Þjóðviljinn - 19.09.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.09.1981, Blaðsíða 2
2 SIÐA ÞJÓÐVILJINN Helgin 19.-20. september 1981 Afbatnandi drykkjuvenjum Jæja nú ættu landsmenn að geta varpað önd- inni léttar. Lausnin á brennivínsvanda þjóðar- innar er fundin. Skýrslan er komin og meira að segja búið að birta hana. Skýrslan um áfengisbölið. Yfir- læknirinn á geðdeild Landsspitalans og sál- fræðingur hans, hafa nú enn einu sinni kveðið sér hljóðs. Nú er sannarlega ástæða til að fagna — fá sér einn—. Ekki er annað að sjá en búið sé að komast f yrir drykkjusýki á fslandi. Nú ættu að blasa við betri dagar með léttri vimu og Ijúf- um rús. Því — af skýrslunni um „niðurstöðu kannana á neysluvenjum og viðhorfi til áfengis hér á landi", má svo sannarlega taka undir þaðálitsérfræðinganna, sem þar kemur fram, sem sagt, eins og segir í f jögurra dálka fyrirsögn um málið. DRYKKJUVENJUR HAFA BREYST TIL HINS BETRA Þessar niðurstöður voru, semsagt birtar í Morgunblaðinu á föstudaginn í hinni vikunni. Undanfarinn áratug hefur hópur af sér- fræðilegum sálfræðingum, félagsfræðingum, mannfræðingum, atferlisfræðingum, textíl- hönnuðum og terapistum lagst á eitt að kom- ast fyrir áfengisbölið í landinu og nú er lausn- in sannarlega í sjónmáli. Ráðið til að fá þjóðina til að láta af of- drykkju, er m.ö.o. að taka eitt þúsund og f imm fyllirafta og mæla hvað þeir drekki marga sentílítra af brennivíni á hvað löngum tíma, hvað oft og með hvað löngu millibili og hvað margar konur drekki hvað margar f löskur af rauðvíni á hvað löngum tíma. Síðan er niður- stöðunum skellt uppí kúlurit, súlurit og kúrf ur og almenningi birtar niðurstöðurnar í Mogg- anum. Og árangurinn lætur ekki á sér standa. Allir hætta að drekka frá sér vitið, bú og barnalán, bílinn, húsið og fyrirtækið og á kon- unni verður ekki f ramar lumbrað nema þegar ástæða er til. Áður en lengra verður haldið, er rétt að staldra aðeins við skýrsluna og drepa á það markverðasta í henni. Þar segir m.a. orðrétt: „Á undanförnum 10 árum hefur áfengis- neysla aukist á Norðurlöndum, en þessi aukn- ing er meira hægfara hér á landi (l.br. mín). Hins vegar virðist það áfengismagn, serh ls-' lendingar drekka hverju sinni, vera meira en hjá hinum þjóðunum". Þá er frá því greint í skýrslunni að „áfengismálastefna" okkar íslendinga hafi verið kynnt á samnorrænni ráðstefnu og lögð á það áhersla að konur séu farnar að drekka meira létt vín en áður og það haf i þeim lærst í síendurteknum sólarlandaferðum. Þá kemur f ram að mest er drukkið af sterku víni og léttu vini og á einum stað segir orðrétt: „Ef karlmaður neytti hálfrar flösku af sterku áfengi, þá drakk konan venjulega ekki nema helming þess magns". Þá er á það bent í skýrslunni að fólk, sem var — fyrir f imm árum — fimm árum yngra en þaðer nú, séorðiðfimm árum eldra, en það var fyrir fimm árum. Eða eins og segir orð- rétt: ,,....að líklegasta skýringin á þessu sé sú að nú er fólk orðið fimm árum eldra". Og ein athyglisverðasta niðurstaðan er tví- mælalaust sú, að — eins og segir orðrétt — „Karlmennirnir höfðu fundið á sér 21 sinnum en konurnar 11 sinnum að meðaltali. Það má líka geta þess að 98% af körlum sögðust hafa fundiðásér, en 93% af konunum". (Tilvitnun lýkur). Það er Ijóst af þessari skýrslu yf irlæknisins og sálf ræðingsins, að drykkjuvenjur i landinu hafa mjög breyst síðan skýrsla Félagsmála- deildar um áfengisbölið í landinu var birt mið- sumars 1977. Þá var gerð úttekt á þessum þáttum áf engisbölsins: 1. Fjölda neytenda. 