Þjóðviljinn - 15.08.1981, Blaðsíða 28
MÐVILJINN
Helgin 15.-16. ágúst 1981
nafn
vikunnar
Jón Baldvin
Hannibalsson
„Hann nam fláttskap af
feðrum sinum”, hvislaði
gamall og góður flokksmað-
ur i eyra blaðamanns þegar
ákveðið var að gera Jón
Baldvin Hannibalsson að
nafni vikunnar.
Það hefur löngum verið
sagt um Jón Baldvin að hann
sé metnaöargjarnastur
þeirra niðja Hannibals.
Einnig að allt hans lif hafi
veriö tileinkað baráttunni
fyrir þingsæti. Aðrir segja að
hann sé dæmigerður póli-
tiskur hrakfallabálkur, sem
alltaf missi af strætisvagnin-
um. öðruvisi en Hannibal
sem töfraði heilu kjördæmin
máske með hraða refsins.
Jón Baldvin er fæddur og
að mestu upp alinn i bóli
Hannibals á ísafirði. bað er
hins vegar álitamál hvort
hann hafi þá tileinkað sér
vestfirskan framburð á a á
undan ng og nk ellegar hvort
þaö hafi verið áunninn fram-
burður i kosningabaráttu
siðar á ævinni.
Jón Baldvin Hannibalsson
var um árabil herstöövaand-
stæðingur og ekki afhuga
sósialismó um nokkurt skeið.
Þetta breyttist eftir Tóna-
biósfundinn, þvi eftir þann
fund skildu leiðir margra
mætra manna. Jón Baldvin
féll i kosningu á þeim fundi
fyrir skeleggari sósialista
nefnilega Jóni Snorra Þor-
leifssyni. Og Hannibal hljóp
með frændur sina og fylgilið
— langa leið i faðm krata á
ný. Eftir þessa atburði uröu
herstöðvamálin og sóstál-
isminn ekki munntöm Jóni
Baldvin.
Siöar freistaði hann fram-
boðsgæfunnar fyrir vestan
þá orðinn skólameistari
Menntaskólans á Isafirði. Er
skemmst frá þvi að segja, að
hann lét i minni pokann fyrir
Sighvati, fyrir Karvel og
þess skulu menn minnast.
Jón Baldvin Hannibalsson á
harma að hefna gagnvart
þessum mönnum.
Jón Baldvin gerist svo rit-
stjóri dauvona kratakálfs,
sem átti ekki aö vera annað
en stökkpallur inn á alþingi.
„Þangað skal ég”. Nú
þrengjast þeir kostir hjá
krötum af eölilegum ástæö-
um, — og stilar Jón á
Reykjavik. Sá galli fylgir
gjöf njarðar að Jón á erfitt
meö að höfða til fylgis. Þetta
veit hann, og þvi notaöi hann
tækifærið hjá Viimundi um
daginn til að ná til sin samúð
með bólunni út af lokun Al-
þýðublaösins.
En þaö lá feitur biti fyrir
dyrum. bingsæti Vilmundar.
Þvi munaði Jón ekki um aö
leiða Vilmund fram á póli-
tiska hengiflugiö — og
sleppa. A Vilmundarfundi
um daginn sagði Jón: „Ég
vil frekar kallast sæmilegur
drengur en hygginn stjórn-
málamaöur”. Hann hefur
alltaf reynt að vera þaö sið-
arnefnda — en hvort Sig-
hvatur og hinir haukarnir i
flokknum eiga að láta refinn
ráða ferðinni um langa tiö?
— óg
Abalslmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt að ná i blaöamenn og aöra starfsmenn blaðsins i þessum slmum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aö ná i af- greiöslu blaðsins 1 sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663
„ Til að dýpka og
auðga kennsluna ”
// Eg tók //speech and
Drama" og leikstjórn í Há-
skóla eftir að ég lauk kenn-
araprófi, en það var ekki
fyrr en löngu síðar að ég
fór að vinna með Drama
(leikræna tjáningu) i al-
mennri kennslu," sagði
Bretinn Gavin Bolton, sem
staddur er hér á landi i boði
Kennaraháskóla íslands.
