöfundasambandi Sovét- rikjanna, dvaldi i útlegð og lifði undir vökulum augum þeirra sem þar eru hafðir til þess að fylgjast grannt með þeim einstaklingum, sem taldir eru hafa annarlegar skoðanir. Flest öll merkustu skáld Rússa áttu heldur erfiða ævi á þessum árum, sum þeirra frömdu sjálfsmorð, önnur lifðu i einangrun og sum hurfu, þeir aðrir sem aðiöguðu sig ekki rikj- andi skoðunum um bókmenntir voru undir eftirliti eins og Akhamtova. Þessi ljóð Akhamtovu votta á hvern hátt hún lifði sinu lifi, i samfélagi þar sem erfitt var að ala með sér vonina, en það tókst Akhamtovu. / Islenska óperan heíur hug á að ráða framkvæmdastjóra I hálft eða heilt starf frá 1. okt. nk. Umsóknir óskast sendar stjórn tslensku óperunnar, Hverfisgötu 45,101 Reykjavik, fyrir 1. sept. n.k. Umsóknunum þurfa að fylgja upplýsingar um menntun umsækjanda og fyrri störf. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Stjórn íslensku óperunnar. Aðalfundur Framleiðslusamvinnufélags iðnaðar- manna verður haldinn n.k. laugardag 22. ágúst að Siðumúla 35, Reykjavik. Fundur- inn hefst kl. 8 f. hád. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjórnin. Sjúkrahús Skagfirðinga Sauðárkróki óskar að ráða strax eða eftir samkomu- lagi i eftirtaldar stöður. Deildarstjóra, 2 hjúkrunaffræðinga og meinatækni frá áramótum. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri i sima 95-5270. — —i y ^ II1 Bmn _ Kíktu á gluggana hjá okkur Eftir 15 ára framleiðslu i gluggasmíði getum við fullyrt að við vitum nákvæmlega hvað best hentar i íslenskri veðráttu. Notfærðu þér þessa reynslu. Sendu okkur teikningar/ við gerum þér verðtilboð um hæl. gluggaog huróaverksmiðja JSnvm?'hV. Síniu NJARÐVIK Sími 92-1601 Pósthólf 14 Simi 29530 reiðhiól Vorum að fá fyrstu sendinguna af reiðhjólum beint frá heimsfrægu itölsku Bianchi-reiðhiolaframleiðendunum. Margir bestu hjólreiðakappar heims nota aðeins h|ol frá Bianchi. Karlmannahjól, 28” — 10 gira. Litir: Silver — Rautt — Grænt. Kr. 1.950 Kven-sporthjól, 28” 5 eöa 10 gira. Litir: Silver og rautt. Verð 2.250 og 1.800 Vörumarkaðurinn hf. Armúla 1A • Sími 8-61-17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.