Þjóðviljinn - 15.08.1981, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 15.-16. ágúst 1981
Áratugir aldarinnar
Gunnar M.
Magnúss,
rithöfundur
skrifar
Samantekt um áratugi 20. aldarinnar
FYRSTI HLUTI
1. áratugurinn
Aldamótabörnin, sem fæddust
inn í þjóðlíf okkar, komu inn í
nýjan heim eftir drunga nitjándu
aldar. Á þeirri öld hafði þjóðin tíð-
um verið gripin vonleysi um
framtiðina í þessu landi. Nokkrum
sinnum var mannfellir af völdum
náttúruaf la og drepsótta. Og f jórði
hluti þjóðarinnar f luttist úr landi á
síðasta þriðjungi aldarinnar.
Laust eftir 1870 voru landsmenn
um sjötíu og tvö þúsund að tölu. Sú
tala hélst að kalla fram undir
aldamót.
Viö aldamótin risu upp skáld, sem voru
spámenn og boöberar nýja timans.
Hannes Hafstein kvaö:
Sé ég I anda knör og vagna knúöa
krafti, sem vannst úr fossa þinna skrúöa,
stritandi vélar, starfsmenn glaöa
og prúöa,
stjórnfrjálsa þjóö, meö verslun
eigin búöa.
Einar Benediktsson minnti á liöna
timann:
Þú fólk meö eymd I arf!
Snautt og þyrst viö gnóttir lífsins linda,
litil þjóö, sem geldur stórra synda,
reistu i verki
viljans merki, —
vilji er allt, sem þarf.
Trúðu á sjálfs þin hönd, en undur eigi.
Upp með plóginn. Hér er þúfa I vegi.
Bókadraumnum,
böguglaumnum
breyt í vöku og starf.
Aldamótaljóö Einars Benediktssonar eru
samfelld hvatning til dáða. Hann ber
saman fortiö og nútiö, benti á hið gamla og
fallna:
,, — lút ei svo við gamla, fallna bæinn,
byggöu nýjan,
bjartan hlýjan,
brjóttu tóttir hins."
Um fiskveiöar landsmanna segir hann:
,,Þú býr viö lagarband —
bjargarlaus við frægu fiskimiðin —”
Og
„Vissiröu, hvaö Frakkinn fékk til hlutar?
Kleytan er of smá, sá grái er utar.”
Þaö hefur veriö erfitt aö búa i landinu og
skórinn viða kreppt að, en
„Flý þó ei. Þú svafst þig ei til dauöa.
Þeim, sem vilja
vakna og skilja,
vaxa þúsund ráö.”
Aö lokum bendir hann á undirokun þjóð-
arinnar:
,,En, — gáfum gædda þjóö!
Gleymdu ei hver svefni þeim
Þ'g svæföi,
sérhvert lifsmark tslands deyddi
og kæföi,
hungursár þin,
tjón þitt, tár þln
tindi i maurasjóö.
Skildu rétt, hvar skórinn aö
þér kreppir.
Hannes Hafstein, eitt af aldamóta-
skáldunum, sem voru spámenn og boö-
berar nýja tímans.
Skildu, hver I bönd þig hneppti
og hneppir.
Engu aö gleyma
i Höfn né heima. —
Heil, min ættarslóö.”
Þá orti Einar ljóö um mannréttindi, sem
er einskonar herhvöt til æskunnar, — fyrsta
verkalýðskvæöið, —og hefur siðan veriö á
hvers manns tungu:
Sjá, hin ungborna tiö vekur storma
og striö,
leggur stórhuga dóminn
á feöranna verk. —
Ileimtar kotungum rétt — og hin
kúgaöa stétt
hristir klafann og sér hún er voldug
og sterk.
i
Þegar aldamótabörnin fóru aö skynja
umhverfi sitt og tilveru, sáu þau fram á
óraleið. Þaö var langur vegur frá upphafi
aldarinnar til ársins tvö þúsund. Þau sáu
árin eins og tröppur, en viö hvern áratug
var staldrað á palli.
A þessum fyrsta áratug var eins og þjóöin
væri hrifin úr dvala. Það var merkisat-
buröur á nitjándu öldinni, þegar bændur
fengu skosku ljáina I orfin sin, i stað hinna
Einar Benediktsson orti aldamótaljóö sem
eru samfelld hvatning til dáöa.
eldri. Aö visu voru nokkur landbúnaöar-
verkfæri komin til landsins og hjólin farin
aö snúast, svo sem reiöhjól og póstvagnar á
fjórum hjólum, sem hestar drógu.
A fyrsta tug aldarinnar fjölgaði vélum
meö hverju ári. Oliuvél var sett i fyrsta
sinn i islenskan fiskibát áriö 1902, fyrsta
bifreiöin var flutt til landsins 1904, og fyrsti
islenski togarinn, Jón forseti, kom 1907.
Fræöslulög voru sett 1908 og skólar tóku til
starfa viðsvegar um landið.
Geöveikrahælið á Kleppi var reist 1907 og
Heilsuhælið aö Vifilsstööum 1910.
