Þjóðviljinn - 15.08.1981, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 15.08.1981, Blaðsíða 10
1» SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 15.-16. ágúst 1981 mér er spurn Ömólfur Thorlacius svarar Sigrúnu Davíðsdóttur Hvað á samræm- ing framhalds- skólanna að bæta? Sigrún DaviOsdóttir fylgir ofangreindri spurningu úr hlaði meO vel völdum orOum i siOasta sunnudagsblaOi ÞjóOviljans og spyr meOal annars á þá leiO, hvort sú samræming sem komiO hafi veriö á meö grunnskóla- kerfinu, hafi reynst svo vel aö ástæöa sé til aö halda áfram samræmingunni upp efri kráku- stiga menntabrautarinnar? Ég er raunar ekki viss um aö meö grunnskólalögunum hafi veriö stefnt aö samræmingu i skyldunáminu umfram þaö.sem var i eldri fræöslulögum, né hafi aukin samræming hlotist af framkvæmd laganna, nema þá aö þvi leyti sem tekist kann aö hafa meö þessum lögum aö koma á óskertri barna- og ung- lingafræöslu um allt land. Þvert á móti gera grunnskólalögin ráö fyrir auknu frjálsræöi skólanna, einkum i eldri bekkjunum, ákveönu valfrelsi um námsefni og minni miðstýringu á prófum. 1 formálsorðum sinum vikur Sigrún einnig aö þvi. aö „pinu- litiö” ósamræmi kunni aö vera æskiiegt. Ég er sammála þessu, eins og fram kemur siöar i þessum pistli. Vil ég raunar telja. aö eins megi reyna aö lemja náttúruna meö lurk eins og að koma algeru samræmi á skólakerfiö. Hvar sem tveir eöa fleiri kennarar kenna sömu námsskrá, þótt innan veggja sama skólans sé, veröur einhver munur á meöferö námsefnis, og raunar er fátitt aö sami kennari geti nokkru sinni komiö náms- efni tvisvar til skila á sama hátt, um þaö sjá nemendurnir. Þaö er einkum tvennt sem mælir meö samræmingu á námsefni og námskröfum i framhaldsskólum. Annars vegar er þörf ákveöins aöhalds til þess aö skirteini um tiltekiö nám frá mismunandi skóium hafi svipaö gildi, hins vegar er æskilegt,aö nemandi geti flust á milli skóla i miöju námi án þess aö þurfa aö endurtaka nám eöa próf.sem hann hefur áöur lokiö. Eftir þvi' sem framhaldsskól- arnir veröa fleiri og framboð á námsefni fjölbreyttara eykst hættan á misræmi i kennslu og i kröfum um þjálfun og þekkingu aö baki tilteknum náms- brautum. En meginþörfin fyrir samræmingu er aö minu viti tengd litlum framhaldsskólum meö takmarkaö námsframboö, og ljóst er aö verulegur hluti landsins veröur um nokkra framtið aö búa viö skóla af þvi tagi, skóla sem kannski bjóöa eins til tveggja ára náms- örnólfur Thorlacius . . . og spyr séra Rögnvald Finnbogason: Hve traust er staða kristninnar á Islandi eftir 1000 ára trúboð? Stundum berast fréttir af þviaö ungt fólk islenskt leiti andlegs bakhjarls i öörum trúarbrögöum en kristni. Geta önnur trúarbrögö oröið þjóðinni gagnlegri en kristin trú? Rögnvaldur Pinnbogason. Þessar spurningar sendi ég Rögnvaldi Finnbogasyni sóknarpresti á Staöastaö á Snæfellsnesi, en viö höfum mörg samtöl átt um málefni þessa heims og annars, stundum veriö sammála, stundum ekki, en jafnan, vona ég, virt hvor annars skoðanir. brautir, þannig aö þeir nem- endur sem hyggja á lengra nám i framhaldsskóla,þurfa aö taka sig upp i miöju námi og leita annaö. Það er augljóst réttinda- mál þessara nemenda, aö fram- haldsskólinn sé samræmdur og sú samræming þarf ekki aöeins aö taka til heildarinntaks náms- efnis heldur til skiptingar náms- efnis i námsáfanga i einstökum námsgreinum og til