Gavin Bolton er einn af frum-
kvöðlum i leikrænni tjáningu og
hefur ferðast viða um heim og
kynnt þessa nýju námsgrein, sem
nýtur vaxandi athygli skóla-
manna beggja vegna Atlants-
hafsins. Gavin er lektor i leik-
rænni tjáningu við Kennarahá-
skólann i Durham i Englandi og
hefur gefið út bók er nefnist „To-
wards a Drama in education”,
þar sem hann setur fram fræði-
legan grundvöll að kennslu leik-
rænnar tjáningar, byggt á ára-
langri reynslu kennara i Bret-
landi.
Leikræn tjáning er hugtak, sem
mörgum finnst ef til vill flókið og
torskilið og þvi ekki úr vegi að
reyna aö útskýra hvað i þvi felst.
A svipaðan hátt og tónmennt og
myndmennt þykja sjálfsagður
þáttur i skyldunámi hefur leikræn
tjáning notið vaxandi athygli,
ekki sem sérfag heldur fremur
sem aðferð við að gera kennsluna
auðugri og persónulegri fyrir
nemendur. Aðferð þessi hefur
verið i þróun alllengi, auk þess
sem gera má ráð fyrir að kennar-
ar hafi notað leikræna tjáningu og
ýmiskonar leiki við kennslu hvar-
vetna i heiminum, meira eöa
minna ómeðvitað. Það var i
kringum 1930 sem Bretinn Peter
Slade hóf kennslu i leikrænni
tjáningu, en samtimis hófu menn
hliðstæðar tilraunir i Bandarikj-
unum. En siðan hefur mikið vatn
runnið til sjávar:
„Það má segja að til að byrja
með hafi vinna með leikræna
tjáningu verið mjög innhverf og
byggt mest á algjörri innlifun.
Notkun leikrænnar tjáningar i
meðferðarlækningum og ýmiss
konar „therapy” ruddi sér mjög
til rúms beggja vegna Atlants-
hafsins, en nú á seinni árum er
kennslan aö fá á sig ákveðnara
form, samhliða endurskoðun á
hinu svokallaða „frjálsa uppeldi”
og kennsluaðferðum. Við litum
ekki lengur á það sem takmark að
fá börn til að „gera eitthvað” og
við teljum heldur ekki neikvætt
að þeim sé liðsinnt og stjórnað að
nokkru marki.
baö má kannski segja að við
höfum farið svipaðar leiðir og
farnar voru i atvinnuleiklist, sem
þróaðist frá hálfmeðvitundar-
lausri innlifunarstefnu i yfirveg-
aðri og agaðri tilfinningavinnu,
sem Brecht innleiddi öðrum
fremur. Við litum á það sem
nauðsyn að börn læri að skilja og
vinna ur reynslu sinni, ekki að-
eins að endurlifa hana. Þess-
vegna leggjum við mikið upp úr
persónulegri þátttöku nemandans
i kennsluefninu, þannig veröur
námið djúpstæðara og þýðingar-
meira fyrir nemandann.”
„Er betta listgrein. eöa
kennsluaðferð?”
Rætt við Gavin
Bolton, lektor
í leikrænni tjáningu
„Þetta er hvorttveggja, enda
hefur vinna með leikræna tján-
ingu gefiö einna besta raun þegar
leikhúsfólk og kennarar hafa unn-
ið saman, eins og viða er gert i
Bretlandi. Það má segja að leik-
ræn tjáning sé ein af þýðingar-
mestu tilraununum til að losa upp
ihaldssama og formlega stað-
reyndakennslu, sem hefur tröll-
riöið m.a. bresku skólakerfi.”
,,Er leikræn tjáning skyldufag i
enskum skólum?”