Hannes Hafstein hafði ort: Drottinn, sem
veittir frægö og heill til forna, sem þjóðin
læröi og söng, settist i ráöherrastól 1904,
fyrstur íslendinga, eftir þrjátiu ára lands-
höföingja-timabil. Hann orti Blessuö sólin
elskar allt og hann hvatti kynslóöina með
oröunum:
Heilir hildar til,
heilir hildi frá
koma hermenn vorgróöurs tsalands.
Hann kom meö simann 1906 og beitti sér
fyrir margskonar öörum framkvæmdum.
Þetta er Hafsteins áratugur.
Samhliöa valdatöku hans þróaðist félags-
alda, sem reis hátt á áratugnum og spann-
aði yfir flest sviö þjóöfélagsins. Þaö voru
ungmennafélögin. Ungmennafélag Akur-
eyrar var stofnaö 1906, undir forystu
Jóhannesar Jósefssonar glimukappa og
Þórhalls Bjarnasonar prentara. Siöan var
Ungmennafélag Islands stofnaö með kjör-
oröunum: Ræktun lýös og lands. Iþróttir
voru iökaöar og hafnar til vegs. Gliman
varð þjóöariþrótt, eina iþróttin, sem kennd
hefur verið viö Island, — islenska gliman.
Fregnir af glimumótum flugu lands-
hornanna milli. Menn glimdu um Islands-
belti og sigurvegarar urðu þjóðfrægir á
svipstundu. Eftir að siminn kom, beið fólk
um land allt eftir fregnum af úrslitum, þar
til síminn lokaöi yfir hánóttina. En að
morgni var fyrsta spurning margra: Hver
varð glimukóngur? Þeir glimdu á Þing-
völlum 1907 fyrir Friörik konung VIII. og
voru þá helstir kappar Jóhannes Jósefsson,
Guðmundur Stefánsson, Hallgrimur
Benediktsson og Sigurjón Pétursson. Og
áriö 1908 voru sjö glimumenn sendir á
Ólympiuleikana i London, til þess að sýna
islenska glimu.
Þá var sund iökaö i laugum og einnig i
sjó. Konur komu i fyrsta skipti á almanna-
færi I sundbol. Keppt var i sundi um
Grettisbikar og Sundbikar Islands. Sigur-
vegarar i þessum greinum urðu glimu-
kóngar og sundkóngar. Fyrsti sundkóngur
Islands varö Stefán Ólafsson frá Fúlutjörn
1910.
Aldrei hefur félagshreyfing hrifiö kynslóö
á sterkari hátt en ungmennafélögin. Fyrstu
fimm árin voru stofnuö þrjátiu til fjörtiu
félög. Undir kjöroröinu ræktun lands og
lýðs voru fjölbreytt viðfangsefni: verndun
móðurmálsins, útgáfa félagsblaöa, ræktun
skóga og nytjajurta, byggingar samkomu-
húsa og sundlauga, likamsrækt og hollustu-
hættir, þar meö tóbaks- og vinbindindi,
efling hreysti og drengskapar meö iþrótt-
um og útilifi.
Skrúðgarðar voru ræktaöir við bæina.
Fólk kom saman til leikja og skemmtana. A
fundunum þróaðist bræöralag. Þegar ein-
hver á félagssvæöi átti i erfiöleikum,
sökum sjúkleika eöa óhappa, hlupu félags-
menn undir bagga. Bóndi lá rúmfastur um
hásláttinn, en kona og börn gátu ekki annað
heyskap, þá streymdu félagar að, slógu tún
og engjar, hirtu hey i hlööu og geröu heim-
ilinu fært að halda i horfinu. Þannig kom
hinn sanni kristindómur fram, án
predikana. Og börnin fæddust syndlaus.
öðruvisi mér áður brá.
I félögunum var stunduð mælskulist og
margir af þeim mönnum, sem á næstu ára-
tugum uröu forvigismenn i landsmálum,
komu til starfa úr ungmennafélögunum.
Og undir lok þessa timabils hófu
ungmennafélögin útgáfu timaritsins
Skinfaxa, sem brátt varð áhrifarikt, enda
rituöu i það margir veröandi forystumenn i
þjóðmálum, svo sem Jónas Jónsson frá
Hriflu, sem birti þar hinar frægu greinar
sinar um Filisteana.
Listamenn komu fram á þessum áratug,
tónskáldin Sigfús Einarsson, Arni Thor-
steinsson og Bjarni Þorsteinsson. Og Sig-
valdi Kaldalóns hafði i lokin sent frá sér
fyrstu lögin. Höfuöskáld þjóöarinnar,
Matthias Jochumsson, var enn i fjöri og
sendi frá sér Ljóðmæli I—'V á árunum
1902—1906. Og Steingrimur Thorsteinsson
listaskáldiö og hinn mikli bókmenntaþýð-
andi varö sjötugur fyrsta ár aldarinnar.
Hann haföi auögaö þjóöina og gefiö henni
mörg djásn heimsbókmenntanna. Og á
áratugnum sendi Sigurbjörn Sveinsson frá
sér fyrstu bókina sina.
Þórarinn B. Þorláksson listmálari var
kunnur fyrir aldamót, en nú komu fram As-
grimur Jónsson listmálari og Einar
Jónsson myndhöggvari.
Dagsbrún, verkamannafélag, var stofnað
um áramótin 1905—1906, fyrir forgöngu
Jón Forseti, fyrstiIslenski togarinn,kom tillandsins 1907.