Þjóðviljinn - 15.08.1981, Blaðsíða 26

Þjóðviljinn - 15.08.1981, Blaðsíða 26
26 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 15.-16. ágúst 1981 Skjót viðbrögð Þaö er hvimleitt aö þurfa aö biöa lengi meö bilaö rafkerii; leiöslur eöa læki. Eöa ný heimilistæki sem þarf aö leggja fyrir. Þess vegna settum viö upp neytendaþjónustuna - meö harösnúnu liöi sem þregöur •skjótt viö. 'RAFAFL Smiðshöföa 6 ATH. Nýtt simanúmer: 85955 ¥ ¥ ¥ * ¥ ¥ ¥ ¥ -¥ ■¥ ¥ ■¥ ■¥ ¥• ■¥ ¥■ ¥■ ¥ ■¥ ■¥ ■¥ ■¥ ■¥ ■¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ Italska óperan Prófsöngur íslenzka óperan mun frumsýna gaman- óperuna Sigaunabaróninn eftir Jóhann Strauss um jól 1981, og verður óperan flutt á islenzku. Æfingar munu hefjast i október. i einsöngshlutverk verður valið með prófsöng sem haldinn verður á tima- bilinu frá lOda til 20sta september 1981. Þeir einsöngvarar sem áhuga hafa á hlut- verkum i óperunni þurfa að tilkynna þátt- töku sina i prófsöngnum fyrir 5ta septem- ber 1981. Þátttökutiikynningar sendist til íslenzku óperunnar, Hverfisgötu 44, 101 Reykjavik. Ennfremur verður haldinn prófsöngur fyrir kór islenzku óperunnar i september. Söngfólk, sem hug hefur á að syngja i kórnum,tilkynni þátttöku sina i prófsöngn- um til islenzku óperunnar fyrir 15da september 1981. Stjórn íslenzku óperunnar. ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ***************¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥ Islenska friðamefndin: Nifteindabomban herðir á vígbúnaðarkapphiaupi Fagnað umræðu um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd íslenska friöarnefndin hefur sent eftirfarandi ályktanir um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd og nifteindasprengjuna til for- sætisráðherra og utanrikisráö- herra, sendiherra Bandarikj- annna á Islandi og til Bandarikja- forseta. tsienska friöarnefndin fordæmir þá ákvörðun Ronalds Keagans Bandarikjaforseta, að hefja á nýjan leik smiði nifteinda- sprengjunnar, og lýsir furðu sinni á þeirri mannfyrirlitningu sem felst i að lýsa yfir slikri ákvörðun á afmælisdegi kjarnorkuspreng- ingarinnar i Hirósima. Með ákvörðun sinni hefur Bandarikjaforseti enn hert á vigbúnaöarkapphlaupinu, þar sem sú yfirlýsing hans að Bandarikin verði að hafa slik vopn undir höndum til að standa betur að vigi i samninga- viðræðum um afvopnun við Sovétrikin, hiýtur að kalla á hlið- stæðar aðgerðir hinum megin samningaborðsins, verði ekki gripið i taumana og vit haft fyrir bandariskum hernaðarfurstum. Islenska friðarnefndin bendir á, að það var ekki sist vegna viðtækrar andstöðu almennings um heim allan að Carter fyrrum Bandarikjaforseti hætti á sinum tima viö framleiðslu nifteinda- sprengjunnar. Almenningur hef- ur þvi fordæmið fyrir sér. Nefndin bendir sérstaklega á og varar við þeim blekkingaráróðri að nifteindasprengjan sé ein- vörðungu varnarvopn, sérstak- lega gegn skriðdrekum óvinanna. Það vopn hefur enn ekki verið fundið upp, sem ekki má nota að fyrra bragði, og raunar má fullyrða að nifteindasprengjan sé sérlega „hentug” til árása, eðlis sins vegna. Enn þann dag i dag, fæðast i Japan börn sem bera afleiðingar kjarnorkusprengjanna á Hirósima og Nagasaki i likama sinum, fötluð á sál og likama. „Kostir” nifteindasprengjunnar eru þeir, að sögn hernaðarsér- fræðinga, að hún drepur fólk inn- an viss svæðis með hita og geislum, en skaðar ekki mann- virki. En eins og dæmin frá Japan sanna