Þjóðviljinn - 19.09.1981, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 19.09.1981, Blaðsíða 27
Helgin 19,—20. september 1981 ÞJÓÐVJLJINN —, StÐA 27 um helgina Aukasýningar hjá Nemenda- leikhúsinu Aukasýningar verða á barna- leikritinu „Sorglaus konungs- son” i Lindarbæ kl. 15 og 17 á laugardag og sunnudag. Miðasala verður frá kl. 15—17 á laugardag, en frá kl. 13 á sunnu- daginn. Ungum sem öldnum leikhúsunnendum er bent á að þetta eru allra síbustu sýningar á verkinu. Skyggnst innávið Nú þegar skammdegið fer að byrgja okkur útsýn, þá er rétti timinn til þess að skyggnast innávið. Hvað skyldi bærast dýpra með okkur, undir hafróti allra hugsananna? — Þannig spyr Ananda Marga i fréttatil- kynningu og segir Yoga aðferð til þess áð kyrra flöktandi huga og draga fram hinar dýpri og skemmtilegri tilfinningar. A vegum samtakanna er að hefjast stutt kvöldnámskeið þar sem kennd veröa einföldustu undirstöðuatriði yoga. Nám- skeiðið er öllum opið og hefst n.k. mánudag 21. sept. kl. 21 i Aðalstræti 16. Þátttaka er ókeypis. Skátadagur á laugardag i Háaieitis-, Bústaða-, Smáibúða- og Fossvogshverfum er starfandi skátafélag, sem nefnist Garðbúar. i félaginu eru um 300 skátar á aldrinum 9—25 ára og i tilefni af nýju starfsári verður á laugardaginn haldinn skátadagur i þessum hverfum. Tjaldbúð verður reist að hætti skáta á auða svæðinu á mótum Réttarholtsvegar og Hæðar- garðs (fyrir ofan Vikingsheim- ilið) og þar verður dagskrá frá kl. 14—16. Tilgangur skátadags- ins er tviþættur: að kynna Garðbúa fyrir öllum yngri og eldri ibúum hverfisins og að minna á innritunina, sem er þessa sömuhelgi i skátaheimili Garðbúa i kjallara Staðar- borgar við Mosgerði. Argjald fyrirstarfsárið er 160 krónur og er veittur systkinaafsláttur. Allir ibúa þessara hverfa eru velkomnii^ískátadagini^^^^ Samsýning í Rauða húsinu 1 dag, laugardag, opna i Rauða húsinu Akureyri sam- sýningu, þau Kristján Guðmundsson og Sigriður Guðjónsdóttir. Sýningin er opin frá kl. 16.00—20.00 frá 19. sept til 27. sept. Nýja kompaníið í Norræna Nýja kompaniiö heldur tón- leika i Norræna húsinu i dag laugardagkl. 17.00. Þeir félagar leika aðallega eigin tónlist. A mánudagskvöld verður kompa- niið I Djúpinu. Rúmlega eitt ár er liðið frá þvi að nýja kompaniið var stofnað og hefur það komið fram viða á sinu eina ári. Kompaniið skipa: Sigurður Flosason altó- og tenórsaxafónn og altflauta, Sveinbjörn I. Baldvinsson gitar, Jóhann G. Jóhannsson pianó, Tómas R. Einarsson kontrabassi og Sigurður G. Valgeirsson trommur. Nýja kompaniið: Aftari röö Tómas, Sveinbjörn og Sigurður, sitjandi eru Jóhann og Siguröur Valgeirsson. Konur Goethes og ungmeyjarljóð Þau ólöf Kolbrún Harðardótt- ir cinsöngvari og dr. Erik VVerba pianóleikari koma fram á fyrstu tónleikum vetrarstarfs- ins hjá Tónlistarfélagi Reykja- víkur, sem haldnir verða i Aust- urbæjarbiói í dag, laugardag kl. 2.30 siðdegis. Hvorugt þeirra mun þurfa að kynna islenskum tónlistarvinum og dr. VVerba reyndar ekki fyrir tónlistarvin- um um viöa veröld, þvi að hann hefur um áratuga skeið veriö einn dáðasti pianóleikari við Ijóöasöng sem uppi er. Söngskrá tónleikanna skiptist i tvo hluta með sérstökum fyrir- sögnum, fyrir og eftir hlé. Fyrri hlutinn er „Konur i kvæðum Goethes” og verða i honum flutt tiu lög eftir fimm tónskáld við kvæði Goethes um konur eöa i orðastað kvenna. 1 þessum kvæöum syngja þroskaöar kon- ur um ástir sinar, drauma og örlög. Tónskáldin eru Mozart, Beethoven, Schubert, Schu- mann og Hugo Wolf. „Ungmeyjaljóð” nefnist siö- ari hlutinnog verða þar, til mót- vægis við kvennaljóö Goethes, flutt niu sönglög þriggja tón- skálda sem öll fjalla um ungar stúlkur eða eru lögð þeim i munn. Tónskáldin eru Sibelius, Brahms og Richard Strauss. Af öðru listafólki sem lyrir- hugað er að leiki á tónleikum Tónlistarfélagsins i vetur má nefna: italski liðlusnillingurinn Pina Carmirelli og Árni Kristjánsson, pianóleikari koma fram 17. október, Anna Aslaug Ragnarsdóttir pianó- leikari á einleikstónleikum 31. október, hin heimsfræga söng- kona Elly Ameling og Dalton Baldwin, pianóleikari halda tónleika 7. nóvember og söngv- arinn William Parker heldur tónleika i janúar. Aætlað er að pianóleikarinn Dalton Baldwin komiaftur til landsins i íebrúar og leiki þá með söngkonunni Rosmary Landry og Rudoif Kerer, pianóleikari kemur fram á tónleikum 13. mars. Leifur Þórarinsson tónskáld mun ann- ast tónleika fyrir félagið i april og verða á efnisskrá ýmis kammerverk eítir hann sjálfan. 