Þjóðviljinn - 15.08.1981, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 15.-16. ágúst 1981
Helgin 15.-16. ágúst 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15
Viðtal við MAGNA KRISTJÁNSSON, skipstjóra
fyrir
öðruvísi
menningu”
Einn þeirra íslendinga,
sem unnið hafa i rúmt ár
við leiðsögn á Grænhöfða-
eyjum um það, hvernig
stunda skuli afkastmiklar
fiskveiðar# er Magni Krist-
jánsson skipstjóri frá Nes-
kaupstað. Tiðindamaður
Þjóðviljans „greip hann
glóðvolgan" í vikunni/ ný-
kominn il landsins og rakti
úr honum garnirnar:
Blm.: Hvernig bar þaö til, aö þú
réöst til þessa starfs?
Magni: Viö vorum tveir meö
stóran loönubát, en samdráttur
haföi oröið i loönuveiöunum, svo
ég sá fram á hálfgert atvinnu-
leysi. Þvi ákvaö ég aö sækja um,
þegar auglýst var eftir vönum
skipstjórnarmönnum. Ég taldi
lika að krakkarnir minir heföu
gott af þvi aö breyta til og sjá sig
um i heiminum.
Blm.: Hvernig gekk þér og fjöl-
skyldu þinni aö setjast aö á Græn-
höföaeyjum?
Magni: Þaö er nú erfitt aö lýsa
þvi i fáum oröum. Viö höföum nú
lesiö okkur til um ýmislegt og séö
skýrslur fólks, sem haföi komið
þarna áöur. Svo var nú ýmislegt
tekiö fram i samningnum um aö-
búnaö, sem ekki stóöst, þegar á
hólminn var komið. Viö vorum til
dæmis i léiegu bráöabirgöahús-
næði i eina fjóra eöa fimm
mánuöi. Krakkarnir okkar áttu
lika viö viss aðlögunarvandamál
að striöa, þau voru skiljanlega
ekki vön þvi aö hlaupa um berfætt
á hvössum steinum og glerbrot-
um eins og innfæddu börnin.
Svo voru þaö jú þessar vana-
legu magakveisur, sem útlend-
ingar eiga viö aö strföa til aö
byrja meö. A þessum slóöum er
mikiö til af ágætu grænmeti, en
okkur var ráöiö frá þvi aö boröa
þaö hrátt og þvi liföum viö nú
mest á dósamat til þess aö byrja
meö, af þvi eldunaraöstaöa var
engin i bráöabirgöahúsnæöinu.
Blm: Hvaöa hugmyndir gerir
þetta fólk sér um Islanö og Is-
lendinga?
Magni: Engvar, og yfirleitt
þarf maöur aö vera mjög skýr-
mæltur til þess Islandi sé ekki
ruglaö saman við Irland.
Landið
Blm: Hvernig land eru Græn-
höföaeyjar og hvaöa fólk byggir
eyjarnar?
Magni:Þetta eru eldfjallaeyjar
og hyidjúpt allt i kringum þær,
landgrunn sama sem ekkert. Niu
af fjórtán eyjunum eru byggðar
og eru um þrjúhundruö kilómetr-
ar milli þeirra eyja, sem fjærst
liggja hver frá annarri. Eyjarnar
eru allar mjög hrjóstrugar, þaö
mætti segja mér aö þaö væri
langtinnan viö 1% af landinu gró-
iö.
lbúar eyjanna eru mjög
blandnir. Þegar Portúgalar fundu
eyjarnar áriö 1460, voru þær
óbyggöar. Portúgalskir innflytj-
endur fluttu svertingja frá
meginlandinu á eyjarnar og
stunduöu þrælaverslun. Siöan
blandaöist þetta fóik saman
gegnum aldirnar og i dag gæti ég
trúað,aö80% ibúanna séu tilkom-
in af þessari blöndun Miðjarðar-
hafs- og Afrikubúa, 10% svert-
ingjar og 10% hvitir. Máliö, sem
fólkið talar er hins vegar einhvers
konar Creole-mál.
Blm.: Rikir mikil örbirgö með-
al þessa fóiks?
Magni: Já tvimælalaust. Þó
maöur veröi ekki beinlinis var viö
aö fólkiö svelti, þá leikur enginn
vafi á þvi að stór hluti þjóöarinn-
ar lifir á mörkum hungursneyð-
arinnar. Þaö má ekkert útaf bera.
