Þjóðviljinn - 15.08.1981, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 15.08.1981, Blaðsíða 16
IOSÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 15.-16. ágúst 1981 dægurtonlist Ljósm: Sævar Guftbjörnsson. Þórftur Arnason Þá eru Þursar komnir á kreik og lagðir af staft i 14 daga hljóm- leikaferð. A þessum tima munu þeir halda 13 tónleika. Þeir léku i gærkveldi (föstudag) á Selfossi, Vik i dag (laugardag) og á Höfn á morgun (sunnudag). Þeir munu siöar halda hringinn i kringum landiö og veröa á Akureyri 23. og 24. og enda svo á Akranesi 28. Fyrirhugaöir eru tónleikar i Heykjavik aö þessari ferö lokinni en ekki er alveg ljóst hvar 'þeir verða. Þursarnir leggja ekki tóm- hentir af staö þvi kjarninn i dag- skrá þeirra er nýtt efni sem veröur kryddaö meö fjórum lögum af eldri breiöskifum þeirra svo og endurútsettum lögum úr söngleiknum Gretti. Meö haustinu veröur svo hljóö- rituö breiðskifa sem mun lita dagsins ljós einhvern tima fyrir jólin. Nú ef einhver skyldi vera búinn að gleyma hverjir skipi hljóm- sveitina þá eru þaö þeir Asgeir, Tómas, Þóröur og Egill sem hana skipa. Full ástæöa er til aö hvetja fólk til aö mæta þvi Þursar hafa aldrei svikið. Tvser göðar — en ólíkar Janis Ian meö Restless Eyes Janis Ian sendir nú frá sér sina 12. breiðskifu. Tvær þær fyrstu komu út árið 1967, er Janis var aöeins 16 ára, og lag af þeirri fyrri, Society’s Child, varð „hit” i Bandarikjunum og breiöskifan náöi inn á vinsældalista. Þaö var þó ekki fyrr en með fimmtu plötu Janisar, Stars, sem út kom 1974, aö þær vonir sem viö hana voru bundnar i upphafi fóru verulega að rætast. Titillag plöt- unnar, sem tekiö var upp 1972, syngur Janis viö eigin gitarundir- leik og er textum um hverfulleik frægbarinnar, sem hún þekkir vel af eigin reynslu: Stars, they come and go They come fast or slow They go like the last light of the sun, all in a blaze and all you see is glory But those who’ve seen it all they live their lives in sad cafés and music halls we allways have a story So if you don’t loose patience with my fumbling around I’ll come up singing for you even when I’m down Janis Ian hefur siöan ’74 sent frá sér sem svarar einni breið- skifu á ári aö undanskildu þvi siö- ast Iiðna. Engin þeirra hefur þó náö eins miklum almennum vin- sældum og Between the lines (’75), en hún komst i efsta sæti hjá Bill- board og lagið At seventeen jafn- framt i efsta sæti i Bandarikjun- um. Þaö er kannski rétt aö taka þaö fram áöur en lengra er haldiö, aö undirrituð er aðdáandi Janisar Ian meö stórum staf og heldur þvi fram aðhún hafi aldrei gert slaka plötu, heldur bara misjafnlega frábærar. En eins og áöur sagði kom engin plata frá Ian sl. ár og sú sem kom út ’79 (Night Rains) gaf til kynna að Janis — eða kannski Columbia „sjálf” (?) — væri nokkuð leitandi i sam- bandi viö framtiöina — og þá náttúrulega tiskubylgjurnar — og fannst mér Night Rains og auk þess Janis Ian (’78) ekki eins sterk heild og td. platan þar á undan, Miracle row, sem er alveg perla. A nýjustu plötu sinni — Restless Eyes — er Janis Ian aftur i „toppformi” og fær þessi breiðskifa öll min bestu meömæli. Maöur sér varla betur gerða texta en hjá Janis Ian og lög hennar eru alltaf geysivel útsett, hljóöfæraleikur óaöfinnanlegur, en hún er sjálf mjög góöur gitar- og pianóleikari. A Restless Eyes er bassaleikur i höndum Lee Sklar og er hann frábær. Auk þess er hljóöblöndun sérstaklega vel unnin eins og aö visu á öðrum plötum J. Ian og er sérhvert hljóðfæri kristaltært. Tónlist Janisar Ian hefur veriö flokkuö undir það þaö sem nefnist á enskri tungu „folk rock” og svo seinna meir „soft rock”, en