8. mai mun fiöluleikarinn Ernst Kovacic halda tónleika. Tónlistarfélagið getur bætt við sig nokkrum nýjum styrkt- arfélögum. Motorcross er hættuleg og erfið iþróttagrein, en hraðinn getur orðið allt að 100 km. á klst. og þar yfir. Hér sést einn af köppum Vélhjóla- klúbbsins á æfingu. Síðasta motorcrosskeppnin Siöasta motorcrosskeppni sumarsins veröur haldin á vegum Vélhjólaiþróttaklúbbs ins á sunnudag kl. 15. Keppnin veröur haldin á nýrri braut klúbbsins viö Keflavikurveg, um 1 km frá Grindavikuraf- leggjaranum i átt að Keflavik. Motorcross er ein vinsælasta mótorsportgreinin sem stunduð er viða um lönd. Þykir hin besta skemmtun að fylgjast með brynjuðum köppunum geysast yfir holt og hæðir i loftköstum, en motorcross er fólgið i að aka ákveðinn fjölda hringja á lok- aðri keppnisbraut sem engu tæki er fær nema þessum sér- smiðuðu keppnishjólum. Keppt er i malargryfjum eða á öðrum stöðum þar sem ekki er hætta á aö gróður skemmist. Keppnin á sunnudaginn gefur stig til Islandsmeistaratitils, og er keppnin um hann i hámarki nú. Staða efstu manna er mjög jöfn og ræður keppnin þar úr- slitum. Vinátta. Sigfús Már Pétursson og Thomas Ahrens. Ljósm: eik. Frumsýning hjá Alþýðuleikhúsinu Sterkari en Sterkari en Superman nefnist leikritið fyrir börn, unglinga og fullorðna sem Alþýðuleikhúsið frumsýnir i dag kl. 17 I Hafnar- biói. Höfundur verksins er Roy Kift en Magnús heitinn Kjart- ansson þýddi verkið. Sterkaii en Superman fjallar um fatlaða og ófatlaða I sam- félaginu, móður með tvö börn sem eru aö hefja búsetu i nýju hverfi þegar leikurinn hefst. Sonurinn er i hjólastól og dóttir- in er ekkert allt of sátt við að þurfa að sinna bróður sinum um of, þó að hún verji hann þegar illa er um hann talað. Sterkari en Superman var frumsýnt fyrir einu og hálfu ári i Englandi c® er nú sýnt i Þýskalandi. Höfundurinn er að gera allt í sain að fræða fólk um hvernig það er að vera fatlaður, Superman hvernig umhverfB bregst við, hvaða fordómar eru uppi gagn- vart föthiðum og að auka skiln- ing manna á aðstöðu fatlaðra. Samtök fatlaðra hafa sýnt leikritinu mikinn áhúga og unnið með Alþýðuleikhúsinu við undirbúning sýningarinnar. Frumsýningin verður sem fyrr segir á laugardag kl. 17 og önnursýning veröur á sunnudag kl. 15. Leikstjórar eru þau Jór- unn Sigurðardóttir og Thomas Ahrens en leikendur Björn' Karlsson, Guðlaug Maria Bjarnadóttir, Margrét Ólafs- dóttir, Sigfús Már Pétursson, Thomas Ahrens og Viðar Eggertsson. Leikmynd gerir Grétar Reynisson, ljóð og lög samdi Ólafur Haukur Simonar- son. — ká Rommí aftur á fjalirnar A laugardagskvöldið gefst þeim, sem enn hafa ekki séð hina vinsælu sýningu Leikfélags Reykjavikur á ROMMl, kostur á að sjá verkið. Þau Gisli Hall- dórsson og Sigriður Hagalin hafa nú leikið þetta bandariska verðlaunaleikrit á annað hundrað sinnum og er leikritið komið i röð vinsælustu leikrita erlendra, sem sýnd hafa verið hjá Leikfélaginu. 1 sumar var farið með verkið i vel heppnaða leikför um Norðurland. Eins og kunnugt er, gerist ROMMÍ á elliheimili og þar greinir frá samskiptum tveggja roskinna einstaklinga, sem stytta sér stundir, spauga, rifast og spila rommi. Sigriður Hagalin og GIsli Hall- dórsson i hiutverkum sinum i Rommi. Tómas Zoega þýddi leikritið, leikmynd gerir Jón Þórisson og leikstjóri er Jón Sigurbjörnsson. Einungis verður um fáar sýn- ingar að ræöa.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.