Allt miðaðist
við makríl
Blm.: 1 hverju er starf ykkar
tslendinganna fjögurra fólgið?
Aö narta i epli saman...
Atvinnuleysi er gifurlegt á Grænhöföaeyjum.
Magni: 1 upphafi var ákveöið
aö leita aö makril, þvi viö höföum
af þvi fréttir, aö þann fisk væri aö
finna á þeim miöum. öhætt er að
segja aö 90% alls undirbúningsins
hafi miðast við makrilveiöar.
Þannig voru veiöafærakaup og
útbúnaöur skipsins Bjarts, sem
keyptur var til þessa brúks, öll
miöuö viö makrilveiöar og jafn
vel val áhafnarmeðlima. En samt
tókum viö nú meö, auk nótarinn-
ar, annan veiöafærabúnaö, svo
sem linu, net og togbúnaö og ætl-
uöum svona rétt aö nusa af þvi
hvort eitthvað væri aö fá þarna.
Svo kom þaö nú á daginn, aö
enginn makrfll fannst svo orö sé á
gerandi. Viö höfum ekki oröiö
varir viö þær makrilgöngur, sem
viö gerðum okkur vonir um aö
finna og þaö sem veiöst hefur af
þessum fiski rétt dugir til þess aö
koma á móts viö þarfir staöar-
búa, en þeir nota makril sem
beitu viö túnfiskveiöar.
Siöan stunduöum viö togveiöar
i vetur meöan vindar hömluöu
frekari makrilleit og þær gengu
bara vel, miöaö viö búnaö.
A bátnum eru þrir tslendingar
og frá 9-12 Cabo Verde menn, sem
læra náttúrlega smám saman af
dvöl sinni um borð.
Viö höfum einnig stundaö hita-
mælingari bæöi yfirborös og
djúpsjávarmælingar sem ég tel
þýöingarmiklar viö fiskileitina.
í stuttu máli þá álít ég, að jafn
vel þó við höfum engan makril
fundiö, þá hafi leitin veriö mjóg
lærdómsrik. Menn veröa llka aö
muna, aö fiskveiöilögsaga Græn-
höfðaeyja er 600 þús. ferkilómetr-
ar, hér heima er hún 700 þús. fer-
kilómetrar, svo þaö er af miklu aö
taka. En nú höfum viö leitaö án
afláts undanfarna tvo mánuöi vitt
og breitt um landhelgina og
stundaö hitamælingar um leiö^ og
ég get ekki annaö sagt en aö niö-
urstöðurnar séu allt annað en
uppörvandi hvaö varöar mögu-
leika makrilveiöa. Þaö eru engin
hitaskil, sama mollan alls staöar.
Viö höfum leitað i allt aö tvö ár
aö makrfl og þaö tel ég nóg. Ég tel
rétt, aö leggja meiri áherslu á
togveiöarnar, sem þegar hafa
gefiö nokkuö góöa raun. Og núna i
haust ætlum viö aö ljúka þessu
samningstimabili meö þvi aö
reyna linu og net.
Sjávarhættir
eyjaskeggja
Blm.: Hverjar eru heföbundnar
veiðar eyjaskeggja?
Magni: Þaö er best, að ég lýsi
fyrst fyrir þér flotanum. Þeir eiga
u.þ.b. 1000 kænur 4-6 metra lang-
ar, mest árabátar meö einhverj-
um seglbúnaöi, þó eitthvaö hafi
verib um það á seinni árum, aö
utanborösmótorar hafi verið sett-
ir i suma þeirra. Veiöarnar eru
stundaðar meö handfærum á
mjög grunnu vatni* einnig veiöa
þeir túnfisk. A þessum sömu bát-
um stunda þeir einnig veiðar með
landnótum.
Þar aö auki eiga þeir eitthvaö
af millistórum bátum, frá 5 tonn-
um til 30, sem eru mest gamlir
trékláfar. Meö þeim stunda þeir
hringnótaveiðar, þegar engan
túnfisk er aö fá. Aö lokum eiga
þeir þrjá stóra báta, sem myndu
Hklegast mælast hérna heima
300-350 tonn. Á hverjum þeirra er
28 manna áhöfn, sem stundar ein-
göngu túnfiskveiöar meö stöng-
um. Sú veiðiaðferö er hefðbundin,
og á fullan rétt á sér viö vissar aö-
stæöur. Þar sem hitaskil i sjónum
eru mjög neðarlega, er ekki hægt
aö ná túnfiski i nót, þar viö bætist,
að þar sem fátækt er mikil og
tækniþróun litil er stangaveiðin
sá háttur, sem veitir flestum
vinnu.