hvaö sem þvi liöur er þaö hinn mikli innri kraftur i tónlist, textum og túlkun hjá Janis Ian sem er hennar aöalsmerki og sá kraftur nær aö brjótast verulega út á hennar nýjustu plötu. Any Trouble: Phil Barnes, Clive Hughes. Any Trouble með Wheels In Motion Fyrir hálfum mánuöi kom út hér á tslandi platan Wheels In Motion meö bresku hljóm- sveitinni Any Trouble, sem var hér i hljómleikaferð i sl. júni. Platan kemur út vikur fyrr hér en i Bretlandi, en Steinar hf. gefur hana út hér og var hún pressuð i Alfa i Hafnarfirði. Þetta er önnur breiðskifa Any Trouble og jafn- framt betur unnin en sú fyrri, Where Are All The Nice Girls?, og hljóðfæraleikur enn þéttari. Þar held ég aö muni mestu um trommaraskiptin, en Martin Hughes byrjaði meö Any Trouble snemma á þessu ári og er miklu meiri driftkraftur i honum en Mel Harley, sem trommar á fyrri plötu hljómsveitarinnar. Martin og Phil Barnes bassaleikari vinna mjög vel saman, eins og þeir heyrðu sem hlýddu á Any Trouble hér, og drifa vel áfram Gregson, Chris Parks og Martin góð rokklög Clives Gregson, aöal- söngvara og lagasmiös hljóm- sveitarinnar, sem sparar heldur ekki „energiið” á sviði. A nýju plötunni leikur Clive á hljómborð og þar aö auki gitar á- samt Chris Parks, og er gitar- leikur þeirra melódiskur og smekklegur, án þess þó að vera neitt frábær, en fellur vel aö lögunum. Any Trouble spiluðu flest lögin á Wheels In Motion á hljómleikum sinum hér. Eitt þeirra, Trouble With Love, hafa þeir gefiö út á litilli plötu i Bretlandi og hefur það fengiö mjög góöa dóma þar. Auk þess var blaöamaður MM mjög hrifinn er hann var við- staddur upptöku meö ANY Trouble i þáttinn In Concert fyrir BBC, en þar léku þeir lög af Wheels In Motion. Og það er ein- mitt mergurinn málsins með Any Trouble — þeir eru alveg þræl- skemmtilegir „læf” og músikin kraftmikil og blátt áfram. Lengi lifi gott dansrokk, og ef þið náiö ekki í það „læf” á næstu grösum, þá er t.d. skammtur af þvi á plötum Any Troúble. A Yflrketislaust „montrokk” 1 fyrradag kom út 12 tommu 45 snúninga plata með BARA flokknum frá Akureyri og eru á henni 6 lög. Þetta er fyrsta plata hljómsveitarinnar og ekki annað hægt að segja en að vel sé af stað farið. BARA flokkurinn er fimm manna: Ásgeir Jónsson er söng- vari, Árni Hendrikssen trommari Baldvin Sigurösson bassaleikari, Jón Freysson hljómborðsleikari og Þór Freys- son gitarleikari. Sá siðastnefndi finnst mér vera frjóastur þeirra i hljóðfæraleik. Hinn Freyssonui- inn leikur stórt hlutverk á plöt- unni meö hljóögerfli og gerir þaö gott en mætti skv. minum smekk, i framtiðinni vara sig á einhæfni, sem að visu virðist tiskufyrirbæri um þessar mundir. Bassi og trommur mynda fastan grunn i músik flokksins sem þeir hafa einhversstaðar kallað montrokk. Ekki sam rýmist skilningur minn á orðinu mont rnúsik BARA flokksins á þessari plötu, og þeir mættu t.d vera montnari af akur- eyskunni,en öll lögin eru sungin á ensku Asgeir hefur skemmtilega rödd og þar að auki seraur hann besta lag plötunnar, Catchec comin, og finnst mér þaö aö ósekju mætti vera lengra. Gott lag sem minnir á The Who. Annars er þessi skifa BARA flokksins athyglisverð fyrir það hversu heilstæður still þeirraerstraxá fyrstu plötu, sem er jafnframt ólikur ööru sem hér hefur verið gert á plötu. Tómas Tómasson stjórnaði hljóðritun og upptakari var Gunnar Smári Helgason og er þar gott par á ferð. BARA flokkurinn hitar upp fyrir Utangarösmenn á hljóm- leikum i Háskólabiói i dag kl. 5. (laugardag) og er tilhlökkunar- efni að hlusta á þá flytja efnið af þessari nýju skifu sinni. A

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.