„Eiginlega er ekkert skyldufag
i enskum skólum nema trúar-
bragðakennsla, enda mjög mikið
um einkaskóla sem hafa sina eig-
in námsskrá. Leikræn tjáning
kemur yfirleitt ekki inn sem sér-
fag fyrr en i efri bekkjum skyldu-
námsins, en mikill þorri kennara-
nema fá undirbúning i kennara-
háskólum til að nýta leikræna
tjáningu i allri almennri
kennslu.”
„Erhægt að nota leikræna tján-
ingu i öllum fögum sem kennd
eru?”
„Já, ég held aö það sé varla til
það fag þar sem ekki væri hægt að
nýta leikræna tjáningu i einhverri
mynd. En þetta er skapandi starf
og þess vegna veröur kennarinn
aö fá ákveðna grundvallarþekk-
ingii til að geta gefið nemendum
verkefni, tekið þátt i þeim og leið-
beint eftir þvi sem þörf krefur.”
„Geturðu nefnt dæmi um leik-
ræna tjáningu i tengslum viö
ákveöið námsefni?”
„Ef við tökum dæmi úr sögu-
kennslu, þar sem leikræn tjáning
er ekki aðeins likleg til að hjálpa
nemendum til að muna ákveðna
sögulega atburði, heldur og að
skilja þá og þau hugtök sem
tengjast þeim. Eitt verkefni gæti
þá t.d. verið þegar Florence
Nightingale kemur með hjúkrun-
arkonar sinar til Rússlands og er
bannað að fara inn i landið, þar
sem hjúkrun er karlastarf. bem-
að sem tengist þessum atburði er
vald i ýmsum myndum. Við bein-
um sjónum okkar ekki að atburð-
inum sem slikum, heldur þvi
hvernig mismunandi vald opin-
berast i honum. Þetta leika svo
nemendur, við sjáum yfirvöldin,
vald Florence yfir hjúkrunarkon-
unum, skort hjúkrunarkvenn-
anna á valdi gagnvart yfirvöldun-
um, en vald þeirra aftur yfir sjúk-
lingunum o.s.frv. Þannig fá nem-
endurnir innsýn i hugtakið vald i
ýmsum myndum og verkefniö er
nánast óendanlegt.”
„Nú hefur verið dregið mjög úr
fjárveitingum til lista i Bretlandi
i tið Thatcher. — Hvað með list-
kennslu i skólum?”
„Það er ekki hægt að neita þvi
að það hefur verið dregið mjög úr
fjárveitingum til ýmissa nýrri
kennslugreina og þá ekki sist list-
kennslu. Atvinnuleysi er lika gif-
urlegt vandamál, en ég held aö
þróunin verði svipuð og i krepp-
unni 1920 - 30. Þá neyddist stjórn-
in til að setja mikla fjármuni i
listir og félagsstarfsemi til að
bæta „móralinn” og gefa fólki
tækifæri til að taka þátt i einhvers
konar uppbyggilegu starfi I stað
þess að leggjast i algjört volæði
og jafnvel skemmdarstarfsemi,
eins og nú virðist vera að gerast.
Meö þvi að auka fjárveitingar til
sveitar- og bæjarstjórna, gefst
kostur á aö byggja upp félags- og
listarstarfsemi sem er ómetan-
legt andsvar við afleiðingum at-
vinnuleysis meðal ungs fólks og
gefur einnig mörgum möguleika
á atvinnu. Þótt útlitið sé sannar-
lega ekki bjart vona ég að breska
stjórnin neyðist til þessa,” sagöi
Gavin að lokum.
Gavin Bolton heldur nú nám-
skeið i Kennaraháskólanum fyrir
kenna^a viös vegar af landinu en
honum til aðstoöar er Hlin Agn-
arsdóttir. — þs.
Gavin Bolton við kennslu i
Kennaraháskólanum.
Skyldu þau vera aö sauma? Or kennslustund i leikrænni tjáningu. Bolton og Hlin sjást við
töfluna. — Ljósm.: Ketill.