Þjóðviljinn - 15.08.1981, Blaðsíða 20
20 SÍÐ.\ — Þ.IÓÐVILJINN Helgin 15.-16. ágúst 1981
Minningarorð
Margrét Þorleifsdóttir
Selvogsgötu 21, Hafnarfirði
Þau geta stundum verið þung
siöustu sporin þegar menn koma
vegamóðir Ur erfiðri ferð. Það
skeður margt á langri leið og
fremur er það fátitt að gengið sé
þurrum fótum alla leið til enda.
Margrét Þorleifsdóttir sem
lögð er nú til hinstu hvildar átti
erfitt síðasta ævispölinn. Sífelld
veikindi og hrörnun dró smám
saman úr kröftum hennar þar til
yfirlauk. Hún var komin á leiðar-
enda. Að baki er viöburðarík ævi
með sól og skuggum á vlxl.
Framundan blasa við lönd og
mannlif, sem enginn okkar hefur
séð en við vitum samt, eftir ýms-
um leiðum, að eru til.
Margrét Þorleifsdóttir fæddist
27. nóv. 1907 f SUðavik i Álftafirði
vestur. Hún lést á Borgarspital-
anum í Reykjavik 9. ágúát síðast
liðinn og verður jarðsett mánu-
daginn 17. þ.m. frá Hafnarfjarð-
arkirkju kl. 3. Hálfþritug gift-
ist Margrét Helga Hannessyni
siðar bæjarstjóra i Hafnarfirði,
en þau slitu samvistum siðar.
Þau hjónin eignuðust tvö börn,
Hauk skólastjóra i Hafnarfirði og
Erlu Margréti hjúkrunarfræðing
á Sólvangi i' Hafnarfirði.
A unga aldri hafði Margrét
áhuga á að læra hjúkrunarfræði,
en af þvi gat ekki orðið. Hún
starfaði samt að þessum áhuga-
málum sinum á sjúkrahúsum þar
sem hún bjó. Frá 1955 var hún
hjúkrunarkona á Sólvangi i Hafn-
arlirði og rækti þau störf sin af
mikilii umhyggju og trúmennsku
þar til vinnuþrek hennar þraut
með öllu fyrir ekki löngu siðan.
Ýmisleg torleiði urðu á leið
Margrétar. Hún veiktist af berkl-
um og var um tima sjúklingur á
Vifilsstaðahæli. Ef fólk veiktist af
þessari veiki hér áður fyrr var
það allt að þvi dauðadómur og
margur átti ekki afturkvæmt af
hælinu á Vífilsstöðum. En þrek
Margrétar og bjartsýni hóf hana
upp úr þessum sjúkdómi og færði
hana aftur til starfa. Fleira varð
henni mótdrægt en enginn skilur
tilhlýtar örlög mannaog Margrét
tók öllu þvi sem að höndum bar
með mikilli stillingu og æðruleysi.
Þegar Margrét hefur litið yfir
lífssvið sitt að leiðarlokum, hefur
hún séð að þar hafa skipst á skin
og skuggar. Svo vill það nú vera
hjá æði mörgum. Eftir þvi sem ég
kynntist Margrétihefur sólarljós-
ið alltaf haft yfirhöndina. Hún var
i rauninni bjartsýn og tók með
stakri rósemi öllu þvi sem að
höndum bar.
Margrét Þorleifsdóttir var sér-
stakur persónuleiki. Hún hafði
ákveðnar og fastmótaðar skoðan-
ir á öllum helstu málum þjóðar-
innar og frá þeim varð henni ekki
svo auðveldlega vikið. Hún var
málsvari allra þeirra, sem minna
máttu sin i þjóðfélaginu, allra
þeirra sem eiga um sárt að binda
i viðum skilningi. Þar af leiðandi
hlauthún að skipa sér á bekk með
þeim.sem bundust samtökum um
að rétta hlut hinna smáu. Hún
fylgdist með baráttu fátæka
verkamannsins á 3. og 4. tug
þessarar aldar. Hún sá þessa
hreyfingu vaxa úr grasi og verða
volduga og sterka meðal annars
fyrir fylgi hennar sjálfrar. Hún
var ein af alþýðukonum þessa
lands, sem tók þvi sem að hönd-
um bar en stóð óbifandi á sinum
stað þegar á reyndi. Henni og
hennar likum i báðum kynjum á
þjóðin öll mikið að þakka bættan
og betri hag.
Ég gat þess hér að ofan að
Margrét hafi lagst á sveif með
þeim, sem minna máttu sin. Með
þvi sama hugarfari gekk hún i
Góðtemplararegluna. Engin neyð
er stærri en sú, sem áfengisvoð-
inn veldur. Margrét lagði hér
hönd á plóginn. Hún starfaði ár-
um saman ist.Danfelshernr. 4 og
i Þingstúku Hafnarfjarðar. 1
Þingstúkunni var hún fræðslu-
stjóri og fór það henni vel.
Margrét var viðlesin og gáfuð
kona, sem bar gottskin á menn og
málefni. Hún talaði vandað og
fallegt mál og flutti það af einurð
og festu. Margrét var trú vinum
sinum og trygg málstað þeirra,
sem henni fannst á hallað. Hún
var hlý og góð og bar umhyggju
fyrir vinum sinum og börnum.
Við félagarniri'stúkunni Daníels-
hernr. 4þökkum henni fyrirsam-
fylgdina og fyrir það lið sem hún
veitti sameiginlegum málstað
okkar. Börnum hennar og barna-
börnum vottum við samúð okkar.
Ég bið henni blessunar á nýjum
vettvangi, i nýjum heimi.
Stefán H.Halldórsson
Búðanes
náðist út
á flóðinu
Lóðsinn frá Vestmannaeyjum
dró á flóðinu i fyrradag Búðanes
GK 101 af strandstað við Kross-
sand hjá Markarfljóti til Vest-
mannaeyja.
Búðanes sem er 134 lesta
humarbátur var á leið vestur um
frá Höfn á Hornafirði, þegar
bátinn tók niðri um áttaleytið á
fimmtudagsmorgun við Kross-
sand.
Mjög gott veður var á þessum
slóðum, og sakaði engan við
strandið en fjórir menn voru um
borð i Búðanesinu.
Báturinn lá vel i sandinum og
gekk fljótlega að draga hann af
strandstað á flóðinu, og litlar
skemmdir urðu á bátnum.
Björgunarsveitir frá Hvolsvelli
og V-Landeyjum fóru strax á
strandstað og komu taug um borð
i bátinn, en skipverjar héldu allan
timann til um borð i bátnum,
enda besta veður og engin hætta á
ferðum. —lg-