Blm.: Hvernig fara þessar
stangaveibar fram?
Magni: Þeir nota bambus-
stangir, liklegast fjögurra metra
langar. 1 þær er festur meters-
langur taumur með krók i endan-
um. Með þessum útbúnaöi húkka
þeir túnfiskinn. Þeir nota vissar
aöferöir til þess aö hæna hann aö
siöu skipsins, t.d. ausa þeir smá-
fiski út yfir boröstokkinn, sem
þeir veröa sér út um meö hring-
nótaveiðunum og geyma lifandi
um borö.
Einnig eiga þeir vanda til þess
aö úöa meö vatnsslöngum út yfir
boröstokkinn, þegar þeir komast i
veiöi, til þess aö fiskurinn verði
ekki bátanna var.
Þannig húkka þeir i nokkrar
minútur, þegar þeir komast I
torfu og getur þetta gefiö ágætis
afla.
Ljóðlistin vinsæl
Blm.Svo viö vikjum nú aö ööru,
hvaö hefur þér þótt eftirtektar-
veröast i menningu Ibúa Græn-
höföaeyja?
Magni: Þarna er nú hefðbund-
in, þjóbleg menning af æriö
skornum skammti og eins og öllu
hafi veriö grautað saman. Maður
veröur ekki var þess t.d. aö nein-
ar listgreinar séu stundaöar af
þessu fólki, aö undanskilinni ljóð-
list, sem viröist vinsæl. Þaö er aö-
eins eitt blaö gefiö út á eyjunum
og kemur út einu sinni i viku. 1 þvi
er gjarnan mikið af ljóðum. Ég
hef séö svolitið af þvi, sem þarna
er unnið i málaralist og tréskurö-
arlist og ég held, aö þaö sé mjög
ómerkilegt.
Blm. Hvaö meö trúarbrögðin?
Magni: Fólkið þarna telst róm-
verskt-kaþólskt, en maöur verður
mjög litið var viö trúrækni, þó
meira meöal eldra fólksins.
Blm. Hvernig skemmtir þetta
fólk sér?
Magni: Þarna má segja.aö
maöur sé manns gaman, þvi engu
er kostaö til, engar leiksýningar
eöa konsertar. Fólk skemmtir sér
hvert meö ööru, fær sér I glas og
syngur. Einu sinni á ári er
þriggja daga karneval meö miklu
litaskrúöi, pompi og pragt.
Blm.: Hvað er það i hversdags-
lifi þessa fólks, sem þér hefur
fundist markveröast?
Magni: Þaö er þessi stórkost-
lega nægjusemi, sem vekur
manni furöu,og þetta fólk er svo
þakklátt, þegar eitthvað er gert
fyrir þaö* og þrátt fyrir allt eru
flestir glaölyndir. Allt þetta kem-
ur manni spánskt fyrir sjónir i
allri þessari örbirgö, — helming-
ur alls fólksins er atvinnulaus og
lifir viö algjör sultarkjör og ekki
nema örlitill minnihluti hinna lifa
eins og kóngar, — alla vega á
mælikvaröa Grænhöföaeyja.
Blm.Hvaö finnst þér þú hafir
helst lært af dvöl þinni meðal
framandi þjóöar?
Magni: Þaö er ómetanleg
reynsla aö fá aö kynnast siöum
og háttum gjörólikrar þjóöar.
Þannig lærir maöur að bera virö-
ingu fyrir þeim, sem eru ööruvisi
en viö.
Hlutverk okkar
Islendinga
Blm.Hvert gæti orðiö framhald
þessarar þróunaraðstoöar okkar
Islendinga viö ibúa Grænhöföa-
eyja?
