Þjóðviljinn - 15.08.1981, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.08.1981, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 15.-16. águst 1981 st jórnmál á sunnudegi ^0^ Þröstur Ólafsson Breytingin sem við keppum að skrifar felst í því að koma á meira þjóðfélagslegu jafnvægi og menningarlegri festu RÓTTÆKT IAFNVÆGI Höfundur siöasta Reykjavikur- bréfs á mikiö bágt þessa dagana. Honum vöknar um augu af hrifn- ingu út af góöri og batnandi stööu þjóöarbúsins og kemst m.a. svo aöoröi: ,,Þess vegna má segja að stefni i rétta átt á flestum sviöum islensks þjóölifs.” Bragö er að þá barnið finnur. Þaö fór þó aldrei svo aö Morgunblaðið gæti ekki lengur stungiö höföinu ofan i sandinn. Og vissulega er rétt aö taka heils hugar undir þessi orö Morgunblaösins. Þaö árar vel á Islandi og landinu er stjórnaö af meiri festu og skynsemi en gert hefur verið um áratugaskeiö. Ar- feröi í þessari merkingu er ekki bara veörátta, aflabrögö og erlent verölag. Þaö er ekki siöur hvernig þjóöin er i stakk búin til aö mæta erfiöri veöráttu og gjöf- ulli náttúru. Þeirri rikisstjórn er nú situr (oröaleikjamenn mega gamna sér aö hugtökunum hægri og vinstri) hefur tekist á undra skömmum tima aö snúa af braut upplausnar og óstööugleika og koma festu og jafnvægi á öll helstu sviö þjóölifsins. Nú mætti halda þvifram, aö þetta væri ekki mikið afreksverk ef vel veiöist og útlendingar borga vel fyrir fisk- inn. 20 ára reynsla En reynsla siöustu tveggja ára- tuga sýnir aöra hliö á teningnum. Eftir aö islenskt hagkerfi var opnaö upp á gátt af viöreisnar- stjórninni 1959/60 og gengisbreyt- ing islensku krónunnar oröin að einni allsherjar patentlausn allra efnahagslegra umsvifa, fór aö halla verulega undan fæti i allri efnahagslegri stjórnun, þrátt fyrir góð ytri skilyrði. Mannlegri hugsun og skipulegu aöhaldi var fórnað á altari skefjalausra markaðsafla. Ef litiö var til verö- bólgunnar, þá skipti þaö engu máli, hvort ytri skilyröi voru hag- stæð eöa ekki. Þegar aukning varö á útflutningstekjum jókst peningamagn og tekjur sem- leiddi til enn meiri þenslu og spennu i hagkerfinu. Þegar sam- dráttur átti sér staö, var gengiö fellt og sömu þensluáhrif fram- kölluö á þann hátt. Meö nokkurri einföldun má þvi segja aö alltaf hafi áraö illa undir slikri efna- hagsstjórn, hvort sem ytri skil- yröi voru okkur hagstæö eöa ekki. Búiö var aö eyöileggja stýris- búnaðinn og skútuna rak stjórn- laust undan veöri og vindi. Ábyrg fjármálastjórn vinstrimanna Hér hefur oröiö á grundvallar- breyting. Eftir aö gengissig og -hrun var stöövaö hafa batnandi ytri skilyröi skilaö sér sem aukin hagsæld til þjóöarinnar, i staö þess aö' valda efnahagslegum glundroöa eins og reyndin var áöur. Minni veröbólga eykur kaupmátt launa i kerfi sem bætir eftirá upp hækkun á framfærslu- kostnaði. Annað atriði f stjórn efnahagsmála hefur gjörbreyst, það eru fjármál rikisins. Þar er nú rekin ábyrg fjármálastjórn i fyllstu merkingu þess orös. Þrátt fyrir minni skattheimtu, sem fram hefur komiö í lækkuöum . beinum sköttum og nú siöast i lækkuöum aöflutningsgjöldum af heimilistækjum, af sparneytnum bifreiöum, hafa rfkisfjármálin veriö i jafnvægi. A siöasta ári var meira að segja umtalsverður rekstrarafgangur. í þessu sam- bandi er fróölegt aö bera saman fjármálastjórn Sjálfstæöisflokks- ins. Um margra áratuga skeiö hafa hægri blöðin aliö dyggilega á