Þjóðviljinn - 15.08.1981, Blaðsíða 5
Melginii5.-'16. ágúit 1981 ' I»J*ÓÐVILJINN- — SÍÐÁ 5
EftirlitSmaður
Verkfræðingur
Tæknimaður
Halldór
Stefánsson
mannfræðingur
skrifar
í framhaldi
af grein
Kristjönu
Gunnarsdóttur:
Flest það fólk, sem fjallað hefur
um kvenréttindamál á íslandi,
hefur tamið sér þann siö aö ræöa
um þjóðfélagslega stöðu kon-
unnar. Ég vona að sá siður haldist
og að kvennamenningar-mis-
skilningurinn nái ekki aö rugla
hugsun alvarlega þenkjandi
fóiks. .
Morðleikur
eftir Agötu
Christie
Nokkrar athugasemdir
um (kvenna)menningu
Halldór Stefánsson
samvinna kynjanna tveggja i ótal
myndum hefur blásið lifsandan-
um i það, sem við köllum
menningu.
skilgreina, hvað felist i hugtakinu
„menning”. Segja má, að sú við-
íeitni sé enn ein myndin, sem sú
greindarfarslega þráhyggja
mannsins að vilja kryfja sig til
mergjar hefur tekið á sig.
Rannsókn menningar hinna óliku
mannfélaga átti að margra áliti
að vera höfuðviðíangseíni mann-
fræðinnar, samhliða liffræðileg-
um og anatómiskum rannsóknum
allra kynþátta jarðar (i eina tið
voru þeir áltinir vera 4-22 að tölu,
— mönnum kom hreint ekki
saman um hve margir þeir
Væru).
Tilraunum þessara ótal mætu
manna til að skilgreina þá marg-
slungnu heild, Menninguna, sem
þeir voru sjálfir undirorpnir,
hefur verið likt við tilraunir til
þess að ausa lekan bát með siu.
Það náðist svolitið upp i hvert
skipti, en lak jafnharðan niður
aftur, og hversu hratt sem var
ausið var alltaf eitthvað eftir.
Sú skilgreining, sem frægust
varð, þó allir siðari tima mann-
fræðingar hafi verið hundóá-
nægðir með, er rúmlega aldar-
gömul. Hún birtist i ritverkinu
„Primitive Culture” eftir E.B.
Tylor árið 1871, og er svohljóð-
andi:
„Menning er sú samofna heild,
sem inniheldur þekkingu, trú,
verkkunnáttu, siðaboð, lög,
venjur og alla aðra getu og siði,
sem maðurinn ávinnur sér sem
félagsvera”.
Sá kappi, sem á seinni timum
gekk harðast fram i glimunni við
„menningardrauginn”, hét A.L.
Kroeber (1876-1960). Hann geröi
sér vonir um að ráða niðurlögum
hans með tölvutækni að bak-
hjarli. Safna bæri sem allra
mestum upplýsingum i smæstu
smáatriðum um hvert
menningarsamfélag og láta siðan
tölvurnar vinda úr þvi safni
sjálfan menningarelexfrinn.
En allt kom fyrir ekki: upp-
Strax i tið frumkvöðla mann-
fræðinnar á siðnitjánduöld og æ
siðan hafa ótal merkir fræði-
menn, t.d. Tylor, Boas og
Kroeber, svo einhverjir séu
nefndir, lagt hart að sér til þess
að skilgreina ýtarlega viðfangs-
efni fræðigreinarinnar. Það þótti
og þykir enn frumskilyrði allra
visindalegra vinnubragða
(mannfræðin lika, eins og allar
aðrar akademiskar fræðigreinar,
varð hastarlega fyrir barðinu á
goðsögunni um „visindaleg
vinnubrögð”), nauðsynleg fót-
festa áður en menn setja sér
markmið og leita rannsóknar-
leiða.
Mikilli hugarorku og ómældu
bleki hefur verið eytt i þá þraut að
lýsingasöfnunin, sem þessi
annars ágæti mannfræðingur
hratt af stað, leiddi til svo al-
mennra niðurstaðna, að þær
höfðu ekkert upplýsingargildi.
Er liða tók að seinni heims-
styrjöld voru margir, ef ekki vel-
flestir, fræðimenn komnir á þá
skoðun, að liklegast væri
Menningin (með stóru emmi)
bara alls ekki til, nema sem sér-
tak i hugum spekinganna. Altént
væri merking hugtaksins svo
yfirgripsmikil að hún táknaði
svona hðrumbil allt og ekki neitt.
Þessi upprifjun á margendur-
teknu skipbroti fræðimanna til
þess að henda reiður á hvað sé
Menning er til komin vegna
þeirrar pinlegu misnotkunar hug-
.taksins, sem orðið hefur vart hér
á siðum Þjóðviljans i skrifum
Kristjönu Gunnarsdóttur um há**-
alvarleg samfélagsmál: misrétti
kynjanna.
Orðið menning i islenskri
tungu, likt og kúltúr i mörgum er-
lendum málunihefur mjög óljósa
merkingu, þó það vefjist fyrir
fæstum, að þaö visar til marg-
brotins samspils þess veruleika,
er gerir konum jafnt sem körlum
kleift að draga fram lifið við á-
kveðin skilyrði i tima og rúmi.
Hugtakiö kvennamenning er
þvi vægast sagt villandi og á
engan rétt á sér (ekki fremur en
karlamenning), þar sem órofa
ÍJt er komin bókin „Morð er
leikur einn”, eftir Agötu
Christie, hina ókrýndu drottningu
sakamálasögunnar.
Bókin, sem birtist hér i þýðingu
Magnúsar Rafnssonar, þykir ein
besta bók gömlu konunnar og
sameinar flesta þá þætti sem
þykja einkenna Agötu og sagt er
að hefji hana upp i æðra veldi
innan þessarar tegundar bók-
mennta.
Vinsældir Agötu Christie hafa
aldrei verið meiri en einmitt nú
og telst hún vera mest þýddi og
mest seldi breski rithöfundurinn
frá upphafi. Leikrit hennar eru si-
vinsæl: uppsetningin á „Músa-
gildrunni” i London varð 31 árs
nú fyrir skömmu og bækur
hennar hafa alltaf verið vinsælt
viðfangsefni kvikmyndagerðar-
manna. Kvikmyndahúsið Regn-
boginn mun einmitt um þessar
mundir vera meö sýningar á
nýjustu myndinni sem hefur verið
gerð eftir sögu hennar.
Útgefandi er Bókaútgafan
Hagall.
þeir verðo í stöðugu
sombondi
Það er spamaöur og öryggi að geta náð
í þýðingamikla menn á stundinni
Flestir kannast eitthvað við Multitone tækin, sem hafa lengi verið í notkun á spítölum, og hanga í
vösum eða sloppum lækna, en þessi tæki koma sér vel víða annarsstaðar.
Með tali eða tón er hægt að senda skilaboð langa vegu, og er mikil hagkvæmni í því að geta haft
samband við þýðingamikla menn hvar sem er og hvenær sem er.
Hægt er að hafa samband við marga í einu, eða velja bara einn úr.
Leitið upplýsinga um þessi nauðsynlegu tæki, og kynnist kostum þeirra.
Cfl-) Radíóstofan hf.
Þórsgötu 14, símar 28377 - 11314 - 14131