innbyrðis rööunar þessara áfanga. A hinn bóginn er hætta á, aö ströng miöstýring á námsskrá veröi fjötur um fót eölilegri þróun skólanna. Hér þarf aö stýra á milli skers og báru. Hin samræmda námsskrá veröur að vera svo sveigjanleg aö hún hefti ekki eðlilega þróun vegna nýrrar fræöiþekkingar eöa breyttrar kröfu þjóöfélagsins um þekkingu þegnanna. Ekki er heldur jafnbrýnt að samræma alla hluta náms- skrárinnar. Aö þvi er varöar þörf þeirra nemenda.sem flytj- ast milli skóla i miöju námi, er mest ástæöa til aö samræma þær námseiningar, sem almennt eru kenndar i litlu skólunum — kjarnanám i framhaldsskóla. Samræmingu náms á siöari árum framhaldsskólans þarf einkum aö miöa viö þaö.aö nem- endur komi út úr sambærilegum námsbrautum meö áþekka. — ekki nauðsynlega sömu. — þekkingu og þjálfun. Ein leið til aö létta þörf nem- enda sem flytjast milli fram- haldsskóla er aö nota valgreina- kerfiö. 1 námsbrautum fram- haldsskólanna er aðeins hluti námsefnis fast skilgreindur með námsskrá, ákveöinn hluta tilskilinna námseininga getur nemandi valiö af þvi námsefni sem skólinn býöur fram. Þessar valgreinar sýnist mér ekki þörf aö samræma, enda getur nemandi, sem flyst milli skóla og hefur lokið námi i efni sem enga samsvörun hefur i viö- tökuskólanum, i mörgum til- vikum fengiö þetta námsefni viöurkennt sem val. í Mennta- skólanum viö Hamrahliö — og raunar i fleiri framhaldsskólum — hafa smám saman þróast reglur um mat á ýmsu fyrra námi sem valgreinum, einkum reynir á þetta hjá nemendum öldungadeildar, sem hafa aö baki margs konar nám þegar þeir innritast i skólann. rritstjórnargrei n Friðarhreyfingar kirkjunnar eru að valda straumhvörfum Þeim sem fylgjast meö frétt- um af gangi alþjóöamála dylst ekki aö á siðari árum hefur kirkjan tekið æ virkari þátt i ýmsum brennandi viöfangsefn- um samtimans. Þróunaraöstoö og skyndihjálp til nauöstaddra eru á verkefnaskrá kirkjudeilda viða um heim, prestar i Suð- ur-Ameriku hafa háö hetjulega baráttu gegn óréttlæti einræðis- stjórna, kirkjan i Póllandi kem- ur fram sem sáttaaöili og öryggisventill i baráttu strið- andi afla og svo mætti lengi telja. Á þessu sumri hefur athygli manna einkum beinst aö bar- áttu kirkjuhreyfinga i Evrópu gegn atómvopnum og vigbúnað- arkapphlaupi. Þjóðviljinn spyr i gær fimm islenska þjóökirkju- presta um afstöðu þeirra til friðar og afvopnunarmála og um hlut kirkjunnar á þessu sviði. Svör þeirra eru mjög upp- iýsandi og sýna aö prestar á Is- landi fylgjast margir vel meö alþjóöastarfi og alþjóölegum hræringum innan kirkjunnar. Séra Pétur Sigurgeirsson vígslubiskup lýsir þvi í svari sinu, að þeir sem trúa á kærleik- ann sem hinn mikla áhrifa- mátt i uppbyggingu þjóöfélags- ins hljóti aö beina augum si num að félagslegu óréttlæti hverju nafni sem það nefnist. I hernað- armálum eigi kirkjan að visu úr vöndu aö ráða sem aðrii, þvi að vopnuð átök hafi fylgt mann- kyni frá grárri forneskju. En séra Pétur minnir á að heimsins óréttlæti leiöir ætiö til ófriöar og þvi þurfi aö snúa sér að rótum þess. t þvi sambandi vitnar hann til oröa Frakklandsforseta i embættistökuræðu sinni ný- veriö: „Oryggi getur ekki rikt, þar sem óréttlæti ræöur og skortur er á umburöarlyndi.” Hjálp til að finna friðar- pólitík Dr. Gunnar Kristjánsson á Reynivöllum var sjálfur þátt- takandi i Kirkjudegi lúthersku kirkjunnar i Þýskalandi i sum- ar, en hann