þeirri goösögn meöal þjóöarinnar að Sjálfstæöismenn væru þeir einu sem kynnu aö reka fyrirtæki og stjórna fjármálum. Þessu var þó einkum beint gegn okkur Al- þýöubandalagsmönnum og viö ásakaöir um skefjalausa kröfu- pólitik, óhæfir til ábyrgrar stjórn- unar. Nú er þessi goösögn dauö og fátt fer meira i taugarnar á rit- stjóra Morgunblaösins, sem gerir sér þetta ljóst. Dæmin eru fjöl- mörg: Er vinstrisinnar tóku viö Fé- lagsstofnun stúdenta um áramót- in 1973/1974 var flest i ólestri og skuldir hlóöust upp. Þegar þeir nú skila henni af sér er fjárhags- staöa hennar meö ágætum. Eign- ir hafa vaxið og þjónustan batn- aö. Annaö dæmi er Reykjavikur- borg. Þar tók vinstri meirihlutinn viö ákaflega erfiðu búi. Kosn- ingavixlarnir frá árinu 1974 voru að hluta til enn ógreiddir, svo ekki sé minnst á vixlana frá árinu 1978. Hér hefur einnig veriö brotiö blaö undir styrkri stjórnarforystu Alþýöubandalagsins. Þriöja dæmiö er rikissjóöur. Ég geri ráö fyrir þvi, að sagnaritarar eigi eftir aö gefa siöasta fjármálaráö- herra Sjálfstæöisflokksins heldur bágborna einkunn fyrir hagsýni og stjórnkænsku i fjármálastjórn rikisins. Ytri skilyröi voru vissu- lega ekki ætiö hagstæö í hans ráö- herratiö og þvi reyndi á mann- dóm og vit. Hvort tveggja brást og eftir stóöu einhver mestu skuldaár i sögu islenskra rikis- fjármála. Almenningur saknar ekki Geirsarmsins Staöreyndin er nefnilega sú, og þaö sviöur Geirsarminn hvaö sár- ast, aö almenningur saknar ekk- ert fjarveru hans úr stjórnarsetr- um islensku þjóöarinnar. Ég skal ekkert fortaka aö einhvern tima fyrr á áratugum þessarar aldar hafi Sjálfstæöisflokkurinn leikið hlutverk staöfestu og jafnvægis án þess aö veröa hrópaöur niöur aö lokinni hverri einustu sýningu. En þessi hlutverk er hann löngu hættur aö leika. Sjálfstæöis- flokkurinn hefur oröiö aö erind- reka ofstækis og öfga i islenskum stjórnmálum eftir aö skutilsvein- ar Geirs Hallgrimssonar náöu þar undirtökunum. Stefnubreyt- ing Sjálfstæöisflokksins undan- farin ár hefur gerst meö undra- verðum hætti, og öndvert við aðra flokka. Meöan aörir stjórnmála- flokkar hafa vikkaö hugmynda- heim sinn, greint hugmyndafræöi frá stjórnmálum og bóklegan vis- dóm frá mannlegri skynsemi, hefur Sjálfstæðisflokkurinn aftur á móti hert einstrengingslega hugmyndafræöi sina, og kastaö fýrir róða stjórnvisku og skyn- semi. Um hann má segja þaö sem stendur i visunni, „best er aö róa einni ár, i ofsa veöri á móti”. Þetta hefur komið fram á öllum sviöum opinberra afskipta flokksins. 1 efnahagsmálum hefur frjálshyggja Thatcher-ismans veriö dýrkuö; i stóriöjumálum trúaö á reikninga og fullyröingar Alusuisse, og trúss sitt bundiö viö striösvagn Reagans i utanrikis- málum. Nei, þjóöin saknar ekki fjarveru þessara manna úr stjórnarráöinu, þvi aö stefna rikisstjórnarinnar hefur leitt til góöæris á öllum sviöum þjóölifs- ins. Óliklega angrar þaö sálarfriö höfundar Reykjavikurbréfsins? Ekki getur það þó verið neitt slæmt? Þaö skyldi þó aldrei vera aö afkoma þjóöarinnar skipti þá ekki máli? Hvaö segir Reykja- vikurbréfiö? Hugaö á hefndir „Löngu eftir aö þessi rikis- stjórn hefur farið frá mun áhrifa af myndun hennar gæta i samskiptum manna i stjórnmál- um. Kjarni málsins i sambandi viö rikisstjórn Gunnars Thorodd- sen er ekki sá hvort eða hvaöa árangri hún nær i efnahagsmál- um eöa á öörum sviðum þjóð- mála.” Þá höfum viö