Magni: Þaö þarf aö vinna úr
þeirri reynslu, sem fengist hefur,
þvi aö hún er töluverö. Þaö þyrfti
aö smiða og útbúa nýjan bát fyrir
þetta verkefni og sýna þessu fólki
á stórtækari máta. hvaö viö ts -
lendingar erum færir um að gera
fyrir þaö. Ég og Þorsteinn Már
Baldvinsson skipaverkfræöingur,
sem einnig hefur veriö á Græn-
höföaeyjum, höfum lagt drögin aö
þeirri hugmynd. Byggingar-
kostnaðurinn gæti oröiö kringum
12—14 hundruð gamalla króna,
sem ekki getur talist mikiö, þegar
haft er i huga.aö báturinn, sem
viö notum I dag, R.S. Bjartur, er
metinn á 700 miljónir og aö and-
viröi hans gengi upp i kostnaðinn
við smið á nýjum bát. Og þvi má
ekki gleyma, að stór hluti fjár-
veitinga hins opinbera hefur fram
til þessa fariö til fjárfestingar
varöandi kaupin á bátnum og aö
báturinn verður áfram i eigu
rikisins.
Blm: Heldurðu, aö tslendingar
geti gegntsvipuöu hlutverki viðar
i þriöja heiminum? Aö reynsla
okkar Islendinga af fiskveiðum
geti oröiö fleiri svokölluðum van-
þróuöum strand- og eyjarikjum
að gagni?
Magni: Ég fæ ekki séö, hverjir
ættu aö vera betur til þess fallnir
en viö aö miöla af fiskveiði-
reynslu viö erfiöar aðstæður. Hitt
er svo annaö mál, aö ég þekki
bara til á Grænhöföaeyjum og er
þess vegna alls ekki fær um aö
segja til um aöstæður á öörum
stöðum i hinum vanþróaöa heimi.
h —setti saman.
Þróunarhjálp
íslendinga
við Grænhöfðaeyjar
Grænhöf ðaeyjar, eða
Cabo Verde, eru fjórtán
eyja klassi að stærð við
Færeyjar að flatarmáli,
staðsettar undan vestur-
strönd Afríku. Portúgalir
fundu eyjarnar á tímum
landafundanna miklu á
fimmtándu öld. i þá tíð
voru eyjarnar óbyggðar,
en landnemarnir komu þar
snemma upp fanganý-
lendu og miðstöð þræla-
verslunar.
Eyjarnar voru portúgalskt yfir-
ráðasvæði frá miðöldum og allt
fram til ársins 1975, er þær urðu
frjálst og fullvalda riki. 1 dag eru
ibúar eyjanna um 300 þúsund að
tölu og súpa seyðið af aldalangri
nýlendukúgun. Hart nær helm-
ingur ibúanna i þessu hrjóstruga
eldfjallalandi er atvinnulaus, og
er talið að um 80% þjóðarinnar
lifi við sultarmörkin.
Arið 1977 barst sendiherra Cabo
Verde i Lissabon bréf frá forseta
lýöveldisins, Aristides Pereira,
með tilmælum um að samband
skyldi haft við forseta lýðveldis-
ins Islands norður á hjara ver-
aldar. Þar hafði hann sannfrétt,
aö byggi smáþjóö á eldbrunninni
eyju, er hefði tekist að skapa sér
hina mestu hagsæld á ótrúlega
skömmum tima með þvi að draga
fisk úr sjó. Sama ár barst forseta
tslands bréf frá sendiherra Cabo
Verde i Lissabon, þar sem þró-
unarhjálpar var æskt tii þess að
byggja upp fiskiðnað.
Erindi þetta fékk siöan hljóm-
grunn meðal islenskra ráöa-
manna og svo fór, aö sendiherra
Grænhöfðaeyja kom i heimsókn
til tslands og tekið var upp form-
legt stjórnmálasamband milli
landanna. Athuganir á hugsan-
legri þróunarhjálp leiddu svo til
þess, að þriggja manna sendi-
nefnd islensk fór til Cabo Verde til
þess að leggja drögin að samning
milli rikjanna um isienska tækni-
aðstoð til uppbyggingar sjávarút-
vegi þar i landi.