olli hvörfum i um- ræðum um afvopnunarmál i Evrópu. I Hamborg fóru m.a. 100 þúsund manns i friöargöngu og ákafar umræöur tókust meö- al stjórnmálamanna og kirkj- unnar manna um afvopnunar- málin. Dr. Gunnar leggur áherslu á aö friðarhreyfingarn- ar nýju komi neðanfrá úr hinu kristna safnaðarstarfi. Þær séu sprottnar upp úr þvi umhverfi að margir þykist sjá þess merki að vandi stjórnmála- manna sé orðinn slikur aö hann sé þeim með öllu ofviða og gjörðir þeirra beri merki ör- væntingar. Dr. Gunnar greinir frá þvi aö á Kirkjudegi lúthersku kirkj- unnar i Þýskalandí hafi veriö áberandi slagorð, aö sprengjur þriöju heimsstyrjaldarinnar, sem óhjákvæmilega veröur atómstyrjöld, séu þegar teknar aö falla, i þeim skilningi, að vig- búnaöurinn hafi allan forgang meðan 55 milljónir manna svelta á ári hverju i heiminum. Hann minnir á orð heimspek- ingsins Carl Friedrich von Wizackerum þriðju heimsstyrj- öldina: „Pólitik sem kemur i veg fyrir hana er hugsanleg og hana ber aö finna.” Fjölmargir innan kirkjunnar vilja trúa þvi aö kristnir menn hafi sérstöku hlutverki aö gegna i þvi efni, að hjálpa stjórnmála- mönnum inn á nýja braut, inn á pólitik sem kemur i veg fyrir styrjaldir, en leiðir ekki til þeirra. Séra Gunnþór Ingason i Hafn- arfirði ræöir einnig svipuð við- horf. Hann viðurkennir að kristnir menn hafi þvi miður lengstum veriö tvistigandi i af- stöðu sinni til hernaöarumsvifa og fylgt þar oft heimsins hætti. Friðarkrafan hafi hinsvegar aldrei verið brýnni en nú „þegar ófriður getur þýtt eyöingu og auðn mannlifs og menningar”. Séra Gunnþór bindur miklar vonir viö hlut kirkjunnar i þess- um málum og afstööu fundar Alkirkjuráösins i Hollandi i haust, þar sem friöur og afvopn- un veröa á dagskrá. Hann legg- ur áherslu á aö félagshreyfingar sem séu óbundnar stjórnmála- öflum þurfi að láta aö sér kveöa, og stefnu þeirra og starfsað- ferðir þurfi aö móta á þann veg, að þær eigi visan stuðning is- lensku kirkjunnar. Einn af viðmælendum Þjóð- viljans i prestastétt bendir á aö hinar nýju friðarhreyfingar inn- Einar Karl Haraldsson skrifar an kirkjunnar séu sér meövit- andi um pólitiska ábyrgð hins kristna m'anns i samfélaginu. Styrkur þeirra er, eins og hann bendir réttilega á, fyrst og fremst sá að þær eru óbundnar af pólitiskum hugmyndakerf- um, og um leið hafnar yfir tor- tryggnisþrætur þeirra. Bernharður Guðmundsson blaðafulltrúi þjóðkirkjunnar minnir á það með tilvitnun i orð aðalritara Alkirkjuráðsins, að afvopnun sé ekkert einkamál sérfræðinga og stjórnmála- manna, heldur sé það mál sér- hvers manns, og sérhverrar konu af öllum þjóðum. Og séra Ólafur Skúlason dómprófastur i Reykjavik segir að um allan hinn frjálsa heim þar sem rödd kirkjunnar fái að hljóma, hafi verið varað við taumlausu her- væðingarkapphlaupi. Visast hefur sumt af þvi fallið i grýttan jarðveg, eða ekki verið fylgt eftir með baráttuþrótti. Hitt er engum efa undirorpiö að hinar nýju friðarhreyfingar inn- an kirkjunnar hafa valdið straumhvörfum i öllum hugsun- arhætti um vigbúnaðai;mál. Þær hafa opnað huga fólks fyrir þvi aö um leiö og herforingjar og stjórnmálamenn „auka vig- búnað auka þeir ótta og um leið og þeir auka ótta skeröa þeir hamingjuskilyröi”, eins og svo vel er komist að orði i einu svar- anna frá þjóðkirkjuprestunum fimm i Þjóöviljanum. —ekh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.