þaö. Rúsin- an i pylsuendanum er litt dulbúin hótun um kaldrifjaöar hefndir. „Þeir stjórnmálamenn i öörum flokkum sem nú standa álengdar og gleöjast yfir þeim átökum sem standa yfir i Sjálfstæöisflokknum eiga eftir aö komast aö raun um þaö siöar, aö vinnubrögö af þvi tagi sem beitt var viö stjórnar- myndun Gunnars Thoroddsen eru ekki til farsældar.” Svo mörg voru þau orö. Myndun ríkis- stjórnar Gunnars Thoroddsen var eins og flestir vita þrautarlending til lausnar langvarandi stjórnar- kreppu. Hún lofaöi hvorki blóm- skrúöi né byltingu heldur skyn- samlegri stjórnun án alls ofstækis og öfga. Meiri hluti Sjálfstæöis- manna á þingi neitaöi þátttöku i slikri stjórn. Þeir vildu hrein- ræktaöa kjaraskeröingarstjórn og veröskulda þvi fyllilega þá pólitisku útlegö sem þjóöin hefur valiö þeim. Megi þeir dvelja þar sem lengst. Skipulag og starfshæfni Mér hefur hér að framan orðið nokkuö tiörætt um festu og jafn- vægi i þjóömálum, en gert minna úr stéttarbaráttu og róttækum breytingum. A þvi er ofur einföld skýring. I samfélagi einkaeigna- réttar þar sem efnahagsleg upp- lausn, menningarleg niöurrifs- starfsemi og pólitisk óstjórn rikir er hlutverk sósialista aö koma jafnvægi og festu á mannlifiö. Þjóölffiö var oröið ein allsherjar hringavitleysa, meb eyrðarlausu, áttavilltu og þreyttu fólki, sem þráöi efnahagslegt jafnvægi og félagslegan friö frá örvilnan og streitu. Frá upphafi siöari heims- styrjaldar hefur þjóðin gengiö i gegnum vægöarlausar stökk- breytingar framkallaöar af þvi félagslega miskunnarleysi þegar óvægin stéttarbarátta, herseta, hröö efnahagsleg uppbygging, byggöaröskun og óðaveröbólga fara saman. Breytingin sem viö keppum aö felst i þvl aö koma á meira þjóöfélagslegu jafnvægi og menningarlegri festu. En hvers konar jafnvægi hljóta menn aö spyrja? Ég kýs að kalla þetta róttækt jafnvægi. En þaö inni- heldur þá kvöö að jafnvæginu veröi hvorki náö á kostnað þeirra lifskjara og réttinda sem launa- fólk hefur áunniö sér og öölast, né meö tilslökunum I þjóöfrelsis- málum. Jafnvægiö á einnig að stuöla aö afkastabetri skipulagn- ingu atvinnulifsins til aö draga úr vinnuánauð og bæta afkomuna. Skipulag og starfshæfni efna- hagslifsins er sterkasti þáttur þess litskrúöuga vefs sem við köllum menningarlif. Efnahags- leg upplausn leiöir af sér menn- ingarlegtog siöferöislegt rótleysi. Slitni samhengi menningar okkar brotna undirstööur sjálfstæðs þjóörikis á Islandi, sem er for- senda frelsis og jafnaöar og þar meö sósialisma. Með nokkurri einföldun má þvi segja að alltaf hafi árað illa undir slikri efnahagsstjórn, hvort sem ytri skilyrði voru okkur hagstæð eða ekki. Búið var að eyðileggja stýrisbúnaðinn og skútuna rak stjórn- laust undan veðri og vindum. Þeirri rikisstjórn sem nú situr (orðaleikja-menn mega gamna sér að hugtökunum hægri og vinstri) hefur tekist á undra-skömmum tíma að snúa af braut upplausnar og óstöðugleika og koma festu og jafnvægi á öil helstu svið þjóðlifsins. Þjóaiífið var orðið ein allsherjar hringavitleysa, með eirðarlausu, áttaviltu og þreyttu fólki, sem þráði efnahagslegt jafnvægi og félagslegan frið frá örvinglan og streitu .&r j YiðroÍMiai-stjóriiin kom á cfnahagskerfi sein leitt hefur til 20 ára clnahagslegrar ostjornar. Mikil og snögg imiskipti liafa orðið til liins betra i efnahagsstjórn á sköiiiniiiiu tima.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.