2. Áfengismagni. 3. Tíðni neyslu. 4. Fjölda, magni og tíðni, miðað við þá staði, sem rann- sóknir voru gerðar á. Staðirnir voru: Reykja- vík, Raufarhöfn, Seyðisfjörður og Neðra Hundagerði í Hreppum. Þá voru þættir eins og gáfur menntun og þjóðfélagsstétt teknir inní myndina. í þessari skýrslu kom í ijós að í Reykjavík var drukkið meira magn, en annars staðar, oftar en minna í senn, þó stundum væri þar drukkið sjaldan og mikið, oft og mikið, oftast lítið og sjaldan mikið. Á Raufarhöfn var drukkið lítiðog sjaldan, þótt stundum væri þar drukkið mikið og of t og f yrir kom að mikið var þar drukkið og sjaldan. Á Seyðisf irði var í þessarri könnun 1977 gerð athuguná drykkjusiðum gáfumanna, mennta- manna og venjulegra verkamanna. Þar kom í Ijós, að gáfumenn drekka oftast mikið og oft, en oftast lítið í einu. Mennta- menn á Seyðisf irði drukku hinsvegar oftast lítið og sjaldan. Athygli vakti ein undantekning, þar sem saman fór menntamaður og gáf umaður. Hann drakk oftast oft, mikið og lengi. Venjulegur verkamaður á Seyðisf irði virtist hinsvegar drekka sjaldan og mikið, en sjaldan oft. Heimasætan að Neðra Hundgerði í Hreppum drakk um hverja helgi og þá mikiðog oft. Nú liggja báðar þessar skýrslur hjá At- ferlismálaráði til umf jöllunar og er talið að hægt sé að fyrirbyggja skaðlegan drykkju- skap í landinu, ef sálfræðingar og atferlis- fræðingar ná saman skýrslu og skila súluriti, kvarða og kúrfu um batnandi drykkjuvenjur. Niðurstöður þeirrar könnunar munu birtast hér í Vikuskammtinum á laugardaginn kemur. Og þar verður leitast við að svara hinni áleitnu spurningu, sem birtist í þessari gömlu vísu: Ef tvær konur drekka tvær flöskur af rauðvíni á tveim timum Hvað eru þá f jórar konur lengi að drekka á tveim timum fjórar flöskur af rauðvíni sHráargatid Sannfróðir telja að vafasamt sé að Nýtt land Vilmundar Gylfasonar lifi sem vikublað fram að jólum. Útgáfan er kostnaðarsöm og miklu eytt i auglýsingar en salan verið dræm ef frá er skilið fyrsta tölublað. Sjoppueigendur segja aö blaðið hreyfist vart i sölu. Lfkleg þróun blaðsins er sií að fyrst breytist það í' hálfsmánaðarblað og svo kannski i mánaðarblað og svo að lokum verði Utgáfan óviss með blaði og blaði á stangli. Kvikmyndin um Snorra Sturluson verður sýnd með pompi og pragt um þessa helgi og þá næstu, i islenska sjón- varpinu. Lista- og skemmtideild sjónvarpsins lét gera kynningar- blað um kvikmyndina á ensku meðlitmyndum til aðkynna hana á erlendri grund. Ekki tókst þó betur til en svo að kvikmyndin er i kynningarblaðinu sögð byggö á íslendingabók Sturlu Þórðar- sonar. Hið rétta er að Saga Sturlu heitir íslendingasaga en íslend- ingabók er eftir Ara fróða Hlíf Svavarsdóttir heitir ballerína sem árum saman hefur starfað i Amsterdam og var lengst af ball- erina við Konunglega ballettinn þar. Hún hefur nú á seinni árum tekið að semja balletta sjálf við góðan orðstir i Hollandi og viðar og nú er hún stödd hér heima og er að setja upp sýningu Islenska listdansflokksins byggða á eigin koreografiu i ÞjóðleikhUsinu. Vilmundur: Blað hans stefnir I þá áttað verða eitt allsherjar fiaskó. Eins og venjulegakoma út ýmsar at- hyglisveröar bækur nú fyrir jólin. Ein þeirra inun sjálfsagt vekja töluveröa