Afrakstur þeirrar ferðar var
millirikjasamningur, sem tók
gildi 12. júni 1980 og rennur út 31.
september á þessu ári. I honum
stendur skrifaö:
„Helstu markmiö fram-
kvæmda samkvæmt samningi
þessum eru aö aöstoöa rikisstjórn
Cabo Verde við þróun fiskveiöa
við strendur Cabo Verde, einnig
innan landhelgi. Framkvæmd-
irnar skulu meöal annars vera
fólgnar i eftirfarandi: a. aö þjálfa
fiskimenn frá Cabo Verde i ný-
tisku fiskveiðiaðferöum og með-
ferð útbúnaðar. b. að finna ný
fiskimið undan ströndum Cabo
Verde. c. aö finna nýjar markaðs-
hæfar fiskitegundir á áöurgreind-
um fiskimiðum.
Ennfremur geta framkvæmd-
irnar verið fólgnar i annarri aö-
stoð sem aðilarnir koma sér
saman um á framangreindu
sviði”.
Af tslands hálfu virðist hafa
verið staðið aö þessu máli með
hinum mesta myndarskap. Aug-
lýst var eftir fólki með reynslu af
sjósóknog sjávarútvegitilþess aö
miöla ibúum Grænhöfðaeyja af
reynslu okkar tslendinga. Fjórir
velhæfir menn völdust er rjóm-
inn var fleyttur af fjölda um-
sókna. 309 miljón (gamalla)
króna fjárveiting fékkst af hálfu
hins opinbera til þessa verkefnis
árið 1980 og 300 miljónir til viö-
bótar á þessu ári fram til 31.
september.
t ársbyrjun 1980 var keyptur
bátur, 208 rúmlestir aö stærð, er
hlaut nafniö R.S. Bjartur. And-
virði bátsins, 320 miljónir, auk
þeirra 150 miljóna, sem kosta
varð til umbóta á honum, var
stofnkostnaður, er át upp bróöur-
partinn af fjárveitingunum.
Blessunarlega hafa islensk
stjórnvöld samþykkt aukafjár-
veitingu (100 miljónir gl. króna)
svo áframhald megi verða á þess-
ari stórmerku samvinnu fram yf-
ir lok samningstimans. Þaö kom
fram á fundi með fulitrúum Is-
lands og Grænhöfðaeyja i Lissa-
bon i mars s.l. aö báöir aðilar
voru ánægöir meö þann árangur,
sem fengist haföi af þessari til-
raun og aö ráðamenn Grænhöföa-
eyja óskuöu eindregiö eftir
áframhaldandi samvinnu, jafn-
vel næstu fjögur til fimm árin
fram i timann.
Mikiö er þess vegna i húfi, að
viö tslendingar gerum ekki enda-
sleppt um næstu áramót viö þessa
fyrstu milliliöalausu tilraun
okkar til þess aö leggja hönd á
plóginn i þeirri baráttu, sem ef-
laust skiptir mestu máli nú i lok
tuttugustu aldarinnar, — barátt-
unni við að minnka bilið milli
rikra og fátækra þjóöa heims.
Það er alkunna, að samþykkt
hefur verið á þingi Sameinuðu
þjóðanna, að allar vestrænar
þjóðir skuli stefna að þvi sem
allra fyrst, að veita 1% þjóðar-
tekna sinna á ári hverju til þró-
unarhjálpar. Framlag okkar ts-
lendinga til þeirra mála nam
0.075% þjóðarteknanna árið 1980,
svo við eigum greinilega langt i
land meö að skila okkar hlut.
Hinn 26. mai var Þróunarsam-
vinnustofnun tslands stofnsett
með lögum. Hlutverk hennar er
m.a. að vinna að þvi að
1%-markið náist sem allra fyrst.
1 annarri grein laga þessarar
nýju stofnunar segir:
„Stofnunin skal vinna aö sam-
starfi tslands viö þróunarlöndin.
Markmið þess samstarfs skal
vera aö styöja viðleitni stjórn-
valda i löndum þessum til að bæta
efnahag þeirra og á þann veg eiga
þátt I að tryggja félagslegar
framfarir og stjórnmálalegt
sjálfstæði þeirra á grundvelli
sáttmála Sameinuðu þjóöanna.
Ennfremur skal stefnt að þvi meö
auknum samskiptum, m.a. á
sviöi menningar- og viöskipta, að
efla gagnkvæman skilning og
samstööu tslands og þróunar-
landanna”. Mikill er sá vilji og
góður þótt engin geti tekiö hann
fyrir verkin, allra sist sveltandi
fólk.
— h
Grænhöföaeyjabúar veiöa markil I hringnót.