svo glögglega tekur mannsaldra að losna við geislun úr umhverfinu, mannvirki verða geislavirk áfram eftir að fyrstu á- hrif sprengjunnar eru liðin hjá, jarðvegurinn sömuleiðis og vindar himinsins bera geislavirkt ryk langar leiðir. Hryllileg áhrif á lifið i framtiðinni ættu þvi að vera augljós ef slik sprengja er notuð i styrjöld. Þvi skorar íslenska friðar- nefndin á islensku rikisstjórnina að mótmæla harðlega ákvörðun Bandarikjaforseta um smiði nift- eindasprengjunnar og hvetur um leið islenskan almenning til að taka undir mótmæli heimsins vegna þess. Kjarnorkuvopna- laus Norðurlönd Islenska friðarnefndin fagnar þeirri umræðu sem nú á sér stað i fjölmiðlum ogmanna á meðal um kjarnorkulaus Norðurlönd og aðild Islands að álikri áætlun. Nefndin bendir á að i heimi sem færist sifellt nær gjöreyðingar- styrjöld vegna gengdarlauss vigbúnaðarkapphlaups stór- veldanna, hlýtur ákvörðun um að gera Norðurlönd að kjarnorku- lausu svæði að vera ibúum þessa heimssvæðis til öryggis og ibúum annarra heimshluta til eftir- breytni. Nefndin bendir einnig á, að vegna aðildar Islands aö NATO og staðsetningu herstöðva hér á landi, er íslendingum brýn nauðsyn að taka þátt i áætlun um kjarnorkulaus Norðurlönd. Verði svo ekki . gert er augljóst að hættan vegna herstöðvanna eykst til muna ef til styrjaldar dregur. tslenska friðarnefndin skorar þvi á islenskan almenning að fylkja sér um þá kröfu að Norðurlöndin verði öll lýst kjarnorkuvopna- laust svæði, og leggi þannig lóð sitt á vogarskálar baráttunnar gegn vigbúnaöarkapphlaupinu og fyrir afvopnun og friði. Vofa eða veruleiki Kanadamaður, ekki þýskur 1 umfjöllun um bók Georgs J. Housers i Þjóðviljanum 7. ágúst sl. segir, að höfundur sé Þjóö- verji. Þetta er ekki rétt, hefur einn lesenda bent á. Houser er Kanadamaður og er beðist vel- viröingar á þessum mistökum. Hjólum ávallt hæqra megin — sem næst vegarbrún hvort heldur við erum í þéttbýli eða á þjóðvegum.y Lögtaksúrskurður Hér með úrskurðast lögtak fyrir gjald- föllnum og ógreiddum þinggjöldum ársins 1981 álögðum i Kópavogskaupstað, en þau eru: tekjuskattur, eignaskattur, sóknar- gjald, slysatryggingagjald v/heimilis- starfa, iðnaðarmálagjald, slysatrygg- ingagjald atvinnurekenda, lifeyristrygg- ingagjald, atvinnuleysistryggingagjald, almennur og sérstakur launaskattur, kirkjugarðsgjald, iðnlánasjóðsgjald, sjúkratryggingagjald, gjald i fram- kvæmdasjóð aldraðra og vinnuskattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Enn- fremur fyrir skipaskoðunargjaldi, lestar- gjaldi og vitagjaldi, bifreiðaskatti, skoðunargjaldi bifreiða og slysatrygg-. ingagjaldi ökumanna 1981, áföllnum og ógreiddum skemmtanaskatti og miða- gjaldi, söluskatti af skemmtunum, vöru- gjaldi af innl. framl. sbr. 1. 65/1975, gjöld- um af innlendum tollvörutegundum, mat- vælaeftirlitsgjaldi og gjaldi til styrktar- sjóðs fatlaðra, skipulagsgjaldi af ný- byggingum, söluskatti, sem i eindaga er fallinn, svo og fyrir viðbótar og auka- álagningum söluskatts .vegna fyrri timabila. Verða lögtökin látin fara fram án frekari fyrirvara á kostnað gjaldenda en ábyrgð rikissjóðs, að 8 dögum liðnum frá birtingu úrskurðar þessa, ef full skil hafa ekki verið gerð. Bæjarfógetinn i Kópavogi 11. ágúst 1981. Timburhús Tilboð óskast i niðurrif eða flutning timburhúss i Reykjavik. Nánari upplýs- ingar eru gefnar i simum 30336 og 18113.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.