athygli en það eru endurminningar Hannesar Sigfússonar skálds. Hann var á sinum tima einn af hinum helstu svokölluðu atómskáldum sem ollu miklum deilum meðal þjóðarinnar og verður þvi sjálf- sagt ýmislegt forvitnilegt i bók þessari. Hannes hefur um árabil verið búsettur i Noregi. Tangó i nýju ljósi i Félagsstofnun stúdenta á miövikudagskvöld vakti mikla lukku. Húsið troö- fylltist og mikil stemning rikti enda hljóðfæraleikur þeirra Laufeyjar Sigurðardóttur, Helgu Þórarinsdóttur, Eddu Erlends- dóttur, Richard Korn og Oliver Manoury frábær. Mjög spænsk stemning rikti enda borð dúkuð og létt vin á boðstólum. Margir þeirra sem viðstaddir voru mæltu að loknum tónleikunum: Svona ætti að vera hvert einasta kvöld. Og reyndar býður þessi staður upp á hljómleikahald með þessu sniði, jass, tangó og hvers kyns kammertónlist. Hljótt hefur verið um listamanninn Magnús Þór Jónsson — öðru nafni Megas — að undanförnu. Hann hefur verið starfsmaður og fyrir- lesari á Silungapolli i sumar. Honum er margt til lista lagt. Hann er ekki einungis ljóðskáld, tónskáld, söngvari og hljómlista- maður heldur einnig gjaldgengur myndlistarmaður og hefur m.a. myndskreytt sjálfur sinar ljóða- bækur. Nú hyggst Megas efla kunnáttu sina i þessari listgrein og sest i Handiða- og myndiista- skólann f haust sem nemandi. Eins og kom fram i fréttum nýlega samþykkti Fjórðungsþing Norð- lendinga sem haldið var á Húsa- vik að stefnt skyldi að þvi að reist yrði álver i Eyjafirði. Það fylgdi hins vegar ekki sögunni hvernig að þessari samþykkt var staðið. Þaö voru nefnilega ekki Eyfirð- Megas: Sest á skólabekk I haust. ingar sem samþykktu þetta heldur HUnvetningar og Skagfirð- ingar. Meiri hluti Eyfirðinga, sem greiddu atkvæði, var þessu andvigur. Annars var að mörgu leyti undarlega aö þessari sam- þykkt staðið því að þegar greidd voru atkvæði voru fjölmargir fundarmenn fjarverandi. Fréttir herma að formanns- og vara- formannskjör Sjálfstæöisflokks á landsfundinum i næsta mánuði sem svo gott sem klappað og klárt. Hinn glæsti og drenglyndi formaöur Geir Hallgrimsson verður kjörinn formaður með yfirgnæfandi meiri hluta atkvæða en tveir ménn munu berjast um varaformannssætið, þeir Friðrik Sóphusson og Matthias Bjarna- son. Hægt er að setja lykilinn i skráargatið fyrir þvi að Matthias verður kjörinn varaformaður. Hægra liðið i Framsóknarflokknum, sem samanstendur af Varðbergs- mönnum og frimúrurum hugsar sér nú til hreyfings fyrir borgar- stjórnarkosningar næsta vor. Jósteinn nokkur Kristjánsson, hálfbróðir Guðmundar G. Þórar- inssonar, sem verið hefur formaður SUF og i stjórn Varð- bergs stefnir að þvi að fara i framboð gegn félagshyggjufólki sem verið hefur ofarlega á lista Framsóknarflokksins. Talið er að Sölunefnd varnarliðseigna muni standa heil og óskipt að baki Jósteins. Það eru sagðar margar hliðar á hverju máli og tveir endar i hverju símtali. Bent hefur verið á að hægt sé að taka upp simtal á báðum þessum endum, — en eru möguleikarnir ekki fleiri? Einn er sá að Vilmundur hafi heyrt samtalið við Kjartan af segul- bandsspólu fréttastofunnar. — Annar er sá aö Kjartan hafi tekið upp samtalið og spilað það fyrir Vimma. En sá þriðji, — það skyldi þó ekki vera að simi Kjartans hafi verið hleraður nú eða þá sími fréttastofunnar? Já, —það eru margar hliðar á hverju máli!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.